Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974 Listahátíð: Seldir miðar fyrir 10 millj. 24 þús. gestir á sýningar LISTAHÁTÍÐIN hefur tekist vel. Ekkert fyrirhugað atriði hefur brugðizt og aðsókn orðið meiri en gert var ráð fyrir. Seldir hafa veríð um 16 þúsund miðar fyrir utan myndlistarsýningarnar. Að- sðkn að þeim mun vera orðin yfir 8000 manns, en þeim er ekki öll- um lokið. Þessár upplýsingar fengum við 1 spjalli við Baldvin Tryggvason, formann fram- kvæmdastjðrnar listahátfðar og Jðn Steinar Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjðra, í lok hátfðarinnar. t gær höfðu gestir greitt um 10 milljðnir f aðgangseyri á lista- hátfð. — Fúllt hús var á öllum tónleik- um listahátíðar hema síðari tón- leikum Lundúnasinfóníunnar, en þar voru um 1500 manns og fullt kvöldið áður, svo um 4300 hlust- uðu á hljómsveitina. Ekki var heldur fullt á jazztónleika Finnanna í Hamrahlíðarskóla. Leiksýningarnar gengu allar vel, Þrymskviða var sýnd þrisvar fyr- ir 600 áhorfendum 1 hvert sinn, en á hverja af þrem sýningum sænska leikhússins Dramaten komu um 400 manns. Litlacflugan var sungin þrisvar. fyrir fullu húsi. Selurinn hefur mannsaugu gekk vel í Iðnó, svo og brúðuleik- urinn. En seijmrballetsýningin í Þjóðleikhúsinu var þó heldur illa sótt, seip sýnir okkur, að íslenzk- ur ballett á enn -nokkuð erfitt uppdráttar, sagði Baldvin Tryggvason. Fullt hús var og upp- selt á sýningarnar 1 Norræna hús- inu. 1 heild hefur þetta gengið vel og aðsókn orðið meiri en við gerð- um ráð fyrir, bættí hann við. Þess ber þó að geta, að sýningunum er ekki öllum lokið, vefjarsýningin verður opin fram yfir helgi, sýning Nínu fram til 7. júlí og Myndlistarsýningin á Kjarvals- stöðum verður í sumar. — 1 lok listahátíðar á föstudag- inn voru komnar inn í aðgangs- eyri um 10 milljónir króna. En heildarvelta hátíðarinnar er að sjálfsögðu mun me'iri, enda er listahátíð rekin með ríkis- og borgarframlagi, sem áætlað var 3,5 miljj. frá hvorum aðila. Og til viðbótar koma styrkir og sala á efni, • sem getur orðið um 5 milljónir. Heildarkostnaður verð- ur því örugglega yfir 20 milljónir, en ekki kváðust þeir Baldvin og Jón Steinar vera búnir að átta sig á hvernig fjárhagurinn stæði. Langstærsti hlutinn af kostnaðin- um er launakostnaður, sem hefur hækkað um 40—50% og gengissig erlends gjaldeyris hefur komið niður á greiðslum til erlendu listamannanna og eru útgjöld þvf áreiðanlega miklu hærri en í áætlun frá því f október sl. Hvort aukin sala aðgöngumióa bætur það upp, er ekki séð enn. — Þessi mikla aðsókn synir, að listahátfð hefur skipað sér fastan sess hér, sagði Baldvin Tryggva- son. Og að aðsókn er umfram það, sem við áætluðum, sýnir að áhugi almennings fer vaxandi. Sérstak- lega vekur athygli, hve áhugi á tónlistinni er mikill. Og það hefur sýnilega gefizt vel að fækka atrið- um og dreifa þeim í þetta sinn. Á þessari listahátfð hefur gffurlega mikið verið frumflutt eftir ís- lenzka höfunda og brotið upp á nýjungum, eins og t.d. tónlistar- flutningi á Kjarvalsstöðum og ekki sízt ljóðalestrinum þar. Það var tilraun, sem við renndum blinnt í sjóinn með, en heppnaðist ákaflega vel og sýndi, að í landinu er mikið af