Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNl 1974 41 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 38 hafði til að lifa af, hefðu átt að duga henni bærilega... Hún fór þó til útlanda í fyrrasumar, hún fór ein til Frakklands, Sviss og Ítalíu, en ferðaskrifstofan, sem skipulagði ferð hennar og sá um farmiða og allt, segir, að ferðin gæti ekki hafa kostað meira en sextíu þúsund. Svo að það er veru- leg upphæð, sem við höfum enga skýringu á, hvað varð um. Hún gæti hafa hitt hvern sem var hinna grunuðu í Frakklandi, að Ingmar Granstedt einum undanskildum, því að þau voru öll í Frakklandi einhvern tíma það sumar. Kersti Ryd var bíl- freyja, Jan Hede fór á puttanum til Spánar og Staffan Arnold var kennari við sænskan sumarskóla í Suður-Frakklandi. Hin virðast hafa farið í mun dýrari reisur. Svo að við hverfum aftur til Svíþjóðar, þá bera allir kunningj- ar hennar á stúdentaheimilinu það, að hún hafi viljað vera „út af fyrir sig“, og að fáir hafi kynnzt henni sérlega vel. Stúlkunum fannst hún viðkunnarleg að mörgu leyti og hjálpfús, en tals- vert þver og erfið í lund, ef hún fékk ekki vilja sfnum framgengt. Hún hafði fyrir venju að vera á stúdentaheimilinu og lesa á dag- inn — nema stöku sinnum, þegar hún tók íhlaupavinnu sem bóka- vörður — en á kvöldin fór hún nær undantekningarlaust á Hug- B. Þær vissu, að einhvern tíma höfðu komið gestir til hennar, en enginn treysti sér til að nefna neinn sérstakan, sem hefði verið sérlega tíður gestur. — Já, ég held að því miður vitum við vfst ekki öllu meira um Evu. Það virðist ekki leika á þvf neinn vafi, að Kersti Ryd gaf á henni rétta lýsingu, þegar hún sagði, að hún hefði verið ósköp hversdagsleg stúdfna . Og engu að sfður vitum við, að hún tók stórfé út úr bankabók sinni á hálfu öðru ári. Enda þótt við drögum ferða- kostnaðinn og lánið til Staffans frá þá dugir það skammt... Og auk þess stendur sú staðreynd óhögguð, að hún var myrt af eln- hverjum dularfullum ástæðum... Christer þagnaði, rétti fram höndina eftir pípu sinni, eins og hann héldi, að hún gæti eitthvað hjálpað honum. Síðan hélt hann áfram. — Og hvað hinu fólkinu við- kemur, þá verð ég að segja, að ég hef einbeitt mér að þvf að komast að því, hver gæti hafa fengið þessa peninga hjá Evu. Ef það kemur sfðar í ljós, að sá sem pen- ingana fékk er ekki morðinginn, hef ég reiknað dæmið skakkt frá upphafi, en kannski þokumst við feti nær sannleikanum á þann hátt... — Eg hef hef vitjað þessara átta á heimilum þeirra og ég hef talað við nágranna þeirra, for- eldra frænkur, vini og ég get full- vissað ykkur um, að ég hef orðið margs vísari, sem gefur góðan þverskurð af hinu sænska sam- félagi. — Herman Fahlgren er sagður einn af tfu auðugustu mönnum Svíþjóða og húsið hans á Lindingö er ekki aðeins dýrt og geysilega stórt heldur einnig smekklegt og menningarlegt. Görel er einka- barn hans og að sjálfsögðu eys hann í hana gjöfum við hvert tækifæri en ég held hann láti hana aldrei fá tuttugu þúsund í vesapeninga á mánuði. Þvert á móti. Hann er kaupsýslumaður og ég er kominn á þá skoðun, að hún verði að standa honum reiknings- skil á útgjöldum sínum... Hún hefur verið orðuð við hina og þessa, og ég hef talað við einnallt- fyrverandi vina hennar og hann sagði: „að hún væri andskotanum dygðúgðri, og svöl“, og það skýrir kannski hvers vegna hún er ekki trúlofuð. I Uppsölum sást hún oft með vini okkar Pelle Bremmer... Þessi skapstóri ungi maður hef- ur orðið mér hin mesta ráðgáta. Eftir þvf sem mér skilst, þá átti hann við peningavandræði að stríða, þegar hann var f Uppsöl- um, svo að hann sló lán á báða bóga, en eftir að hann flutti sig til höfuðborgarinnar, virðast þau mál hafa leystst ljómandi vel. Hann leigir mjög glæsilega tveggja herbergja íbúð og hann borðar á dýrum veitingastöðum. Faðir hans, sem er múrari f Adalen, hefur^staðfest, það sem Pelle sagði mer, að hann kostaði nám hans, en hann vill