Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1974
33
Blómkál
Blómkál og rækjur
1 stórt blómkálshöfuð,
vatn, salt
1 salathöfuð
100—200 gr. rækjur
1 ds kavíar
4 harðsoðin egg
200 gr. majonnaise
1—2 matsk. þeyttur rjómi.
Blómkálshöfuðið saltað og
soðið, þar til meyrt. Blómkálið
tekið í sundur og komið fyrir á
salatblöðum. Majonnaisið
hrært með rjómanum, bragð-
bætt með salti, pipar og sítrónu-
safa. Smurt yfir blómkálið,
kavíarnum dreift yfir, skreytt
með rækjum.
Blómkál og Polonaise
1 soðið blómkálshöfuð
salatblöð
75 gr. smjör
3—4 matsk. rasp, salt
Borið fram með tómatbátum
Sinnepssmjör
(smjör, hrært með sinnepi)
steinselja,
fínt rifið sítrónuhýði.
Blómkálið sett heitt á
salatblöð, tómatbátarnir settir
utan um, smjörtoppar settir
ofan á. Rasp, smjör og dálítið
salt sett á pönnu, hitað saman
og helt yfir kálið.
Blómkál og skinka
Blómkál í smágeirum soðið í
söltu vatni í 10—12 mín. 1 ds af
tómatsúpu og 1 dl mjólk hitað
saman og jafnað með hveiti eða
maísenamjöli. Dálftið af skinku
skorið í teninga og sett út f
sósuna ásamt blómkáli. Borðað
með kartöflum.
Blómkálssalat
1 lítið blómkálshöfuð
3—4 gulrætur
125 gr. hraðfrystar eða niður-
soðnar grænar baunir
karsi
1 tómatur
Lögur úr 3 matsk. olfu, 1 matsk.
ediks, salti og pipar.
Gulræturnar rifnar, blóm-
kálið tekið sundur og blandað
saman við baunirnar. Lögurinn
hristur saman og hellt yfir.
Skreytt með tómat og karsi.
Það er til innflutt blómkál í
búðunum við og við, en verðið
er auðvitað óheyrilega hátt. En
vonandi fáum við innlent blóm-
kál í sumar og þá er bara að
geyma uppskriftirnar þangað
til.
Hinn mikli Gatsby
VIÐ minntumst á það fyrir
skömmu hér, að kvikmyndin
„The Great Gatsby“ eftir sam-
nefndri bók Scott Fitzgeralds,
hefði vakið athygli og orðið til
eftirbreytni á ýmsum sviðum.
Snjallir framleiðendur og
kaupmenn hafa þvf gripið tæki-
ýmsu því, sem notað var á þeim
tfmum, sem kvikmyndin fjallar
um. Má þar t.d. nefna búsáhöld,
fatnað, snyrtivörur og há-
greiðslu.
Þessar tvær myndir sýna
tvennt af þessu, kjóla og hár-
greiðslu.
£? ’u? £?
Jehan Sadat
nokkurs konar jafnréttisbar-
áttu. meðal egypzkra kvenna og
orðið talsvert ágengt nú þegar.
Maður hennar hefur nýlega
skipað fyrstu konuna sem ráð-
herra, og konur eru um það bil
að fá dómaraembætti.
Jehan Sadat er um fertugt,
ensk f móðurætt en egypzk í
föðurætt. Foreldrarnir kynnt-
ust, er faðir hennar var við
læknanám í London. Frúin þyk-
ir ákaflega vel klædd og glæsi-
leg og vekur hvarvetna athygli
þar sem hún kemur. Hún hitti
fyrst mann sinn 15 ára gömul,
en þá var hann þrítugur að
aldri og orðinn höfuðsmaður f
hernum. Eftir að fyrra hjóna-
band Sadats endaði með skiln-
aði, en konan var frænka hans
og ráðahagurinn ákveðinn af
foreldrum beggja, gengu þau
Jehan f hjónaband. Þau eiga
þrjár dætur á unglingsaldri og
einn son, 10 ára gamlan, sem
heitir Gamal, eftir Nasser for-
seta.
Það er tæpt ár síðan stúdent-
ar, sem mótmæltu stjórn
Sadats, máluðu slagorð á veggi
gegn honum og fékk þá kona
hans sinn skammt, þótt öþekkt
væri í opinberu lífi. En síðan
hefur orðið breyting á, í októ-
ber-styrjöldinni kom Jehan
Sadat fram á sjónarsviðið,
heimsótti hermenn á spítölum
og vfðar. Hún hefur á skömm-
um tfma aflað sér mikilla vin-
sælda og álits.
