Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1974 Islenzk listsýning í Kaupmannahöfn Konur, sem taka börn f einkagæzlu, á fyrsta fræðslufundi Féiagsmálastofnunar NÁMSKEIÐ FYRIR KONl ER TAKA BÖRN í GÆ2 UM MIÐJAN aprí) var opnuð sýn- ing á verkum nokkurra íslenzkra listamanna í Nikolaj-kirkju í Kaupmannahoíii og ber hún nafn- ið: H20, íslenzk farandsýning. Um hana skrifar Henrik Bramsen i Berlingske Tidende þann 15. apríl og hefst grein hans á þess- um orðum: Leitað að olíu milli Islands og Grænlands KAUPMANNAHÖFN — Danskir jarðfræðingar munu rannsaka hafið milli Isiands og Grænlands f sumar til þess að komast að raun um, hvort þar finnist oifa. Forstöðumaður Jarðfræðirann- sókna Grænlands (GGU), F. Ellitsgaard-Rasmussen skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn. Jafnframt verða jarðfræðirannsóknir stundaðar í norðurhluta Grænlands og úti fyrir vesturströnd Grænlands. Ellitsgaard-Rasmussen sagði, að aðstæður i Vestur-Noregi og við strönd Vestur-Grænlands væru jarðfræðilega mjög svipaðar. Þar bæri mest á sams konar leifum frá Jura-tímanum. I slíkum lögum hefði fundizt mikil olía á Ekofisk- svæði Norðmanna. „Mörg Ekofisk-svæði rúmast á yfirráðasvæði Grænlands,“ sagði Ellitsgaard-Rasmussen — Harboe. SATTASEMJARI rfkisins, Torfi Hjartarson, hafði f mörgu að snú- ast á meðan prentaraverkfallið stóð yfir. Samningar náðust f kjaradeilum sjómanna á fiski- skipum, blaðamanna og lyfja- fræðinga áður en til verkfalls kom, en verkfall yfirmanna á far- skipum skall á aðfararnótt 16. aprfl. Þá voru verkfræðingar, sem starfa hjá ráðgefandi verkfræð- ingum I verkfalli í tvo daga, 28.—30. marz. Tæknifræðingar f þjónustu sömu aðila fóru einnig f tveggja daga verkfall sömu daga. Kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna lauk 1. aprfl, þegar samn- ingar tókust við undirmenn á fiskiskipunum. Samningar við yfirmenn tókust 9. marz. Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar formanns LlU, voru samn- ingarnir í mörgum atriðum. Þau helztu voru hækkun á kauptrygg- ingu, sem nam 21,6%. Þá hækk- uðu fæðispeningar nokkuð, og er sú hækkun greidd úr áhafnadeild Aflatryggingasjóðs, sem var talin geta tekið á sig auknar greiðslur. Þá var ennfremur samið um kjör sjómanna á minni skuttogurunum og tilhögun hafnarleyfa sjó- manna. Gildistíminn á samningn- um við undirmenn er til 1. janúar 1976, en samningurinn við yfir- menn gildir til 15. maí 1976. Kristján sagði, að samninga- fundirnir hefðu alls orðið 30 tals- ins, flestir hjá sáttasemjara. Reiknaðist honum til, að alls hefðu farið 240 klukkustundir í samningagerðina, og væri það óheyrilega langur tími. Væri orð- in nauðsyn á því að endurskoða form samningaviðræðnanna. „Hópur afkomenda íslenzkra víkinga hefur búið um sig í Nikol- aj-kirkju. Er það hefnd fyrir alda- langa nýlendustefnu og einokun- ar-verzlun? Nei, þeir tímar eru liðnir. Nú er það sjálf islenzka þjóðin, sem skal upplýst. Sú þjóð er — lesum við f formála sýn- ingarskrárinnar — andlega van- þróuð, eilíflega hneyksluð. .. Þó lesum við siðar í formálanum, að einstaka menn hafa mannað sig upp til mótmæla og ganga ótroðn- ar slóðir. Þessir fáu réttlátu eru einmitt þeir, sem sýna listaverk sín hér.“ Bramsen segir siðar, að sýn- ingin sé i rauninni ósköp hógleg mótmæli og frjálsleg í uppsetn- ingu sinni. Skilst áhorfendum, að þar hafi verið útilokuð hin alþjóð- lega abstraktlist, sem geti verið einhæf og haft þrúgandi áhrif á listsýningar. Lögð sé áherzla á þjóðernið í þessum listaverkum og áhorfandi sé jafnan minntur á, hvar hann er staddur, m.a. með sterkum ljósmyndum af húsi með torfþökum, með verkum „naiv- ista“, sem lýsi hversdagslegri önn á sögueynni, og af þeim sé Sigur- laug Jónasdóttir einkar sannferð- ug. Þarna eru ofin teppi eftir Hildi Hákonardóttur í hefð- bundnum stíl, en með góðum lit- um og skýrri frásögn. Þarna eru þó líka almennari útgáfur af bandarískum ný-realisma í verk- um Eyborgar