Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 35 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 3 þessi kona, sem átti alla þessa hluti, hún hafði laumast inn á heimili mitt í fjarveru minni eins og þjófur og engu var líkara en hún hefði horfið sporlaust aftur. Nema þau hefðu farið út saman og sætu nú einhvers staðar á litl- um veitingastað með kertaljós á borðinu og horfðust i augu. . . Ég hljóp fram f eldhúsið. En eldhúsið var autt! Þó sá ég þess merki að þar höfðu tvær manneskjur fengið sér kaffi og borðað brauð, en þau höfðu aug- sýnilega ekki gefið sér tíma til að þvo upp eftir sig.. . Tvö. . . Eg var enn ekki farin að finna neitt, ég var eins og í leiðslu. .. ég trúði ekki að þetta væri veruleiki. Ég var vör við að einhverjar grun- semdir voru teknar að bæra á sér, en þær voru ekki orðnar að virki- leika ennþá. „Þetta getur ekki verið satt“ svaraði hjartað fyrir- spurnum, sem heilinn beindi til þess. Nú sá ég að í forstofunni var brún kvenkápa og regnhlíf, sem ég kannaðist ekki við. Aftur á móti sá ég þar hvergi hatt og frakka Einars. Kannski hún færi í pels þegar hún brygði sér út á kvöldin.. . Kannski voru þau ein- hvers staðar á balli. .. hún virtist hafa haft svo mikinn viðbúnað f sambandi við klæðaburð, að það hlaut eitthvað mikið að hafa staðið til... Aftur var ég komin inn í svefn- herbergið og horfði þurrum, en spyrjandi augum á þessi viðbjóðs- legu kvenföt, sem lágu þarna á tvist og bast. Hver átti þessi föt? Hvernig var hún í hátt? Hvað gat hún veitt Einari, sem ég gat ekki? Eða var skýringin einfaldlega sú — hversdagsleg, en ógeðfelld — að hann hafði ekki getað sætt sig við einlífið f þessar átta vikur — ekki einu sinni þótt hann væri ungur og ástfanginn eiginmaður? Ég lét fallast þreytulega niður á stólinn við snyrtiborðið og horfði á andlitið á sjálfri mér í speglin- um. í gær hafði ég verið ánægð með útlit mitt. Eg var sólbrún eftir veruna í Egyptalandi, hárið var hrafnsvart, augun dökkblá og þótt ég sé kannski ekki falleg í orðsins fyllstu merkingu, þá hef ég alltaf staðið f þeirri sælu trú, að ég væri heldur geðsleg og greindarleg manneskja. .. ég mændi á sjálfa mig sljóum augum og ég varð að viðurkenna, að eins og ég var á mig komin núna gat ég ekki verkað eggjandi á nokkurn mann. Hvað í ósköpunum átti ég að taka til bragðs? Sitja alla nóttina og bfða? Bíða eftir þvf að eigin- maður minn og einhver óþekktur kvenmaður kæmu heim tii heimilis míns og svefnherbergis. Eftir á get ég ekki sagt til um það, hvað það var sem varð til að vekja skelfinguna. Og enda þótt skynsemi mfn mótmælti mér, vissi ég allt i einu, að ég var ekki ein i íbúðinni. .. Það var ein- hver...eða eitthvað. .. rétt hjá mér.. . eitthvað sem átti ekkert erindi hingað.. . eitthvað sem var viðbjóðslegt og ógnandi, og skelfingin hríslaðist um líkama minn, hverja taug, hvern vöðva í kroppnum. Hægt og seinlega reis ég upp og mér varð allt í einu ljóst — meðan hræðslan var að heltaka mig — að ég var alein og i íbúðinni leyndust ótal felustaðir, sem ég hafði ekki gáð í, þegar ég skoðaði ibúðina. Einhver í leyni bak við glugga- tjöldin? Inni í skápunum? Inni i baðherbergi? Einhver á gægj- um. .. Einhver... kannski þessi ókunnuga kona? En hvar var þá Einar? Þar sem ég fann að fullvissa var skömminni skárri en þessi efi reis ég á fætur og reikaði i áttina að baðherberginu. Ég ýtti hranalega upp hurðinni og það eina sem ég heyrði var óreglulegur andar- dráttur sjálfrar mín. Svo þrýsti ég varlega á slökkvarann. Það fyrsta sem ég sá voru bláir inniskór á baðmottunni. Síðan dökkgrænar flísar, sem glömpuðu á móti mér í ljósinu. .. Og vatn, ljósgrænt vatn í baðkarinu. . . Og i baðkarinu. . .