Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1974
-PJorðurlands-
kjördæmi vestra
Rekstri atvinnutækjanna verði
komið á heilbrigðan grundvöll
Rœtt við Adolf Berndsen á Skagaströnd
„Það er nú svo komið með
rekstur frystihúss Hólaness h/f,
og greiðsluerfiðleika þess, að Út-
gerðarfélag Skagstrendinga hef-
ur ákveðið að láta skuttogara
sinn, Arnar leggja upp annars
staðar næsta túr,“ sagði Adolf
Berndsen hreppsnefndarmaður
og stjórnarformaður Hólaness
h/f á Skagaströnd, er fréttamaður
Mbl. hitti hann að máli nú fyrir
skömmu. „Erfiðleikar þessir
stafa af miklurn framkvæmdum
við endurbætur á frystihúsinu og
vegna sölutregðu og verðfalls á
þorskblokkinni, samhliða stór-
hækkuðum launagreiðslum og
hækkun á öðrum kostnaði og ekki
hefur tekizt að fá rekstrarfjár-
fyrirgreiðslu. Þá er einnig mjög
miklir erfiðleikar með rekstur
togarans og raunar aðeins tfma-
spursmál, hvenær útgerð hans
stöðvast. Ástandið hér er þvf
heldur dökkt, svo ekki sé tekið
dýpra f árina.“
— Hvernig hefur atvinnu-
ástandið verið?
— Hér hefur verið næg atvinna
sl. 4—5 ár, sem byggzt hefur á
þeirri atvinnuuppbyggingu, sem
hófst á tímum viðreisnarstjórnar-
innar og má nefna nokkur dæmi
þar um. 1968 var veitt fjárhagsleg
fyrirgreiðsla í sambandi við
stækkun og endurbætur frysti-
hússins, áramótin 1968—69 var
keyptur hingað togbáturinn
Arnar og svo Örvar áramótin
1971. Með smíði 50 tonna báts,
Auðbjargar, hófst skipasmfði hér
1970. 1972 lauk svo vélvæðingu
rækjuvinnslunnar og það ár tók
saumastofan til starfa. Allt þetta
hefur gert það að verkum, að at-
vinnan hefur verið næg og meira
að segja hefur vantað fólk til
starfa við fiskinn. Arnar og örvar
voru seldir á sl. ári til að fjár-
magna skuttogarakaupin og
Arnar, sem er 450 lesta japanskur
skuttogari kom svo í október sl.
— Er framkvæmdum við frysti-
húsið lokið?
— Já, þeim er að mestu leyti
lokið og hafa verið ærið
kostnaðarsamar. Okkur hefur
verið legið á hálsi fyrir að hafa
ráðizt í of mikið á of skömmum
tíma, en ég held, að það hijóti að
vera jákvætt fyrir okkur í þessu
verðbólgubáli, að vera búnir að
þessu. Afköstin hafa einnig
aukizt til muna og við eigum nú
um 10.000 kassa á lager, sem við
bfðum eftir að losna við.
— Hver eru brýnustu verkefni
Skagstrendinga nú?
— Það eru endurbætur á höfn-
inni. Hún er nú þannig, að Arnar
kemst ekki upp að bryggju, nema
sæta sjávarföllum. Við fengum
fjárveitingu til framkvæmdanna
á samgönguáætlunni 1970—71 og
í fyrra var unnið fyrir 10 milljón-
ir við grjótflutninga, en við vitum
ekkert hvað verður um áframhald
í sumar, en vonum hið bezta. Þá
hafa hér skv. samgönguáætlunni
verið gerðar miklar vegabætur
með smfði nýrra brúa og annarra
vegabóta. Stjórnarsinnar þakka
núverandi stjórn þetta, en það er
út í hött, því að áætlunin er frá
tímum viðreisnarstjórnarinnar.
Annars er auðvitað brýnast málið,
að rekstri atvinnutækjanna verði
komið á heilbrigðan grundvöll,
svo að þau fái starfað áfram. Hús-
næðisvandamál eru hér einnig
mikil og ijóst, að mun fleira fólk
hefði flutt hingað, ef húsnæði
hefði verið fyrir hendi. Ekkert
bólar á fjárveitingu til smíði 1000
leiguíbúða, sem ríkisstjórnin
lofaði landsmönnum og átti vera
byrjað á. Við höfum á okkar fjár-
hagsáætlun sl. 2 ár lagt til hliðar
fjármagn, til að vera tilbúnir með
okkar hlut, þegar að framkvæmd-
um kæmi. Við erum nú að ljúka
við gerð vatnsveitu, sem unnið
hefur verið að sl. 4 ár og verður
gífurleg bót fyrir okkur. Þá eru
einnig uppi áætlanir um varan-
lega gatnagerð í þorpinu, þannig
að verkefnin eru næg, sagði Adolf
að lokum.
„Hvar eru efndir ríkisstjórnarinnar
um bætt lánakjör til handa bændum?
