Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 7 Gustav Heinemann forseti óskar Helmut Schmidt til hamingju með tilnefninguna í kanslaraembættið Nœsti kanslari Vestur-Þjóðverja HELMUT Schmidt sem vestur- þýzkir jafnaðarmenn hafa valið til þess að taka við kanslaraembætt- inu af Willy Brandt, er t hópi reyndust forystumanna flokksins og hefur orS fyrir aS vera hugrakk- ur og harður f hom aS taka. Hann hefur góSa forystuhœfileika en ekki sömu hæfileika og Brandt til að afla sér vinsælda og miðla mál- um, en er óhræddur viS óvinsæld- ir. Hann er ( hægra armi flokksins og hefur lengi keppt aS þvi aS verSa kanslari. Hann hefur átt f útistöðum við unga vinstri menn f flokknum, svokallaða Júsóa, sem hann hefur hvatt til þess að fara rólegar f sakirnar þar sem krafa þeirra um eindregnari vinstri- stefnu fæli burtu venjulega kjós- endur sem velgengni flokksins byggist á. Schmidt og fleiri mönnum f flokknum hefur fundizt að Brandt hafi verið of aðgerðarlftill í innan- rfkismálum og fyrir Schmidt hefði Brandt ekki getað farið frá á heppilegri tfma þvf deilur innan flokksins hafa veikt stöðu þeirra manna sem geta gert honum Iffið erfitt. Schmidt er 55 ára gamall og var þingleiðtogi sósfaldemókrata 1967 til 1969, landvarnaráðherra 1969 til 1972 og hefur siðan verið fjármálaráðherra. Hann er kunnur meðal vestrænna stjórn- mátamanna og meðal vina hans er Giscard d'Estaing, sem geturorðið næsti forseti Frakklands. Hann er þekktur fyrir eindreginn stuðning við Efnahagsbandalagið. Atlands- hafsbandalagið og dvöl banda- ríska herliðsins f Vestur-Þýzka- landi. Tilnefning hans mælist þvf vel fyrir á Vesturlöndum, en sam- búðin við Austur-Evrópurfkin get- ur orðið stirðari en áður vegna afsagnar Brandts og njósnamáls- ins sem leiddi til falls hans. Helmud Schmidt er borinn og barnfæddur f Hamborg og varð fyrst landskunnur fyrir vasklega framgöngu f miklum flóðum þar 1962 þegar hann sat f borgar- stjórn. Hann fæddist 1918 f verkamannahverfinu Barmbek þar sem kommúnistar voru allsráð andi og oft kom til blóðugra verk- falla. Heimsstyrjöldin kom f veg fyrir drauma Schmidts um að verða arkitekt og hann barðist f Rúss- landi og f orrustunni f Ardenna- fjöllum. Hann var sæmdur járn- krossinum og var fangi Breta f strfðsiokin. Eftir strfðið hóf hann nám ! hag- fræði við háskólann f Hamborg og var nemandi Karls Schiller, sfðar efnahagsmálaráðherra Brandts. Hann gekk f sósfaldemókrata- flokkinn 1946 og varð ári sfðar fyrsti forseti landssamtaka sósfa- listískra stúdenta. Hann var kjör- inn borgarfullyrúi f Hamborg og fór með samgöngumál f borgar- stjórninni 1950—53. demókrata 1969 varð Schmidt landvarnaráðherra sem þótti Iftt eftirsóknarverð staða, en hann fókk lof fyrir dugnað f starfi og kOm ýmsum breytingum til leiðar. Þegar Karl Schiller efnahagsráð herra tókst ekki að hefta verð- bólguna og neyddist til að fara frá varð Schmidt eftirmaður hans, þótt sú staða væri heldur ekki eftirsóknarverð. Schmidt var kjörinn á þing 1953 og var fljótlega talinn f hópi efnilegustu stjórnmálamanna sósfaldemókrata af yngri kynslóð- inni. Hann gerðist foringi f vara- hernum 1957 þótt sósfal- demókratar berðust þá gegn endurvfgbúnaði Þýzkalands. Sið- an 1958 hefur hann átt sæti f miðstjórn flokksins. Þar sem hann þreyttist á þvf að vera í stjórnar- andstöðu sneri hann aftur til Ham- borgar 1961 og gegndi i nokkur ár valdaembætti f borgarstjórninni og það varhonum meir að skapi. Árið 1965 sneri Schmidt aftur til Bonn þegar