Morgunblaðið - 28.05.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 28.05.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28, MAI 1974 BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 LOFTLEIÐIR Im 14444*25555 mmm Ibilaleiga CAR RENTAL OAM-mnrrAL* Hverfisgötu 1 8 27060 /£5bílaleigan ^EYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIOMEER ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI HÚPFERÐABÍLAR Til leiíju i leiujn ofj sken-irri ferðn 87 50 f.uþerj.i bil.n KJARTAN INGIIVIARSSON Simi 86155 oy 32716 Afgreiðsla B S I simi 22300 FERDABILAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G. ■ S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m bilstjór- um). HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR ^ SAMVINNUBANKINN Bílaleiga CAB RENTAL Sendum 41660 - 42902 Eiga um sárt að binda Kosningunum lauk með sigri Re.vkvíkinga. Þeir hrundu á- sókn glundroðaaflanna og kusu áfram samhenta stjórn Sjálf- stæðisflokksins. Þegar litið er til stjórnmálaflokkanna, hvers fyrir sig, þá er augljóst hver stendur sterkastur eftir kosn- ingarnar. Hins vegar er erfið- ara að átta sig á, hvaða flokkur geldur mest afhroð. Ekki er hægt að tala um fylgishrun Frjálslynda flokksins, því ekki er sýnt hversu margir hafa stutt þann flokk, sem hróflað var upp f kringum Bjarna Guðnason, eftir að hann hafði orðið viðskila við sfna fyrri samherja í sameiningarflokki frjálslyndra og vinstri manna. Bjarni hefur um skeið boðað, að „gömlu“ flokkarnir væru rotnir og rúnir trausti og um- fram allt svo tvlstfgandi og stefna þeirra svo ioðin, að ekki væri á henni byggjandi. Vissu- lega má segja, að þessi orð Bjarna hafi átt rétt á sér varð- andi sumt í fari „gömlu“ flokk- anna, en gagnrýni hans varð eins og hvert annað pólitfskt nag, þegar litið var til stefnu- mála og áróðurs frjálslyndra sjálfra. Bjarni gat aldreigert upp við sig, hvort hann átti að vera fylgjandi áframhaldandi vinstri stjórn eða ekki. Hann gat ekki tjáð sig svo ijóst væri um afstöðuna til Nato og um varnarmálin var afstaðan orðin æ óskýrari og að lokum var svo komið, að hann sagði, að þjóðin ætti að skera úr í þjóðarat- kvæði, en nánar lýsti hann vart afstöðu sinni. Gagnrýni Bjarna Guðnasonar hlaut þvf að missa marks og fæstir ætluðu honum neinn árangur í þessum kosn- ingum, svo að fylgilevsi Frjáls- lynda flokksins við þessar kosn- ingar er ekki markvert. Framsókn tapaði nokkru fylgi vfða og missti mann bæði f Reykjavík og á Akureyri, þar sem Framsókn hefur verið stærstur flokka. Þó að tap Framsðknar sé ekki mjög mik- ið hlutfallslega, þá er það til- finnanlegra en ella, þar sem ráðamenn Framsóknarf lokks- ins höfðu talið, að hann hefði st.vrkzt við þingrofið og eins hins, að sú kenning hefur verið uppi í Framsókn, að sá fiokkur nyti ávallt góðs af rfkis- stjórnaraðstöðu. En þótt von- brigði Framsóknar hljóti þann- ig að vera nokkur, þá eru von- brigði Alþýðubandalagsins og ráðamanna þess mest og miklu meiri, en þeir vilja nú vera láta. Þeir voru sigurvissastir allra f kosningabaráttunni. Fullyrtu, að straumurinn lægi til þeirra. Alþýðubandalagið væri eini flokkurinn, sem unga fólkið vildi sjá og það fylkti sér undir merki Alþýðubandalags- ins. Káðamenn Alþýðu- bandalagsins voru sannfærðir um að þeir fengju yfir 10000 atkvæði í Reykjavfk, enda hefði