Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 22 Hermann Eiríks son skólastjóri SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Það virðist vera djiip staðfest milli vfsindanna, sem fjalla um óhagganleg, eðlisfræðiieg lögmál, og trúarinnar, sem fjallar um svokölluð andleg lögmál. Segið mér eitt: Trúa nokkrir frábærir vfsindamenn á Guð, þ.e. persónulegan Guð eins og þér gerið? Mér er alltaf skemmt, þegar ég fæ slfkar spurningar sem þessa. Vísindamenn eru engin ofurmenni. Þeir eru menn, sem borða ýsu og slátur, sofa í rúmum og þekkja vonir og ótta í alveg jafn ríkum mæli og þér og ég. Að sjálfsögðu eru til vísindamenn, sem trúa að Guð rétt eins og ég eða aðrir trúmenn. Einn helzti vísindamaður nútímans er dr. Werner von Braun, geimvísindamaður. Hann framleiddi eld- flaugina, sem kom fyrsta geimfarinu á loft, Explorer I. Hann vinnur stöðugt að smíði geimskips, sem á að fara til Satúrnusar. Tunglferðir má þaEka honum. Hann lét svo um mælt ekki alls fyrir löngu, að nú væri þörf á stöðugu og réttu siðgæðismati, á þessum tímum geimferða og kjarnorku, svo að við notuðum þessa orku réttilega. Þessa eflingu og viðmiðun siðgæðisins öðlumst við einungis fyrir djúpa íhugun og bæn klukkustundum saman. Erum við fús til að gera þetta? spyr hann. Bæn getur verið erfiðisvinna, segir von Braun, en hún er vissulega mikilvægasta verk, sem við getum unnið. Stór hópur vísindamanna trúir á Guð og sannindi Biblfunnar. Ég er jafnvel ekki fjarri því, að hópur „trúmanna“ sé tiltölulega stærri í stétt vísinda- manna en í öðrum stéttum. Daníel sagði: „Hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinn- ar“ (Dan. 12,3). Fæddur 11. júnf 1916. Dáinn 6. maf 1974. „Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð.“ Já, lífið er mislynt og marg- slungið, — en ætíð óútreiknan- legt. Þetta kemur fram í svo mörgum myndum. Ungir atorku- menn hverfa af sjónarsviðinu, langt um aldur fram, á meðan farlama aumingjum treinist von- laust og gleðivana líf allt of lengi. Nú á dögunum, þegar vaxandi gróðurmáttur vorsins var tekinn að hlúa að og kalla fram til lífsins nýja frjósprota og allt virtist stefna til ljóss og þroska, barst mér helfregn til eyrna: Hermann Eirfksson skólastjóri barna- skólans í Keflavík var allur, aðeins 57 ára gamall. Mig setti hljóðan við þessa sorgarfregn og svo mun hafa verið um aðra, er til þekktu. Hermann var fæddur 11. ág. 1916, að Hrauni í Reyðarfirði, sonur hjónanna Þorbjargar A. Jónsdóttur og Eiríks Jóhannes- sonar, er lengi bjuggu á Eskifirði, og þar ólst hann upp. Hermann Iauk kennaraprófi 1941 og sama ár réðst hann til Keflavíkur og starfaði þar sfðan alla tfð, fyrst sem kennari, en tók við skóla- stjórn barnaskólans 1946 og hélt því -starfi til æviloka. Arið 1943 varð hann skólastjóri Iðnskóla Keflavíkur og stjórnaði honum einnig, þar til nú fyrir nokkrum árum, að hann lét þar af skóla- stjórn. Kvæntur var Hermann Ingi- gerði Þ. Sigmundsdóttur, hinni ágætustu konu og eignuðust þau 4 börn, sem eru: Þorbjörg, Karl Sigmar, Eiríkur og Guðmundur Einar. Allt eru þetta vel gert og myndarlegt fólk. Mjög gott og náið samstarf var ætíð með okkur Hermanni við skólann, allan þann langa tíma, sem víð unnum þar saman og bar þar aldrei á skugga, enda var Her- mann þeirrar gerðar, að hann ávann sér traust og virðing allra, er honum kynntust, ekki einungis hjá samstarfsfólki sínu við skólann og öðrum fulltíða sam- borgurum, heldur einnig og ekki síður hjá börnunum, innan skólans og utan veggja hans og reyndar öllu æskufólki staðarins, sem átti hug hans og hjarta. Þetta var ekkert undarlegt, því Her- mann var mikill og einlægur barnavinur og góður kennari. Hann hafði næman skilning á þörfum þeirra og löngunum, sýndi þeim í hvívetna góðvild og sanngirni og var hófsamur og réttsýnn í dómum sínum. Sem skólastjóri var hann skyldurækinn, ósérhlffinn og reglusamur. Bar allt skólahaldið þessum eiginleikum hans ljóst vitni. Minnist ég f þessu