Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 3 jr „Eg vil auðga mitt land” í Þjóðleikhúsinu Rabbað við Davíð Oddsson fyrir hönd Þórðar Breiðfjörð, sem var á sjó I kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt íslenzkt leikrit, Ég vil auðga mitt land, eftir Þórð Breiðfjörð Allir sem hafa hlustað á útvarpsþættina frá Útvarpi Matthildar vita að á bak við Þórð Breiðfjörð standa þrir ungir menn, nokkurs konar þrístirni í sameiginlegu bögglauppboði. Aðstoðarmenn Þórðar Breiðfjörð við að færa þetta verk í letur, eru þeir þrir menn islenzkir sem lengst allra hafa sýnt honum alúð og tryggð. Þeir eru: Davíð Oddsson, Hrafn Gunn- laugsson og Þórarinn Eldjárn. Geirlaug Þorvaldsdóttir f hlutverki sfnu. Baldvin f hlutverki sfnu. Rúrik hugleiðir möguleikana á hvalaræktinni. Davfð Oddsson varð stúdent frá M R 1970. Hefur hann átt í laga- námi síðan við Háskóla islands. Hann var leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur frá 1970—'72. Hann hefur ýmist einn eða með hinum þremur stjórnað fjölda útvarpsþátta, m a. Útvarp Matthildi. Hrafn Gunnlaugsson varð stúdent frá M R. 1969 og hefur síðan sinnt hvers konar leiklistar- og fjölmiðlunarnámi I Stokkhólmi. Hann hefur fengizt mikið við ritstörf, smásagna-, Ijóðagerð og leikritun. Hann hefur fengizt mikið við dagskrárgerð fyrir útvarp bæði einn og með hinum tveimur. Þórarinn Eldjárn varð stúdent frá M.R. 1969 Hann hefur stundað bókmenntanám bæði hér heima og i Lundi í Svíþjóð frá þvi ári. Þórarinn hefur fengizt við þáttagerð fyrir útvarp ýmist einn eða I Matthildar samfélagi. Hann hefur skeytt saman fjölda kvæða, sem lifa á vörum þjóðarinnar Á æfingu verks Þórðar Breiðfjörð eitt kvöldið i Þjóðleikhúsinu hittum við að máli Davið Oddsson 1/3 af Þórði Breiðfjörð, en hinir partarnir dvelja erlendis við háskólanám. Við spurðum Davið fyrst hvernig verkið hefði orðið til. Hugmyndin er frá Þórði komin, svaraði hann, þvi þegar við sömdum fyrir Útvarp Matthildar fyrir tveimur árum fengum við aðstöðu i Þrúð- vangi við Laufásveg og komum þar saman sumarlangt á hverjum morgni. Við vildum mæta á hverjum morgni og þar sem það tók okkur aðeins eina viku að semja hvern útvarpsþátt, sem útvarpað var hálfs- mánaðarlega, þá kom Þórður með þessa hugmynd. Við tókum henni vel, því við vitum að hugmyndir Þórðar eru góðar. Þetta leikrit varð þvf til aðra hverja viku sumarlangt á tíma sem fyrst og fremst var til þess ætlaður að halda okkur í horfinu við skriftir. Að þessu loknu fór ég til míns gamla húsbónda, Sveins Einarssonar og bað hann að lesa ritsmíðina yfir. Tók hann þvi vel og eftir nokkurn tíma tilkynnti hann að hann vildi setja leikritið á, en þó þyrfti að fá gerðar nokkrar breytingar á þvi Þórður tók þessu vel og tók upp þráðinn. Ég var heima og vann aðallega við skriftir, en skrifaðist á við 2/3 sem voru erlendis og þannig small þetta saman. Það átti að hefja sýningar 20. april s.l. á afmælisdegi hússins, en vegna þess hve það tók langan tíma að gera Jón Arason höfðinu lengri, en hann hafði verið um nokkurt skeið, þá seinkaði verkinu. Þórði finnst hins vegar rétt að taka það fram til þess