Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 21 Leyfi til áhafnaskiptanna afturkallað: Bessi stjórnar sinfóníu r og Arni syngur á rússnesku STARFSMANNAFÉLAG Sin- fóníuhljómsveitar Islands og Félag ísl. leikara gangast fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá í Há- skólabíói f kvöld og rennur allur ágóói af skemmtuninni f sérstak- an slysasjóð. Hefur sá það mark- mið að rétta hjálparhönd þeiin landsmönnum, sem orðið hafa fyrir slysum eða eiga í erfiðleik- um vegna slysa, er aðstandendur þeirra hafa lent í. Einkum eru þeir hafðir í huga, er ekki njóta að marki trygginga hjá trygginga- stofnunum. Leikarar og sinfóníuhljómsveit- armenn stofnuðu þennan $jóð vet- urinn 1973 þegar óvenjumikið hafði verið um sjóslys og aðrar slysfarir hér á landi. Sjóðurinn er f vörziu Slysavarnafélags Islands en hann aflar tekna með árlegri skemmtun á lokadaginn 11. maí en einnig hafa honum borizt áheit og minningargjafir. Fyrsta fjár- öflunarskemmtunin var haldin á lokadaginn í fyrra og gaf góða raun. Skemmtidagskráin f kvöld hefst kl. 23.30. Meðal atriða á henni má telja, að þar leikur sinfóníuhljóm- sveitin undir stjórn Bessa Bjarna- sonar en hann spreytir sig þar á hljómsveitarstjórn í fyrsta skipti. Þá mun Árni Tryggvason syngja á rússnesku með hljómsveitinni, leiknir verða kaflar úr Atómstöð- inni og Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness, Ömar Ragnars- son flytur skemmtiþátt, Elín Sigurvinsdóttir syngur einsöng og Karlakór Reykjavíkur syngur ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Finnlandíu Síbelíusar. Allir leggja listamennirnir sinn skerf til skemmtunarinnar endur- gjaldslaust og rennur ágóði óskiptur til slysasjóðsins. Að- göngumiðar fást f bókabúðum Lárusar Blöndal og Háskólabíói. Myndin sýnir Bessa Bjarnason, hljómsveitarstjóra, á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Islands. Mynd 1: Austur-þýzku sjómennirnir ganga frá borði á Keflavíkurflugvelli. Ljósm. Mbl. H.st. Mynd 2: Verksmiðjuskipið Junge Welt. Mynd 3: Austur-þýzku sjómennirnir um borð í Magna, sem flutti þá í land. Ljósm. Mbi. Sv.Þorm. Kanadastjórn: MORGUNBLAÐIÐ bað Associated Press frétta- stofuna nýlega um að kanna hvort kanadískum stjórnvöldum hefði borizt einhver ósk frá Austur- þjóðverjum um að áhafna- skipti fyrir austur-þýzku veiðiskipin á þessum slóð- um gætu átt sér stað í Kanada. Hafa nú þau svör borizt frá bæði utanríkis- ráðuneyti Kanada og sjávarútvegsráðuneytinu að hvorugu þessara ráðu- neyta hafi borizt tilmæli þessefnis. % Þá segir í fréttaskeyti frá AP í Ottawa, að Austur- Evrópulöndin hafi undan- farin tvö ár stöðugt laum- azt fram hjá kanadískum lögum, sem banna áhafna- skipti fyrir veiðiskip á Atlantshafi, með því að láta þessi áhafnaskipti fara fram á Kúbu eða á frönsku landsvæði, þ.e. St. Pierre et Miquelon eyjunum á St. Lawrenceflóa. Hefur fréttastofan það eftir um- hverfismálaráðuneytinu kanadíska, að búizt væri við, að Austur-þjóðverjar einir myndu á þessu ári hafa áhafnaskipti allt að 1500 sjómanna á þennan hátt. Hins vegar væri ekki ljóst hversu há samsvar- andi tala væri fyrir Sovét- ríkin, Búlgaríu, Póland, Rúmenfu og nokkur Vestur-Evrópulönd, sem einsfæru að. Lög um verndun fiskimiða und- an ströndum Kanadabanna skipti á áhöfnum erlendra