Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAI 1974 hf Arvakur Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. simi 10 100 Aðalstræti 6. simi 22 4 80 Askriftargjald 600.00 kr á mánuði innanlands I lausasolu 35.00 kr. eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Nú þegar blöðin koma út að nýju, skýrast all- ar línur í stjórnmálunum og unnt er að gera almenn- ingi grein fyrir því, sem verið hefur að gerast síð- ustu daga. Sú saga er því miður ófögur og verstur er þáttur Ólafs Jóhannes- sonar. Þegar ljóst varð, fyrir síðustu helgi, að stjórn Ólafs Jóhannessonar var fallin vegna afsagnar Björns Jónssonar, sem for- sætisráðherra knúði fram, upphófst einhver ljótasti leikur í íslenzkri stjórn- málasögu. I stað þess að biðjast lausnar eins og Hermann Jónasson gerði í desember 1958, hófst Ólafur Jóhannesson handa um að níðast á leikreglum lýðræðisins og upphugsaði þau bolabrögð, sem lengi munu í minnum höfð. Hann neitaði að segja af sér, þótt meirihluti Alþingis væri honum and- vígur. Hann beitti þing- menn og þingflokka þving- unum með þingrofsvopnið á lofti. Hann neitaði að rjúfa þing með hefðbundn- um hætti, þannig að umboð þingmanna félli ekki niður fyrr en á kjördegi, og síð- ast en ekki sizt, þá laug hann að forseta íslands. Eins og alþjóð er kunn- ugt, er það vald í höndum forseta íslands að ákveða meira að segja skriflega. Þar með tók hann sér vald, sem forseti einn getur veitt stjórnmálaforingjum og þverbraut helztu reglur islehzkrar stjórnskipunar. Hann ætlaði að neyða þing- flokkana til að ganga til samstarfs við Framsóknar- flokkinn, hvað sem það kostaði, með hótunum um þingrof, sem þegar i -stað tæki gildi, og að lokum beitti hann því vopni með fyllsta dólgshætti. Samhliða hefur forsætis- ráðherra gerzt uppvís að því að ljúga vísvitandi að forseta Islands og fá hann til að gefa út forsetabréf á röngum forsendum. Upp- haf þess er á þessa leið: kosningum, beri brýna nauðsyn til að rjúfa Alþingi.“ í þessum orðum.eru þre- föld ósannindi. I fyrsta lagi voru fullar horfur á því, að unnt yrði að mynda meirihlutastjórn á Alþingi, ef Ólafur Jóhannesson aðeins hlítti réttum leikreglum og segði af sér. Þannig ályktaði t.d. þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins einróma, að hann væri reiðubúinn bæði til að mynda minnihlutastjórn og meirihlutastjórn, sem takast mundi á við vanda- málin fram yfir kosningar og um það var forsætisráð- herra fullkunnugt. I öðru lagi höfðu allir FRAMFERÐI OLAFS hver skuli hafa forustu um stjórnármyndun, og sumir hafa raunar haldið því fram, að hið eina raunveru- lega vald, sem forseti hefði, væri einmitt það að leiða stjórnarmyndanir. Þrátt fyrir þetta tók Ólafur Jóhannesson sér fyrir hendur, án samráðs við for- seta, þegar s.l. mánudag, að kalla forustumenn þing- flokka á sinn fund eins og honum hefði verið falið umboð til nýrra stjórnar- myndunar. Þar veifaði hann þingrofsvopninu og lagði fram úrslitakosti, „Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráð- herra hefur tjáð mér, að þar sem einn stuðnings- flokkur ríkisstjórnarinnar hafi slitið samstarfi á Alþingi og engar horfur séu á því að unnt sé að mynda meirihluta, er staðið gæti að starfhæfri ríkisstjórn, málefni í algjörri sjálfheldu á Alþingi og stjórrtarand- staðan fáist eigi til að af- greiða aðkallandi og mikil- vægar efnahagsráðstafanir og stjórnmálaflokkarnir almennt óski auk þess eftir stjórnmálaflokkar lýst því yfir, að þeir væru reiðu- búnir til að takast á við efnahagsráðstafanir að því áskildu, að forsætisráð- herra segði af sér og heim- ilaði öðrum að hafa forust- una, að hann viðurkenndi þá staðreynd, að stjórn hans væri fallin og rúin trausti, bæði þings og þjóðar. Það eru því hrein og vísvitandi ósannindi, að stjórnarandstaðan hafi ekki fengizt til að takast á við aðkallandi efnahags- erfiðleika. I þriðja lagi eru það ósannindi, að stjórnmála- flokkarnir „almennt“ hafi óskað eftir kosningum þegar í stað. Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna lýstu því opinberlega yfir, að þau vildu ekki kosn- ingar strax og eitt megin- skilyrði Ólafs Jóhannes- sonar sjálfs, er hann beitti þvingunum sínum til að reyna að neyða aðra flokka til samstarfs við Fram- sóknarflokkinn, var ein- mitt það, að ekki yrði kosið nú heldur í fyrsta lagi í haust. Þrátt fyrir þessar staðreyndir gerir hann sér lítið fyrir og lýgur einnig þessu að forseta íslands. Með þessu framferði hefur Ólafur Jóhannesson sýnt einstakan dólgshátt, svo að óhætt er að fullyrða, að engin dæmi eru um slíkt áður í íslenzkri stjórnmála- sögu. Hann tekur sér það vald að hefja tilraunir til stjórnarmyndunar, án samráðs við forseta, hann tekur sér það vald, sem for- seti einn á að hafa. Og hann segir forseta íslands ósatt um alla meginþætti þess aðdraganda, sem að því varð, að forsetinn skrifaði upp á bréf það, sem kórónaði klæki for- sætisráðherrans. Þetta er einhver ljótasti leikur, sem leikinn hefur verið í íslenzkri sögu, og því miður líklegur til að draga dilk á eftir sér. Þetta er sorgarsaga, sem allir ættu að harma, en gleður þó einn hóp manna ósegjanlega, kommúnista, bandamenn og einkavini Ólafs J óhannessonar. • Hrafn Gunnlaugsson skrifar frá Stokkhólmi: Horfur í sænskri pólitík í ÞINGKOSNINGUNUM í haust fengu hinar tvær andstæðu fylk- ingar í sænskri pólitík, borgara- flokkarnir þrír og vinstriflokk- arnir tveir, jafn mörg þingsæti: 175 þingmenn hvor. Allir flokkar eru sammála um, að þetta ástand sé óviðunandi og að ógerlegt sé að stjórna þegar hlutköstur ræður úrslitum í hverju málinu á fætur öðru. Þeim málum fjölgar stöðugt, sem hafa fallið I þinginu á hlut- kesti eða slumpast I gegn fyrir tilviljun. Fram til þessa hefur þó alltaf verið um minniháttar mál að ræða, þ.e.a.s. stjórn jafnaðar- manna hefur ekki séð ástæðu til að ganga til kosninga þeirra vegna, enda þau vart þess eðlis, að hugsanlegt sé að heyja kosn- ingabaráttu um þau. En þvi fleiri mál sem hlutkösturinn afgreiðir, því greinilegri verður munurinn á stefnu fylkinganna, og þær raddir gerast nú æ háværari f herbúðum jafnaðarmanna, sem vilja láta sverfa til stáls i öllum málaflokkum á þinginu og ganga síðan til kosninga með ákveðna stefnuskrá í sem flestum dægur- málum. Á þennan hátt hyggjast jafnaðarmenn geta skapað hug- myndafræðilegan grundvöll að standa á, en flokkurinn hefur átt f erfiðleikum siðustu ár með að mynda nógu skýrt bil á milli sin og borgaraflokkanna, einkum þó Miðflokksins. Mál málanna Jafnaðarmenn hafa einnig breytt um stefnu í byggingar- og húsnæðismálum, en stjórnmála- skýrendur telja, að stefna flokks- ins i þessum málum hafi átt mest- an þátt I fylgistapi flokksins I sfðustu kosningum. Stefna jafn- aðarmanna var að byggja sérstök svefnhverfi með blokkum og há- hýsum. Þessi byggingarmeinloka gróf um sig i Svfþjóð nokkru eftir striðið, og þvi miður virðist sama plágan hafa komið upp á Islandi — Breiðholtshverfi í Reykjavik er sambærilegt við þau hverfi, sem nú standa auð í Gautaborg og Stokkhólmi og enginn vill búa f. Hugmynd jafnaðarmanna byggð- ist á þeim lágkúrulega kotungs- hugsunarhætti, að bæjar- og sveitarfélög ættu að byggja allt húsnæði. Fólki yrði síðan raðað í „steinkumbaldana eins og hnífa- pörum í skúffu, en fengi engu að ráða um umhverfi sitt. Miðstjórn- arvaldið vissi betur en fólkið! Þessi stefna hefur nú skilið eft- ir sig frumskóg