Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 Borgarstjóri: Reiðubúinn til kappræðna við andstæðinga Hljóðvarp og sjónvarp kjörinn vettvangur „ÉG er að sjálfsögðu reiðubúinn til hvers könar kappræðna og skoðanaskipta við andstæðinga sjálfstæðismanna um borgarmái- in á þeim vettvangi, þar sem al- menningur getur bezt fylgzt með umræðum, og bendi á I þvf sam- bandi, að hljóðvarp og sjónvarp eru kjörinn vettvangur til slfks og hafa reyndar aliir fiokkar sam- einazt um óskir til sjónvarps um aukinn tíma frá þvf, sem fyrir- hugað var,“ segir Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri í svar- bréfi til Sigurjóns Péturssonar borgarráðsmanns Alþýðubanda- lagsins, sem hefur boðið borgar- stjóra til kappræðna við sig um borgarmál á fundi f Laugardals-' höllinni. Bréf borgarstjóra er svohljóð- andi: „Vegna bréfs yðar til mfn, dags. 6. maf sl., varðandi kappræðu- fund vil ég taka eftirfarandi fram: I þeim borgarstjórnarkosning- um, sem f hönd fara, eru fjórir framboðslistar, sem hafa sett sér það að stefnumarki að fella meiri- hluta sjálfstæðismanna f borgar- stjórn. Listi Alþýðubandalagsins er einn þessara fjögurra, en AI- þýðubandalagið hefur reyndar ekki haft forystu fyrir andstæð- ingum sjálfstæðismanna í borgar- stjórn á þvf kjörtfmabili, sem er að líða. Með þvf að taka áskorun yðar. þyrftl ég að sjálfsögðu jafnframt að taka áskorun frá öðrum listum, sem óska eftir fundahöldum, og hefur reyndar þegar borizt áskor- un frá fulltrúaráði framsóknarfé- laganna f Reykjavfk. Slík funda- höld væru útilokuð nú á þeim stutta tfma, sem til kosninga er. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til hvers konar kappræðna og skoð- anaskipta við andstæðinga sjálf- stæðismanna um borgarmálin á þeim vettvangi, þar sem almenn- ingur getur bezt fylgzt með um- ræðum, og bendi á f þvf sam- Framhald á bls. 18 Dýrmætir forn- gripir á ILstahátíö Forngripir, sem fengnir eru að láni hjá erlendum iistasöfnum á sýningu þá um fslenzka myndlist frá upphafi, sem efnt verður tii á Kjarvalsstöðum á listahátíðinni, eru farnir að berast til landsins. Er sérstaklega vandað til þessarar Baldvin Tryggvason kjör- inn formaðnr stjórnar SRJV AÐALFUNDUR Sparisjóðs Reykjavfkur og nágrennis var ný- lega haldinn. Tekjuafgangur Sparisjóðsins varð tæplega 7 milljónir á sfðastliðnu ári og inn- stæður um áramót námu 692 milljónum króna. Sparifjáraukn- ing nam 114 milljónum króna á Fara sérkröf- nr háskóla- manna fyrir Kjaradóm? SAMNINGAR um sérkröfur aðildarfélaga Bandalags háskóla- manna á hendur rfkinu ganga hægt. Þó eru alvarlegar viðræður í gangi milli rfkisins og nokkurra aðildarfélaga og ákveðnar samn- ingslfkur fyrir hendi, að sögn dr. Jónasar Bjarnasonar formanns launamálaráðs BHM. Hjá öðrum félögum eru litlar sem engar við- ræður f gangi og Iftið útlit fyrir, að samningar takist fyrir 15. maf, eins og lögin segja til um. Ef samningar takast ekki fyrir þann tíma hjá þeim félögum, verður málum þeirra skotið til Kjara- dóms, og á hann að hafa lokið störfum fyrir 10. júní n.k. Að sögn dr. Jónasar Bjarnason- ar er mestur skriður á samning- um kennarafélaganna og mestar líkur á samningum þar. Þá taldi dr. Jónasekki útilokað, aðskriður kæmist á samninga annarra félaga í næstu viku. Eitthvað hef- ur borið á uppsögnum í einstök- um félögum, en ekki þó í stórum stfl. Aðildarfélög að Bandalagi há- skólamanna eru 14talsins. Mbl. hefur borizt nýtt eintak af málgagni Rauðsokkahreyfingar- innar „Forvitin rauð“ og er það 4. blaðið. 1 fréttatilkynningu segir, að efni blaðsins sé í framhaldi af umræðufundi, sem hreyfingin gekkst fyrir í Norræna húsinu f fyrra um fyrirvinnuhugtakið. Er f blaðinu frásögn af fundinum, ræðum málshefjenda og umræð- um fundarmanna. Blaðið er offsettprentað hjá Offsettmyndum sf. Umsjón með útliti höfðu Edda Óskarsdóttir og Hildur Hákonardóttir. árinu. Formaður Sparisjóðs- stjórnar var kjörinn Baidvin Tryggvason, en áður gegndi for- mennsku Guðlaugur Þorláksson, sem er nýlátinn. Sparisjóðsstjóri er Hörður Þórðarson. Abyrgðarmenn sparisjóðsins kjósa 3 stjórnarmenn og hlutu kosningu að þessu sinni: Baldvin Tryggvason, Sigursteinn Arnason og Asgeir Bjarnason. Þa' kýs borgarstjórn Reykjavíkur tvo menn í stjórn: Agúst Bjarnason og Björn Stefánsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnir. Af borgarstjórnar hálfu eru endurskoðendur Runólfur Pétursson og Eyjólfur Árnason, en aðalendurskoðandi er Björn Stephensen. Varasjóður Sparisjóðsins nem- ur nú 30 milljónum króna. sýningar vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Frá Danmörku