Morgunblaðið - 18.05.1974, Side 18
18
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1974
ur ber einnig að sveigja skóla-
kerfið að því að búa unga menn
— ekki aðeins yfirmenn — undir
þaö aö afla fisksins úr sjönum.
Illa litist mér á atvinnulífið hér á
Suðurnesjum, ef sá þáttur Jtrygð-
ist.“
Að lokum sagði' Ingólfur: ,,Sam-
starfið, sem tekizt hefur á milli
allra sveitarfélaga á Suðurnesjum
um byggingu þessa skóla, er
vissulega mikið fagnaðarefni.
Vónandi mun slík samstaða um
áframhaldandi uppbyggingu
framhaldsmenntunar á Suður-
nesjum aukast. Núna búa 11—12
þúsund manns hér syðra og vænt-
anlega fjölgar hér mjög á næstu
árum. Samgöngur eru að verða
góðar og fjarlægðir miili byggðar-
kjarna litlar. Með lestrar- og
mötuneytisaðstöðu i skólunum
ætti að vera hægt að sjá fyrir
flestum þörfum nemenda. Þannig
virðast fiestar aðstæður vera fyrir
hendi til að Suðurnesjamenn geti
sótt framhaldsskóla heiman frá
sér, ef slíkir skólar væru hér á
Suðurnesjum, og því full ástæða
til að keppa að því, að svo verði."
★ ★ ★ ★
í Keflavík eru starfandi þrjú
félög sjálfstæðisfóiks. Eru það
Heimir, félag ungra sjálfstæðis-
manna, Sjálfstæðiskvennafélagið
Sókn og Sjálfstæðisfélag Kefla-
víkur. Alls eru nú skráðir yf ir 400
félagar i þessum þremur félögum,
en formaður fulltrúaráðs félag-
anna er Ellert Eiríksson verk-
stjóri.
„Flokksstarf félaganna fer að
mestu leyti fram á veturna," sagði
Ellert, þegar við ræddum við
hann og hann bætti við, „helzta
verkefni fulltrúaráðsins í vetur
var prófkjör vegna væntanlegra
bæjarstjóranarkosninga. Siðan
var listi sjálfstæðismanna við
kosningarnar lagður fram eftír
úrslitum þess, en taka skal fram,
að úrslit prófkjörsins eru ekki
bindandi. Síðan prófkjörið lá fyr-
ir, hefur starfseminni verið hald-
ið áfram af fullum kraftí, enda
stefnum við að því að fá 5 menn
kjörna í bæjarstjórn að þessu
sinni og þar með hreinan meiri-
hluta. Á það erum við frekar
bjartsýnir, allavega virðist það
vera ef miða á við þann fjölda
fólks, sem hefur samband við okk-
ur eða lætur innrita sig í flokkinn
um þessar mundir."
„Hver er ástæðan fyrir þvi, að
þið gerið ykkur vonir um að fá 5
menn kjörna í komandi kosning-
um?“
„Fyrst og fremst tel ég ástæð-
una vera þá, að fólk er ánægt með
starf bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, eins og t.d. dagblaðið
Timinn hefur skýrt frá, en á lista
Sjálfstæðisflokksins er mjög
frambærilegt fólk. Þá eru eining
og samstarfsandi með eindæmum
góð innan flokksins nú, og muna
mennekki slíkt áður.“
„En hvernig er starfsemi
sjálfra félaganna háttað?“
„Þar eru fundir haldnir annað
slagið. Til dæmis hefur Heimir
haldið opna fundi um þau mál,
sem helzt eru á döfinni innan
bæjarfélagsins, t.d. um hitaveit-
una, skólamálin og fl. Þá hefur
kvennafélagið verið með bingó og
basar. Síðan hefur Sjálfstæðisfé-
lagið verið með spilakvöld í sam-
vinnu við kjördæmisráðið, og á
þess vegum hafa þingmenn kjör-
dæmisins viðtalstíma við kjósend-
ur hér á staðnum. Þá standa félög-
in, ásamt öðrum sjálfstæðisfélög-
um á Suðurnesjum, að útgáfa
blaðsins Reykjaness, sem nú hef-
ur vérið endurreist undir stjórn
Helga Hólm. — Þá taka þau sam-
eiginlega fullan þátt f kjördæmis-
ráði sjálfstæðismanna á Reykja-
nesi og Heimir átti þátt f því að
stofna kjördæmisráð ungra sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi."
