Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1974 Haukar unnu á Isafirði 2:1 ANNARRAR deildar lið Hauka í knattspyrnu fór til ísafjarðar á laugardaginn og sótti þangað tvö dýrmæt stig. 2:1 fyrir Hauka urðu úrslit leiksins, eftir að heima- menn höfðu haft mark yfir f hálf- leik. Leikurinn var fremur slakur frá knattspyrnulegu sjónarmiði, en bæði liðin börðust þó allvel á köflum. ísfirðingar hafa orðið fyrir miklu mannfalli frá því í fyrra, þar sem fimm af þeim leikmönn- um sem þá voru fastir í liðinu eru ýmist fluttir burt eða hættir að leika með liðinu. Meðal þeirra er Björn Helgason, sem lengi hefur verið kjölfasta ÍsafjarðarJiðsins. Hann leikur nú með 3. deildar liði Súgfirðinga. Er greinilegt að is- firðingar eru ekki með eins gott Jið nú og i fyrra, hvað sem verður þegar fram á sumarið kemur og hinir ungq leikmenn, sem nú eru að taka við, öðlast meiri reynslu. Það var Rúnar Guðmundsson sem skoraði mark isfirðinga í fyrri hálfleik, og var nokkuð vel að því marki unnið. Yfirleitt höfðu Haukar þó betur í fyrri hálfleiknum og átti t.d. Björn Svavarsson hörkuskot á mark Ís- firðinga, en á síðustu stundu hrökk knótturinn I höfuð eins varnarleikmanns þeirra og þann- ig var hættunni bægt frá. Í seinni hálfJeik var Jeikurinn jafnari. Fljótlega' kom að því að Haukarnir jöfnuðu og var þar Arnór Guðmundsson að verki. Þvaga hafði myndast fyrir fram- an mark ísfirðinga og úr henni náði Arnór knettinum og skaut góðu skoti sem markvórður isfirð- inga átti enga möguleika á að taka. Eftir markið lifnaði mikið yfir Haukunum og áttu þeir held- ur meira i leiknum næstu mínút- urnar. Þar kom einnig að þeir bættu öðru marki við og var þar Guðjón Sveinsson að verki, með skoti af stuttu færi. Á lokamínútunum reyndu is- firðingar ákaft að jafna, en Hauk- arnir vörðust vel, og tókst að fara með sigur af hólmi. Beztu menn Haukanna í þess- um leik voru þeir Björn Svavars- son og Ölafur Torfason, en einnig komst Arnór Guðmundsson vel frá leiknum. Beztur ísfirðinga var Tryggvi Sigtryggsson og Gunnar Pétursson kom einnig vel frá þessum leik. Gunnar var marka- kóngur þeirra ísfirðinga f fyrra, ungur og lipur leikmaður, sem vafalaust á eftir að láta verulega að sér kveða í framtíðinni. -stjl Islands- mótið 2. deild Úr leik Þróttar og Breiðabliks. MARKVÖRÐIMNN BJARGAÐIÞROTTI HAFI nokkur leikmaður nokkru sínni forðað líði sfnu frá tapi þá var það hinn ungi markvörður Þróttarliðsins, Jön Þorbjörnsson, er lið hans lék við Breiðablik í 2. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu á Þróttarvellinum við Sæviðarsund á föstudags- kvöldið. Þessi ungi piltur, sem reyndar hefur fengið góða reynslu með unglingalandsliðinu í knattspyrnu, þeyttist stanganna á milli og hirti allt sem að marki hans kom, og var það hreint ekki lítið. — Þetta var hreint frábær markvarzla, sagði Reynir Karls- son, þjálfari Breiðabliksliðsins, eftir leikinn. Leikurinn á föstudagskvöldið mótaðist annars nokkuð af að- stæðunum, en hvasst var, og stóð FH BURSTAÐIVÖLSUNGA FH-INGAR áttu ekki í erfið- leikum með Volsunga frá Húsa- vík, er liðin mættust á Kapla- krikavellinum f 2. deildar keppni islandsmótsins í knattspyrnu á laugardaginn. Úrslitin urðu stór- sigur FH 6:0, eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálfleik. FH sigur í