Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 15 Nú er Mitter and sterkari París 10. maí — AP FRANCOIS Mitterand, fram- bjóðandi vinstri manna f ann- arri umferð frönsku forseta- kosninganna, hefur möguleika á að sigra Valery Giscard d'Estaing, frambjóðanda hægri manna mjög naumlega með 50% atkvæða gegn 49%. Þetta kom fram í nýrri skoðanakönn- un, sem birtist f dag f franska fhaldsblaðinu L'Aurore, og snerist þannig hlutfallsfylgi frambjóðendanna við frá því sem var er L’Aurore birti síðast skoðanakönnun, eða fyrir tveimur dögum. Sýna þessar sveiflur hversu gffurlega tvf- sýnar og spennandi kosning- arnar 19. maf virðast ætla að verða. L’Aurore segir ennfremur að samkvæmt könnuninni megi gera ráð fyrir því að 16% kjós- enda séu enn óráðnir um hvert þeirbeina atkvæði sfnu. Meðfylgjandi myndir sýna Giscard í hópi stuðningsmanna að aflokinni fyrstu umferð kosninganna, og Mitterand ávarpa sfna menn við sama tækifæri. Enn ófriður í nýlendunum Lissabon, 10. maí, AP — NTB. FRANCISCO da Costa Gomes yfirmaður varnarmála Portúgals hélt f dag til Mosambiquc, en hann er á ferð um nýlendur Portúgals í Afrfku til þess að kynna sér ástandið í landinu, en þar hafa afríkanskir skæruliðar drepið nfu manns undanfarna þrjá daga. Er þessi ófriður talinn talsverður hnekkir fyrir hin nýju stjórnvöld Portúgals, sem hvatt hafa nýlendumenn til að leggja niður vopn. Heima í Lissabon er de Spinola hershöfðingi enn að reyna að mynda þjóðstjórn, og er talið, að tilraunir hans séu nú að komast á lokastig. Mario Soares leiðtogi portúgalskra sósíalista, sem tal- inn er mjög lfklegur sem næsti utanríkisráðherra landsins, hvatti landsmenn f dag til að vera harðir í horn að taka gagnvart liðsmönn- um hinna pólitfsku lögreglusveita fyrrverandi ríkisstjórnar, svo og Hækka vexti New York, AP. A.m.k. fimmtán bandarískir bankar hafa tilkynnt hækkun á útlánsvöxtum upp f 11*4%, þeirra á meðal fjórir stærstu viðskipta- bankar Bandaríkjanna: Bank of America, First National City Bank, Chase Manhattan Bank og Hanover Bank. öllum öðrum flugumönnum henn- ar, og koma í veg fyrir að þeir komist úr landi. Hann sagði, að þrátt fyrir það að hinir nýju vald- hafar hefðu fullkomið vald á ástandinu, væri ekki óhugsandi, að stuðningsflokkar stjórnarinnar gömlu reyndu með tíð og tíma að koma af stað gagnbyltingu, t.d. eftir 2—3 mánuði. Forstöðumenn þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, sem fara með málefni nýlendna, aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku og málefni Suðvestur-Afríku, skoruðu í dag á Portúgalsstjórn að hefja þegar samningaviðræður við frelsishreyfingarnar í nýlendunum um sjálfstæði þeirra. Stjórn Hartlings fékk óvænta traustsyfirlýsingu danska þjóðþingsins: Reynt að ná samkomulagi um efnahagsmálin um helgina Ólga í Madrid Madrid, 10. maí — AP. LÖGREGLAN f Madrid smalaði saman hundruðum stúdenta við háskólann í borginni fyrirað hafa haldið óleyfilega fundi í dag, og var talsverð ólga! f Madrid vegna þessara og svipaðra at- burða, sem átt hafa sér stað und- anfarna þrjá daga. Starfsemi há- skólanna í Madrid og annars stað- ar á Spáni var sögð eðlileg að öðru leyti, en þó bar mjög á f