ljóðelskandi fólki. , Hjá Leikfélaginu var frumflutt nýtt leikrit, Selurinn hefur mannsaugu og í fyrsta sinn gerð tilraun með stangarbrúðuleik, frumfluttur var fslenzkur ballett og mikið af íslenzkri tónlist, að ógleymdri Þrymskviðu, svo eitthvað sé nefnt. — Þó þessum þætti listahátíðar og þeim umfangsmesta, sé lokið, þá stendur enn eftir sýningin á Kjarvalsstöðum, sem er sennilega það mikilvægasta, sem gert var á listahátíð. Hún hefur vakið at- hygli Islendinga sjálfra og margir erlendir gestir og blaðamenn hafa hrifizt af henni. Það sem mestu máli skiptir, er að hún verður kannski til að opna augu okkar fyrir því, að myndlist á sér dýpri rætur í þjóðarmenningu okkar en maður gat gert sér grein fyrir. Myndlist hefur verið til hér frá upphafi. f sambandi við myndlist má geta þess, að í tilefni listahátíðar hefur Svavar Guðnason gert mál- verk, sem til bráðabirgða hefur verió komið fyrir f Þjóðleik- Framhald á bls. 43 F ramboðsfundur í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, mánudagskvöld, verður haldinn sameiginlegur framboðsfundur þeirra stjórn- málaflokka, sem fram bjóða f Reykjaneskjördæmi og verður hann f Bæjarbfói Hafnarfjarðar kl. 20.30. Jón Steinar Gunnlaugsson og Baldvin Tryggvason. Vinnuþrælar mylja grjót með slaghömrum við Stalfnskurðinn. „Rfkíð fékk vinnuafl með þvf að gleypa eigin syni.“ 66 milljónir í vinnufangabúðum Annað bindi Gulag eyjahafsins komið út Rússneska nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn hefur nú sent frá sér annað bindi bókar sinnar um vinnufanga- búðirnar f Sovétrfkjunum á tfmum Lenfns og Stalfns, Gulag eyjahafið. Bókin er beint fram- hald fyrra bindisins, en upp- Ijóstranirnar f þvf voru ein ástæðan fyrir þvf, að sovézk yfirvöld ráku Solzhenitsyn úr landi. Annað bindið er 657 blaðsfður að lengd, byggt á langri og ýtarlegri heimildar- söfnun skáldsins um vinnubúð- ir „Gulag“, sem er skammstöf- un á Miðstjórn vinnubúða rfk- isins. Meðal heimilda eru skjöl sovétstjórnarinnar og vitnis- burður fjölmargra fórnar- lamba úr búðunum. Eins og kunnugt er, var Solzhenitsyn sjálfur átta ár f vinnufangabúðum. Solzhenit- syn telur, að á árunum 1918—1959 hafi um 66 milljón- ir manna, kvenna og barna ver- ið flutt í vinnuþrælkunarbúðir þessar, þar sem öll skilyrði voru hin hroðalegustu. Solzhenitsyn telur, að Lenin hafí átt sökina á, að þessum búðum var upphaflega komið á fót, en Stalin hafi gert búðii;nar að ríkjandi þætti í sovézka hag- kerfinu. í bókinni eru taldar upp ýmsar stórframkvæmdir sem unnar voru af þrælum þeim, sem í vinnubúðum dvöld- ust þ. á m. vegir, virkjanir og skipaskurðir. Sem dæmi um slíkar stór- framkvæmdir tekur Solzhenit- syn í sfðara bindi Gulags Stalin- skurðinn, sem byggður var á árunum 1931—33 og nú heitir Hvítahafsskurðurinn. Segir rit- höfundurinn, að þessi skurður hafi átt að vera veglegt minnis- merki um Stalin á svipaðan hátt og pýramídarnir í Egypta- landi halda á loft nafni faraó- anna. Við gerð þessa skurðar létu lffið 250.000 vinnuþrælar. Solzhenitsyn leitast við að svara því, hvers vegna gripið var til vinnubúðaþræla við verklegar framkvæmdir í Sovétríkjunum. Hann segir: „Vinnuafl þrælanna gerði eng- ar kröfur. Þáð var hægt að flytja hvert sem var með stutt- um fyrirvara, og fólk þetta hafði engin fjölskyldubönd. Það þurfti ekki almennilegt húsnæði, skóla eða sjúkrahús og stundum jafnvel ekki einu sinni eldhús eða salerni. Ríkið gat aðeins fengið slfkt vinnuafl með því að gleypa sína eigin syni.