komu á miðviku- dag með flugvél 4 munir, sem virtir eru á milljón danskar krón- ur til tryggingar eða 15 milljón ísl. krónur. Þetta er ísaumað altarisklæði með myndum af postulunum 12, og er það talið úr Hrafnagilskirkju. Þá er lánað frá Danmörku 10 metra langt veggteppi, sem talið er vera frá Hofi. Einnig tvær út- skornar rúmfjalir, frá Mælafelli aðtalið er. Áður voru komnar til landsins frá Nordiska Museet í Stokkhólmi tvær gamlar rúmfjalir, önnur með blómaútskurði og áletrun og hin með textanum einum. Eru þær dýrmætar, metnar á 50 þúsund krónur aðtryggingarverð- mæti. Margir aðrir dýrmætir gamlir, íslenzkir munir, erlendis frá, sem verða lánaðir á þessa sýningu eru væntanlegir, þar á meðal mjög dýrmæt drykkjarhorn og teppi frá Clunysafni og frá Hollandi. Sýningin hefst 7. júní. Samdrátturí bókaútgáfu vegna verkfallsins MÖRG fyrirtæki f prentiðnað- inum eiga nú í geysilegum f jár- hagserfiðleikum vegna hins langa prentaraverkfalls. Dag- blöðin standa einna verst að vfgi, og tap þeirra nemur tug- um milljóna króna. Að sögn Baldurs Eyþórssonar formanns Félags fslenzka prentiðnaðar- ins er fyrirsjáanlegt, að veru- legur samdráttur verður á bókaútgáfu í haust vegna verk- fallsins. „Það hugsa margir prentsmiðjueigendur til þess með hryllingi að hefja starf- rækslu fyrirtækja sinna að nýju. Framundan eru mjög erfiðir tímar fyrir fyrirtækin, sumarleyfistímar með miklum útgjöldum og litlum tekjum," sagði Baldur Eyþórsson í sam- tali við Mbl. í gær. Hann bætti l þvi við, að fjárhagsástandið væri álmennt afar slæmt hjá fyrirtækjum prentiðnaðarins og ætti þetta bæði við um litlu og stóru fyrirtækin. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á tækjakosti prentsmiðjanna á undanförnum árum og margar þeirra því hlaðnar skuldum. Geysimikil verkefni hafa hlaðizt upp hjá prentsmiðjun- um i verkfallinu og tekur lang- an tfma að koma þeim frá. Sagði Baldur, að augljóst væri, að jólabókaflóðið yrði með allra minnsta móti næsta haust. Að- spurður sagði Baldur, að hann gæti ekki betur séð en prentar- ar kæmu flestir aftur til vinnu í iðn sinni þrátt fyrir sögur um, að þeir hefðu fengið sér vinnu til frambúðar í öðrum atvinnu- greinum. Hafnarbúar á borgarfundi: Vilja ekki taka við Stokksnesstöðinni Höfn Hornafirði, 10. maf — A BORGARAFUNDI, sem hreppsnefnd Hafnarhrepps efndi til hinn 21. apríl síðastliðinn, var samþykkt ályktun frá Arsæli Guð- jónssyni, sem vakti talsverða at- hygli og þá einkum fyrir það, að allir hreppsnefndarmenn, sem viðstaddir voru, greiddu tillög- unni atkvæði, svo og sveitarstjór- inn. í hreppsnefndinni eiga sæti 3 framsóknarmenn, en einn þeirra var ekki viðstaddur, einn Alþýðu- bandalagsmaður og einn sjálf- stæðismaður. Tillagan er svo- hljóðandi: „Fundurinn lítur framkomna tillögu ríkisstjórnar íslands, þar sem boðist er úl þess að taka rekstur varnarstöðvarinnar á Stokksnesi að sér mjög alvarlega ákvörðun og telur framleiðslu at- vinnuvegum Hafnarhrepps mjög mikla hættu búna, verði af slfkri ákvörðun. Skorar því fundurinn á hreppsnefnd Hafnarhrepps að beita sér fyrir því að stjórnvöld landsins, að engar ákvarðanir verði gerðar í máli þessu, sem hefðu skerðingu framleiðslu- greina Hafnarhrepps í för með sér.“ Alyktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Aðal- mál borgarafundarins var um- ræða um fjárhagsáætlun hrepps- ins, en þetta mál kom upp við umræður. — Elías. Rotvarnarefni eyðilagði saltfisk Fyrir nokkru kom það fyrir í Neskaupstað að henda þurfú miklu magni af blautverkuðum saltfiski, þar sem rotvarnarefnið nitrite lenti í fiskinum í stað kalks. Atvikið varð með þeim hætú, að verið var að salta fisk hjá Síldar- vinnslunni h.f. og átú að setja í hann kalk úl þess að hann yrði hvítari, en það er ávallt gert. Af einhverjum ástæðum var tekið nitrite í staðinn fyrir kalk með þeim afleiðingum, að rotvarnar- efnið lenti í fiskinum og hann varð rauður f stað þess að verða hvítur. Ekki er vitað, hvað hér var um mörg tonn að ræða, en tjónið er talið hafa numið 3—4 millj. kr. 10% hækk- un útsvars ekkileyfð RlKISSTJÖRNIN veiUr ekki samþykki sitt til að útsvör verði hækkuð á árinu 1974, svo sem heimilt er lögum samkvæmt að þvf tilskildu, að félagsmálaráðu- neytið veiti samþykki sitt. Frá þessu er greint f fréttatil- kynningu, sem Mbl. barst í gær frá félagsmálaráðuneytinu. Er hún svohljóðandi: „Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að veita ekki samþykki sitt til hækkunar útsvara á árinu 1974, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar- félaga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.