Ég stóð þarna æðistund án þess að sjá eða skilja nokkurn skapaðan hræranlegan hlut. Sjóntaugar mfnar sögðu heilanum að líkami ungu kon- unnar í baðkerinu væri óeðlilega kyrr, að munnurinn væri gal- opinn, að hárið flyti um hana eins og sægresi. .. en heilinn svaraði þvf til, að svona gæti ekki gerzt nema í sjúklegri hryllilegri •martröð. Hverju hefði hann átt að svara nema þessu. Að lokum vaknaði ég upp af þessum dvala og skynjaði að þetta var virki- leiki. Það bergmálaði draugalega i baðherberginu, þegar ég æpti. 2. kafli Dyrnar inn í baðherbergið og svefnherbergið voru lokaðar og inni í stofunni hafði ég kveikt öll ljósin. Nú sat ég við skrifborðið og studdi hönd undir kinn og reyndi að koma skipulagi á ruglingslegar hugsanir mínar. Vertu róleg! Vertu róleg, Puck! Þú verður að hafa stjórn á þér! Þú hefur oft séð dáið fólk! Þú hefur séð annað eins án þess að fá taugaáfall. Þú ættir að þola að sjá þetta. . . eða hvað? Ég veit það, ég veit það. En það var öðruvísi. Þá var Einar alltaf nærstaddur. Þá var ég ekki ein. Og það kom ekki beinlfnis OKKUR við. Það gerðist ekki á heimili okkar. Hertu þig nú upp, Puck! Eitt- hvað hlýturðu að eiga að gera! Þú hefur ætlað að gera eitt- VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i síma 1 0-1 00 kl 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags. 0 Nýr „íslenzkur búningur“? Sigrún Helgadóttir skrifar: „Astæðan til þess, að ég sezt niður til að skrifa þetta bréfkorn er sú, að ég hlustaði á útvarps- þátt, fluttan mánudaginn 11. 3., — viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur. 1 því viðtali kom fram, að hún, ásamt fleirum, hefur hannað bún- ing, sem hún vill láta líta á sem íslenzkan þjóðbúning. A sama hátt gæti ég setzt niður og samið lag og sagt: „Þetta er nýtt íslenzkt þjóðlag," eða ég klambraði saman einhverri sögu, eða ævintýri og segði: „Þetta er íslenzk þjóðsaga." Hrædd er ég um, að margir risu upp á afturfæturna og mikið yrði fussað og sveiað — enda von. „Néi,“ segði fólk, „þjóðsaga er saga, sem lifað hefur með þjóð- inni, gengið mann fram af manni og tekið hægfara breytingum. Einnig þjóðlag. Enginn veit um höfundinn, en þetta hefur verið til lengi." Svo var og um íslenzka þjóðbúninginn. Hann tók engum hraðfara breytingum, heldur þró- aðist hægt og hægt eftir þörfum fólks, allt fram um síðustu alda- möt Þá tók sig til Sigurður Guðmundsson málari og breytti búningnum, a.ö.l. eftir erlendri fyrirmynd, til að mæta kröfum þeirrar tízku, er þá réð. Vildirðu láta breyta laginu; Sofðu unga ástin mín eða sögunni um djákn- ann frá Myrká, eftir þeim hug- myndum, sem unga fólkið hefur í dag? Varla. Enda er búningurinn eftir breytinguna óþjóðlegri, óþægilegri og mun dýrari í inn- kaupi. I áðurnefndu viðtali kom fram m.a.s. hjá þessari konu, sem eitthvað hlýtur þó að hafa hugsað um þessi mál, nokkur ókunnug- leiki á íslenzka þjóðbúningnum, eins og hann var fyrir breytingu Sigurðar. Svo er og um þorra íslenzku þjóðarinnar. I þau 10 ár, (ég er 24 ára), sem ég hef átt gamlan íslenzkan búning, hef ég, held ég, aldrei hitt neinn, sem þekkir hann nema fólk úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur. En