Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 Birgir Guðjónsson læknir: Hugleiðing um dýrafriðun og hvítabjarnardráp A undanförnum áratugum hefur skilningur manna á um- hverfisverndun farið vaxandi. Sérstæð landsvæði um allan heim hafa verið friðuð vegna náttúru- fegurðar, dýralffs eða gróðurs. Dýrategundir sem hefur verið hætt við útrýmingu hafa oft verið verndaðar sérstaklega án tíllits til landssvæða. Fyrir fjölmargar dýrategundir hefur þessi skiln- ingur þó komið of seint þar eð þeim hafði þá þegar verið útrýmt eða útrýming óumflýjanleg vegna mikillar fækkunar. Geirfuglinn er þar okkar framlag. Náttúru- unnendum, lærðum sem leikum, hefur löngu skilizt að hin gamla skipting dýra í slæm óargadýr eða góð nytjadýr er fávísleg. Hvert dýr á sér sitt hlutverk í náttúr- unni og íhlutun mannsins, hvort sem er vegna ofveiði eða of- verndunnar, er aðeins til skaða. Miklar upplýsingar um jafn- vægi f dýrarikinu hafa til dæmis fengizt úr þjóðgörðum Banda- ríkjanna, oft þó vegna dýrkeyptra mistaka. Við stofnun Grand Canyon þjóðgarðsins í Arizona var þar allmikið af antilopudádýr- um og nokkuð af fjallaljónum, sem lifðu m.a. á dádýrunum. Á þeim tíma voru hugmyndir manna um góð dýr og slæm alls ráðandi og hófst mikil herferð til útrýmingar ,,vondu" fjallaljón- anna og tókst næstum því. Af- leiðingarnar urðu þær, að dádýrunum fjölgaði langt fram yfir þol beitilandsins og stórir hópar sultu í hel en landið var ofbeitt til skaða. Þrátt fyrir ára- tuga friðun hefur jafnvægi enn ekki náðst né er útséð um afdrif Ijónanna. Likir atburðir gerðust í Yellow-stone þjóðgarðinum, en þó ekki með jafn alvarlegum af- leiðingum. Auk útrýmingar dýra- tegunda hefur tilflutningur dýra af manna vóldum orðið afdrifa- ríkar. Minkurinn í náttúru Is- lands er þar okkar slys og af- leiðingarnar flestum kunnar. I friðunarmálum á Islandi virðast þó hinar úreltu gömlu hugmyndir um góð dýr eða slæm vera alls ráðandi eins og sjá má t.d. á fuglafriðunarlógunum. Eru slæmu fuglarnir réttdræpir allt árið, en svanurinn sennilega of- friðaður, þar eð honum hefur fjölgað langt fram yfir möguleika á varplandi. Dýraríki Islands er afar fátækt af villtum landdýrum. Strangt til tekið eru aðeins refurinn og haga- músin alíslenzk. Þrátt fyrir þessa miklu fátækt eru afar litlar vísindalegar upplýsingar til um refinn og þátt hans í náttúru Is- lands. Miskunarlaust er stefnt að Birgir Guðjónsson. útrýmingu hans og hann rétt- dræpur hvar sem er, jafnvel læð- ur með hvolpa. Er skammt að minnast að tveir refir voru drepn- ir með vélsleðaakstri norðan- lands og er vart hægt að hugsa sér ógeðfelldari veiðimennsku. Takist Islendingum einnig að út- rýma refnum eins og geirfuglin- um forðum, verður þáttur þeirra í fækkun dýrategunda jarðarinnar, meiri en flestra annarra þjóða og það án notkunar hins þjóðlega höfðatölureiknings. Alþjóðasamstarf um friðun dýra hefur farið vaxandi og sum lönd t.d. bannað innflutning skinna eða afurða dýra, sem hætt er við, útrýmingu. Alþjóðasamtök hafa lagt fram fé til kaupa á landssvæðum í friðunarskyni og hafa t.d. Austur-Afríkuþjóðir notið stuðnings þeirra við stofnun þjóðgarða sinna, en þær þjóðir hafa sýnt sérstaklega mikinn skilning á þýðingu dýrafriðunnar. Islendingar fengu einnig alþjóð- lega fjárhagsaðstoð við kaup á Skaftafelli og stofnun þjóðgarðs þar. Sú alþjóðlega samvinna, sem mest hefur snert Islendinga eru tilraunir til friðunar hvalsins og verndun laxastofnsins. Síðan hrygningarstöðvar laxins fundust við Grænland og Norður-Noreg hefur hann verið miskunarlaust veiddur í net af Dönum og Norð- mónnum, þrátt fyrir mótmæli annarra þjóða. Ein hinna tignarlegu dýra- tegunda jarðar, sem hefur verið hætt komin vegna ofveiði er hvítabjörninn. Heimkynni hans er, eins og allir vita, á