Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAI1974 SUS MÓTMÆLIR ÞINGROFINU A FUNDI sinum á fimintudaginn samþykkti stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna eftirfar- andi ályktun í tilefni af þingrofi forsætisráðherra: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna mótmælir harðlega þeim ólýðræðislegu aðferðum, sem forsætisráðherra hefur beitt með þvi að rjúfa þing og fá sjálf- um sér f hendur vald til að stjórna landinu á örlagaríkum tfmum með bráðabirgðalögum eftir eigin geðþótta. Það hlýtur að vera þingræðisleg og siðferðisleg skylda, að kannað- ir séu allir möguleikar á myndun rfkisstjórnar, sem studd er af meirihluta Alþingis, áður en grip- ið er til þess neyðarúrræðis að senda jjjóðkjörna þingmenn heim í fullri andstöðu við vilja meiri- hluta Alþingismanna og svipta þá um leið umboði, sem þjóðin hefur gefið þeim í almennum kosning- um. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með þessari hrokafullu fram- komu hafi Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og fyrrverandi Alþingismaður sýnt íslenzku þjóðinni og kjörnum fulltrúum hennar lítilsvirðingu, sem kjós- endur hljóta að hafa í huga við þær kosningar, sem í hönd fara. Ráðherrastólar eru ekki bjarg- hringir fyrir þá menn, sem vegna úrræðaleysis hafa misst traust þings og þjóðar. Þá vilja ungir sjálfstæðismenn benda á, að forystumenn Fram- sóknarflokksins hafa nú tekið að sér hlutverk dráttarklára fyrir kerru kommúnista í fslenzkum stjórnmálum." 341 atvinnulaus UM sfðustu mánaðamót var 341 á atvinnuleysisskrá hér á landi, og hafði atvinnulausum fækkað um 112 frá mánuðinum á undan. í kaupstöðum voru atvinnulausir alls 250, á móti 327 mánuðinn á undan, og í kauptúnum voru at- vinnulausir 91, á móti 124 f fyrri mánuði. Af kaupstöðunum skáru fjórir sig úr hvað-atvinnuleysi snertir, Reykjavík með 91 atvinnulausan, Akranes 77, Siglufjörður 38 og Kópavogur 21. Af kauptúnunum var ástandið verst á Hólmavfk, sem var með 36 atvinnulausa, Djúpivogur 19 og Drangsnes 10. Hættir sem bæjar- fógeti á Húsavík FORSETI íslands hefur f dag, að tillögu dómsmálaráðherra, veitt Jóhanni Skaptasyni, sýslumanni í Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta á Húsavík, lausn frá embætti frá 1. júlf 1974 aðtelja. Veggspjöld á Vorsýningu HLAUT VERÐLAUN Kjarvalssýn- ingu að ljúka KJARVALSSÝNINGUNNI á Kjarvalsstöðum lýkur á morgun 12. maf. Sýningin var opnuð 27. desember sfðastliðinn, en á sýn- ingunni eru m.a. til sýnis 5 mynd- ir og málaður egglaga steinn, sem safninu voru gefin á sfðastliðnu ári. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22. Aðgangur er ókeypis. Starfsmenn sendiráðs Kfnverska alþýðulýðveldisins ásamt Gfsla B. Björnssyni skólastjóra við opnun sýningarinnar á föstudaginn. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Um þessar mundir stendur yfir árleg Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla Islands. Á sýningunni er úrtak úr verkum nemenda frá því í vetur og kennir þar ýmissa grasa eins og vænta má. Á annarri hæð eru sýnishorn af barnateikningum og keramik- vinnu en aðalsýningin er á f jórðu hæð. Þar hafa hinar ýmsu deildir skólans komið upp sýningarbás- um og getur þar að líta verk allt frá blíantsteikningum upp í vefnað og leirmótun. Meðal Tekjutrygging hækkar ÁÐUR en Alþingi var leyst upp, samþykkti það breytingu á ákvæðum almannatryggingalaga um tekjutryggingu elli- og örorkulífeyrisþega. Samkvæmt