það verið eðlilegt miðað við atkvæðatölur þeirra f síð- ustu kosningum fyrir þremur árum. Hefðu þeir haldið þeim atkvæðum, sem þeir fengu þá, og hlotið sinn hlut af aukning- unni, án þess að vinna nokkuð á, þá hefðu þeir náð tfuþúsund atkvæðum. Og það var ekki að- eins Alþýðubandalagsforystan, sem trúði þvf, að sá flokkur hlyti stórkostlega fylgisaukn- ingu. Eftir sigurvissutal flokks- ins og eftir fund þeirra í Laugardalshöll, sem þeir full- yrtu, að hefði verið stærsti stjórnmálafundur, sem haldinn hefði verið til þessa hér á landi, — eftir allt þetta voru margir aðrir farnir að trúa þvf, að fólk myndi láta glepjast og fylkja sér um Alþýðubandalagið. En þvf fór fjarri. Alþýðuhandalag- ið náði ekki einu sinni sama atkvæðafjölda og 1971 og hefur þó kjósendum að sjálfsögðu fjölgað mikið sfðan. Alþýðu- bandalagið á þvf um sárt að binda eftir þessar kosningar. Og fundurinn mikli I Laugar- dalshöll, þar sem mættu eftir því sem nú verður séð næstum hver einast kjósandi Alþýðu- bandalagsins, er orðin hlægi- legur. Annaðhvort hefur gerzt, að fundurinn hefur verið svona drepleiðinlegur og misheppn- aður, að stór fjöldi fundar- manna hafi hætt við að kjðsa G-listann eða hitt, að á þennan auglýsingafund kommúnista hafi verið smalað af öllu Suð- Vesturlandi. Senniiega hefur þó hvort tveggja gerzt. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hrmyið í síma 10100 kl 10—1 1 frá mánudegi til tostudags °9 biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins Þroskaþjálfun Margrét (íuðmundsdóttir, Giljalandi 30, Reykjavík, spyr: ,,Mig langar til að spyrja, hvaða menntunar er krafizt til að geta gegnt skólastjórastöðu við Þroskaþjálfaskóla Islands, og hver gegni þeirri stöðu nú. Ennfremur hvaða menntun nú- verandi skólastjóri hefur." Ingimar Sigurðsson fulltrúi í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu svarar: 1. og 2. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 53/1971 um fávitastofnanir skal forstöðumaður aóalfávita- hælís ríkisins vera skólastjóri skólans. Samkvæmt lögunum eru ekki gerðar sérstakar menntunarkröfur til hans sem skólastjóra. 3. Núverandi forstööumaður er kennari að mennt. Hann stund- aði og nám við háskólann í Ziirich í Sviss um sex missera skeið í kennslu-, uppeldis- og sálarfræði afbrigðiiegs fólks. Einnig lagði hann stund á nám við Den Socialske Skole f Kaup- mannahöfn með það fyrir aug- um að veita fávitastofnunum forstöðu. Páll Sigurðsson, Selbrekku 5, Kópavogi, spyr: „1. febrúar s.l. fór ég í Spari- sjóð Kópavogs og greiddi þúsund krónur í söfnun Rauða 17 króna aukagjald. Hverju sætir þetta?“ (Birt aftur vegna mistaka). Kári Jónasson hjó Pósti og síma í Kópavogi svarar: „Allir gíröseðlar, sem póst- stofan lætur frá sér eru seldir á 17 krónur stykkið, enda þarf stofan að standa skil á andvirði krossins vegna holdsveikra, gíróreikning 455. Þá þurfti ég ekki að greiða neitt aukagjald, en þegar ég greiddi þúsund krónur til Hjálparstofnunar kirkjunnar, gíróreikning 20000, i Póststofunni, Kópa- vogi, 5. marz s.l. i söfnun vegna holdsveikra, var ég krafinn um þeirra vió uppgjör. Póststofan hefur ekki fengið þjónustu- seðla, sem hún getur látið frá sér ókeypis, í tilvikum eins og sp.vrjandi greinir frá," Rœtt við Höllu og Hal Linker: Vandinn að finna stað, sem við höf- um ekki komið til HJONIN