Jehan Sadat segir, að sér hafi
fyrst orðið ljós þörfin á aukn-
um réttindum kvenna i heima-
borg þeirra hjóna, Talla. Þar
kom til hennar kona og kvart-
aði undan þvi, hvernig maður
hennar kom fram við hana.
Hann hafði tekið saumavél
hennr og selt, án hennar sam-
þykkis, og siðan notað pening-
ana til eigin þarfa.
Þá ákvað Jehan Sadat að
beita sér fyrir því, að konur
fengju meiri rétt, öryggi og
virðingu, og þyrftu ekki að búa
við ofríki eiginmanna sinna.
Hún hefur komið á fót klúbb-
um, þar sem konum er kennt að
sauma svuntur og annað, sem
þær sfðan geta selt og unnið sér
inn dálitla peninga. Þykir það
gefast vel, og konurnar öðlast
sjálfsöryggi við það um leið og
þær stíga fyrsta skrefið til jafn-
réttis.
Þýtt og endursagt, B.I.
EINS og kunnugt er, þá er
menntun ekki lengur bundin
við unglingsárin. Fólk, sem til
skamms tima hefði þótt rfgfull-
orðið, hefur setzt á skólabekk
hér á landi síðustu árin.
En þeir ganga lengra í full-
orðinsfræðslunni í Frakklandi,
þeir hafa komið í skólanámi
fyrir „þriðja aldursstigið", en
það kalla þeir aldurinn, þegar
fólk kemst á eftirlaun.
Við háskólann í Toulouse eru
eitt þúsund nemendur í deild
fyrir roskið fólk, þar sem völ er
á hinum margvíslegustu við-
fangsefnum jafnframt lfkams-
rækt ýmiss konar og félags-
starfsemi. Sem dæmi má nefna
viku eina fyrir skömmu, en þá
átti fólkið völ á: heimsókn f
skóla fatlaðra barna, breskri
kvikmynd um hafið, fyrirlestri
um ftalskar bókmenntir og um-
ræðum um nýútkomna bók,
„Þegar Kína vaknar til lífsins",
eftir Alain Peyrefitte ráðu-
neytisstjóra. Auk þess voru svo
kenndar öndunaræfingar og ró-
Iegir leikir með bolta og
,,hoola“ hringi.
Námsmenn eru á ýmsum
aldri, helmingur þeirra á sjö-
tugsaldri, 35% á áttræðisaldri
og níræðisaldri og þrfr á tfræð-
isaldri.
Hugmyndina að þessu á 49
ára gamall prófessor, Pierre
Vessas að nafni, og þykir gefast
ákaflega vel. Eldra fólkið fær
þarna góða andlega og líkam-
lega örvun og á þvf áreiðanlega
hægara með að standa í elli
kerlingu.
(Þýtt og endursagt, B.I.)
Jehan Sadat í heimsókn hjá
egypzkum hermönnum.
Nám fyrir
eldra fólk
AJTERYOU’VE SCEN
fTHE orcaiöaisby;
ÖET THE CUT.
ÖEEMBY _
EIAJRSALONS
ÞÆR eru ekki margar konurn-
ar í Egyptalandi, sem vakið
hafa athygli fyrir afskipti af
stjórnmálum eða öðrum þjóð-
málum. Konur þar hafa til
skamms tima vart notið al-
mennra mannréttinda, heldur
talizt eign eiginmannsins og
honum óæðri. En nú er að birta
til, Jehan Sadat, eiginkona
Anwar Sadats, hefur hafið
Tízku-
fatnaður
AÐ VERA vel klædd hefur ekk-
ert með aldur að gera, aðalat-
riðið er að velja sér föt, sem
falla að persónuleika hvers og
eins, segir dönsk frú, Grethe
Svarer, sem komin er yfir sext-
ugt. En hún þykir ákaflega
smekklega klædd og aðlaðandi.
Hún á til nokkur ráð fyrir full-
orðnar konur sem vilja lfta vel
út og vanda til vals á fatnaði
sfnum. Veljið föt með löngum
ermum, peysur með rúllukraga
eða hafið hálsklút við, og aldrei
buxnadragtir eða buxur nema
til að nota að degi til. Telur hún
það misklæða fullorðnar konur
að vera f sfðbuxum, þegar þær
vilja klæða sig upp á, sérstak-
lega þær, sem eru þreknar.
Henni finnast konur stundum
leggja mikla áherzlu á gæði
fatnaðar og kaupa það dýr föt,
þó það geti auðvitað verið gott
með, að þær hafi þá ekki efni á
að endurnýja það oft, að þær
geti fylgzt dálftið með tfzkunni.