Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 Enskt lið á uppleið í heimsókn hér á landi Rangers sýnir áhuga á landsliðspiltum UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu, sem tekur f lok þessa mánaðar þátt í úrslitum EM unglinga í knattspyrnu í Svíþjóð, brá sér til Skotlands yfir páskana. Þar léku piltarnir tvo leiki og unnu báða. Fyrst var leikið gegn skozku unglingalandsliði áhuga- manna og lauk leiknum 5:3. Mörk íslands skoruðu Öskar Tómasson (2), Árni Sveinsson, Gunnlaugur Kristfinnsson og Hálfdán Örlygs- son. Síðari Ieikurinn var svogegn úrvalsliði unglinga frá borginni Ayr og nágrenni og úrslitin urðu 4:1. Mörkin skoruðu Gunnlaugur, Árni, Guðjón Þórðarson og Hannes Lárusson. Leikur íslenzku piltanna vakti verðskuldaða athygli og „njósn- ari“ frá Glasgow Rangers sýndi áhuga á að bjóða þremur piltanna I heimsókn til félagsins. Þeim Hannesi, Öskari og Gunnlaugi. Knapp með landsliðið? MJÖG líklegt er, að hinn enski þjálfari KR-inga, Tony Knapp, muni undirbúa landsliðið i knattspyrnu og fylgja því í landsleikjum sumarsins. KSÍ hefur undanfarið leitað hófanna hjá félögunum í Reykjavík og Keflavík, sem hafa erlenda þjáfara á sínum snærum. Hafa félögin yfirleitt tekið þessari málaleitan illa og ekki talið heppilegt fyrir félögin, að þjálfari þeirra hefði fleiri járn í eldinum en þeirra eigin leikmenn. KR-ingar voru þeir einu, sem léðu máls á þessu og mjög líklegt er, að hann verði ráðinn þjálfari eða umsjónarmaður landsliðsins á næstu dögum. 2. DEILDARLIÐIÐ YORK CITY LEIKUR HÉR ÞRJÁ LEIKI ENSKA knattspyrnufélagið York er væntanlegt hingað til lands í boði Vals og Þróttar í byrjun næstu viku. York varö í þriðja sæti f þriðju deildinni f Englandi og vann sér því í fyrsta skipti í sögu félagsins rétt til að leika í 2. deild. Forráðamenn félagsins ákváðu aðlauna leikmönnum með því að bjóða þeim verðlaunaferð. Eftir að hafa ráðfært sig við ferðaskrifstofur komu aðeins þrjú lönd til greina, Noregur, Spánn og ísland og á endanum völdu leikmennirnir svo að fara til tslands. York City er vissulega ekki bezta knattspyrnuliðið í Englandi um þessar mundir, en frammi- staða þeirra í vetur hefur verið einstaklega góð. Eftir að hafa ver- ið í mikilli fallhættu bæði 1972 og 1973 sneru leikmenn liðsins vörn í sókn og félagið, sem spáð var falli niður í fjórðu deild, er nú kallað „spútnikklið". I byrjun keppnistímabilsins var York City án efa bezta liðið í ensku þriðju deildinni og af 18 fyrstu leikjunum töpuðu þeir aðeins einum. 1 byrjun desember höfðu þeir leikið 10 leiki í röð án þess að fá á sig mark og vantaði því aðeins einn leik til að setja met. Auk frammistöóunnar í deildinni stóð York sig mjög vel í deildabikarnum og sló Hudders- field, Aston Villa og Orient út úr keppninni, en tapaði svo fyrir Manchester City eftir aukaleik. Framkvæmdastjóri félagsins, Tom Johnston, hefur ekki gert neinar umtalsverðar breytingar meðal leikmanna sinna að undan- förnu. Þó hefur hann bætt þrem- ur nýjum leikmönnum við, þeim Chris Jones, Walsall, Ian Butler, Hull, og Barry Lyons, Notthing- ham Forrest. Sá síðastnefndi er frægasti leikmaður félagsins og sá, sem mestu fé hefur verið eytt í, en hann var keyptur á 15 þús- und pund — en það er met hjá ‘York City. Félagið var stofnað 1903 og varð atvinnumannafélag 1912. Það var árið 1929 að York City var tekið inn í þriðju deildina og lék þar fram til ársins 1958. Þá féll félagið niður í 4. deild og hefur síðan ýmist leikið í 3ju eða 4ðu deild. En nú er sem sé í fyrsta skipti komið að því í sögu félags- ins, að það leiki í 2. deild. Yfirleitt hafa ekki verið sérlega margir áhorfendur á leikvelli félagsins, Bootham Crescent, lág- markið um 3 þúsund og það bezta rúmlega 8 þúsund. Aukaleikurinn gegn Manchester City í deilda- bikarnum síðastliðið haust dró þó að sér rúmlega 15 þúsund áhorf- endur og því er spáð, að sú tala verði ekki óalgeng hjá liðinu í 2. deildinni næsta vetur. York City hefur þegar vakið á sér athygli og því er almennt spáð, að liðinu vegni vel í 