Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNI 1974
myndir, m.a. eftir Gunnlaug
Scheving og Jón Engilberts.
En mér voru lfka stundum
gefnar myndir. Þegar ég var
fertug var mér gefin falleg mynd
eftir Snorra Arinbjarnar, sem nú
er komin austur. Var hún gjöf frá
spilaklúbbnum mfnum. Og
málararnir voru mér mjög hlið-
hollir, vissu að ég hafði mikinn
áhuga á málverkum, en frekar
lítil auraráð, og voru því mjög
sanngjarnir í verðlagningu
myndanna, þótt félitiir væru
sjálfir. Einnig keypti ég stundum
myndir á uppboðum hjá Sigurði
sál. Benediktssyni hér áður fyrr.
Oft var hægt að gera þar góð kaup
fyrir þann sem keypti, en ekki að
sama skapi fyrir listamennina. En
sem betur fer hafa verk þeirra
hækkað mjög í verði undanfarið.
Ég minnist tveggja uppboða
fyrir nokkrum árum, sem voru
regluleg ládeyðu-uppboð. Myndir
voru seldar fyrir sáralitlar
upphæðir. Mér var t.d. slegið olfu-
málverk frá Þingvöllum eftir Jón
Engilberts fyrir tólf hundruð
krónur, stór mynd. Hún er fyrir
austan. Og í annað sinn barst upp
í hendur mér sérlega falleg gömul
olíumynd eftir Jón Þorleifsson,
máluð í mildum litum og var hún
slegin mér á 6 þúsund krónur. Sú
mynd yrði áreiðanlega metin á
eitt til tvö hundruð þúsund
krónur nú. Ég ætlaði ekki að
kaupa mynd í þetta sinn, en mér
þótti þessi mjög falleg, og Jón
góður kunningi minn. Þótti mér
niðurlæging fyrir hann, hve
dræmt var boðið í myndina. Ég
fór því að bjóða í hana, og var
furðu lostinn þegar hún var
slegin mér fyrir þennan smánar-
prís. Ég bað svo vini mfna að
geyma málverkið, en myndin varð
þeim svo kær, að þeir máttu ekki
til þess hugsa að hún hyrfi af
heimili þeirra, og lét ég þá fá
hana til eignar fyrir sama verð.
— Það er auðséð að myndir
eftir Ásgrím eru aðal uppistaðan f
þessari gjöf yðar og sona yðar.
— Já, sumar myndanna eru
gjafir frá Ásgrími, aðrar seldi
hann mér ódýrt. Hann mun hafa
grunað, að ég hefði hug á að gefa
Árnessýslu myndir mfnar síðar,
og hann áreiðanlega viljað stuðla
að því að verk eftir hann færu á
heimaslóðir hans og móður
minnar. Finnst mér stundum nú,
að Ásgrímur hafi notað mig sem
einskonar millilið, þegar hann gaf
mér myndir við ýms tækifæri. Um
það leyti, sem ég lét þau orð falla,
að ánægjulegt væri það, að Árnes-
sýsla eignaðist gott listasafn, var
Ásgrímur að hugleiða að gefa
þjóðinni mörg hundruð myndir,
sem hann átti í húsi sínu, og sem
varð að veruleika síðar.
Asgrímúr var mikill höfðingi.
Hann var þannig gerður, að
honum fannst að hann þyrfti ætfð
að borga fyrir smá greiða, en ég
fór stundum í ýmsa snúninga
fyrir hann að afloknu starfi minu
á daginn, en þá starfaði ég við
bókaforlagið Helgafell. Og hin
síðustu æviár þjáðist hann mjög
af astma. Þegar voraði og veður
var gott þráði Ásgrímur að
komast út í náttúruna og mála.
Vinnu minni var þannig háttað,
að ég gat farið með Ásgrími f
margar ferðir. Bar ég þá fyrir
hann málaradótið og rétti honum
meðöl sem hann þurfti að fá í
skyndi þegar hann fékk astma-
kast. Þessar ferðir urðu stundum
hálfgerðar basl-ferðir. En oftast
kom Ásgrfmur heim með fágætar
vatnslitamyndir á þessum erfiðu
árum. Auk þess fór ég líka f lang-
ferðir með Ásgrími norður og
austur á land, og eru í safni hans
úrvalsmyndir frá þessum ferðum,
sem farnar voru fáum árum áður
en hann andaðist.
