Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974 23 Spjallað við Stefán Friðbjarnarson bæjar- stjóra um atvinnuupp- byggingu í Siglu- firði og fleiri mál á næstu vikum tilraunahús á veg- um bygginganefndar leiguíbúða í Siglufirði og fjármagnið fengið til uppsetningar þess húss. Það hefur verið allmikil eftir- grennslan eftir þessum húsum víðsvegar að af landinu og við gerum okkur vonir um að þetta geti orðið gott og traust fyrirtæki með tímanum. í sambandi við þessi tvö fyrirtæki vil ég leggja áherzlu á, aö ekkert íslenzkt sveitarfélag með sambærilega fjárhagsgetu hefur lagt eins mikið af mörkum til atvinnuupp- byggingar, eins og Siglufjörður hefur gert með hlutafjárframlagi til þessara fyrirtækja. Það má hins vegar segja um þessi fyrir- tæki bæði, að þeim hafi verið hjálpað til hátfs út í bæjarlækinn á framleiðslustig og skilin þar eftir í nokkrum f járhagserfiðleik- um, einkum hvað snertir rekstrar- fé, en ég hef trú á því að úr því rætist með tíð og tfma. Nú, Þor- móður Rammi á svo við þá erfið- leika að stríða, sem allir vita að steðja að togaraútgerð og rekstri frystihúsa f dag. Að öðru leyti má nefna, að nú er unnið að veruleg- um endurbótum á Siglóverk- smiðjunni, sem fram til þessa hefur aðallega verið með niður- lagningu sjávarafurða, en hefur ekki haft aðstöðu til niðursuðu, sem er grundvöllur þess, að hún geti starfað nokkuð jafnt og reglulega yfir árið. Töluvert uppi- hald varð á rekstri verksmiðj- unnar í vetur vegna þessa og svo vegna hráefnisskorts, það var ekki hægt að fá síld, en svo var fengin síld frá Færeyjum og er nú verið að vinna úr því hráefni. Við vonum að úr þessu eigi eftir að rætast og verksmiðjan eigi eftir að verða mikilvægur þáttur at- vinnulífsins. Þetta eru þrjár meginstoðir atvinnulífsins. Það má segja að atvinna hafi verið sæmileg, þó hún hafi ekki verið fullnægjandi, sérstaklega í vetur. En í því sambandi er rétt að geta þess að gífurleg aukning hefur orðið í smábátaútgerð í Siglufirði og sá floti, ásamt togskipinu Dagnýju, sem er nýlegt skip í eigu fyrirtækisins Togskip h/f sá frystihúsunum fyrir hráefni í vet- ur, einkum meðan verið var að gera við þá vélarbilun, sem tafði Stálvfk frá veiðum um nokkuð skeið. Allt þetta hefur orðið til þess, að árið 1973 varð fólksfjölgun f Siglufirði í fyrsta skipti f 30 ár og þau hús og íbúðir, sem stóðu auð eru nú aftur full af fólki og hús- næðisekla nokkur á staðnum. Nokkur fjörkippur hefur orðið í íbúðabyggingum, bæði á vegum einstaklinga og þeirrar bygginga- nefndar, sem ég nefndi áðan. — Hvernig standa hitaveitu- málin hjá Siglfirðingum? — Þau standa þannig, að fyrir- tækið Vermir h/f er að vinna að frumhönnun hituveitu fyrir Siglufjörð, sem skilað verður um næstu mánaðamót. Við gerum okkur vonir um, að með dælum verði hægt að auka það mikið rennslið í borholunum í Skútudal, að það nægi fyrir hitaveitu fyrir Siglufjarðarkaupstað, þó með kyndistöð, því að vatnið er aðeins 67 gráðu heitt. Þetta er auðvitað gífurlegt hagsmunamál fyrir Siglufjarðarkaupstað og vonir standa til, að hitaveitan geti orðið að veruleika í náinni framtíð. Nú annað stórmál fyrir okkur, er að iðnaðarráðherra hefur loksins eftir mikið þóf veitt leyfi til endurvirkjunar og stækkunar Skeiðfossvirkjunar í Fljótá. Það þurfti mikinn þrýsting frá heima- mönnum og þingsályktunartil- lögu frá Eyjólfi Konráð Jónssyni og öðrum þingmönnum kjör- dæmisins, nema Ragnari Arnalds, Stefán Friðbjarnarson áður en ráðherrann lét undan. Hann hefur verið á móti þvi sem hann kallar að virkja bæjarlæk- inn, en gerir sér ekki grein fyrir því, að það getur stundum verið hagkvæmasta virkjunin. Siglfirð- ingar eiga sjálfir þessa