Guðmundsdóttur og Þorbjörg Höskuldsdóttir á þarna nokkur „spil“, sem mörg eru skemmtileg og einkennast af skynsemi og hugarflugi. Samningar tókust milli samn- ; inganefnda blaðamanna og blaða- útgefenda að morgni 2. aprfl eftir langan sáttafund. Samningar blaðamanna voru lausir 1. nóv sl. Voru haldnir alls 13 samninga- fundir, þar af tveir hjá sáttasemj- ara. Fundirnir stóðu f alls 72 klukkustundir. Magnús Finnsson formaður samninganefndar Blaðamannafé- lagsins tjáði Mbl., að niðurstöður samninganna hefðu í stórum dráttum verið þær, að blaðamenn hefðu fengið 31% launahækkun á alla flokka. Þá var samið um 3% hækkun 1. desember 1974 og önnur 3% hálfu ári áður en samn- ingar ganga úr gildi, en gildistím- inn er sá sami og í samningum prentara. Einnig náðust fram smávægilegar leiðréttingar á fyrri samningi. Samningarnir voru samþykktir nær samhljóða á fundi blaða- manna 4. apríl, og á fundi blaða- útgefenda sama dag voru þeir einnig samþykktir. Lyfjafræðingar og apótekarar undirrituðu samninga 5. aprfl, og höfðu þá aðeins farið fram tveir samningafundir hjá sáttasemj- ara. Samningarnir voru sam- þykktir á félagsfundum beggja aðila. Werner I. Rassmusson for- maður Lyfjafræðingafélags ís- lands.tjáði Mbl., að samningarnir hefðu f stórum dráttum fjallað um 16,3% kauphækkun frá 1. september 1973, sem síðan breyttist í 20% 1. febrúar 1974. Þá bætist 3% kauphækkun við 1. UM 200 konur f Reykjavfk taka börn f gæzlu á heimili sfnu. Sl. 3 ár hefur Féiagsmálastofnun borg- arinnar haft eftiriit með þessari einkagæzlu og veitt leyfi til slíks. Munu um 400 börn vera f þannig einkagæzlu á daginn, ýmist allan daginn eða hálfan daginn. En nú er f fyrsta skipti komið upp fræðslu fyrir þessar konur á veg- um Félagsmáiastofnunar og stendur yfir námskeið með fyrir- lestrum fyrir þær þeirra, sem vilja. Mbl. fékk upplýsingar um þetta námskeið hjá Margréti Sigurðar- dóttur, sem hefur annazt mál einkagæzlunnar fyrir Félagsmála- október 1974. Auk þess náðu lyfjafræðingar fram ýmsum smá- vegis leiðréttingum á fyrri samn- ingi. Samningurinn gildir til 1. september 1975. Samningar lyfjafræðinga og apótekara voru lausir 1. maí 1972, og hafa lyfjafræðingar síðan reynt að ná samningum, en það gekk hægt að sögn Verner I. Rasmusson, og árangur fékkst ekki fyrr en nú. Lyfjafræðingar höfðu boðað yfirvinnubann frá og með 6. apríl, en til þess kom ekki. Stéttarfélag verkfræðinga, sem er deild innan Verkfræðingafé- lags Islands og annast kjaramál, samdi við Reykjavfkurborg um miðjan febrúar og Félag ráðgjaf- ar verkfræðinga 30. marz. Verk- fræðingar sem vinna á stofum hjá ráðgefandi verkfræðingum, fóru f verkfall 28. marz, og voru þeir þvf f verkfalli f tvo daga. Ölafur Bjarnason formaður Stéttarfélags verkfræðinga tjáði Mbl., að samningarnir við Reykja- víkurborg hefðu falið í sér 16,3% kauphækkun frá 1. september 1973. Samningurinn á að giida til 1. september 1975, og kauphækk- unin á samningstímabilinu verður um 20%. Auk þess náðust fram leiðréttingar á fyrri samn- ingi. Samningaviðræður við Reykjavíkurborg hófust síðast- liðið haust, en þeim var síðan frestað fram í febrúar. Voru bráðabirgðasamningar í gildi á þeim tfma. Samningarnir við ráðgefandi verkfræðinga gera ráð fyrir 19,5% kauphækkun frá 1. apríl, stofnun. Sagði hún, að f þetta sinn yrðu fyrirlestrar haldnir einu sinni í viku f fimm vikur í Norður- brún 1, en í haust yrði svo efnt til vikunámskeiðs. Fyrsta kvöldið er fjallað um meðferð ungbarna, en mjög mikið er einmitt af mjög ungum börnum i einkagæzlu. Kvað Margrét það oft takast mjög vel og væri þetta kannski einmitt sá hópurinn, sem helzt ætti rétt á sér í slíkri persónulegri einka- gæzlu. Aðra vikuna er fjallað um andlegan þroska barnsins. Og í þriðja kvöldið um leikþörf barna, útivist og leikfangaval. Fyrirlestrar um leikfangaval verða föstudaginn 3. maí og í sam- að viðbættum 3% 1. desember 1974 og 4,5% 1. júní 1975. Samn- ingurinn gildir til 1. aprfl 