leiknum hefði jafnvel getað orðið enn stærri, þar sem stundum var nánast sem eitt lið væri á vellinum, og nokkur góð tækifæri áttu FH-ingar sem þeim tókst ekki að nýta. — Það er auðséð að þjálfarinn okkar Pat Quinn, hefur náð góðum tókum á liðinu, sagði Berg- þór Jónsson, einn af forsvars- mönnum FH-liðsins og lengi leik maður með því, í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn á laugardaginn, — Quinn hefur fengið liðið til þess ao leika betur saman, og þær veilur sem sköpuðust stundum í því í fyrra sjást nú ekki lengur, sagði Berg- þór. Strax og leikurinn á laugardag- inn hófst byrjuðu FH-íngar sókn og má segja að hún hafi staðið leikinn út. Völsungarnir börðust þó nokkuð vel, en máttu sín hrein- lega lítils gegn hinum frisku FH- ingum. Fyrsta markið kom flj(3t- lega. Janus Guðlaugsson, fyrirliði unglingalandsliðsins, átti mestan heiðurinn af því. Hann braust upp kantinn og gaf síðan knöttinn vel fyrir markið, þar sem Leifur Helgason var vel staðsettur og skoraði með góðu skoti. Annað markið bar að á svipaðan hátt, nema nú var það Leifur sem lék upp og gaf fyrir og Olafur Danivalsson sendi knöttinn í markið. Þriðja markið í fyrri hálf- leik skoraði svo Gunnar Bjarna- son með laglegu skoti. í seinni hálfleik skoraði Leifur Helgason tvö mörk til viðbótar og Olafur Danivalsson eitt. Vann Leifur mjög vel að mörkum sínum, óð upp völlinn, lék á varnarleikmenn og skoraðí með f allegum skotum. Beztu menn í liði FH í þessum leik voru þeir Leifur Helgason sem átti þarna einn sinn allra bezta leik og ógnaði stöðugt með dugnaði sínum og hraða. Þá átti Janus Guðlaugsson einnig prýði- legan leik og stjórnaði töluvert Ieik FH-liðsins. Vert er líka aó taka eftir ungum pilti, Jóhanni Ríkharðssyni, sem tekið hefur stöðu Dýra Guðmundssonar á miðjunni. Hann kom mjög vel frá þessum Ieik, og hefur reyndar gert það einnig í fyrri leikjum FH. Völsungaliðið virðist heldur Okkur fer fram — Það er greinilegt, að Jiðinu okkar er að fara mjög mikið fram, sagði Björn Gíslason, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, eftir leik Selfoss og Armanns, Öli B. Jónsson, þjálfarinn okkar, hefur náð að hefla af því ýmsa van- kanta, sem á þvi hafa verið, og skapa meiri liðseiningu. Ég hef trú á því í að í sumar takizt okkur að verða með í baráttunni á toppnum. Það sem skyggir mest á hjá okkur er það hversu áhorf- endurnir sækja illa völlinn hérna. Frammistaða Iiðsins að undan- förnu hefur verið þannig, að hún gefur vissulega heimamönnum tilefni til þess að koma og hvetja strákana, sagði Björn. slappara en það var í fyrra. Her- mann Jónasson var einna frisk- astur leikmanna og raunar sá eini sem eitthvað ógnaði. stjl. vindurinn nokkurn veginn á ann- að markið. Þróttur lék undan vindi í fyrri hálfleik, og var þá leikurinn jafnari. Breiðabliks- menn voru þó jafnan atkvæða- meiri og tókst nokkrum sinnum að skapa sér góð tækifæri og skjóta, en Jón Þorbjörnsson var sú hindrun sem þeim tókst ekki að yfirstiga. i seinni hálfleik, er Breiðablik lék undan vindi, fór leikurinn nær eingöngu fram á vallarhelm- ingi Þróttar. Var þar oft mikil þvaga, sem Breiðabliksmönnum tókst sjaldan að greiða úr og skapa sér tækifæri. Kæmu þau, var það sem fyrr markvörður Þróttar sem batt þar enda á. Reyndar gerði Breiðablik mark í seinni