Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
29
úr áhrifum gagnrýnenda sinna
heima fyrir, m.a. Jacksons.
Haft er á hinn bóginn eftir heim-
ildum nákomnum Kissinger, að
honum sé full alvara, hann ætli
ekki að láta Watergatehneykslið
eyðileggja sig í starfi, — heldur
segi hann af sér. Bent er á, að
Kissinger hafi ekki farið troðnar
slóðir f starfi sínu og þess vegna
megi búast við því að hann fari úr
embætti öðru vísi en aðrir. Þess
beri og að minnast, að hann sé I
ráðherrastól kominn af öðrum
vettvangi en menn á borð við Nix-
on, og því líti hann ásakanir um
siðleysi mun alvarlegri augum en
reyndir og harðnaðir stjórnmála-
menn mundu gera. Þá er haft
eftir starfsmönnum Kissingers,
að hann telji vera til gögn í Hvíta
húsinu, sem sýni, að hann hafi
ekki átt annan hlut í símahlerun-
um, en hann sjálfur hefur upp-
lýst, og með það í huga hafa ýmsir
getið sér þess til, að hótunin um
afsögn hafi verið til þess ætluð að
reka á eftir Nixon forseta, að láta
af hendi gögn Hvíta hússins við
rannsóknaraðila Watergatemáls-
ins.
NOTAÐI HAIG
NAFN KISSINGERS?
Frá því Kissinger gaf tilfinning-
um sínum lausan tauminn í Salz-
burg hafa borizt fréttir um að
grunnt sé á því góða milli hans og
nánasta starfsliðs Nixons; sagt er
að forsetanum hafi mislfkað fram-
koma Kissinger í Salzburg og mál-
ið hafi vakið upp að nýja þær
væringar, sem alla tíð hafa verið
milli Kissingers og annarra starfs-
manna forsetans, sem ýmist hafa
vantreyst honum eða sé ofsjónum
yfir áhrifum hans og sjálfstæði.
Vitað er t.d., að þeir Haldeman og
Ehrlichman höfðu ekkert dálæti á
Kissinger og er hugsanlegt að
þeim svíði í augun stjörnubirtan
af honum meðan þeir sjálfir
standa frammi fyrir réttarhöldum
og ærumissi. Enda hefur Ehrlich-
man kallað Kissinger til vitnis í
máli sínu og staðhæfir, að hann
hafi vitað miklu meira um- starf
skuggabaldranna í Hvíta húsinu
en hann hafi viljað vera láta.
En meðal þeirra, sem Kissinger
er nú sagður eiga við að etja, er
Alexander Haig, og er haft fyrir
satt, að ráðherrann telji, að Haig
hafi að sér forspurðum farið fram
á umræddar símahleranir og til-
tekið, að það væri gert að beiðni
Kissingers. Haig var, sem kunn-
ugt er nánasti aðstoðarmaður ráð-
herrans áður en hann „varð of
stór fyrir stígvélin sín,“ eins og
einhver komst að orði, og gerðist
arftaki Haldemans sem starfs-
mannastjóri Hvfta hússins. Fer
ekki hjá þvf, að menn leiði hug-
ann að því, hvert samband hafi
frá öndverðu verið milli Haigs og
Nixons;, hvort forseti hafi átt ein-
hvern þátt í þessu máli og þá
hvern; hvort hann hafi e.t.v. gætt
þess frá upphafi með einhverjum
hætti að tryggja að Kissinger
kæmist aldrei lengra en honum
sjálfum hentaði, hvort hugsanlegt
sé, að hann telji sig nú hafa haft
það gagn, er hann þurfti af samn-
ingamanni sínum og hugsi sér að
lækka stjörnu hans ofurlítið, með-
an hann baðar sig f ljósi pólitískra
sigra hans á alþjóðavettvangi.