að forðast mis- skilning að sýning þessa leikrits er ekki i neinu sambandi við fall rlkis- stjórnarinnar þótt ýmislegt beri þar saman. Það má lika benda á að við unn- um þetta verk í stífri vinnu, ekki eins og opinberir embættismenn, heldur einsog venjulegir menn. Og um hvað fjallar svo verkið? Þórður hefur lýst þvi svo að þetta geti gerzt í nútímanum, því allir munu kannast við persónur leikrits- ins. Það getur líka hafa gerzt fyrir 30 árum og eftir 30 ár Þórður heldur því sem sagt fram að þetta sé klassískt verk Þórði fannst það fyndið, jafnvel svo að hann hló stundum upphátt þegar hann las það fyrir. En hins vegar tók hann það skýrt fram að ef menn væru að fleipra fyrirfram ýmislegt um efni þess, þá væri illt i efni og menn ættu ekki að efna til slikra upp- Ijóstrana. Hann telur sem sagt að þeir sem kaupi miða á verkið eigi það skilið að fá það allt á sýningunni og ekki sé búið að stela frá þeim með þvi að kjafta frá. Hins vegar er rétt að bæta því við að Þórður Breiðfjörð hefur hamrað á þvi að hann muni ekki hafna Silfur- lampanum komist gagnrýnendur að þeirri viturlegu niðurstöðu að veita honum Silfurlampann fyrir verkið. Allar gróusögur um annað eru upp- spuni, sem hann hefur jafnan vísað heim til föðurhúsanna. — ,,Ég vil auðga mitt land" er nútíma Þórður Breiðfjörð: Frá vinstri: Hrafn Gunnlaugsson, Þórarinn Eldjárn og Davið Oddsson leikrit samið i mjög léttum og gamansömum stil. Margir skemmti- legir og hnittnir söngvar eru I leikn- um og hefur Atli Heimir Sveinsson samið tónlistina i leikritið. Leikurinn er i þremur þáttum, en leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, en leik- myndir eru gerðar af Sigurjóni Jó- hannssyni. Leikendur eru alls 23, en með helstu hluthverkin fara eftirtaldir leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Geirlaug Þorvalds- dóttir, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Gisli Alfreðsson, Valur Gíslason, Erlingur Gíslason og fl. Eins og fyrr segir verður leikurinn frumsýndur laugardaginn 11. maí og næsta sýning verður daginn eftir. Þórður Breiðfjörð hefur tekið öllu aðkasti með þögn og þolinmæði og ekki látið neinn bilbug á sér finna. Hann fer jafnan einförum, hægur i lund en fastur fyrir, ef á hann er sótt og hann sætir afarkostum. Svipar honum að því leyti til afa síns. Eftir stúdentspróf hélt Þórður Breiðfjörð utan Stundaði hann nám i Sviþjóð tvo vetur en starfaði sem þjónn hjá sænska auðkýfingnum Hinar áþreifanlegu hugmyndir Vallenbery á sumrum Um þá veru hefur hann skrifað tvær smásögur, sem ýmsum eru kunnar. Frá Sviþjóð hélt Þórður til Parísar og stundaði áfram nám sitt en varð og að fást við önnur störf sem til féllu sér til framfæris, þvi smásálar- bragurinn á sendingunum hér að Þórðar Breiðfjörð Ljósm. Mbl. á.j. heiman var samur við sig og er ótrúlegt hve þetta land og þjóð hefur enzt til að sýna Þórði Breið- fjörð í tvo heimana. Þórður er nú við nám í Múnchen og gerir ráð fyrir að Ijúka þvi næsta vor. Hvað þá verður veit enginn. — á j Sára Þorvarður f baksýn. Bessi, Ævar, Erlingur, Gunnar, Valur og Gfsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.