Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 22

Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNl 1974 21 „Hlakka til að geta lagt mál- efnum kjördæmisins lið” Rætt við frú Sigríði Guðvarðardóttur hjúkr- unarkonu, sem skipar þriðja sætið á fram- boðslista Sjálfstæðis- flokksins í Norður- landskjördæmi vestra Þegar blaðamaður Mbl. knúði dyra á læknisbústaðnum á Sauð- árkróki nú fyrir skömmu til að hafa tal af iæknisfrúnni, frú Sig- rfði Guðvarðardóttur hjúkrunar- konu, sem skipar þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins f Norðurlandskjördæmi vestra, kom hann sannariega ekki að tómum kofanum, þvf að þá voru staddir þar f heimsókn, meðfram- bjóðendur Sigrfðar, þeir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son og þau þrjú voru að leggja á ráðin um, hvernig háttað skyldi kappræðufundum þeim, sem stjórnmálaflokkarnir hafa geng- izt fyrir f kjördæminu undan- farið. Frú Sigrfður bauð blaðamanni inn f vistlega stofuna, þar sem hann lét lftið á sér bera, meðan þremenningarnir voru að finna beztu áætlunina. Það þurfti að taka ákvörðun um, hver ætti að tala fyrst, um hvaða málefni hver skyldi fjalla og hvcrnig skyldi svarað hugsanlegum ádeilum andstæðinganna. Og þó að blaða- maður gerði sér far um að reyna að hlera ekki, komst hann ekki hjá þvf að dást að þvf, hve ske- leggur hinn nýji frambjóðandi var f viðræðunum við karlmenn- ina tvo, þrautreynda pólitfkusa. Við biðum með fyrstu spurn- inguna, unz gengið hafði verið frá áætluninni og frú Sigrfður var búin að fylgja flokksbræðrum sfnum til dyra. — Hvað kom til að þú ákvaðst, hjúkrunarkona og læknisfrú, að hella þér út f landsmálapólitík? — Ég hef alltaf verið sjálf- stæðiskona og satt að segja mjög pólitfsk með sjálfri mér. Þegar mér svo bauðst þetta sæti á list- anum, fannst mér ég ekki geta skorizt undan merkjum og þess vegna lagði ég út í baráttuna. Ég hef alltaf viljað flokki mínum vel og stutt baráttumál hans af áhuga, en ég verð að segja eins og er, að mér hafði aldrei dottið i hug, að ég ætti eftir að fara í framboð fyrir hann í raunveru- legt baráttusæti, vitandi það, að ég ætti fyrir höndum þingsetu á hans vegum. Ég fmynda mér að svipað sé farið með margar af mínum flokkssystrum, þær eru eldheitar sjálfstæðiskonur, en hvarflar aldrei að þeim að þær gætu átt eftir að gegna fyrir flokkinn mikilvægum trúnaðar- störfum. En ég held að við gætum ekki talið okkur sjálfstæðiskonur, ef við hlýddum ekki kallinu þegar það kemur. — Það liggur nú lfklega beinast við að spyrja þig hvernig heil- brigðismálum kjördæmisins sé háttað og hverju sé þar helzt ábótavant? — Ég verð að svara þvf eins og er, að það er svó skammur tími frá því að mitt framboð var ákveð- ið, að ég hef ekki enn sett mig það vel inn í mál alls kjördæmisins, að ég geti heiðarlega svarað slíkri spurningu, en held, að við verðum að láta nægja að fjalla stuttlega um heilbrigðismálin f mínu hér- aði. Hér skortir mikið á, að þau mál séu í réttu horfi og þar á ég einkum við byggingu heilsu- gæzlustöðvarinnar, sem staðið hefur til að byggja í tvö ár, en ekki bólar á ennþá, eins og svo margt, sem þessi blessuð vinstri stjórn hefur gleymt að efna. Slík stöð myndi hafa ómetanlega mikið að segja fyrir héraðið. Skv. þeim grundvelli, sem hún myndi starfa á, kæmu hingað öðru hverju sérfræðingar á ýmsum sviðum læknisfræðinnar til starfa með héraðslækninum og sjúkra- húslækninum, þannig að fólkið þyrfti ekki að sækja til Reykjavík- ur eða Akureyrar eftir sérfræði- aðstoð heldur gæti það fengið hana á staðnum. Þetta hefði ekki hvað minnst að segja fyrir fólkið, sem býr f sveitum og hefur ekki eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins hreinlega efni á að sækja læknis- hjálp langan veg, vegna þess að það hefur ekki tíma til að hverfa frá búskapnum, og enginn er til að taka við störfum þess. Fjárveit- ingar til heilbrigðismála héraðs- ins hafa verið algerlega ófull- nægjandi. Hér er eitt sjúkrahús og tveir fastráðnir