Sjálfsagt er að fara varlega í
allar fullyrðingar þar að lútandi,
en telja má líklegt, að það hafi
haft sfn áhrif á samband þeirra
Nixons og Kissingers hversu
miklu vinsælli og virtari sá síðar-
nefndi er, bæði innan Bandarfkj-
anna og utan. Það hefur ekki far-
ið framhjá forsetanum, að mikill
hluti bandarískra þingmanna, þar
á meðal fjöldi flokksmanna hans
sjálfs, virðist vel geta hugsað sér
að samþykkja vítur á hann á þingi
og neyða hann til að segja af sér
embætti — sannfærðir um að þeir
muni halda Kissinger áfram sem
utanríkisráðherra með Gerard
Ford sem forseta. Og tæpast lætur
það forsetann alveg ósnortinn,
þegar blöð á borð við „The Tim-
es“ í London skrifa ritstjórnar-
grein.aðafsögn Henrys Kissingers
yrði mannkyninu miklu meira
áfall en þótt Richard Nixon færi
úr forsetastóli Bandaríkjanna. —
ubj.
Tilboð óskast í að gera göng undir Reykjanesbraut, neðan við
Blesugróf, ásamt leiðara meðfram Reykjanesbraut.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3000 króna skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 3. júli 1 974, kl. 1 1.00
f.h.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
®ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir ásamt Hitaveitulögnum í Seljahverfi
4. áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. júli 1974, kl. 1 1.00
f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Vinnustofa
Vil taka á leigu 40—70 ferm. húsnæði til
afnota fyrir skrifstofu og vinnustofu. Þarf helst
að vera á góðum stað og laust í júlímánuði.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. júlí merkt: Stúdíó
4625.
Hef opnað stofu
í Læknastöðinni
Sigurður Egill Þorvaldsson.
Sérgr. alm. skurðlækningar og plastik skurð-
lækningar.
Viðtalstími á föstudögum.
Tímapantanir í síma 8631 1.
LUUSTOOm, REYKiníK
Álfheimum 74 - Sími 8631 1
NÚ er ÞJOÐHATIÐARÁR
NÚ
fást minjagripir Þjóðhátíðarnefndar 1974
SEINNA
verður það um seinan að óska sér þeirra.
©
©
©
©
©
Gripirnir eru vegleg heimilisprýði og öðlast aukið gildi á komandi
árum.
Verðlaunaveggskildir Sigrúnar Guðjónsdóttur.
Framleiðandi: Bing & Gröndahl. Verð kr. 7.205,- seria.
Veggskildir teiknaðir af Einari Hákonarsyni. Hlutu sérstaka við-
urkenningu.
Framleiðandi: Gler og postulin hf. Verð kr. 2.640.- seria.
Póstkort.sem inniheldur postulinsbakka framleiddan af Bing &
Gröndahl. Tilvalin gjöf til vina erlendis. Verð kr. 1.349,-
öskubakki með merki þjóðhátiðarinnar. Framleiðandi: Bing &
Gröndahl. Verð kr. 1.963,-
Veggdagatal teiknað á Auglýsingastofu Kristinar.
Framleiðandi: Silkiprent sf. Verð kr. 630.-
Barmmerki þjóðhátiðarinnar úr silfri. Verð kr. 650,-
i litum. Verð kr. 250.-
Þjóðhátíðarnefnd
Sölustaðir,
taldir fró Reykjavík vestur og norður um land :
A.B.C. Vesturveri.
Bristol Bankastræti.
Dómus Laugavegi.
FrlmerkjamiBstöBin Skólavöröustig.
Gefjun Austurstræti.
Geir Zöega Vesturgötu.
Halldór SigurBsson SkólavörBustig.
Heimaey ABalstræti.
tsl. heimilisiBnaBur Hafnarstræti.
Isl. heimilisiBnaBur Laufásvegi.
Liverpool Laugavegi.
Mál & Menning Laugavegi.
Mimósa Hótel Sögu.
Raflux Austurstræti.
RammagerBin Hafnarstræti.
RammagerBin Austurstræti.
RammagerBin Hótel LoftleiBum.