breytingunni skulu þeir eiga rétt á óskertri uppbót, að fjárhæð 80 þúsund krónur á ári til viðbótar elli- eða örorkulífeyri eins og hann er á hverjum tíma. Uppbót þessi helzt óskert, þótt aðrar tekjur lífeyrisþegans séu allt að 37.500 krónur á ára, en fari aðrar tekjur hans fram yfir þá upphæð skerðist uppbótin um helming þeirra tekna, sem um- fram eru. Feilur uppbótin niður, þegar aðrar tekjur ná 197.500 krónum auk lífeyrisins. Hliðstæðar reglur gilda um hjónalífeyri eftir því sem við á. Búizt er við því að breyting þessi geti tekið gildi frá og með næstu mánaðamótum —segir í fréttati 1- kynningu, sem Mbl. barst í gær frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. þeirra verka sem eru á sýning- unni má nefna módel af keramik- verki sem fer í húsakynni Sjálfs- bjargar. Þetta verk er hannað af Guðnýju Stefjánsdóttir nemanda á 4. ári í keramikdeild skólans, en verkið hlaut 1. verðlaun í sam- keppni sem Sjálfsbjörg efndi til um veggskreytingu í húsakynn- um sínum. Þá eru til sýnis vegg- spjöld gerð af nemendum skólans en þau eru árangur af samvinnu Myndlista- og handiðaskólans og félags bókasafnsfræðinga. Vegg- spjöldin eru gerð i þvi skyni að auglýsa og minna á gildi bóka og bókasafna. Sýningin er opin frá kl. 2—10 og lýkur henni annað kvöld, sunnudagskvöldið 12. maí, hér á landi. Um það bil 400 tón- skáld taka árlega þátt í þessari samkeppni. Verðlaunin eru fjár- upphæð og frí ferð til Bandaríkj- anna tíl að taka á móti verðlaun- un8m. Steven Mosko hlaut verð- launin fyrir 15 mínútna verk, „Night of the Long Knives" og er það samið fyrir soprano og niu hljóðfæri. Tónskáldið hefur áður hlotið verðlaun i þessari keppni, fyrir tveimur árum. Fimm þátt- takendur eru verðlaunaðir hverju sinni, og munu þeir taka á móti verðlaununum í New York um miðjan maí. Eins og fyrr segirdvelur Steven Mosko um þessar mundir á Is- landi með styrk Fullbrightstofn- unarinnar og stundar rannsóknir á íslenzkri nútímatónlist og is- lenzkum þjóðlögum ogheldurfyr- irlestra. Vinnur hann meðal ann- ars að því að hljóðrita íslenzk þjóðlög og hefur í hyggju að koma upp víðtæku safni þeirra til kynn- ingar í Bandaríkjunum, en Árna- garður mun fá afrit af því safni. AMERlSKUR tónlistarmaður, Steven Mosko, sem dvelur um þessar mundir á íslandi með styrk frá Fuibrightstofnuninni, hlaut nýlega verðlaun i sam- keppni um nútímatónverk fyrir ung tónskáld víðs vegar að úr heiminum. Steven Mosko er 26 ára gamall. Verðlaun þessi eru veitt af the „Broadcast Music Inc.“, sem er félagsskapur hliðstæður STEFI Páll Asgeirsson læknir talar á fundi Félags einstæðra foreldra FÉLAG einstæðra foreldra held- ur félagsfund í Átthagasal Hótel Sögu nk. þriðjudagskvöld, 14. maí og hefst hann kl. 21. Þar mun Páll Ásgeirsson læknir tala um geð- ræn vandamál barna og unglinga. Páll er, sem kunnugt er, sérfræð- ingur á sviði barnageðlækninga og yfirlæknir geðdeildarinnar við Dalbraut. Hann mun og svara fyr- irspurnum fundargesta. Umræðu við lækninn stjórnar Jóhanna Kristjónsdóttir.form. FEF Þá verða skemmtiatriði á dag- skrá og happdrætti. Bent er á, að þetta er síðasti almenni fundur- inn í vor. Nýir félagar eru vel- komnir. Hörkuárekstur við Langholtsveg LAUST fyrir hádegi f gær varð mjög harður árekstur á mótum Langholtsvegar og Holtavegar. Lentu þar saman þrjár bifreiðir, sem allar skemmdust mjög mikið og meiddust ökumenn þeirra allra, þó ekki alvarlega. Þrjú önn- ur óhöpp urðu f umferðinni