af steinkumböld- um, algerlega óhæfum sem vistar- verur fyrir fólk með blóð og til- finningar — en ábyggilega einkar hagkvæmar fyrir róbóta og vél- menni. Jafnaðarmenn hafa nú loks átt- að sig á þessari kórvillu, og tekið upp helztu punktana úr stefnu Miðflokksins, sem eru þessir: Stefnt sé að þvi að örva fólk til að byggja sjálft, bæði einstaklinga og samtök. Hætt verði við bygg- ingu háhýsa og blokka, en þess f stað byggð raðhús og ein og tvi- býlishús. Sem flestum verði gert kleift að hafa garð. Sfðasta atriðið er mjög athyglis- vert. Rannsóknir sýna, að einn þáttur þess, sem kallað er stór- borgarfirring, er einmitt sam- bandsleysi mannsins við um- hverfið, jörðina. Maður, sem býr á tólftu hæð í blokk, á engan jurta- garð og öðlast seint þá tilfinn- ingu, að hér eigi hann heima. Það er svo sannarlega kominn tfmi til að við íslendingar lærum af hinni dýrkeyptu reynslu Svía i húsnæðismálum og látum ekki uppdagaðar hugmyndir krata ráða ferðinni. Kosningar f haust? Margt bendir til þess, að efnt verði til þingkosninga f Sviþjóð í haust. Þingið er illa starfhæft og báðar fylkingar þykjast sigur- stranglegar. Jafnaðarmenn eiga leikinn og geta valið hvaða mál þeir setja á oddinn. Komi upp eitthvert stórmál f þinginu, þar sem fylkingarnar standa hvor gegn annarri, má búast við kosn- ingum. Hvaða mál þetta verður, er þó enn óljóst. Fréttabréf úr Borgarfirði-eystri Það má telja einstæðan atburð hér í Borgarfirði, að í dag, 17. apríl, var sjósettur fyrsti stálbát- urinn, sem smíðaður hefur verið hér. Er hann 8‘A tonn að stærð með 85 hestafla Ford-vél og er yfirsmiður bátsins Jóhann Þór Kröyer, sem mest hefur unnið einn við smíði hans, hlaut bátur- inn nafnið Rökkvi S.U. 45 og hefur.hann þegar verið seldur. Eru kaupendur hans Þórhallur Þorsteinsson og Broddi Bjarna- son á Egilsstöðum. Hyggjast þeir gera hann út á færaveiðar. í vor hefur verið hér óvenju- mikil hrognkelsaveiði og einnig hafa bátar fiskað á grunnmiðum, sem er óvenjulegt svo snemma vors. Hér er vorblíða og tún farin að grænka. Hér munu ráðgerðar allmiklar hafnarbætur í sumar og jafnvel byggíngar einhverra íbúð- arhúsa, en slíkar framkvæmdir hafa verið fátíðar hér undanfarin ár. Fyrir fjórum árum komu hing- að fáséðir gestir, sem sjaldan munu hafa lagt leið sína hingað til lands, en það voru gráspörva- hjón og þar sem talió var, að þau mundu illa þola vetrarhörkur tók Jón Helgason verzlunarmaður þau undir sinn verndarvæng og opnaði um haustið fyrir þeim korngeymslu kaupfélagsins, þar sem þau fengu hlýtt skjól þegar kólnaði og þangað flýðu þau jafn- an er harðnaði veður. Nú eru þessir skemmtilegu’ nýbyggjar líklega orðnir á annað hundrað talsins og verpa þeir vlða undir þakskeggjum húsa og enn sem fyrr er korngeymslan góða skjól þeirra gegn frosti og fönnum. Nú eru margir þeirra búnir að verpa. FVrir tveimur árum var hér stofnað leikfélag, sem hlaut nafn- ið „Vaka“. Þótti þaðfara myndar- lega af stað og í fyrravetur sýndi það hið kunna leikrit Cronins „Júpiter hlær“, undir stjórn Jóns Daníelssonar skólastjóra. Tókst það að flestra dómi mjög vel og fékk félagið, þótt ungt væri, mjög háan styrk og hefði mörgum þótt slfkt skuldbinda félagið til að bregðast ekki vonum þeim, sem við það voru bundnar. Fyrir þenn- an styrk hefur leikfélagið nú keypt ljóskastara á leiksvið, en ef áfram heldur sem horfir, verður það varla leikfélagið, sem nýtur þeirra, því í vetur virðist leik- áhugi ekki hafa verið til staðar, svo að nú hefur ekkert verið leik- ið í vetur vegna áhugaleysis of margra aðstandenda leikfélags- ins. Þykir mörgum framhaldið í öfugu hlutfalli við byrjunina. Sverrir Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.