Rósin Glæsibæ.
Thorvaldsenbasar Austurstræti.
Æskan Laugavegi.
Kaupfélag Kjalarnesþings Brúarlandi.
Verzlun Helga Júliussonar Akranesi.
Verzlunin Stjarnan Borgarnesi.
Kaupfélag BorgfirBinga Borgarnesi.
Kaupfélag GrundarfjarBar Grafarnesi.
VerzlunarfélagiB Grund Grafarnesi.
Kaupfélag Stykkishólms Stykkishólmi.
Verzlun Sig. Ágústssonar Stykkishölmi.
Verzlun Jóns Gislasonar Ölafsvik.
Kaupfélag HvammsfjarBar Búöardal.
Kaupfélag Saurbæinga SkriBulandi.
Kaupfélag KróksfjarBar KróksfjarBarnesi.
Verzlun Árna Jónssonar, PatreksfirBi.
Kaupfélag PatreksfjarBar PatreksfirBi.
Kaupfélag TálknafjarBar Sveinseyri.
Verzlunin Aldan Þingeyri.
Kaupfélag DýrfirBinga Þingeyri.
AllabúB Fiateyri.
Kaupfélag OnfirBinga Flateyri.
SuBurver hf. SuBureyri.
Kaupfélag SúgfirBinga SuBureyri.
Verzlun Einars GuBfinnssonar Bolungarvik.
Verzlunin Neisti hf. IsafirBi.
Kaupfélag IsfirBinga IsafirBi.
Kaupfélag Strandamanna NorBurfirBi.
Kaupfélag SteingrimsfjarBar Hólmavik.
Kaupfélag HrútfirBinga BorBeyri.
Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstanga.
Verzlun SigurBar Pálmasonar Hvammstanga.
Verzlunin FróBi Blönduósi.
Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi.
Kaupfélag SkagfirBinga SauBárkróki.
Gjafa- og bókabúBin, Sauöárkróki.
Kaupfélag SkagfirBinga Hofsósi.
Samvinnufélag Fljótamanna Haganesvfk.
Gestur Fanndal SiglufirBi.
Haukur Jónasson SiglúfirBi.
Kaupfélag ÖlafsfjarBar OlafsfirBi.
Verzlunin Höfn Dalvik.
Amaro hf. Akureyri.
Blómaverzlunin Laufás Akureyri.
Kaupfélag EyfirBinga Akureyri.
Kaupfélag SvalbarBseyrar SvalbarBseyri.
Verzlunin Askja Húsavik.
Kaupfélag Þingeyinga Húsavik.
Kaupfélag N-Þingeyinga Kópaskeri.
Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn.
Kaupfélag VopnfirBinga VopnafirBi.
Kaupfélag HéraBsbúa EgilsstöBum.
Blómaverzlunin StráiB EgilsstöBum.
Bókaverzlun
Sigurbj. Brynjólfssonar EgilsstöBum.
Verzlun Björns Björnssonar NeskaupstaB.
KaupfélagiB Fram NeskaupstaB.
Pöntunarfélag EskfirBinga EskifirBi.
Kaupfélag HéraBsbúa ReyBarfirBi.
Kaupfélag FáskrúBsfirBinga FáskrúBsfirBi.
Kaupfélag StöBfirBinga BreiBdalsvik.
Kaupfélag StöBfirBinga StöBvarfirBi.
Kaupfélag BerfirBinga Djúpavogi.
Kaupfélag A-Skaftfellinga HornafirBi.
Kaupfélag Skaftfellinga Vík.
Kaupfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjum
Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli.
KaupfélagiB Þór Hellu.
KaupfélagiB Höfn Selfossi.
Kjörhúsgögn Selfossi.
Kaupfélag Arnesinga Selfossi.
Stapafell Keflavik.
Kaupfélag SuBurnesja Keflavlk.
Kaupfélag HafnfirBinga HafnarfirBi.
Verzlunin Burkni HafnarfirBi.
Blómahöllin Kópavogi.