skipa, sem veiða á kanadískum miðum, og er tilgangur laga þessara að gera skipum eins erfitt fyrir og unnt er að halda sig langdvölum á Vestur- Atlantshafi. Talsmaður Kanada- stjórnar segir f samtali við AP, að slíkt úthald til langframa jafn- gildi því að heil verksmiðja sé í rauninni staðsett á þessum mið- um. Til þess að koma í veg fyrir, að erlend skip smjúgi í kringum þessi lög með áðurnefndum hætti, hefur reynzt árangurslaust. Þegar lögin voru sett fyrir tveimur ár- um höfðu þessi áhafnaskipti verið stunduð í önnur tvö. Segir ennfremur í AP-skeytinu að austur-þýzkar flugvélar hafi ekki lendingarrétt í Kanada. Engin ósk frá A-Þjóðverjum A-þýzki úthafs- flotinn á veið- r um við Island Utanrfkisráðuneytið afturkall- aði þann 2. maf leyfi, sem rfkis- stjórnin hafði veitt austurþýzk- um yfirvöldum til áhafnaskipta stórra verksmiðjuskipa í Reykja- vfk. Leyfi var veitt fyrir skiptum á 255 manns, f þremur ferðum. Verksmiðjuskipið Junge Welt, sem er liðleea 10 búsund lestir að stærð, hafði komið tvær ferðir til Reykjavfkur og skipt á 158 manns. Leyfi til þriðju og sfðustu skiptanna var afturkallað, þegar eftirlitsflug Landhelgisgæzlunn- ar leiddi f ljós, að austur-þýzku skipin voru á veiðum á land- grunnskantinum við lsland, 85—90 sjómflur vestur af Bjarg- töngum. Lúðvfk Jósepsson, sjávarútvegsráðherra, hafði lýst þvf yfir á Alþingi, að um væri að ræða 1500—3000 lesta togara, sem væru að veiða upp f kvóta á miðum við Kanada og Nýfundna- land. Landhelgisgæzluflugvélin Sýr fór í eftirlitsflug út af Vestfjörð- um 29. apríl. Nokkrum dögum áð- ur hafði gæzlunni borizt sá orð- rómur að hópur rússneskra tog- ara væri að veiðum um 100 sjómíl- ur vestur af landinu út af Víkur- álnum. Fyrstu dagana var ekki unnt að fljúga yfir svæðið vegna dimmviðris, og komst vélin ekki út fyrr en 29. apríl. Veður var bjart og gott þann dag. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, tjáði Mbl., að mörg skip hefðu verið að veiðum á fyrr- nefndum slóðum, öll í hnapp. Reyndust þetta vera 18 austur- þýzkir togarar, 10 pólskir, 6 rússneskir og einn vestur-þýzkur. Þá var þarna eitt austur þýzkt verksmiðjuskip, Junge Garde, sem er sömu stærðar og Junge Welt, rúmlega 10 þúsund lestir. A suðurleið varð Sýr vör við J unge Welt undan Snæfellsnesi, en verksmiðjuskipið var þá á leið til áhafnaskipta í Reykjavík. Var 15 mílna olíu- eða lýsisbrák aftur úr Junge Welt. Að sögn Péturs er ekkert óvenjulegt að sjá þennan flota veiða á þessum slóðum á þessum árstíma. Þegar ljóst var, að áhafnaskipt- in voru ekki fyrir austur-þýzkan togaraflota á Kanada- og Nýfundnalandsmiðum, heldur austur-þýzkan úthafsflota á veið- um á íslandsmiðum, var leyfið afturkallað af íslenzkum stjórn- völdum. Hins vegar þótti of skammur tfmi að draga aftur leyf- ið fyrir skiptunum, sem fóru fram 30. apríl, að sögn Péturs Torsteinssonar ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Þann dag var austur-þýzki sendifulltrúinn í Reykjavík kallaður á fund ráðu- neytisins, og gaf hann það bráða- birgðasvar, að hann vissi ekki bet- ur en flotinn væri á veiðum milli Islands og Grænlands, enda hefði aldrei annað staðið til, og hann hefði skýrt frá því strax í upphafi. Einnig kom það fram, að íslenzk Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.