llalla og llal Linker eru mörgum kunn, enda er llalla Hafnfirðingur. Þau hjón- in hafa gert fjölda sjónvarps- þátta um heimsóknir sínar tii flestra þjóölanda heims. A þeim 18 árum, sem þau hafa unnið að gerð þáttanna. hafa þau komið til 144 landa og gert vfir 600 þaúli. I f.vrra voru þau hér og gerðu þátt um Vest- mannaeyjar, en ágóðinn af þeim þætti rann allur f Vest- mannaeyjasöfnunina, eins og kunnugt er. Hjónin voru hér á ferð í síð- ustu viku, og þá átti blaðamað- ur Mbl. við þau stutt spjall. — Hvert var erindið til Eyja að þessu sinni? —. Þegar við vorum þar fyrir ári var þar ömurlegt um að litast eins og allir vita. Þá lá athafnalif þar niðri, og allt var á kafi í ösku og hrauni. Okkur fannst, að andstæðurnar hi.vtu að vera athyglisverðar fyrir áhorfendur okkar og langaði til að sýna breytinguna, sem orðið hefur þar á öllu á þessu eina ári, sem liðiðer, segir Hal. — Hvaðan ber ykkur annars að? — Hingað komum víð l>eint frá Moskvu. Við vorum þar líka i spetemher sl. og höfðum feng- ið leyfi til að taka þar myndir áður en við komum þangað. Við komuna þangað biðu okkar leiðsögumenn eins og venjan er þar í landi, en þar að auki var ætlun heimamanna sú aó láta okkur í té kvikmyndatöku- menn. Hal hefur hins vegar alltaf tekið þær myndír sjálfur, en Rússarnir sátu fastir við sinn keip. Um tfma leit út fyrir, að ekkert yrði af neinni mynd um Sovétrikin á okkar vegum og vorum við farin að búast til brottferöar, þegar við fengum tiikynningu um, aö ákveðið hefði verið að veita sérstaka undanþágu i þessu tilviki. Þetta gekk svo allt eins og í sögu, og raunin varð sú, að Rússarnir urðu svo ánægðir með myndina, að þeir buðu okkur að koma'aftur til frekari kvikmyndatöku. Þangað fórum við sem sagt, og erum nú á heimleið. I þessari ferð höfum við líka verið á Spáni og í Frakklandi og erum nú með í farangrinum efni i þátt frá páskavikunni í Sevilla og frá Auvergne, sem er í Mið-Krakklandi. Það, sem er sérstaklega athyglisvert í llalla og Hal Linker. Auvergne, er fjöldi eldgíga, sem auðvitað hafa ekki látið á sér kræia frá ómunatið. Hins vegar gátum við sagt fólkinu þar, að í því efni væri engu að treysta, eins og dæmið um Vest- mannaeyjar sannaði, segir Haila. — Hversu mikinn hluta ársins eruð þið á ferðalagi? — Við reynum að vera ekki að heiman lengur en átta vikur á ári hverju nú orðið, en áður fyrr vorum við oft lengur, segir Hal. Aður urðum við að haga ferðum okkar i samræmi við skólagöngu Davíðs sonar okkar, en nú er httnn farínn að heim- an, þannig að við eigum betur heimangengt hvenær sem er. — Davíð tók lengi vel þátt í gerð myndanna og fór þar með hlutverk. var ekki svo? — Jú, en hann hefur samt ekki valið sér kvikmyndagerð eða neitt henni skylt að starfi. Hann er nú á öðru ári í lækna- námi og hefur lagt drög að því að geta dvalizt hér á íslandi í sumar. — Eruð þið ekkert farin að þreytast á flökkulífinu? Við spurninguna verða hjón- in bæði dálítið skrítin á svipin, en svo segir Hal: — Heldurðu, að þér þætti leiðinlegt að geta setzt niður fyrir framan alheimskortið, tekið þér í hiind prik til að reyna að finna stað, sem þú hefðir ekki komið á áður? Þetta gerum við nokkrum sinnum á ári, vitandi, að við getum farið hvert, sem hugurinn stefnir, og lifað svo góðu lífi á afrakstrin- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.