f gær- dag, þar af a11 harður árekstur á mótum Gunnarsbrautar og Flóka- götu, en þar lentu saman jeppa- bifreið og Volkswagen og skemmdist hin sfðarnefnda tölu- vert, en meiðsli urðu þar ekki á mönnum. Areksturinn við Langholtsveg varð með þeim hættí, að vörubif- reið, sem var á leið vestur Holta- veg, stanzar við gatnamótin. I sama mund ber þar aðsendiferða- bifreið, sem lendir á vörubifreið- inni, heldur áfram og lendir fram- an á sendiferðabifreið, sem var á Ieiðsuður Langholtsveginn. Allar bifreiðarnar skemmdust mikið við áreksturinn og auk ökumanna meiddist einnig telpa, sem var farþegi í vörubifreiðinni. Meiðsli eru ekki talin alvarleg. Þess rná geta, að gatnamót þessi eru var- hugaverð, enda eru slys og um- ferðaróhöpp þar tíð. Rétt eftir hádegið í gær var lögreglunni tilkynnt um slys á Breiðholtsbraut við nýju Reykja- nesbrautina. Þar lentu saman tvær fólksbifreiðar og hlutu tvær stúlkur, sem voru farþegar í ann- arri þeirra, skrámur við árekstur- inn, en ökumenn sluppu við meiðsli. Um kl. 2 í gærdag varð lítil stúlka fyrir bifreið á Skeiðarvogi og hlaut hún slæman skurð á enni. Mun ökumaður bifreiðar- innar hafa ruglazt á akbrautum vegna malbikunarframkvæmda, en stúlkan var á leið yfir götuna, er óhappið varð. Um svipað Ieyti varð allharður árekstur á mótum Gunnarsbrautar og Flókagötu, er jeppi og Volkswagen rákust sam- an. Meiðsli urðu ekki á mönnum, en Volkswagen-bifreiðin skemmdist töluvert eins og áður greinir. Dregið í Happ- drætti Háskólans DREGIÐ var I Happdrætti Há- skóla Islands f gær. Dregnir voru út 4 þúsund vinningar að upphæð 37,5 milljónir króna. Hæsti vinn- ingur, 4 milljónir króna — eða fjórir milljón króna vinningar, kom á númer 10734. Tveir mið- anna voru seldir hjá Frimanni Frfmannssyni í Hafnarhúsinu, einn miði í umboðinu f Vest- mannaeyjum og hinn fjórði í um- boðinu á Höfn f Hornafirði. Hálfrar milljón króna vinning- ur kom upp á miða númer 54082, en allir f jórir miðarnir voru seld- ir í Akureyrarumboðinu. 200 þús- und króna vinningur kom á miða númer 37067. Tveir miðar með þessu númeri voru seldir i aðal- umboðinu, Tjarnargötu 4, þriðji miðinn f Borgarbúðinni, Hófgerði 30 í Kópavogi og hinn fjórði í Litaskálanum í Kópavogi. 50 þúsund krónur komu upp á eftirtalin númer: 878, 3155, 4080, 10733, 10735, 10929, 11275, 11278, 15094, 15787, 15851, 16086, 19118, 19381, 22064, 25522, 25561, 26163, 28422, 31924, 35458, 40183, 41750, 43067, 46142, 48271, 48538, 51299, 54244, 54749, 59695, 59929. (Birt án ábyrgðar). Öldrunarfræðafélag Islands stofnað FIMMTUDAGINN 21. marz var stofnað félag, sem hlaut nafnið Öldrunarfræðafélag Islands. Orð- ið öldrunarfræði er nýyrði og merkir það sama og gerontologia á erlendum málum. Verkefni hins nýja félags eru þessi: 1. Að stuðla að rannsóknum á fyrirbærum öldrunar, hrörnunarsjúkdómum, svo og félagslegum vanda aldraðs fólks. 2. Að vinna að aukinni fræðslu um þessi efni, jafnt á fagleg- um vettvangi sem meðal al- mennings. 3. Að vera til ráðuneytis um lausn vandamála aldraðra. 4. Að beita sér fyrir umbótum á aðstöðu aldraðra I heilbrigðis- legum og félagslegum efnum. Stjórn félagsins er þannig skip- uð: Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, formaður. Þór Halldórsson læknir, varafor- maður. Geirþrúður Hildur Bernhöft elli- málafulltrúi, ritari. Rannveig Þórólfsdóttir hjúkrun- arkona, gjaldkeri. Alfreð Gíslason Iæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.