ekki gefa upp neina tölu, og segist bara „senda Stráknum pening, þegar hann biður um og auðvitað kostar skildinginn að verða doktor." Aft- ur á móti þykist ég geta markað það á ýmsu, að samskipti föður og sonar seu ekki árekstralaus. Faðir Lillemors Olins er tann- læknir og hann á stóra og ósmekk- lega íbúð við Norr Málarstrand, hann á einnig bfl og seglbát og eiginkonu, sem hefur ekki vit- glóru í kollinum, að mfnum dómi. Lillemor borgar ekkert heim og fær tíu þúsund krónur á mánuði „fyrir fötum og bókum" Og ég býst við það dugi bærilega, þvf að ekki er sýnilegt hún sé á kafi í bókalestri. Karl Gustaf Segerberg er bóndasonur frá Folkárna og hann býr hjá mjög geðslegri föðursyst- ur sinni í Stokkhólmi. Hann hefur alltaf fengið mjög góða styrki, hann fær nokkra fjárhagsaðstoð að heiman og auk þess hefur hann jafnan unnið á sumrin og stund- um fengið sér aukastörf. Eftir VELVAKANDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Ulfygli á ferðinni í Tjarnarhólman- um Sigurjón Jónsson, Hrfsateig 34, Reykjavfk, bað fyrir eftirfarandi: „Kæri Velvakandi. Hefur þú tekið eftir því, að nú þegar hefur veiðibjallan etið öll egg, er komin voru f hreiður kri- unnar og andarinnar, sem verptu f hólmanum í norður-tjöminni í vor? Eftir eru aðeins tvö eða þrjú kolluhreiður, og er nú barist um þau. Mikið held ég, að margir borg- arbúar telji það ill skipti að fá veiðibjöllu f stað blessaðrar kri- unnar og litlu andarunganna. Svo er nú það, — það eru ráða- mennirnir, sem ráða, og fuglarnir hafa ekki atkvæðisrétt, en það hef ég. Sigurjón Jónsson.“ Já, andstyggðar veiðibjallan hefur herjað á varpið nú f vor sem endranær, en til að sanngirni sé gætt, þá skal þess getið, að menn hafa verið gerðir út með skotvopn til að vinna á eða a.m.k. fækka þeim fuglum, sem gera usla í varpinu, þótt það hafi ekki dugað til. 0 40.000 eintök af Þjóðviljanum F.B. skrifar: 19. júní s.l. gerðist það eins- dæmi, að Þjóðviljinn var gefinn út f 40.000 eintökum svo sem út- þrykkilega stóð á forsfðu og víðar í blaðinu. Það er útaf fyrir sig ekkert skrýtið, þótt mannagreyin, sem að útgáfu þessa blaðs standa, reyni eftir megni að auglýsa „mál- staðinn" svona rétt fyrir kosning- ar, svo hæpinn sem hann nú ann- ars er. Hins vegar gat ég ekki annað en hlegið, þegar ég sá hvernig farið var að því að koma út þessum 40.000 eintökum. Ég á heima í tvíbýlishúsi, og í húsið voru borin 6, segi og skrifa sex, eintök, og nágranni minn, sem býr í einbýlishúsi fékk þrjú eintök í sitt hús. Þar að auki er mér kunnugt um álfka dreifingar- aðgerðir í fjölbýlishúsi þar sem sonur minn býr uppi f Fella- hverfi. En hver var ástæðan fyrir þvf, að þetta sérstaka blað var prentað f svo stóru upplagi? Eina skýringin, sem mér dettur í hug er sú, að i blaðinu var heil- mikið viðtal við leiðtogann mikla, Magnús Kjartansson, og það hef- ur vist þótt eiga erindi til allra. Með þökk fyrir birtinguna, F.B.“ 0 Ánægjulegt útvarpsspjall 17. júní „Tvær, sem einu sinni voru f djamminu" skrifa: „Góði Velvakandi. Við erum hér tvær, sem einu sinni voru ungar og stunduðu „djammið". 17. júnf vorum við heima hjá annarri okkar ásamt mönnunum okkar. Eftir kvöld- fréttir átti að fara að leika dans- lög af plötum, eins og vant er á sunnudögum og öðrum helgidög- um, og þá kom f ljós, að það var Svavar Gests, sem átti að sjá um dagskrá til kl. tvö um óttina. Það þarf ekki að orðlengja það, að við höfum öll mjög mikla ánægju af þessari dagskrá. Flutt voru eingöngu fslenzk lög með íslenzkum flytjendum, og á milli laganna rabbaði Svavar við hlust- endur og sagði grfnsögur. Leikin voru mörg lög, sem við þekktum frá okkar sokkabandsárum, og þar að auki erum við viss um, að fáum hefði þýtt að fara f fötin hans Svavars hvað viðkemur skemmtilegu spjalli og góðlátlegu gamni. Sem sagt, við viljum biðja þig fyrir beztu þakkir til Svavars fyr- ir þessa dagskrá, og vonumst til að fá að heyra meira af slíku sem allra fyrst.