hálfleiknum, sem dæmt var af vegna rangstöðu. — Ég er náttúrlega ekki ánægð- ur með þessi úrslit, en eigi að síður finnst mér Breiðabliksliðið vera á réttri leið, sagði Reynir Karlsson eftir leikinn, — mér finnst það vera að ná upp betra spili en áður. Spurningu um hvaða lið hann teldi að yrðu í baráttunni um 1. deildar sætið í sumar svaraði Reynir: — Ég treysti mér tæpast til að svara þessu fyrr en ég er búinn að sjá öll liðin leika. Þó held ég, að það verði Breiðablik, FH og jafn- vel Þróttur sem berjast um sætið, og ég spái því að sú barátta verði hin jafnasta og tvísýnasta. -stjl Sumarliði með þrennu er Selfoss vann Á 4:2 SELFOSS sigraði Armann með fjórum mörkum gegn tveimur í annarrar deildar keppni íslands- mótsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á grasvellinum á Sel- fossi á föstudagskvöldið og voru skilyrði til Knattspyrnuiðkana þar þá ekki góð, suðaustan rok og rigning á köflum. Leikurinn var nokkuð jafn fyrst framan af, og utn Jeið þóf- kenndur. Liðunum gekk erfiðlega að skapa sér hættuleg tækifæri og knötturinn gekk mest manna á milli á miðjunni. En eftir þennan þófkafla birti til í leiknum, og áður en flautað var til hálfleiks höföu heimamenn sent knöttinn þrívegis í mark Armenninga. Fyrsta mark leiksins skoraði Sumarliði Guðbjartsson, en þá hafði verið skotið á Armanns- markið af löngu færi. Markvórð- urinn hélt ekki knettinum, og Sumarliði sem fylgt hafði vel á eftir, náði honum og sendi hann með föstu skoti í netið. Skömmu síðar skoraði efnilegur nýliði í Selfossliðinu, Kristinn Ásgeirs- son. Kom það mark með svipuð- um haetti og fyrsta markið. Mark- vörður Armanns hélt ekki knettinum eftir skot Kristins, og hann hafði fylgt vel á eftir, náði og skoraói. Þriðja markið skoraði Sumarliði, með því að vippa knettinum yfir Ármannsmark- vörðinn, sem freistaði þess að stöðva sókn Selfyssinga með út- hlaupi. Það var sem Ármenningar hefðu fengið vítamínssprautur í hálfleik. Lið þeirra var með öllu öþekkjanlegt frá fyrri hálf- leiknum fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik, og áður en fimm mínútur voru liðnar hafði því tek- izt að breyta stöðunni úr 3:0 i 3:2. Það var þegar á 2. mínútu seinni hálfleiksins að Armenningar áttu sókn sem mikill þungi var í. Jón Sveinsson, markvörður Selfyss- inga, kastaði sér eftir knettinum og hafði hendur á honum, en Sigurður Leifsson, sem þarna kom aðvffandi tókst að krækja knettinum frá honum og senda hann i markið. Töldu Selfyssingar að þarna hefði verið ólöglega að farið, en dómarinn gerði enga athugasemd. Á þriðju mínútu fékk Jens Jensson stungusendingu inn á milli varnarmanna Selfoss og tókst honum að snúa á þá og skora. Eftir þetta mark færðist meira jafnvægi yfir iið Selfoss, og á 7. minútu tókst því að svara fyrir sig. Þar var Sumarliði enn á ferð, og brunaði hann upp allan völl, Jék á hvern Ármenninginn af öðrum og lauk sókn sinni með því að skora. Nokkur harka hljóp í leikinn undir lokin, og töldu Selfyssingar að dómarinn hefði þá sleppt vita- spyrnu á Ármann, er brotið var allharkalega á Sævari innan víta- teigs. Bæði liðin bjöguðu nokkrum sinnum á línu í leiknum, þannig að ekki var hægt að segja annað en þarna hefði verið um hinn fjörugasta leik að ræða. stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.