öllum, sem á annað borð skoða hann, finnst hann þjóðlegri en búningur Sigurðar. % Hinn sanni ís- lenzki þjóöbúningur er hvorki dýr né óþjáll I ár hyggjast margar konur fá sér íslenzkan búning og enn fleiri langar til þess, en telja sig ekki hafa efni á því. Sá hópur kvenna er þó langstærstur, sem segist engan áhuga hafa á því að eiga íslenzkan búning, vegna þess hversu óþjáll hann sé og óþægi- legur. Fyrir þennan hóp kvenna er Sigrún líkleg að gera þennan nýja „þjóðbúning", sem á að vera þægilegri en sá, sem þessi hópur kallar „gamla búninginn", en er j reyndar aðeins frá því um alda- mót. En íslenzkur búningur þarf hvorki að vera óþægilegur né mjög dýr. Hvernig í ósköpunum á , sannur þjóðbúningur að geta ver- 1 ið óþjáll — búningur, sem þjóðin hefur notað bæði við leik og störf í aldaraðir. Þjóðbúningur á held- ur ekki að þurfa að vera dýr. Hvenær var íslenzka þjóðin rik? A búningum Sigurðar er mikið af silfri, en á þeim gömlu uppruna- legu almennt mun minna og á sumum alls ekkert. 0 Hefjum gamla þjóðbúninginn til vegs og virðingar Niðurstaða þessara hugleiðinga er því þessi. Nýjan þjóðbúning þarf íslenzka þjóðin alls ekki, en aftur á móti væri gaman, ef hægt væri að færa á ný til vegs og virðingar þá búninga, sem hér voru notaðir fyrir siðustu aldamót eða fyrr. En til þess að svo geti orðið þarf að kynna þjóðinni, að þessir búningar hafi verið til-og séu til. Ekkert tæki er betur til þeirrar kynningar fallið en sjón- varpið. Og ef sú kynning væri vel af hendi leyst, gæti enginn afsak- að sig með því að hafa ekki efni á því að fá sér íslenzkan þjóð þúning, búningurinn þarf ekki að vera dýrari en kjóll. Enginn gæti afsakað sig með því, að búningur- inn væri óþægilegur og ljótur, því að fjölbreytni i sniði og litum var það mikil, að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Ég SKora á sjónvarpið að leggja þennan skerf til þjóðhátíðarárs, og ef sjónvarpið hefur sál, trúi ég ekki öðru en sú sál gleddist af því að sjá ungar stúlkur klæðast þjóð legum klæðum á Þingvöllum sumarið 1974 og vita, að þessar sömu stúlkur hefðu e.t.v. klæðzt „cow-boy“ buxum, ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan eins eða tveggja þátta í sjónvarpi. Virðingarfyllst Sigrún Helgadóttir. E.s. Þess má og geta, að karlmenn fyrr á árum klæddust ekki jakka- fötum, hvítum skyrtum og voru með bindi um hálsinn. Hvernig var búningur karla? % Jóga-þættirnir á óheppilegum tíma Sigríður Bjarnadóttir í Hafnar- firði hringdi. Hún sagðist vera óánægð með þá breytingu, sem gerð hefði ver- ið á útsendingartíma jógaþátt- anna í sjónvarpinu. Þættirnir voru áður á dagskrá seint á þriðjudagskvöldum, og sagði Sigríður, að sér hefði fundizt það heppilegri timi en sá, sem nú er, þ.e.a.s. síðdegis á laugardögum. Hún sagðist vera viss um það, að ónæðissamt væri á mörgum barnaheimilum á þeim tíma, sem þáttunum væri nú sjónvarpað á, en flestum þætti betra að hafa þætti þessa í lok dagskrár. Hún tók það fram í leiðinni, að hún væri ánægð með þessa þætti og því hefði hún áhuga á, að þeim væri sjónvarpað á betri tíma en nú er gert. — Rólegur Júlfus, þetta er ekki okkar röð eftir allt saman. . . — Ég hef skipt um skoðun Hermann. ..ég vil gjarnan giftast þér. . . — Það getur ekki verið heil- brigt, að ég er vitlaus út í Ursúlu Andress aðeins vegna leikhæfileika hennar...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.