2. deildinni næsta vet- ur. Fyrsti leikur York City hér á landi verður á mánudaginn gegn Islandsmeisturum IBK. Fer sá leikur fram í Keflavík. Á mið- vikudaginn leikur Iiðið gegn Val og gegn landsliði 21. mai Viðar Guðjohnsen f glbnu við tékkneskan andstæðing sinn. Tékkar unnu 3:2 í júdólandskeppninni Víkingurinn í óánægður og GUÐJÓN Magnússon, sem oft hefur verið nefndur víkingurinn f handknattleiksliði Víkings hef- ur nú ákveðið að skipta um félag. Mun Guðjón ekki leika f Víkings- Vormót ÍR VORMÖT ÍR í frjálsum íþróttum verður háð miðvikudaginn 22. maí n.k. og verður þar keppt í eftirtöldum greinum: KARLAR: 100 metra, 800 metra og 3000 metra hlaup, hástökk, kúluvarp og kringlukast. KONUR: 200 og 800 metra hlaup, langstökk. SVEINAR: 400 metra hlaup. TELPUR: lOOmetra hlaup. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til stjórnar frjálsfþrótta- deildar IR eigi síðar en 18. maf. Víkingsliðinu gengur í Val peysunni heldur með Valsmönn- um ef að Ifkum lætur. I viðtaii við Morgunblaðið í gær sagði Guðjón, að hann væri ekki ánægður með það hvernig staðið hefði verið að málum hjá Vík- ingum undanfarið. Hann hefði því talið hyggilegra að skipta um félag heldur en að leika af hálfum krafti með Víkingum áfram. — Ég hefði viljað fá erlendan þjálf- ara til Víkings, en á slíkar tillögur var ekki hlustað. Valsmenn munu annaðhvort ráða erlendan þjálf- ara eða þá Hilmar Björnsson, sem undanfarin ár hefur aflað sér framhaldsmenntunar í Svíþjóð. Það er erfitt að taka ákvörðun sem þessa, en ég vona að mér vegni vel hjá Val, þó svo að ég verði áfram víkingur, en. leiki í Valspeysu, sagði Guðjón að lok- um. Tékkar unnu íslendinga í landskeppni í Júdó, sem fram fór í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld með þremur vinningum gegn tveimur, eftir skemmtilega keppni. Að landskeppninni lok- inni fór fram opin keppni í tveim- ur flokkum, og einnig þar báru Tékkarnir sigur úr býtum. Tékkneska landsliðið kom hing- að beint frá Evrópumeistaramót- inu í júdó, sem haldið var í London um síðustu helgi. Þeir kepptu ekki þar í sveitakeppn- inni, en í einstaklingskeppninni stóðu keppendur þeirra sig með ágætum. Þrír íslendingar: Sigur- jón Kristjánsson, Sigurður Kr. Jó- hannsson og Svavar Carlsen tóku þátt í Evrópumeistaramótinu, og stóðu sig þar vel, sérstaklega þó Sigurður, sem komst í aðra um- ferð. Venjulega eru sendar 10 manna sveitir til landskeppni, en sökum þess, að Tékkar sendu aðeins fimm menn til Evrópumeistara- mótsihs gat ekki orðið af svo fjöl- mennri keppni að þessu sinni. íslenzka landsliðið skipuðu þeir Halldór Guðbjörnsson, Viðar Guð- johnsen, Sigurjón Kristjánsson, Sigurður Kr. Jóhannsson og Hannes Ragnarsson. Flestar viðureignirnar voru hinar snörp- ustu og skemmtilegustu. Sigurður Kr. Jóhannsson vann sína glímu næsta örugglega og kórónaði þar með glæsilegan feril sinn á þess- um vetri. Hefur hann keppt I fjór- um landskeppnum og ekki tapað glímu í þeim. Hannes Ragnarsson fékk svo vinning út úr sínum þyngdarflokki, en Tékkinn, sem mætti honum, hafði meiðzt á Evróp umeistaramótinu. Sem fyrr greinir var háð opin keppni að landskeppninni lokinni og var skipt í tvo flokka um 75 kg mörkin. 1 þyngri flokknum sigr- aði Kostal frá Tékkóslóvakíu, landi hans Siestek varð í öðru sæti, Sigurjón Kristjánsson í þriðja sæti og Kári Jakobsson í f jórða sæti. I léttari flokknum sigraði Tuma frá Tékkóslóvakíu, en hinn bráð- efnilegi Viðar Guðjohnsen hreppti þar annað sætið. Þriðji varð Vanék frá Tékkóslóvakíu og fjórði Gunnar Guðmundsson. Geta má þess, að tveír af beztu júdómönnum landsins, Svavar Carlsen og Sigurður Kr. Jóhanns- son, gátu ekki tekið þátt í þessari keppni vegna meiðsla. Svavar meiddist á Evrópumeistaramót- inu og Sigurður reyndar líka, þótt hann tæki þátt i landskeppninni við Tékka og stæði sig þar mjög vel. Tékkarnir glímdu einnig við B- landslið íslands, og unnu þar 5:0 sigur. Margar viðureignir í þeirri keppni voru hins vegar hinar skemmtilegustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.