læknar fyrir hérað, sem telur á 5. þúsund manna og fjöldi sjúkrarúma er upptekinn vegna langlegusjúkl- inga. Auðvitað er mjög mikilvægt að hafa aðstöðu fyrir langlegu- sjúklinga, en sjúkrahús, eins og það á Sauðárkróki á að geta ein- beitt sér að meðferð og lækningu styttri og aðkallandi sjúkdómstil- fella. Þess vegna er brýn nauðsyn að komið verði upp hjúkrunar- heimili fyrir aldraða og langlegu- sjúklinga, þar sem sérhæft fólk getur veitt því beztu hugsanlegu hjúkrun og aðhlynningu, og sjúkrahúsið þá sinnt meira aðkall- andi sjúkdómstilfellum. — Frú Sigríður, nú er það ljóst, að þú átt fyrir höndum setu á Alþingi að minnsta kosti sem varaþingmaður. Hefur þú gert upp við þig hvaða málum þú myndir helzt berjast fyrir? — Utan heilbrigðis- og hjúkr- unarmála er svarið neitandi. Það verður að bíða þar til eftir kosn- ingar. Ég hef áhuga á þjóðmálum almennt og ég held að ég verði að fá tíma til að þróa með sjálfri mér um leið og ég kynnist málaflokk- unum betur, hvar ég vil beita starfskröftum minum. Ég vil fara hægt af stað, en auóvitað verða öll hagsmunamál kjördæmisins mér mikilvægustu verkefnin í nánu samstarfi við þá Pálma og Eyjólf. — Nú ert þú stjórnarmaður í Kvennfélagasambandi Norður- lands. — Nei, ég sagði mig úr þeirri stjórn, er ég fór í framboðið, því nú hlýt ég fyrst og fremst að helga mig flokksstarfinu og vænt- anlegum þingmálum. — Ertu rauðsokka? — Nei, aldeilis ekki. — Þú segir aldeilis ekki? — Já, vegna þess að ég aðhyllist ekki kenningar þeirra. — Hve lengi hefur þu búið hér á Sauðárkróki og hvernig hefur kaupstaðurinn breytzt á þínum tíma? — Ég og maðurinn minn, Frið- rik J. Friðriksson læknir, höfum búið hér í rúm 20 ár, en áður en við komum hingað var Friðrik héraðslæknir á Blönduósi, þannig að við höfum gegnt tveimur stærstu héruðum kjördæmisins. Á þeim tíma, sem við höfum búið hér, hefur íbúunum fjölgað um helming, þrátt fyrir það að maðurinn minn sé læknir, segir frú Sigríður hlæjandi (um leið og hún bannar blaðamanni að hafa þetta eftir). — Hvernig leggst baráttan í þig? — Eg er bæði kvfðin og hlakka til. Eg er kvíðin yfir þvf, hvernig mér kann að takast til að rækja skyldu mína, en hlakka jafnframt til að geta lagt málefnum kjör- dæmisins lið og taka virkan þátt i landsmálum. Máltækið segir „Enginn verður óbarinn biskup" og ég hlakka virkilega til að setj- ast á landsmálaskólabekkinn og læra mína lexíu. Þegar við kveðjum frú Sigríði er hún þegar farin að semja þær ræður, sem hún ætlar að flytja á kappræðufundunum. 0 Þrfr efstu menn á lista Sjálf- stæðisflokksins f Norðurlands- kjördæmi vestra, þau Pálmi Jóns- son, Eyjólfur Konráð Jónsson og Sigrfður Guðvarðardóttir fyrir ut- an heimili frú Sigrfðar á Sauðár- króki. ^íorðurlands- I kjördæmi vestra| Nýja forystu þarf til að leysa hin fjölmörgu verkefni kjördæmisins Rætt við Pálma Jóns- son, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra „Kosningarnar í þessu kjör- dæmi sem og annars staðar snúast fyrst og fremst um, hvort endur- nýja á líf vinstri stjórnar í landinu, það fer ekki hjá því að það uppgjör, sem nú fer fram gagnvart þrotabúi vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum og fjármálum hlýtur að hafa mikil áhrif á fólkið, sem gengur f kjörklefann 30. júní nk. Hér þarf ekki að lýsa því, hve hrikalegt ástandið er, það hefur komið glöggt fram í fjölmiðlum og opin- berum skýrslum að undanförnu“ sagði Pálmi Jónsson bóndi á Akri og fyrrverandi alþingismaður, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins f Norðurlandskjördæmi vestra, er fréttamaður Mbl. hitti hann að máli á ferð um kjör- dæmið nú fyrir skömmu. — Nú leggja framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn mikla áherzlu á það í baráttu sinni, að kosið verði um áframhaldandi uppbyggingu, hvað vilt þú segja um það? — Það hefur auðvitað talsvert unnizt f uppbyggingu í kjör- dæminu á undanförnum árum, enda hefur þar verið byggt á þeim grunni, sem sjálfstæðismenn lögðu á tímum