Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 var rennblautur og að skikkjan hans var úr mjúku efni, brydduð skinni. Ókunni maðurinn reyndi að rísa upp á annan handlegginn. Sigurður rak hönd sína í ískalda fingur með hringjum og hann þreifaði eftir belti sem var alsett málmplötum og fann loks pyngj- una með tinnusteinum og þynnu. Sigurður sló hvern neistann af öðrum í svolitla næfurhrúgu og loks kviknaði eldur. Næfurhrúguna bar hann að þurru kvistunum í eldstónni, um leið spratt upp rauður logi. í bjarmanum mátti sjá Helga og ívar á rúmbríkinni. Þeir störðu skelfdum augum á stóra, dökkhærða manninn, sem með herkjum hafði tekizt að setjast upp við dyrakarminn. Sigurður hallaði aftur hurðinni svo hún féll að stöfum og reyndi síðan að hjálpa manninum á fætur. Maðurinn var ataður blóði í framan og blóð vætlaði úr sári á gagnauga hans. Hann var berhöfðaður, en í þungum stígvélum með sporum. Kyrtillinn hans virt- ist vera úr dökku flaueli og skikkjan var brydduð marðarskinni. í beltinu hékk stórt sverð með drifnum hjöltum og slfðri og tveir hnífar í hvítu slíðri, sem virtist vera úr fílabeini. HÖGNI HREKKVÍSI mannsins rak hann upp sársaukavein. „Viðbeinið hlýt- ur að vera brotið, og rifbeinið líka. Fylgdarsveinninn minn og hesturinn hans urðu undir skriðunni og hesturinn minn sömuleiðis. Þetta var rétt handan við vaðið á Svartadalsánni. Við riðum undir bökkunum við Gráhæðir. En farðu nú, drengur minn, og vektu mennina í hlöðunni. Þeir verða að fara með boð fyrir mig til byggða. Þeir verða að fara strax í nótt. Á morgun er það ef til vill um seinan“. „Herra“, sagði Sgiurður, sem hafði nú jafnað sig af hræðslunni, þegar birta lék um húsið af eldinum á stónni og þegar hann vissi, að gesturinn var mennsk vera, „þér megið ekki reiðast, en það eru engir menn í hlöðunni. Ég sagði það vegna þess að ég var hræddur. Við erum hér bara þrír. Neilofið mér að hjálpa yður í rúmið, svo þér getið lagzt út af. Og svo skal ég færa yður að borða og drekka. Ókunni maðurinn stóð á fætur með miklum erfiðis- munum. Hann skjögraði yfir gólfið að næsta rúmbálki og studdi sig með þunga við öxl drengsins. Hann var hár og þrekinn en þó ekki digur. Hann gat ekki staðið uppréttur undir stráþekjunni við dyrnar. Sigurði fannst óþægilegt, hvernig dökkur kollurinm slútti fram yfir höfuðið á honum sjálfum. Blautir blóðugir lokkar hálfhuldu andlitið og djúpstæð augun blikuðu af sótthita. — Það hlaut að vera, þú hérna. Á meðan Sigurður leysti blautu skikkjuna af ókunna manninum, sótti ívar heypokana úr hinum rúmunum og staflaði þeim við bak mannsins, svo að hann gæti (^Nonni ogcyWanni Jón Sveinsson Hann tók af sér húfupotluna sína, barði henni við Iméð á sér nokkrum sinnum, til þess að hrista úr henni rykið, gerði síðan laut ofan í kollinn á henni með hendinni og sagði: „Hérna, Nonni, þú getur mjólkað í þetta“. Ég fór að skellihlæja að þessu bragði hjá honum. En þetta var ekki svo vitlaust, það mátti vel mjólka í húfuna. Ég lagðist nú aftur á hnén, en Manni hélt húfunni undir, og nú streymdi snjóhvít nýmjólkin niður í hana. Þegar húfan var orðin full, teygaði Manni litli mjólkina með beztu lyst. Honum var nrðin þörf á hressingunni. „Er mjólkin góð, Manni?“ spurði ég, þegar húfan var orðin tóm. „Já, ágæt. Hún er svo undarlega bragðgóð. Það er eitthvert jurta- eða blómabragð að henni“. „Er það satt? Finnst þér vera grasabragð að henni? Eða er það ímyndun, af því að þú varst svo þyrstur?“ Freysteinn Gunnarsson þýddi „Nei, það er áreiðanlegt, Nonni. Bragðið minnir á einhver blóm eða fjallagrös. Og svona góða mjólk hef ég aldrei drukkið. Mig langar í meira, langtum meira“. „Komdu þá með húfuna. Þú skalt fá eins mikið og þú vilt“. Hann var ákaflega þyrstur. Ég varð að fylla potluna aftur og aftur handa honum. Loksins kom röðin að mér. Ég tók aðra á og fyllti húfuna aftur og aftur handa mér. Þetta var allra mesti kostadrykkur, eins og Manni sagði. Bragðið var undarlega gott, einhver ljúffengur jurtakeimur að mjólkinni. Þegar við höfðum drukkið okkur sadda, slepptum við ánum lit aftur. Þær löbbuðu út í hægðum sínum og fóru aftur að bíta. Við hresstumst ótrúlega vel við þetta. Og nú settumst við í hellismynnið. Tryggur settist á milli okkar. Ég leysti af honum snærið. ílkÖimor9unk<iffinu — Aha ... fallegur áll... — Og að lokum skaltu taka niður bréf til skrifstofustóla- verksmiðjunnar Sessu h/f ... — Nú, þú sagðir sjálfur, að ég ætti að keyra eftir um- ferðarmerkjunum ... — Konan mín hefur fengið þá fáránlegu hugdettu, að ég sé ekki nógu góður fyrir hana .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.