1976. Einnig var það nýmæli tekið inn f samninginn, að vinnuveitendur skyldu taka þátt í fjárhagslegum kostnaði við viðhaldsmenntun verkfræðinga. Svipað samkomu- lag hafði áður verið í gildi við Reykjavíkurborg. Samningavið- ræður stóðu yfir frá sl. hausti, með hléum. Tæknifræðingar f þjónustu ráð- gefandi verkfræðinga sömdu við vinnuveitendur sfna 31. marz, eftir að hafa verið f verkfaili f tvo daga. Tæknifræðingarnir höfðu samstöðu með verkfræðingum við samningagerðina, og voru þetta fyrstu kjarasamningarnir, sem Tæknifræðingafélag Islands ger- ir fyrir félagsmenn sína. Sigurður Georgsson fram- kvæmdastjóri Tæknifræðinga- félags Islands tjáði Mbl., að samn- ingaviðræður hefðu tekið langan tíma, enda hefðu vinnuveitendur fyrst ekki viljað viðurkenna Tæknifræðingafélagið sem samn- ingsaðila. Þegar sú viðurkenning fékkst, komst skriður á samning- ana. Samstaða tókst með kjaradeilu Tæknifræðingafélagsins og stétt- arfélaga verkfræðinga, þannig að tæknifræðingar studdu verk- fræðinga að launatölu, en verk- fræðingar studdu tæknifræðinga að rammasamningi. Fékkst sá rammasamningur án launatölu. Þar sem um er að ræða fyrsta kjarasamning tæknifræðinga, er ekki hægt að gera neinn saman- burð við fyrri samninga. Samn- ingurinn gildir til 31. marz 1976. bandi við það er ráðgert að koma upp sýningu á leikföngum, svo konurnar geti séð hvað er til af sliku og hvað það kostar. Og er vonazt til, að hægt verði að hafa sýninguna opna þá helgi fyrir al- menning. Einnig er áformað að reyna að gefa út bækling um gildi leikfanga, til leiðbeiningar og hliðsjónar. Sagði Margrét, að tek- ið hefði verið upp samband við þá, sem selja leikföng, með það fyrir augum, að þessar konur, sem taka börn í einkafóstur, geti fengið með afslætti slík leikföng, sem Félagsmálastofnun mælir með, og hefur milligöngu um leik- föng, sem Félagsmálastofnun mælir með, og hefur milligöngu um. En leikföngin eru dýr. I fjórðu viku þessa fræðslunám- skeiðs verður rætt um afbrigðileg börn og fötluð á einhvern hátt. Og fimmta og síðasta kvöldið mun dr. Þuríður Kristjánsdóttir ræða um skólabörn en alltaf er eitthvað af 6—8 ára börnum í gæzlu á einka- heimilum. Jafnframt verður það kvöld rædd starfsemin, ýmsar reglur, sem fylgja þarf o.fl. Margrét Schram fóstra mun hafa umsjón með þessum fræðslu- kvöldum. I haust er svo ætlunin að koma á vikunámskeiði fyrir konur, sém taka börn I einkagæzlu, og taka þá fyrir ýmiss konar viðfangsefni, svo sem leiki, söng, sögur og fönd- ur. Margrét sagði, að reynslan af einkafóstrinu væri yfirleitt góð. Reynslan hefði sýnt, að ef einhver kæmi fram, sem ætlaði að reka slfkt af glannaskap og eingöngu í gróðaskyni, þá gæfist hann strax upp og dytti út. En leyfi eru að- eins veitt til þriggja mánaða fyrst og kvaðst Margrét reyna að fylgj- ast bezt með í byrjun. Kæmi þá fljótt f ljós hvar bezt gengur. Traustustu konurnar hefðu líka oftast mikið samband og sam- vinnu við hana. Þær konur, sem vildu gæta barna, væru yfirleitt hlýjar konur með gott viðmót. En í miklum fjölda mætti alltaf gera ráð fyrir afbrigðum. En þó að þau hyrfu fljótt, væri óneitanlega slæmt, að það bitnaði á börnunum og slæmt að þurfa að skipta um fóstur. Margrét lagði að lokum áherzlu á það, að mikilvægt væri, að bæði mæður og fóstrur barnanna gengju frá öllum skilmálum og tilhögun f upphafi. Margrét kvaðst telja, að um 200 heimili fullnægðu nokkurn veg- inn þörfinni fyrir einkafóstur. En gallinn væri sá, að þau væru ekki öll, þar sem þörfin er fyrir þau. Til dæmis væri alltaf skortur á heimilinum, sem tækju börn í gamla Austurbænum, Vesturbæn- um og í Skerjafirði, en í Breið- holti væri nóg framboð. Um verð- lag sagði hún, að gæzla allan dag- inn kostaði orðið upp í 9500 krón- ur, en allur tilkostnaður hækkaði líka mjög ört. Sjómenn, blaðamenn og lyfja- fræðingar sömdu án verkfalls Tæknifræðingar og verkfræðingar í tveggja daga verkfall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.