Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 5 Háskóla- menn þinga um hlutverk háskóla BANDALAG Háskólamanna efn- ir til ráðstefnu um hlutverk há- skóla dagana 22. og 23. marz n.k. a3 Hótel LoftleiSum. Þátttakend- ur í ráðstefnunni verða rúmlega eitt hundrað. Ráðstefnan hefst kl. 15 á föstudag. Formaður BHM, Markús A. Einarsson, setur ráð- stefnuna og síðan flytur mennta- málaráðherra, Magnús Torfi Ölafsson, ávarp. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þorvaldsson, rektor Háskóla íslands. Fjögur erindi verða haldin á ráðstefnunni og fjallar hið fyrsta um eðli og markmið menntunar, framsögu annast Andri ísaksson prófessor, Jóhann S. Hannesson menntaskólakennari, Kristján Bersi Ólafsson skólastjóri og dr. Wolfgang Edelstein. Annað erindið fjallar um háskólanám, framsögu annast Árni Blandon háskólanemi, Garðar Mýrdal há- skólanemi og Kristján Auðunsson háskólanemi. Þriðja erindið fjall- ar um skipan starfs Háskóla ts- lands og er framsögumaður Halldór I. Elíasson prófessor. Fjórða erindið fjallar um skipu- lag ævimenntunar, framsö'gumað- ur er dr. Jarl Bengtsson, sænskur sérfræðingur, sem starfar að menntunarmálum hjá OECD í París, en BHM hefur boðið hon- um hingað í tilefni ráðstefnunn- ar. Á laugardagsmorgun starfa fjórir umræðuhópar um fyrr- nefnd efni. Eftir hádegi verða niðurstöður kynntar og síðan verða almennar umræður. Ráð- stefnunni lýkur kl. 18 á laugar- dag. Skákþingi Hafnarfjarð- ar lokið SKÁKÞING Hafnarfjarðar lauk 17. marz. Keppendur voru 13 og tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfinu. Skákmeistari Hafnarfjarðar 1974 varð Sigurður Herlufsen, hlaut 614 vinning. I öðru sæti var Bjarni Linnet með 514 vinning og f þriðja sæti Magnús Halldórsson með 4‘4 vinning. Næstu keppend- ur voru með 4 vinninga. Sunnudaginn 24. marz fer fram Hraðskákmeistaramót Hafnar- fjarðar og hefst kl. 2 e.h. í Sjálf- stæðishúsinu við Strandgötu. Skólahljóm- sveit Mos- fellssveitar Skólahijómsveit Mosfells- sveitar á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hljómsveitin hefur vfða komið fram opinber- lega m.a. í útvarpi og sjónvarpi og farið nokkrar hljómleikaferðir um landið. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar frá upphafi hefur verið Birgir D. Sveinsson kennari, en auk hans starfa nú við hljómsveitina Lárus Sveinsson og Reynir Sigurðsson hljóðfæraleikarar. I tilefni afmælisins heldur hljómsveitin tónleika í Hlégarði n.k. laugardag 23. marz og hef jast þeir kl. 15. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR LÆKJARGOTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.