“ 1 bókinni fjallar Solzhenitsyn náið um aðbúnað kvenna og barna, sem var ekki betri en karlmanna. Konur voru auð- Framhald á bls.43 Einar Agústsson: Má ég Vinstri samvinna í verki Tíminn: Kommúnistar /ildu þorskastríð Landhelgismálið hefur verið til- Mni til hörðustu hjaðningavíga tiilli stjórnarflokkanna. Tíminn jerir upp reikningana við ráðherra Mþýðubandalagsins I forystugrein 12. júnl sl. Þar sagði: „Kommúnistar. sem ráða enn niklu I Alþýðubandalaginu, hafa /iljað og vilja nota varnarmálin til þess að koma á deilum við Banda- rfkin og önnur vestræn rlki. Hér kemur hið sanna I Ijós og þegar umrædd kllka hugðist hindra sam- komulagið milii Ólafs Jóhannes- sonar og Heaths I þeim tilgangi, að þorskastrlðið héldi áfram og skapaði aukna sundrung milli fs- lendinga og bandamanna þeirra I NATO" Sjónleikur Einars og Lúðvíks Tíminn segir, að ráðherrar Al- þýðubandalagsins hafi viljað fórna landhelgismálinu til þess að egna til óvildar milli fslendinga og Atl- antshafsrikjanna. Átök ráðherra Framsóknar og ráðherra kommún- ista, sem Tlminn lýsti fyrir skömmu. komu skýrt I Ijós I lok viðræðna við Breta I nóvember 1972. Þá settu Einar Agústsson og Lúðvík Jósepsson eftirfarandi sjónleik á svið fyrir fréttamenn: Lúðvík: Hanu má ekki hann Einar Lúðvlk: „Hann má ekki segja þetta hann Einar, þvl að þá kemur þetta allt öfugt. Ef maður segir, að maður sé bjartsýnn þá kemur á eftir, að samningar séu að takast og þá er logið I fólkið. Ef maður segir að maður sé svartsýnn þá segja menn: Hann vilt ekki samn- inga, þá er lika logið I fólkið. Og af þvf á ekkert að segja um þetta, ekki eitt einasta orð." Einar: Ég vil Þá greip Einar Ágústsson orðið og sagði: „Ég vil segja eins og ég sagði i útvarpinu I dag. . ." Lúðvík: Nei, ekki orð Lúðvik var fljótur að koma I veg fyrir frekari kjafthátt og sagði: „Nei, það á ekki að segja eitt einasta orð um það." Einar: Já, já Einar Ágústsson hlýddi að sjálf- sögðu eins og honum bar og ságði hæverkslega: „Já, Já." Biaðamaður Morgunblaðsins spurði þá: „En er það rétt, sem heyrzt hefur á skotspónum, að viðræðurnar hafi gengið betur I morgun, en snurða hlaupið á þráð- inn slðdegis?" Einar: Má ég Einar leit á Lúðvík og spurði „MÁ ÉG?" Lúðvík: Nei, nei, nei Lúðvik svaraði jafn harðan: „Nei, nei, nei. siður en svo. Það er ekkert hæft I þvf. Þetta eru bara fullkomnar venjulegar viðræður, þar sem ekkert sérstakt hefur komið fram og viðræðurnar halda áfram." U tanríkisráðherrann Utanrikisráðherranum varð svara fátt og sagði einfaldlega: „ Þið blaðamenn eruð nú að leiða okkur." t 1~, Timinn hefur nú gert upp sak- irnar við Lúðvfk Jósepsson og seg- ir óhikað. að hann og kommún- istaklikan í Alþýðubandalaginu hafi viljað hindra alla samninga við Breta. Lúðvfk hafi viljað þorskastrfð til þess að auka and- úðina gegn varnarliðinu. Lúðvfk Jósepsson: Hann má e hann Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.