Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 FEILA- og HÓLAHVERFI BAKKA- og STEKKJA- HVERFI 14. maí þriðjudagur kl. 20.30 Glæsibæ. Fundarst|.: Ragnar Magnússon, prentorí Fundarrít • ^nnnnr Rrvninlf«nn cnlumnXur ^ Fundomt.: Gunnar Brynjólfsson, solumaður Berta Biering, húsmóðir Reykvikingar - tökum þátt í fundum borgarstjóra w Sumaráætlun Flugfélags Islands: Fleiri ferðir en nokkru sinni fyrr SUMARAÆTLUN Flugfélags Is- lands gekk í gildi 1. maf s.l. Er þargert ráð fyrir fleiri ferðum og meiri flutningum en nokkru sinni fyrr. Félagið hefur nú feng- ið fimmtu Fokker Friendskip vél- ina, en þær vélar eru auk innan- landsflugs, notaðar f Færeyja- og Grænlandsflug. Það nýmæli er tekið upp f ár, að fastar áætlunar- ferðir verða milli Akureyrar og tsafjarðar, tvær ferðir f viku. Einnig mun flugið hefjast fyrr dag hvern en áður, eða kiukkan 7.45. Ur sfðustu ferðum koma vél- arnarklukkan 23.15. Samkvæmt áætlun fjölgar ferð- um nú f áföngum og þegar hún hefir að fullu gengið í gildi verð- ur flugferðum hagað sem hér seg- ir: Frá Reykjavík til Akureyrar verða 33 ferðir í viku. Þar af fimm ferðir, mánudaga, miðviku- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, en fjórar ferðir þriðjudaga og fimmtudaga. Til Vestmannaeyja eru áætlað- ar 24 ferðir f viku, þar af fjórar ferðir föstudaga, laugardaga og sunnudaga og þrjár ferðir aðra daga. Til Egilsstaða verða 15 ferðir í viku. þrjár á föstudögum og tvær aðra daga. Til Isafjarðar eru áætlaðar 12 ferðir í viku. Þar af þrjár á föstu- dögum, tvær ferðir mánudaga, fimmtudaga og sunnudaga og ein ferð aðra daga. Til Hornafjarðar verða níu ferðir í viku, tvær á þriðjudögum og sunnudögum, en ein ferð aðra daga. Til Húsavíkur verða ferðir mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga og laugardaga. Til Raufarhafnar og Þórshafn- ar verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Patreksfjarðar á mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um. Til Norðfjarðar á mánudögum og föstudögum. Til Sauðárkróks á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Þingeyrar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Fagurhólsmýrar á þriðju- dögum og Iaugardögum. I öllum flugferðum til Raufar- hafnar og Þórshafnar verður komið við á Akureyri í báðum leiðum. Milli Akureyrar og Egilsstaða verður flogið á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, fram og aftur. Flugleiðin Akureyri — ísa- fjörður — Akureyri verður f login á mánudögum og föstudögum. Bílferðir f sambandi við áætlunarf lugið. Eins og undanfarin ár verða ferðir með áætlunarbifreiðum frá flugvöllum víða um land til nær- liggjandi byggðarlaga. Ríkið kaupir aðeins lögskyldar tryggingar Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, hefur gefið út reglur um kaup rikisins á vá- tryggingum, og taka þær gildi 1. júní n.k. Reglur þessar, sem ná til allra ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, eru settar til þess að samræma kaup ríkisins á vátryggingum og meðferð þeirra mála, en engar AIM er, þegar þrennt er -fLETCHER^s*— BATAR Shetland báta- 1 4—20 feta sjó og vatnabátar með lúkar og svefnplássi fyrir 2—4 Fletcher hraðbátar 14—17 feta hraðbátar með bólstruðum sætum Fibrocell vatnabátar8—\'jta. _ _ CHRYSLER Manne UTANBORÐS w M0T0RAR Chrysler utanborðsmótorar eru framleiddir i stærðum frá 3.6 — 150 hestöfl, 1—4 strokka. Mesta stærðaúrval á markaðnum. Chrysler utanborðsmótorar eru amerísk gæðaframleiðsla á betra verði en sambærilegir mótorar. Á BÁTUM utanborðsmótorum og bátavögnum verður laugardag og sunnudag kl. 2—6 báÓa dagana viÓ Hafnarhvol i Tryggvagötu ' vr. smpe BATVAGNAR Snipe bátavagnarfyrir báta frá 8—21 fet. Snipe bátavagnar fást með Ijósaútbúnaði og spili. Snipe eru stærstu framleiðendur á bátavögnum í Evrópu. □ □ Tryggvagata 10 Sími: 21 91 5—21 286 P.O Box 5030 Reykjavík fastar reglur hafa gilt þar um. Meginstefna reglnanna er, að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki skuli aðeins kaupa lögskyldar tryggingar. En Jögskyldar trygg- ingar eru t.d. brunatryggingar fasteigna og ábyrgðartryggingar bifreiða og flugvéla. Segir í fréttati lkynningu frá fjármála- ráðuneytinu, að rfkið sé það stór aðili, að það þurfi ekki að kaupa tryggingar fyrir tjónahættu sína, heldur eigi hugsanlegt tjón að vera í sjálfsáhættu ríkisins. Þó verða nokkrar undantekningar gerðar fyrst um sinn og nokkrum flokkum trygginga haldið óbreytt- um. Þessar nýju reglur þýöa, að rik- ið hættir innbústryggingum, húf- tryggingum bifreiða (kaskó) og allskonar ábyrgðartryggingum. Þorskveið- ar með nót bannaðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð um bann við þorsk-, ýsu- og ufsaveiðum með nót. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt heimild laga frá 1948 um vísindalega verndun landgrunns- ins. Sjávarútvegsráðuneytið getur þó veitt sérstök leyfi til þorsk- veiöa með hringnót bátum undir 55 smálestum, sem stundað hafa þessar veiðar að marki á árunum 1971, 1972 og 1973. Gildir þetta til ársloka 1974 og getur ráðuneytið bundið leyfin þeim skilyrðum, sem þurfa þykir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.