sam- bandi orða námsstjórans, Bjarna M. Jónssonar, sem eitt sinn tjáði mér, er skólamál almennt bar á góma, að állt bókhald Hermanns, skýrslugerðir og gagnafrágangur, væri leyst af hendi af svo mikilli prýði, að á betra yrði ekki kosið. Veitti ég þessum orðum sérstaka athygli, þar sem ég vissi, að náms- stjórinn, sá mæti maður, var talinn vera mjög formfastur og eftirgangssamur f þeim efnum. En þannig var Hermann í öllum sínum störfum og dagfari óhvikull og áreiðanlegur og vildi öllum gott gera. Það fór heldur ekki hjá því, að eftir mannkostum hans yrði tekið. A hann hlóðust fjölmörg trúnaðarstörf, bæði innan bæjarfélagsins og í héraði. 1 þessari stuttu minningargrein verður rúmsins vegna því miður að sleppa að rekja feril Hermanns í félagsmálum, sem var bæði mikill og merkur, eins og vænta mátti af slíkum manni. Við Her- mann áttum víðar gott samstarf en f barnaskólanum, mætti þar t.d. nefna Kaupfélag Suðurnesja og st. Vík, en f báðum þessum félögum hélt hann um stjórnvöl á stundum, var formaður kaup- félagsins nú síðustu árin og sat sem slíkur aðalfund þess sunnu- daginn 5. maí, daginn áður en hann burtkallaðist. Talizt gat, að Hermann væri heilsugóður, þar til nú á s.l. sumri, að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, en fékk þar sæmilegan bata og hafði aftur tekið til við skólastjórn nú eftir áramótin og virtist styrkjast með hverjum nýjum degi. Svo var það, eins og fyrr getur, mánud. 6. þ.m., að hann fékk heimsóknina miklu. Maðurinn með ljáinn kom og kvaddi hann til heimferðar, en þeirri heim- kvaðning verða allir að lúta, hversu mikið sem þeir virðast eiga óleyst af verkefnum ævi- dagsins. Og nú drúpir Keflavík í djúpri sorg eftir svo óvænt og sviplegt fráfall hins ástsæla, ágæta manns, sem nú hefir lokið miklu og góðu starfi í þágu byggðarlagsins og uppvaxandi æsku. Hermanns verður sárt saknað, bæði af ungum og gömlum í þessum bæ, sem eiga honum svo mikið að þakka. En sárust er þó sorgin hjá ástvinum hans, eiginkonu, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, sem eiga nú svo miklu á bak að sjá. Öllum þeim sendi ég innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna. Megi góður guð styðja þau og styrkja og blessa þeim fagrar minningar. Hallgr. Th. Björnsson. Jítor£unI)IaMt> MARGFALflAR EdjMMÍIi JílorönnI)Iní)it> Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu fyrr en | áður var. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudags- blaði, að berast f sfðasta lagi j fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grcinarnar verða að vera vélritaðar með góðu línu- bili. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir HILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Háaleitisbraut 40, lézt í Landspítalanum 6. maí. Sigurður Þórðarson Guðrún Þorgeirsdóttir og börn. t Kveðjuathöfn um systur mlna GYÐU ÁRNADÓTTUR Vesturgötu 50 verður I Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 1 3. mai kl. 1 1:30. Áslaug Árnadóttir Útför eiginmanns míns t STEINARS JÓHANNSSONAR, forstjóra, Skógargerði 6, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 1 3. þ mán kl. 1.30 Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Guðjónsd. t Eiginmaður minn Móðir okkar, I INGÓLFUR ÓLAFSSON VILHELMÍNA TÓMASDÓTTIR, prentsmiðjustjóri, Tómasarhaga 57 Njálsgötu 1 04, andaðist í Landspítalanum 9 mai Sigrfður Jónasdóttir, er andaðist 4. maí verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 1 3. maí kl. 1 0.30. Magnús Jónasson, Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Haraldur Jónasson. Regfna Helgadóttir. t Systir min, t Móðir mfn MAGNEA JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR SÆMUNDSSON, ELÍN THEÓDÓRSDÓTTIR Háteigsveg 20, Reykjavfk andaðist í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 8 maí. andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 9. maf Þórarinn Guðmundsson. Halldóra Lára Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.