Þessi dagstund okkar f Keflavík
var mjög ánægjuleg, enda gaman
að kynnast bjartsýni og áræði
bæjarbúa. Verkefnin eru að vfsu
mörg óleyst enn, en áfram verður
haldið. Á fáum áratugum hafa
Keflvíkingar reist þróttmikinn út-
gerðarbæ, sem iðar af lífi og starfi
og þannig heldur fólk ótrautt á-
fram — við að efla og fegra bæinn
sinn.
Þ.Ó.
— Keflavík
Kramhald af bls. 1 /i
Framtfð Keflavíkur.
Ljósm. Mbl. Heimir Stfgsson.
þeim málum eftír beztu getu og á
sumum sviðum hefur starfið
gengið mjög vel. Fyrir nokkrum
árum var komið á fót æskulýðs-
heimili við Austurgötu. I því er
tónlístarskóli starfandi á daginn.
en annars á sá skóli við mikið
húsnæðisvandamál að stríða.
Langur vinnutfmi setur þö sitt
mark á félagsstarfsemina.
Iþróttafélögin þrjú hafa starfað
með miklum blóma, og okkar vió-
ieitni er sú að styðja við bakið á
frjálsri félagsstarfsemi. því að
það hefur alla tíð gefizt vel.
Ungmennafélag Keflavíkur
reistí á sínum tíma sundlaug og
afhenti b;enum til rokstrar. Að-
staða í sundlauginni er nú orðin
óviðunandi. enda hefur sund-
íþróttin dalað hér á síöustu árum.
Mikil nauðsvn er nú á að b.vggja
nýja sundlaug. og gert er ráð
fýrir, að ný sundlaug verði reist f
nýja hverfinu. Aftur á nióti hafa
aðrar íþröttir. sem hér eru
iökaðar, vaxið að sarna skapi eins
og t.d. knattspyrnan. Þá má ekki
gleyma mikilli starfsemi annari-a
félaga en fþröttafélaganna eins og
t.d. skáta. Til aöstoöar þessum
félögum og til að nýta sem bezt
I jármuni hefitr bæjarstjóri í huga
að ráða sérstakan æskulýðsfull-
trúa
I'yrir nokkru var stofnað
áhugamannafélag um málefni
aldraða og hefur það ástefnuskrá
sinni að eíla hag aldraða f kaup-
staðnum. Það er orðin brýn nauð-
syn að reisa hér gott elliheimili,
en hér hefur veríð rekið elli-
hetmili, sem bænum var á sínum
tíma gefiö af einstaklingi. Hefur
það verið rekið af miklum
dugnaðí og hagsýni undir stjórn
Sesselju Magnúsdóttur fyrrum
bæjarfulltrúa."
Endurbóta þörf
í hafnarmálum
..Ef við snúum okkur aftur að
útgerð og sjósókn Kefivíkinga,
hvað getið þið sagt um núverandi
hafnarskilyrði, sérstaklega með
tiiliti til hins mikla fjölda skut-
togara, sem aðstöðu hafa f Kefla-
vík ?“
..Það er hárrétt, að menn eiga
nú í miklum erfiðleikum með að
endurnýja skipastólinn vegna
vægast sagt mjög slæms ástands í
hafnarmálum. Því er það svo, að
meðalaldur bátaflotans er hér 14
ár, en meðaltalið á Iandinu er 7
ár. Þá búum við við þá annmarka,
að við njótum ekki fyrirgreiðslu
Byggðasjóðs, sem víða hefur
hjálpað mönnum með endur-
nýjun skipa sinna. Þrátt fyrir
þessa annmarka eru tveir skut-
togárar komnir hingað og nokkrir
eru í vændum. Vafalaust verða
þessi skip mikil lyftistöng fyrir
fiskiðnaðinn hér og bæjariffið f
heild.“
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Keflavfk. Talið frá vinstri Tómas Tómasson, Ingólfur Halldórsson
og Arni R. Arnason. Ljósm. Þórleifur Ólafsson.
Keflavík skólasetur
Suðurnesja?
A liðnu hausti fluttist Iðnskóli
Suðurnesja í nýtt og glæsilegt
húsnæði í Keflavík, og er
byggingin nú fullnýtt og meiren
það, því að tvær skólastofur eru
leigðar gagnfræðaskólanum til
kennslu vegna þrengsla þar.
Skólastjóri iðnskólans er Ingólfur
Halklórsson bæjarfulltrúi og því
fannst okkur tilvalið að ræða við
hann um skólamál á Suðurnesj-
um, en þö fyrst og fremst iðn-
námið.
„Hvernig hefur afstaða iðn-
skólans verið á undanförnum ár-
um Ingólfur?"
„Skölinn var fyrst starfræktur
1935 og ailt til ársins 1969 var
hann síðdegis- og kvöldskóli, en
húsnæði fékkst ávallt í húsnæði
Barnaskólans og Gagnfræða-
skólansí Keflavík.