Brandt virtist ætla að láta af forystu flokksins eftir annan kosningaósigur sinn en Brandt ákvað að halda áfram og Schmidt varð að gera sig ánægð- an með stöðu varaþingleiðtoga sósíaldemókrata. Á árunum 1966 til 1969 var hann síðan aðal þing- leiðtogi flokksins er sósíaldemó- kratar og kristilegir demókratar sátu saman f rfkisstjórn. Þegar Brandt myndaði stjórn sósfaldemókrata og frjálsra Eftir kosningarnar haustið 1972 varð Schmidt að gera sig ánægð- an með að halda áfram starfi sfnu sem fjármálaráðherra, en barátta hans gegn verðbólgunni bar ekki ýkja mikinn árangur. Jafnframt lét hann deilurnar innan flokksins æ meir til sfn taka og fáir eru taldir standa honum á sporði i kappræð- um. Hann tók Iftt undir kröfur ungra vinstrimanna um aukin völd f flokknum og þeir hafa sakað hann um að bregðast æskuhug- sjónum sfnum. Sennilega er það ekki að ástæðulausu að allt sfðan 1953 hefur Schmidt verið uppnefndur „Schmidt-Schnauze" sem mætti þýða Schmidt kjaftur, en þótt hann þyki hrokafullur og hafi afl- að sér óvina efast enginn um for- ystuhæfileika hans.. Vald er það sem hann hefur alltaf sótzt eftir. Nýlega sagði þýzkur embættis- maður á fundi með blaðamönnum að i viðræðum um kostnaðinn við dvöl bandaríska herliðsins f Vest- ur-Þýzkalandi hefði Schmidt verið „fullur bjartsýni um framtfð Vest- ur-Evrópu, Vestur-Þýzkalands. Atlantshafsbandalagsins og Helmut Schmidts." Helmut Schmidt KEFLVÍKINGAR Suðurnesjabúar Efni i peysufatasvuntur og blússur í mörgum gerðum og litum Verzl. Sigrfðar Skúladóttur, Keflavfk. EIN MILLJÓN Ein milljón til láns i eitt ár gegn góðum vöxtum og tryggingu Til- boð sendist Mbl fyrir 15 þ m merkt „Peningar 1462" TÚNÞÖKUR Túnþökur til sólu Uppl. í sima 7 1 464 — 41 896 GETTEKIO BÖRN í gæzlu hálfan eða allan daginn. Er i Breiðholti. Upplýsingar i sima 71387 Opið alla virka daga til kl 7 Opið laugardaga til kl 6 Bílasalan Höfðatúni 10. Simar 18881 og 18870. GAGNFRÆÐINGAR frá Gagnfræðaskóla Verknáms árið 1954, hittumst á Hótel Esju. mánudaginn 13 mai kl 8 30 Mætið vel ROSKINN MAÐUR vanur næturvakt, óskar eftir hús- varðarst eða næturvakt Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilb á afgr. Mbl. sem fyrst merkt „Vaka — 4594" GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavikur, simi 13 1 34 FORD COMET '72 Fallegur bíll til sölu Má borgast með 2ja — 3ja ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Skipti koma til greina. Simi 1 6289. TIL LEIGU ný 3ja herb. íbúð á 7. hæð Leigu- tilboð ásamt upplýsingum um fjöl- skyldu og fyrirframgreiðslu sendist Morgunblaðinu fyrir 14 þ.m. merkt „Asparfell 1470— 1461". Pölap- og Grænlandsúipur Kostakjör! Sendum i póstkröfu Fullur rétturtil endursendingar flutningsgjald. dkr. 10 — Pólarúlpan er orðin vinsælasta vetrarflikin 1 00% nylon með stungnu og vatt- eruðu fóðri. Hetta með loðkanti, vindnám i ermum, rennilás og hnappar að framan. 4 stórir vasar og þægilegur vasi með rennilás I vinstri ermi. Litur: bordeaus. Danskarkr. 118.— Grænlandsúlpan sú bezta af beztum er af sömu gerð en framleidd úr extra þykku efni. Litur dökkgrænn og blár. Lúxusúlpa sem kostar í búð 268.— Danskarkr. 168.— terjhusets HERREMAGASINER Fælledvej 16 — (01)35 0619, 2200 Köbenhavn N Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjavfk Simi 12527 GLERVÖRUR Sænskir Skultunapottar frá II til 161 VerÓlækkun Vegna 20% tollalækkunar getum við boðið notta fyrir rafmagnseldavélar á lækkuðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.