“ Velvakandi getur með beztu samvizku tekið undir þakkir og hlýleg orð f garð Svavars, enda hefur hann orðið þess var, að margir hafa sömu sögu að segja. Við skulum svo bara vona að Svavar taki hrósinu af sínu al- kunna lítillæti og haldi áfram að vera skemmtilegur. 0 Valfrelsi um íslending eða íslending „Amigo“ skrifar undir eigin fyrirsögn: „Snemma morguns þann 16. júní s.l. tók ég mér Morgunblaðið (æ, fyrirgefið morgunblaðið) f hönd og rakst þá á fyrirsögnina „Nú skal fslendingur vera með litlum staf“. Fyrirsagnir eru stundum vill- andi, en það eru þær, sem setja fútt í þetta allt. Mér skilst að fyrirsögnin sé tek- in úr 11. gr. nýrra reglna um stafsetningu, en í 8. gr. stendur „að fara skuli eftir málvitund hvort ritaður sé stór stafur í upp- runalegum sérstöfum og máls- háttum og má rita hvort sem er“. 1 sambandi við zetuna, þá legg ég til, að hún verði notuð i ein- hverju algengu nafnorði, t.d. zebrahestur, og sama gildi um ypsilonið, þvf að það er dálítið leiðinlegt fyrir okkur Islendinga að koma til útlanda og kunna ekki að skrifa þessa stafi. Amigo.“ 0 Klukkaná Lækjartorgi S.P., sem er Norðlendingur skrifar: „Velvakandi sæll. Ég er nú kominn til minna heimkynna eftir vikudvöl í höfuð- borginni, og hrifinn varð ég þegar ég sá glæsibraginn, sem kominn er á göngugötuna Austurstræti og umhverfi hennar. Þið Reykvík- ingar megið sannarlega vera ánægðir með framtakið, þótt enn sé framkvæmdum þarna ekki að fullu lokið. Eitt er það þó, sem stakk i augu, en það er klukkan, sem virðist eiga að tróna áfram á Lækjar- torgi, þótt hún hafi verið flutt til um nokkra metra. Nú finnst mér ljótleiki klukk- unnar enn meira áberandi en áð- ur, þar sem umhverfið er orðið jafnfallegt og raun ber vitni. Þú fyrirgefur, að ég skuli vera að skipta mér af ykkar málum, en glöggt er gests augað. Reyndar hljóta fleiri að vera mér sammála, og ég minnist þess, að hafa séð eitthvap um þetta í Velvakanda nýlega, eða hvað finnst þér? S.P.“ Velvakandi er sammála hinum norðlenzka gesti. Blaðaklípa hjá Bretum London, 21. júnf AP LUNDUNABLÖÐIN The Times, The Financial Tlmes og Daily Mirror komu ekkí út f dag, annan daginn f röð, og er ekki taiið Ifklegt, að þau komi út fyrr en f fyrsta lagi eftir helgi. Orsökin er verkfall hjá graffskum prentur- um. Samningafundur f morgun fór út um þúfur og eru horfurnar engan veginn góðar, að sögn deiluaðila. Vmis landsbyggðablöð hafa einnig orðið fyrir barðinu á verkfallinu og óttazt er, að það eigi eftir að verða enn vfðtækara. Allt í hönk í Caracas? Caracas, 21. júní -AP. YFIRVOFANDI árekstur milli arabfskra og fsraelskra sendinefnda virtist f dag ógna friðsamlegum framgangi al- þjóðahafréttarráðstefnunnar í Caracas. Arabfskir erindrckar tjáðu AP-fréttastofunni, að þeir ætluðu fara þess á leit, að Frelsishreyfingu Palestfnu yrði veitt opinbert áheyrnar- sæti á ráðstefnunni. Viðbrögð fsraelskra erindreka á ráð- stefnunni urðu eins og við var að búast á þá leið, að blóðug hermdarverkasamtök ættu ekkert erindi á alþjóðlega haf- réttarráðstefnu. Ætla arabfsku fulltrúarnir að bera málið fram, þegar ráðstefnan kemur á ný saman á mánudae. SEM GEFUR BETRI STYRISEIGINLEIKA BETRI STÖÐUGLEIKA í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDINGU ÁVALUR “BANI” Hið óviðjafnanlega dekk frá GOODYEAR G8 býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. ----------------------------- Sölustaöii Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Glslasonar, Laugavegi 171, Reykjavík Gúmmlviðgerðin, Hafnargötu 89 Keflavlk Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelmörk, Hveragerði P. Stefánsson h.f., Hverfisgötu 103, Reykjavik Baugurh/f bifreiðaverkstæði. Norðurgötu 62, Akureyri Hjólbarðaverkstæði Arthúrs Benediktssonar Hafnarstræti 7, Akureyri. Bifreiðaþjónustan Strandgötu 54, Neskaupsstað HEKLAhf Laugavegi 170—172 — sím. 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.