jarvistum. Undirrót og tilefni þessarar ókyrrðar er talið vera ástandið í nágrannalandinu Portúgal, þar sem bylting átti sér stað fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Kaupmannahöfn, 10. maí frá fréttaritara Morgunblaðsins Jörgen Harbor. BtJIZT er við vfðtækum viðræðum dönsku stjórn- málaflokkanna nú um helgina og er undir niður- stöðum þeirra komið, hvort Paul Hartling for- sætisráðherra boðar til nýrra kosninga á næst- unni. Úrslitin gætu ráðizt þegar á morgun, eftir fund stjórnarinnar — ef hún kýs fremur að segja af sér en láta fara fram atkvæða- greiðslu um tillögur sfnar í efnahagsmálum á næsta fundi þingsins nk. þriðju- dag — en lfklega verður það ekki fyrr en þingið kemur saman. Komið var í veg fyrir, að forsætisráðherra boðaði til kosninga þegar sl. nótt, þegar Erhard Jacobsen fcrmaður miðdemókrata lagði fram tillögu um traustsyfirlýsingu tii handa ríkisstjórninni, sem samþykkt var með níutíu atkvæðum gegn sextíu og fjórum. Á móti voru m.a. þingmenn jafnaðarmanna, Sósialfska þjóðarflokksins og kommúnista. Var þing- fundum þá frestað til þriðjudags. Tildrög þessa ástands í dönsk- um stjórnmálum nú eru tillögur f skatta- og efnahagsmálum, sem nkisstjórnin lagói fram á mið- vikudag og fimmtudag. Þar er gert ráð fyrir lækkun beinna skatta, sem nemur 10 milljörðum danskra króna, og að þess fjár verði í staðinn aflað með ýmsu öðru móti, svo sem hækkun á sölu skatti og sparnaði í ríkisútgjöld- um, þar á meðal gjöldum, er fara til mennta- og heilbrigðismála. 1 tillögunum er gert ráð fyrir fastri greiðslu sjúklinga fyrir læknis- þjónustu, sem hefur verið ókeyp- is.gjöldum fyrir útlán í bökasöfn- um, að aðgangur að háskólum og öðrum æðri menntastofnunum verði ekki lengur ókeypis, að hætt verði ríkisstuðningi við fram- leiðslu mjólkurafurða, aö barna- lffeyrir verði skattlagður, náms- styrkjum verói fækkað, en náms- lánum fjölgað, sömuleiðis að elli- lifeyrisþegar geti sjálfviljugir frestað því til sjötugs að taka bæt- ur. Loks vill stjórnin leggja 25% gjald á ýmsar vörutegundir, svo sem útvarps- og sjónvarpstæki, ís- skápa og bifreiðar og er markmið- ið með því að draga úr innflutn- ingi. Af hálfu Efnahagsbandalags Evrópu hefur þessi fyrirætlan þegar verið gagnrýnd og Danir sakaðir um að ætla að fylgja þar fordæma Itala sem i síðustu viku gerðu ýmsar ráðstafanir til að draga úr innflutningi. Stjórnarandstaðan, sem hefur meirihluta í danska þjóðþinginu, hefur tekið þessum tillögum stjórnarinnar mjög dræmt, enda þótt þingmenn allra flokka séu á einu máli um að grípa verði til róttækra ráðstafana í dönsku efnahagslífi. Hallinn á greiðslu- jöfnuði Dana við útlönd hefur aukizt ískyggilega á síðustu mán- uðum og gjaldeyriseign minnkað um einn milljarð danskra króna sl. fjóra mánuði, þrátt fyrir stór- lán erlendis frá. Flokkarnir vinstra megin stjórnarinnar vilja ekki fallast á tillögurnar af því að þeir telja þær koma verst við þá, sem lökust hafi kjörin í þjóðfélaginu. Þeir, sem hægra megin standa, svo sem Mogens Glistrup og hans menn, telja þær ráðstafanir hins vegar ónauðsynlegar, sem ætlað er að draga úr neyzlu, og segja sparnað- artillögur stjórnarinnar varðandi ríkisreksturinn