norður- hjára veraldar, á landsvæði sem tilheyrir Bandaríkjunum (Alaska), Kanada, Grænlandi, Noregi og Rússlandi (Svalbarði). Er talið að nú séu aðeins eftir um 800 frjáls, villt dýr, sem vegna dreifingar stofnsins er lítt meira en nauðsynlegt er talið til eðlilegs viðhalds. Hefa þessar þjóðir komið sér saman um friðun hvita- bjarnarins og mega nú aðeins Eskimóar veiða hann og þá aðeins þeir, sem hafa lífsviðurværi sitt af veiðum. Nýlega voru fréttir í blöðum um heimsókn hvíta- bjarnar í kaupstað á Svalbarða, og kom glöggt fram, að hann var látinn óáreittur vegna friðunnar. Island getur ekki talizt vera hluti af hinum náttúrulegu heimkynn- um hvítabjarnarins þótt þá hafi alloft borið hingað með hafís. Töl- ur um fjóida þeirra yfir árin hef ég ekki, en á síðasta áratug hafa þrir birnir verið felldir á Islandi og a.m.k. einn enn sézt á jaka. Hvítabjörninn getur því ekki talizt mjög fátíður gestur hér. ís- lendingar telja sig náttúruunn- endur og gestrisna og sannarlega fagna vel fleygum gestum úr ríki náttúrunnar. Samt er staðreyndin sú, að hvítabjórninn, þessi tignar- legí gestur, er hér með óllu frið- laus og réttdræpur. Dráp hvíta- bjarna á Islandi mun án efa ekki Hvftabjörninn, sem drepinn var í Fljótavík. gera út af við stofninn, en í ljósi þess að honum er hætt komið og samvinnu áðurnefndra þjóða um friðun, virðist mál til komið fyrir islendinga að íhuga hvort þörf sé á að eyða þeim dýrum, sem hingað kunna að berast. Dýra- fræðingar hafa lengi haft yfir að ráða aðferðum og tækjum til að svæfa jafnvel hin stærstu villidýr, hvort sem er til rannsókna og merkinga eða töku í dýragarða. Væri hvítabjörn fangaður eru val- kostirnir tveir, annað hvort flutningur í dýragarð eða aftur til eigin heimkynna. Þótt hvítabjörn sé nú að mestu friðaður, yrði hann sennilega alltaf veiddur fyrir dýragarða og dýr, sem hér veiddist og ráðstafað í dýragarð því ekki glatað. Kostnaður við slíkt yrði þá greiddur af við- komandi dýragarði. Æskilegra, en sennilega dýrara, væri að koma hvítabirni aftur til heimkynna sinna. Kostnaður við slíkt gæti orðið nokkur, en vafalaust mætti fá styrki frá alþjóðlegum náttúru- verndarsamtökum. Nú þegar er hér á landi aðstaða og kunnátta til geymslu hvítabjarna. Þriðji kost- urinn væri að leyfa honum búsetu t.d. á Hornströndum, en það yrði varla samþykkt. Dráp hvítabjarnarins i Fljóta- vík sl. föstudag er skiljanlegt með tilliti til fornra viðhorfa gagnvart hvítabirninum og almennu skilningsleysi á friðunarmálum, en hryggilegt og sennilega með öllu óþarft. Dýrið virðist, skv. frásögnum í fjölmiðlum, ekki hafa gert sig líklegt til árása á mennina. Vonandi ber okkur gæfa til að bregðast öðru vísi við næst. Mælist ég til þess að Island undirriti einnig samþykkt um friðun hvítabjarnarins, jafnvel þótt sá fyrirvari væri við hafður að björgun væri möguleg. Væri það verðugt verkefni fyrir íslenzka áhugamenn um náttúru- vernd að reyna að bjarga dýrum, sem hingað kynnu að berast í framtíðinni. Reykjavík, 20. maí 1974 BirgirGudjónsson. Hjalti Sigurbjörnsson: Enn um brú yfir Hvalfjörð FYKIK stuttu ritaði Friðrik Þórð- arson um brð yfir Hvalfjörð og er hann ekki sá fyrsti. Eg hef oft hugsað um þetta og rætt við menn og hefur öllum þótt þetta of dýrar framkvæmdir. Vegagerðin hefur gert kostnaðaráætlun um þetta fyrir nokkrum árum og minnir það mig, að sú áætlun hafi hl.jóðað upp á um 4400 milljónir. Var þá Skátar frá Danmörku í Islandsheimsókn A SUMRI komanda munu 80 KFUM-skátar frá Danmörku koma í heimsókn til Islands. Skátarnir, sem eru á aldrinum 18—30 ára, munu dvelja ítuttugu daga á Islandi og á þeimtfma eiga þeirað ferðast víðsvegar um land- ið. Þessi fcið kallast „nám.vvinna" uin Ísland, en í ferðinni eiga skát- arnir að reyna kynnast landi og þjóð eins