Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 19
Hluti þeirra, sem sátu ráðstefnuna. Ráðstefna um pólitíska stöðu SUS Helgina 9.—10. marz s.l. var haldin að Hótel Loftleiðum ráðstefna Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um pólitíska söðu SUS. Ráðstefnuna sóttu um 80 manns víðs vegar að af landinu, og fór ráðstefnan hið bezta fram. Hún hófst kl. 13.30 á laugardag og þann dag voru fluttar framsöguræður um hina ýmsu málaflokka, en seinni daginn störfuðu umræðuhópar. Hér fara á eftir úrdrættir úr nokkrum ræðum, sem fluttar voru á ráðstefnunni, svo og viðtöl við nokkra þátttakendur og þá, sem höfðu veg og vanda af undirbúningnum: Við eigum nægan efnivið FORMAÐUR SUS, Friðrik Sóphusson, setti ráðstefnuna með ræðu, þar sem hann rakti í stór- um dráttum baráttumál SUS frá upphafi. Taldi hann, að rekja mætti margar nýjungar í stefnu flokksins til ályktana ungra sjálf- stæðismanna. Minntist hann á þau þáttaskil, sem orðið hefðu á árunum 1967—68, þegar óánægjualda reið yfir meðal ungs fólks á Vesturlöndum, aðallega stúdenta. Sagði hann, að kommúnistar og sósfalistar margs konar hefðu haft hag af þessari öldu, en undanfarin tvö ár hefði orðið vart breytinga að þessu leyti. Þá ræddi Friðrik um helztu starfsþætti stjórnar SUS og gerði grein fyrir framtíðaráformum. í lok ræðunnar lét hann i ljós þá ósk, að ráðstefnugestum mætti auðnast að meta stöðu SUS á raunsæjan hátt og leggja drög að framtíðaráformum, sem hefðu þann tilgang að gera unga sjálf- stæðismenn að stærra og sterkara stjórnmálaafli en þeir væru nú. í ráðstefnulok tókum við Frið- rik tali og spurðum fyrst hversu honum þætti hafa tekizt til um ráðstefnuna. — Ég er mjög ánægður með ráðstefnuna og tel, að hún hafi tekizt mjög vel í alla staði. Sér- staklega er ástæða til að minnast á hinn mikla fjölda, sem sótti ráð- stefnuna, en stór hluti kom utan af landi. Ég tel, að þetta sýni, að það er hugur í ungum sjálfstæðis- mönnum, og að þeir muni ekki láta sitt eftir liggja í komandi kosningum. — Hvað viltu segja um árangur ráðstefnunnar? — Hér hafa komið fram fjöl- margar hugmyndir og ábendingar, og það er stjórn sam- bandsins og aðildarfélaganna mikill fengur að eignast þetta safn hugmynda til að vinna úr i starfi næstu mánaða. Mér fannst fróðlegt hvað umræðurnar leiddu skýrt í ljós mismunandi áhugamál skólaæskunnar annars vegar og unga fólksins I atvinnulífinu hins vegar. Skólaæskan lætur meira til sín taka hugmyndafræðileg verk- efni og grundvallarstarf ýmiss konar, en unga fólkið, sem þegar er farið að taka þátt í atvinnulíf- inu, hefur meiri áhuga á hús- næðismálum, skattamálum og beinum hagsmunamálum þeirra, sem eru að taka fyrstu sporin í lifsgæðakapphlaupinu. Verkefni okkar, sem höfum valizt til forystu i samtökum ungra sjálfstæðismanna, hlýtur að vera að byggja brú milli þessara hópa, auka gagnkvæman skilning á högum þeirra og taka tillit til hvors hópsins um sig við mótun stefnu i baráttumálum SUS. Eitt er víst: Við eigum nægan efnivið í póli- tisk baráttuvopn á næstunni. Þörf á skoð- anaskiptum og umræðum Tillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir stjórnar- fund 13. desember og sam- þykktar. Undirbúning- urinn er í sjálfu sér viða- mikill en margar hendur vinna létt verk. Áhuginn fyrir ráðstefnunni og þátt- takan lýsa þeim sóknar- anda, er einkennir störf ungra sjálfstæðismanna um allt land. Þátttakendur voru yfir áttatíu. Hvernig gekk ráðstefnuhaldið? Ráðstefnan var sett laugardag- inn 9. marz kl. 2 af Ellert B. Schram alþingismanni og síðan flutti Friðrik Sophusson, formað- ur S.U.S. stutt ávarp. Þá voru þeirra. Framsögumennirnir voru: Ásmundur Einarsson, Pétur Sveinbjarnarson, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ráðstefnunni lauk siðan með panelumræðum. I panelnum voru: Árni Emilsson, Áslaug Ragnars, Friðrik Sophusson, Kjartan G. Kjartansson og Styrm- ir Gunnarsson. Ellert B. Schram stjórnaði umræðunum. Ráðstefn- unni lauk ekki fyrr en kl. að ganga átta vegna mikilla umræðna. Hvað viltu segja að ráðstefn- unni lokinni? Eftir undirtektum að dæma og hinum mörgu atriðum, er komu fram við umræðurnar, er ekki annað hægt að segja, að full þörf sé á slikum skoðanaskiptum og einarðlegum umræðum. Þetta Við snerum okkur til Stefáns Skarphéðinssonar, framkvæmdastjóra S.U.S., og inntum hann eftir hver væri aðdragandi og hvern- ig undirbúningur ráðstefn- unnar hefði gengið. Á S.U.S. þingi i haust var ákveðið að efna til þessarar ráðstefnu. Stjórn S.U.S. skipaði nefnd til að undir- búa ráðstefnuna. í nefnd- inni voru Guðfinna Helga- dóttir Jón Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. fluttar ræður og töluðu þeir Sigurður Ragnarsson, Keflavík, Páll T. Önundarson, Reykjavík, Davið Oddsson, Reykjavík, Þor- valdur Mawby, Garðahreppi, Halldór Blöndal, alþingismaður, Tryggvi Gunnarsson, Reykjavík, Anders Hansen, Akureyri og Jón St. Gunnlaugsson, Reykjavík. Umræður voru miklar og fjörugar og lauk ekki fyrr en kl. 7, en ekki kl. 6 eins og ráðgert hafði verið. Seinni daginn hófu starfs- hópar störf sín. Þeir voru þrir og fjölluðu um útgáfumál, starfsemi aðildarfélaga S.U.S. og þátttöku ungs sjálfstæðisfólks í félags- starfsemi. Um kl. 4 lýstu framsögumenn starfshópanna niðurstöðum kemur á samböndum milli aðildarfélaganna, vikkar sjón- deildarhringinn og hvetur fólk til dáða. Eg vil að lokum þakka öllum, t aðstoðuðu við undirbúning ra stefnunnar, og einnig þeim, t r þátt tóku í henni. Öllum þessuns aðilum er það að þakka, að rað- stefnan tókst eins vel og raun varð á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.