Og svo var það „glaðningurinn"
til mín. Eg minnist eitt sinn er ég
átti stór-afmæli. Barið var að
dyrum hjá mér eldsnemma
morguns. Úti fyrir stóð Asgrímur
með stærðar pakka undir
hendinni, og var utanum hann
hvítt lak. Þetta var vatnslitamynd
frá Húsafelli, sem hann færði
mér, og þótti mér hún mjög
sérkennileg þá, og ég hugsaði með
mér, „hvað er að ske hjá
Asgrími". Þessi mynd er áreiðan-
lega upphafið að hinu litsterka
Húsafells-tfmabili, þegar hann
uppgötvaði uppblástur-moldirnar
og trén í nágrenni Hvítár. Myndin
er af Selgilinu og Strútnum, og er
fyrir austan.
I safninu er lfka teikning af
mér, sem Ásgrímur gerði, og gaf
mér. Eg sat við borð hans og las
fyrir hann þjóðsögur. Allt í einu
segir Ásgrímur „Sittu grafkyrr".
Náði hann f blokk og blýant og
rissaði upp þessa mynd, fannst
birtan falla skemmtilega á andlit
mitt.
— Og nú eruð þér hættar að
safna myndum?
— Já, að mestu. Síðasta myndin
sem ég eignaðist er lítil mynd
eftir Einar Baldvinsson málara,
en hana keypti ég á uppboði fyrir
fáum árum, og er hún á heimili
mínu. En þær myndir sem ég
eignaðist sfðast af myndum þeim
sem eru í safninu fyrir austan, er
olíumálverk eftir Jóhann Briem,
og vatnslitamyndin eftir Jón
bróðir Asgríms. Skömmu áður en
ég afhenti málverkasafnið, árið
1963, fór ég til þeirra og bað þá að
selja mér mynd, en ég hafði
mikinn hug á að listaverk eftir
þessa tvo málara, sem báðir eru
Árnesingar, yrðu í listasafni
Árnessýslu.
En nú er ég komin á þann aldur
að ég er farin að hugsa um elli-
árin, — ef skaparanum þóknast þá
að gefa mér nokkur ár í viðbót.
Vil ég þá helzt vera þannig stödd
fjárhagslega, að ég verði engum
til byrði. Þessvegna eyði ég ekki
afgangsaurum mfnum nú í
myndakaup. En oft fæ ég sting f
hjartað þegar ég sé fallega mynd,
sem er til sölu.
Og að lokum vil ég segja þetta:
Ég vona af heilum hug, að
málverkasafnið megi verða f*
búum Árnessýslu, og öðrum, til
menningarauka um alla framtíð,
og lyftistöng fyrir uppvaxandi
kynslóð, þvf að góð list veitir
mikla gleði og eykur þroska
þeirra sem njóta.
Vífilsstaðaspítali
Skiptiborð verður framvegis opið kl. 9—20
alla daga, sími 42800
Eftir lokun skiptiborðsins næst í lækna og
hjúkrunarkonur á lungnadeild í síma 42803.
Hjúkrunardeild hefur síma 42804 eftir lokun
skiptiborðsins.
Björgun h.f
Sandsala og skrifstofur okkar verða lokaðar frá
og með 27/6 til 8/7 '74. Björgun h. f.
Notuð Kienzle
bókhaldsvél
með 12 teljurum, ritvél og borði til sölu á
hagstæðu verði.
Hampiðjan h. f., sími 28 100, '
Stakkholt 4.
Hafið
beðið
og beðið
eftir rétta sófasettinu í
stofuna yðar?
A morgun tökum við
heim tvö svona sófasett úr massívri
gamaleik og þrjár aðrar gerðir.
Eitt sett af hverri gerð.
Þeir, sem vilja það
hefur aður fengist,
líta inn til okkar
í fyrramálið.
ir*
* 1
sem ekki
Sími - 22900 Laugavegi 26
Sími - 21030 Reykjavík