ekki ganga nógu langt. Paul Hartling sagði í gærkveldi, að hann gæti ekki haldið áfram stjórnarstarfi, ef tillögur þessar yrðu felldar, eða dregið verulega úr áhrifum þeirra. Hvatti hann og eindregið til þess, að þær yrðu samþykktar ínnan tveggja sólar- hringa. Tillögurnar voru ræddar á maraþonfundum og í nótt virtust allir komnir á þá skoðun, að þær væru í raun fallnar og stjórnin yrði að fara frá. En þá kom Er- hard Jacobsen henni til bjargar á elleftu stundu sem fyrr segir. NIXON er enn harður af sér, þrátt fyrir sfminnkandi fylgi meðal þjóðar og stjórnmála- manna. Myndin er tekin á fundi, er forsetinn hélt I fyrradag. Afsagnarkröfum rign- ir yfir Nixon forseta Washington, Chicago, 10. maf -AP. STÖÐUGT fjölgar þeim flokks- bræðrum Richard Nixons Banda- ríkjaforseta, sem Iýsa yfir van- trausti á hann og krefjast jafnvel tafarlausrar afsagnar hans. Hefur alger skriða vantraustsyfirlýs- inga dunið yfir sfðan forsetinn afhenti úrdrætti úr hljóðritunum Hvíta hússins vegna Watergate- málsins fyrir 10 dögum. Leiðtogi þingflokks republikana f full- trúadeildinni, John Rhodes.bætt- ist f gær f hópinn og sagði, að Nixon „ætti að velta því fyrir sér •að segja af sér“, þrátt fyrir það að hann teldi ekki enn svo komið, að forsetinn væri ófær um aðstjórna landinu. Og hann bætti við: „For- setinn hefur ekki haft heillavæn- Ieg áhrif á stöðu Repúblikana- flokksins." □ Annar af þingmönnum repúblikana, öldungadeildarmað- urinn Richard Schweiker, skor- aði f dag á forsetann f bréfi til hans að segja af sér vegna þess, að Watergate-úrdrættirnir „af- hjúpa fullkomna hunzun á því siðferðismati, sem þessi þjóð er reist á“. Þingmaðurinn, sem löng- um hefur verið ósammála Nixon í ýmsum málum, segir ennfremur, að opinberun úrdráttanna muni „óhjákvæmilega eyðileggja getu yðar til að stjórna landinu svo árangur verði af það sem eftir er kjörtfmabilsins". □ Fimm bandarfsk dagblöð, sem áður hafa stutt Nixon, bætt- ust f dag f hóp þeirra blaða. sem krafizt hafa afsagnar forsetans. Þau eru: The Los Angeles Times, The Cleveland Plain Dealer, The Omaha World-Herald, The Kansas Afternoon Star og The Kansas Morning Times. Gerald Warren aðstoðarblaða- fulltrúi Hvíta hússins sagði ígær, að þrátt fyrir slíkar áskoranir hefði forsetinn alls ekki i hyggju að segja af sér. Gerald Ford varaforseti sagði í dag, að hann litá svo á, að þótt Bandaríkjaþing ákærði forsetann ranglega og dæmdi, þá væri ekki unnt að áfrýja þeim dómi fyrir hæstarétti; þingið hefði síðasta orðið. Sumir hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum munu vera á öndverðri skoðun. Þá sagði Ford, að þrátt fyrir það að hann teldi Watergate-úrdrættina sýna, að Nixon væri ekki sekur um glæp- samlegt athæfi, þá hefðu þær af- hjúpanir á, afbrotum háttsettra aðila innan stjórnarinnar, sem átt hafa sér stað að undanförnu, ver- ið .xothögg á traust bandarísku þjéðarinnar til stjórnar sinnar", og væri þetta vantraust að komast á mjög alvarlegt stig. Þeir Nixon og Ford héldu fund með sér í dag, og er það fyrsti fundur þeirra síðan Ford hóf að gefa heldur berorðar yfirlýsingar um stöðu forsetans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.