virkjun og eru sjálfum sér nægir í raforku- framleiðslu og selja nokkuð rafmagn til Ólafsfjarðar og I Fljótin, en með vaxandi atvinnu og aukinni byggð kemur að því, að það þarf meira rafmagn og þá viljum við vera tilbúnir. Nú þegar þess er gætt, að helming ork- unnar í Skagafirði er aflað með dieselvélum, sézt, að hér er um stórkostlegt þjóðhagsmunamál að ræða. Eyjólfur Konráð flutti einn- ig þingsályktunartillögu á sl. ári um að kannað yrði nýtt vegar- stæði í Mánárskriðum, en þar liggur vegurinn mjög hátt og teppist oft á vetrinum vegna snjóa og það er dýrt að halda honum opnum. Samgönguráðu- neytið hefur algerlega hundsað þessa ályktun þar til nú, að hugsanlegt er, að fé verði veitt til að kanna hvort hægt sé að leggja veg neðar í skriðunum. Þetta held ég að séu helztu málin okkar nú og þegar ég nú læt af starfi bæjarstjóra minnist ég síðustu ára með ánægju, þótt oft hafi verið erfitt að vera fram- kvæmdastjóri bæjarfélags, sem hafði ákaflega litlar tekjur til að spila með og þurfti aö fjármagna mest af sinum framkvæmdum með lánsfé. En úr þessu hefur nú rætzt og það lítur vel út með fram- tið bæjarfélagsins. ^íorðurlands- kjördæmi vestra „Vantar meiri breidd í atvinnu- lífið fyrir sérmenntað fólk” Stutt spjall við Halldór Þ. Jónsson á Sauðárkróki „Alþýðuflokksmenn og fram- sóknarmenn, sem biðu ósigur f bæjarstjórnarkosningunum hér á Sauðárkróki hafa nú hafnað til- boði sjálfstæðismanna um stjórn allra flokka og myndað varnar- bandalag gegn okkur og meiri- hluta í bæjarstjórn," sagði Hall- dór Þ. Jónsson lögfræðingur á Sauðárkróki, sem skipaði efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins f bæjarstjórnarkosningunum á dögunum, er biaðamaður Mbl. hitti hann að máli nú fyrir skömmu. Við sjálfstæðismenn skrifuðum forystumönnum beggja klokka bréf, þar sem við buðum upp á samvinnu allra flokka og mótun sameiginlegrar stefnu 1 bæjarmálum næstu 4 ár, þvf að við töldum heillavænlegast fyrir bæjarfélagið að sem vfðtæk- ast samstarf yrði um málefni þess. Framsókn hafnaði þessu og kaus heldur að ganga til sam- starfs við Alþýðuflokkinn. Bæjar- stjóri hefur þó enn ekki verið ráðinn, sagði Halldór. — Hver eru helztu hagsmuna- mál Sauðárkróksbúa? — Atvinnumálin eru hér meginmálið eins og annars staðar. Afkoman hefur verið góð og at- vinna næg. Hefur mjög bætt þar um, að rekstur skuttogaranna þriggja var sameinaður sl. haust. Mikið hefur verið byggt hér en þó er nokkur húsnæðisskortur, sem hamlar gegn því að fólk geti flutzt hingað. íbúarnir eru nú um 1800, en um 2400 f sýslunni, þannig að héraðið telur rúmlega 4000 íbúa. Hér á Sauðárkróki er helzta þjón- ustumiðstöðin fyrir allt þetta fólk. Hér er Kaupfélagið með sinn Halldór Þ. Jónsson rekstur, hér er mjólkurbú, bif- reiðaverkstæði og fjöldi verzlana og þjónustufyrirtækja f eigu ein- staklinga og félaga. Segja má að gróska rfki hér og mikil fólks- fjölgun hefur orðið hér á sl. árum, einkum ungt fólk, sem kemur hingað til að setjast að. Það vant- ar hins vegar meiri breidd f at- vinnulífið fyrir sérmenntað fólk, því að það er ákaflega bagalegt fyrir eitt bæjarfélag, þegar unga fólkið þar, sem hefur aflað sér sérmenntunar, fær það engin störf við sitt hæfi í heimabyggð- inni og verður að flytjast á brott. — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir í bígerð? — Við höfum hugsað okkur að gera átak í varanlegri gatnagerð, þó að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Við erum að ljúka við gerð nýrrar vatnsveitu, og svö höfum við sótt um lán til bygg- ingar 14 íbúða fjölbýlishúss með leiguíbúðum til byggingasjóðs ríkisins, en ekkert svar hefur bor- izt við þeirri umsókn enn sem komið er, hvað