viðreisnarstjórnar- innar. Það hefur verið haldið áfram í beinu framhaldi af þeirri uppbyggingu, sem hófst eftir að komizt hafði verið yfir erfið- leikana, sem hlutust af áföllum þjóðarbúsins á árunum 1967—68, er útflutningstekjur landsmanna minnkuðu um 50%. Hins vegar er ástandið þannig nú, að mikil óvissa rfkir um framhaldið, bæði um atvinnuuppbyggingu og opin- berar framkvæmdir. Atvinnu- fyrirtækin eru sumstaðar á heljarþröm vegna hallareksturs og rekstrarfé þeirra er á þrotum. Viðskiptabankarnir eru einnig að komast í þrot með að halda sfnum fyrirtækjum gangandi og almenn- ir stofnlánasjóðir eru tómir. Augljóst, er að tengsl eru milli þess, sem gerzt hefur í atvinnu- uppbyggingu og þess einstæða góðæris, sem ríkt hefur til lands og sjávar síðastliðin ár. Þrátt fyrir þetta er ástandið orðið jafn dökkt og raun ber vitni. Það er næsta hlálegt, þegar núverandi stjórnarliðar tala um, að kosið sé um áframhaldandi uppbyggingu, því að augljóst er skv. opinberum skýrslum og því sem blasir við hverjum og einum, að atvinnu- vegirnir eru að sigla í strand, sem þýðir atvinnuleysi á næsta leyti, ef ekki verður að gert. Þess vegna verður engin áframhaldandi upp- bygging nema þvf aóeins, að sæmilegu jafnvægi verði náð í efnahagsmálum og atvinnuvegun- um verði komið á heilbrigðan grundvöll. Enginn trúir þvf, að úr því að vinstri stjórn hefur mitt í mesta góðæri í sögu þjóðarinnar tekizt að skapa þvílíkt öngþveiti, að ekki á sér hliðstæðu, að framhald geti orðið á uppbyggingarstarfinu án þess að skipt verði um forystu. Hvernig væri ástandið ef góðæris- ins hefði ekki notið við? — Hver eru helztu hags- munamálin í kjördæminu? — Eins og ég sagði áðan, hefur talsvert áunnizt í uppbygginga- málum í kjördæminu á undan- förnum árum, enda þar byggt á grunni þeim, sem lagður var í tíma viðreisnarstjórnarinnar. Má þar nefna, að það sem gert hefur verið í vegamálum á þessu tíma- bili hefur verið framkvæmd samgönguáætlun Norðurlands, sem undirbúin var á viðreisnar- árunum. Nú eru litlar horfur á því að framhald verði á þessari framkvæmd, þegar þess er gætt, að vegasjóð skortir nú 18—1900 milljónir, sem þýðir meira en helmings samdrátt vegafram- kvæmda miðað við vegaáætlun frá 1972. Þetta orsakast af því, aó allt fjármagn hefur eyðzt í þessari sprengiverðbólgu, sem sést bezt á því, að frá því í október og fram f april hækkaði vísitala vegagerðar- kostnaðar yfir 40%. Þvf hefur verið hampað ákaf- lega af stjórnarsinnum, að bylting hafi orðið í fbúðabyggingum úti á landi í þeirra stjórnartfð. Það er rétt að dálítil breyting hefur orðið á nokkrum stöðum, en í heildina tekið er ástandið ekki betra en það, að á árinu 1973 voru veitt lán til 28 íbúða á Norðurlandi vetra, sem var 1,54% af heildarlánunum á því ári. Ríkisstjórnin hefur legið fram á lappirnar með að útvega fjármagn til íbúða- bygginga enda hafa lán hvergi nærri fylgt hækkun bygginga- kostnaðar frá því að stjórnar- skipti urðu og nú vantar 1700 milljónir í framkvæmdasjóð og þar af 800 milljónir f byggingar- sjóð ríkisins. Orkumál kjördæmis eru einnig f hinu mesta ólestri og þar er brýn nauðsyn áð ráða bót á. Ríkis- stjórnin hefur að vísu heimilað framhaldsvirkjun Fljótár, sem er aðeins smávirkjun, eftir mikinn þrýsting frá heimamönnum og þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki hefur verið heimilað að ráðast í Svartárvirkjun svo sem samþykkt hafði verið. Hún var kistulögð. Það lýsir bezt, hve ástandið er slæmt, að yfir helming orkunnar í kjördæminu er aflað með dieselafli. Sjálf- stæðismenn hafa mælt með stór- virkjun f Jökulsá í Skagafirði eða Blöndu, en þar mun vera um ein- hverja hagkvæmustu stórvirkjun að ræða á landinu og einnig þá hagkvæmustu frá öryggissjónar- miði. Af því sem hér að framan hefur verið sagt, er ljóst, að fjölmörg verkefni bfða lausnar til hagsbóta fyrir kjördæmið og vinnubrögð vinstri stjórnarinnar sýna að til þess þarf nýja forystu, sagði Pálmi Jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.