Haustíð 1969 var talið ófram-
kvæmanlegt annað en að breyta
skólanum i dagskóla. Við vorum í
leiguhúsnæði á þrem og fjórum
stöðum í Keflavík og Njarðvik,
unz skólinn fluttíst í eigið hús-
næði f apríl f fyrra, og voru það
mikil og ánægjuleg umskipti bæði
fyrir nemendur og kennara.“
„Miðað við skólabyggingar al-
mennt, þá hefur þessi bygging
risið með næstum ævintýralegúm
hraða, hvernig var undirbúnings-
vinnunni háttað?"
„Á árunum 1967—'69 vann
nefnd á vegum sveitarstjórna á
Suðurnesjum að lausn húsnæðis-
mála skólans. I henni voru Aðal-
steinn Gíslason, Sandgerði, Þor-
bergur Friðriksson, Keflavfk, og
Ingvar Jóhannsson, Njarðvík.
Þeir unnu vel að þessum málum,
enda þörfin mikil, en þvi miður
varð ekki mikið úr framkvæmd-
um, þrátt fyrir starf þeirra og
áhuga Suðurnesjanna, einkum
félagssamtaka iðnaðarmanna auk
þáverandi skólastjóra, Hermanns
Eiríkssonar. Hermann gegndi
skólastjórastarfinu í nær þrjá ára-
tugi og átti tvímælalaust stærstan
þátt í eflingu iðnfræðslu hér
syðra á liðnunt árum, þrátt fyrir
mjög erfiðar aðstæður. Ymissa
orsaka vegna hefur iðnfræðslu og
raunar flestum þáttum verk-
menntunar of lítið verið sinnt
ennþá af yfirstjórn fræðslumála,
og fyrir því hafa þessir menn
sjálfsagt allir fundið.”
„En hvenær komst skriður á
málið?“
„A fjárlögum 1971 fékkst fyrsta
framlag til bygginga, 200,000 kr.
að frumkvæði Sverris Júliusson-
ar. Var nú unnið af krafti við að
koma á samstarfi um byggingu og
rekstur skólans. Allar sveitar-
stjórnirnar samþykktu að vera
með og aðalatriði samkomulags-
ins voru þau, að stofn- og rekst-
urskostnaði skipta sveitarfélögin
í hlutfalli við fólksfjölda 1. des.
árið áður, að því viðbættu að
Keflavík borgar 5% af framlagi
hinna sveitarfélaganna vegna
staðsetningar skólans í Keflavík,
og 0,7% af framlagi hvers þeirra
fyrir hvern km vegna fjarlægðar
þeirra frá Keflavík.
Að fenginni þessari samstöðu
reyndist mun auðveldara að koma
málum skólans áfram hjá fjárveit-
ingavaldinu og viðkomandi ráðu-
neyti. Byrjað var á byggingunni
28. júní 1972, sex stofur teknar f
notkun haustið 1973 og fyrsti á-
fangi allur, 860 fermetrar, um síð-
ustu áramót. Ekki þarf iðnskól-
inn á öllu þessu húsnæði að halda
enn, og í vetur höfum við leigt
gagnfræðaskólanum húsnæði fyr-
ir 150 nemendur, en í iðnskólan-
um sjálfum eru um 150 nemend-
ur.“
„Hvað var byggingakostnaður-
inn mikill og hvernig stóðst bygg-
ingaráætlunin?"
„Hann virðist ætla að standast
áætlun, um 26 millj. kr„ og vonir
standa tíl, að kostnaður verði
nokkuð lægri og kemur það sveit-
arfélögunum einum til góða.
I öðrum áfanga skólans verður
aðstaða tíl verknámskennslu og
vonandi verður hægt að byrja
fljótlega á honum, helzt næsta
vor. Það er því ástæða til að fagna
því, sem áunnizt hefurog vel tek-
izt, en ennþá eru mörg óleyst
verkefni ás'viði skólamála."
„Hvernig telur þú að haga beri
uppbyggingu framhaldsmenntun-
ar á Suöurnesjum?"
„Menntakerfi okkar er í sí-
felldri endurskoðun og þróun.
Við verðum að vinna að því að
byggja upp framhaldsmenntun
hér og allsekki vanrækja þá þætti
menntunar, sem gæti orðið undir-
stöðuatvinnuvegunum tíl efling-
ar. Ég vil leggja áherzlu á, hvað
iðnnám og þar með fiskiðnfræði,
auk verk- og tæknináms, er mikil-
vægt fyrir íbúa Suðurnesja. Okk-