sem verður. Hér hefur nýlega verið skipulagt nýtt íbúðahverfi fyrir einbýlishús og raðhús og mikil eftirspurn er eftir lóðum þar, þannig að við kvíðum engu um framtíðina hér á Sauðárkróki. „Hitaveitan stærsta hagsmunamálið’ ’ Þegar við börðum upp hjá Jóni Isberg sýslumanni á Blönduósi slðdegis sl. laugardag, var komið á hann ferðasnið, þvf að hann ætlaði sér að hvfla sig frá embætt- isönnum við laxveiðar yfir helg- ina f einni beztu laxveiðiá heims, Laxá á Ásum. Þrátt fyrir mikinn veiðihug gaf hann sér tfma til að fara með blaðamann í stutta yfir- reið um plássið og skýra frá helztu framkvæmdum og hags- munamálum. Mikil gróska rfkir nú á Blöndu- ósi f kjölfar þeirrar uppbygg- ingar, sem hafin var á árum við- reisnarstjórnarinnar. Nýtt hverfi hefur verið að byggjast uppi í brekkunni, sem blasir við ferða- langnum, er hann kemur yfir hæðina, þar sem þjóðvegur liggur niður í þorpið. Þar er nú verið að reisa 5 einbýlishús, en mörg eru þegar risin af grunni og fbúarnir fluttir inn. — íbúarnir skv, manntali 1. desember voru 766 og hefur fjölg- að jafnt og þétt á undanförnum árum. Á Blönduósi er þjónustu- miðstöð fyrir Húnavatnssýslurn- ar. Hér er sjúkrahús og í því sambandi má nefna, að við vorum að fá hingað einhvern fullkomn- asta sjúkrabíl landsins. Hér er Kaupfélag Húnvetninga með sín- ar höfuðstöðvar, hér er bifreiða- verkstæði, Steypustöð, mjólkur- stöð, verzlanir og einnig eru hér iðnfyrirtæki eins og Trefjaplast h/f og Pólarprjón h/f, og við erum nú að reisa 4200 fermetra stálgrindarhús, sem á að hýsa önnur iðnfyrirtæki. Þá erum við einnig að reisa nýja slökkvistöð, erum að ljúka við frágang á bók- Sagt frá stuttri ökuferð um Blöndu- r ós með Jóni Is- berg sýslumanni hlöðu fyrir héraðið, höfum nýlok- ið við byggingu félagsheimilis og erum að byrja á kirkjubyggingu. Þá höfum við hug á að hefja rækjuvinnslu, þrátt fyrir að yfir- völd neiti okkur um leyfi og fjár- veitingu til slíks. Því er haldið fram, að Hvammstangi, Skaga- strönd og Djúpivogur séu einfær- ir um að vinna rækjuna, sem veið- ist á Húnaflóa. Við ætlum þó ekki að láta þetta hindra okkur og munum sjálfir fjármagna bygg- ingu rækjuvinnslu með einhverj- um hætti. Kaupfélagið hér er að reisa nýtt og fullkomið frystihús, sem einmitt er einangrað með nýju plasti frá Trefjaplasti h/f sem ekki brennur. Hér er nú einnig verið að vinna að viðgerð og endurbótum á höfninni, en hún lá undir skemmdum, er við loksins fengum fjárveitingu til að koma f veg fyrir algera eyðilegg- ingu. A sl. ári lögðum við 1500 metra af olíumöl á götur og þvf verður haldið áfram. Þú getur séð á þessari upptalningu, að það er mikill hugur í Blönduósingum, en það sem helzt háir okkur er djöfullegur skortur á hús- næði.Við höfum hins vegar nægi- legt landrými og höfum í skipu- lagningu tvö ný íbúðahverfi og er mikil eftirspurn eftir lóðunum. Samgöngur eru hér mjög góðar með tilkomu nýja flugvallarins og áætlunarflugs Vængja 4 sinnum í viku. Við erum að undirbúa hita- veituframkvæmdir og er áætlaður kostnaður við þær um 35 milljón- ir, en heitt vatn hefur fúndist á Reykjum á Reykjabraut í um 14 km fjarlægð. Þar hafa verið bor- aðar tvær holur, 300 og 600 metr- ar, en okkur er tjáð af sérfræð- ingum Orkustofnunar, að við þurfum að bora niður á 1000 metra til að fá nægilegt vatn. Bíðum við nú bara eftir bor frá Orkustofnun til að framkvæma þá borun. Hér er um að ræða eitt mesta hagsmunamál okkar og þegar það verður komið í höfn má segja, að framtið Blönduóss sé tryggð, sagði Jón ísberg um leið og hann kvaddi okkur, en þá var orðið æði stutt í að veiði mætti hef jast f Laxá á Asum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.