og frekast er kostur og iniðla sírtan af þekkingu sinni, er þeir koma heim. Hópnum hefur verið skipt i fimm flokka, en hver flokkur hcfur sérstakan áhuga á einhvérri þessara greina: félags- fræði, sögu, landafræði, jarðfræði ogfjallgöngum. I fréttatilkynningu frá KFUM í Danmörku segir, að þar sem margir þátttakendanna hafi aldrei kynnzt fjallgöngum svo neinu nemi, verði mikið um fjall- góngur. Ferðan frá Danmorku hefst 6. júlí n.k. og strax við kom- una til Reykjavíkur verður farið i 6 daga ferð í Landmannalaugar, þá verður farið f dags ferð til Heklu, sfðan aöSlöng í Þjórsárdal og á fleiri staði. Síðasta langferin verður 5 daga ferð i Þórsmórk, en siðustu þrjá dagana hafa skátarn- irtileigin afnota ogmargirmunu þá hafa hug á að heimsækja Vest- mannaeyjar. miðað við, að farið væri yfir um, þar sem Laufagrunn er, en þar eru grynningar, sem brýtur á um stórstraum og jafnvel sjást. En þar er fjörðurinn mun breið- ari en á milli Torfumels og Graf- armels handan fjarðarins. A þessu svæði út af Kiðafelli eru miklar grynningar, framburður úr Kiðaféllsá og svo þaó, sem snjór og vindur hefur brotið nið- ur úr melunum og óshólmanum, sem eru norðan og utan við Kiða- fellsá. Þessar grynningar ná allt út i miðjan fjörð út af Kiðafelli, eða um 1500 m. A þessu svæði er nú sanddæluskipið Sandey að taka efni, sem notað er við bygg- ingarframkvæmdir á hiifuðborg- arsvæðinu. A þessum 1500 m mætti gera brú með tvennu móti. 1. Nota víð stálrór, sem sett væru niður og dælt upp úr þeim svo að þau sykkju niður á fast og fylla síðan með steypu. Það gæti sanddæluskipið gert. 2. Keka niður stálþil og dæla síðan efni beint af botninum við hliðina til uppfyllingar. Til þess mætti lika nota sanddæluskip. Þannig mætti á sama hátt vinna frá hinu landinu sennilega 700—800 metra út. Þá væri eftir áll á milli, sem væri 700—800 m breiður og 26—30 m djúpur, en þar yrði að hafa ónnur ráð. Ef hugsað væri til framtiðarinnar, teldí ég rétt að láta hætta að taka efni á þessum stað, nóg er af sambærilegu efni utar i firðin- um, svo að ekki er nauðsyn að eyða þessu efni, ef á því þyrfti að halda vegna bi úarframkvæmda. Eg veit ekki, hvernig brú hefur verið reiknuð út 1988, en væri ekki athugandi að gera kostnaðar- áætlun um brú á þessum stað? Ég, sem á undanfórnum árum hef óhjákvæmilega fylgzt með umferðinni hér um veginn og veit, hvernig henni er háttað, veit, að engin ferja annar þeirri umferð, sem hér ter um frá föstu- degi til mánudags. Aður var um- ferðin á laugardögum og sunnu- dögum, en nú hefur föstudagur- inn bætzt við án þess að bílaum- ferð minnki hina dagana. Engin 100 bíla ferja mundi anna þeirri umferð, þó gæti ferja á Akranes haft nóg að gera þessa þrjá daga. Það er enginn vafi á því, að ekkert annað en brú svo utarlega á firðinum mundi freista manna til aö fara styttri leiðina. Þá yrði leiðin til Akraness um 50 km og í Borgarnes um 80 km, svo að tekin séu dæmin, eða styttast um a.m.k. 50 km til Akraness og með nýju brúnni víð Borgarnes mundi Hjalti Sigurbjörnsson. styttast þangaö um 60 km úr 145 km. Þannig mundi leiðin á Snæfells- nes styttast á sama hátt. Inn fyrir Hvalfjörð færu ekki aðrir en þeir, sem þangað ættu erindi, og svo þeir, sem njóta vildu þeirrar feg- urðar, sem landið hefur upp á að bjöða. Það er mitt álit, að leggja ætti áherzlu á þessa framkvæmd, en spara smáframkvæmdir innar í firðinum án þess þó, að byggðar- lagið hljóti tjón af. Keynslan hef- ur sýnt, að við erum aldrei nógu framsýn og spórum okkur til skaða. Það væri verðugt verkefni fyrir íslenzka verkfræðinga að reikna út og gera tillógur um haganleg- astar framkvæmdir og gerð brú- ar, þar sem gert væri ráð fyrir siglingu þeirra skipa, sem um i'jörðinn þyrftu að fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.