Rœtt við Böyi Handdsson bónda á Bakka í Viðcúaarsmt
Það vcrður að tryggja bændum
lán til að þeir geti keypt sér meiri
vélakost, þvf að aðeins með þvf
móti er von til þess að þeir geti
stytt vinnutfma sinn og gert sér
vonir um orlof. Nú er aðeins
lánað út á dráttarvél og sláttuvél
og þvf verður að breyta. Mig
langar Ifka f þessu sambandi að
spyrja, hvar eru efndirnar á lof-
orði rfkisstjórnarinnar um bætt
lánakjör bænda. Þetta loforð er
orðið þriggja ára og ekkert bólar
á efndunum, sagði Birgir
Haraldsson bóndi á Bakka f Við-
vfkursveit f Skagafirði, er við
hittum hann að máli á Sauðár-
króki fyrir skömmu, þar sem
hann var f stuttri kaupstaðarferð.
Við spurðum hann hvernig hefði
vorað hjá þeim bændum f Skaga-
firði.
—* Hver eru að þínum dómi
brýnustu hagsmunamál bænda?
— Það mál, sem ég tel, að sé
algerlega óþolandi fyrir bændur
er vinnuálagið. Vinnutfmi okkar
er alltof langur. Þegar vinnu-
tímastyttingin kom til
framkvæmda fengum við einir
enga styttingu, en sagt er
að við höfum fengið það bætt
upp með hækkuðum verðlags
grundvelli landbúnaðarafurða,
en það fær ekki staðizt. Því
hefur einnig verið haldið
fram, að bændur hafi í kjörum
færst nær öðrum stéttum, en það
er ekki rétt. Við getum tekið sem
dæmi mann með 600 þúsund kr.
tekjur, sem hann getur notað
fyrir íbúð og fjölskyldu. Af þessu
fé verður bóndinn að taka til að
kaupa þau tæki, sem hann getur
ekki án verið í sínum búskap, og
til þessa er ekki tekið nægilegt
tillit til. Sem dæmi má nefna, að
ég þurfti að setja upp nýjar
girðingar í vor, sem kostuðu mig
100 þúsund kr. Þetta varð ég að
taka af mfnumtekjum. Egvarð
lfka að festa kaup á heybindivél
Qg þurfti þar að leggja út 180
þúsund kr. og síðan ætlaði fyrir-
tækið að lána mér afganginn. Þá
var ríkisstjónin búin að lög-
festa innborgunarskylduna og
fyrirtækið gat ekkert lánað mér,
svo að ég varð að fara á stúfana og
bjárga mér annars staðar. Ég var
þó heppnari en aðrir bændur, þvf
að ég fæ mína vél, en þeir eru
margir, sem ekki geta fengið
vélar sínar afgreiddar af þessum
ástæðum. Ég held að fólk geri sér
almennt ekki grein fyrir þvf, að
rekstur bóndabýlis er eins og
rekstur fyrirtækis, nema að þvf
leyti að bóndinn þarf að vinna allt
að þvf allan sólarhringinn og er
ekki samkeppnisfær við aðrar at-
vinnugreinar um vinnuafl.
Við höfum líka orðið fyrir áföll-
um vegna mikillar hækkunar á
fóðurbæti og áburðiog þar virðist
engin verðstöðvun vera í gildi, við
fáum þetta allt yfir okkur óbætt.
— Hefurðu von um, að ráð-
stafanir verði gerðar á næstunni
til að stytta vinnutfma bænda?
— Það hreinlega verður að
gera slíkar ráðstafanir til að
tryggja framtíð landbúnaðarins.
Það var ekkert uppörvandi fyrir
páskana, er ég kom á Sauðárkrók
f verzlunarferð. Þá voru allir að
flýta sér að ljúka störfum, þvf að
framundan var 5 daga frí hjá nær
öllúm mannskapnum, en hjá
bóndanum er enginn munur á
páskum og virkum dögum. Pálmi
Jónsson flutti á Alþingi frumvarp
um orlof bænda, en það var svæft.
Ég held við verðum að treysta því,
að eitthvað verði gert í þessum
málum í nánustu framtfð.
„Framtíð landbúnaðarins
í háska meðan aðstaðan við
aðrar stéttír er ekki jöfnuð”
Stutt spjall við Sigurð Þor-
bjarnarson bónda á Geitaskarði
Þegar ekið er um Norðurlands-
veg f Langadal, er á leið-
inni eitt býli, sem jafnan
hefur þótt bera af öðrum sök-
um myndarlegs húsakosts
og frábærrar snyrtimennsku
ábúendanna. Býli þetta heitir
Geitaskarð. Þar býr nú og
hefur gert sl. 28 ár, Sigurður Þor-
bjarnarson, sonur Þorbjarnar
heitins Árnasonar, ásamt konu
sinni Valgerði Ágústsdóttur frá
Hofi f Vatnsdal. Er fréttamaður
Mbl. var á ferð f Langadal f sl.
viku hitti hann Sigurð bónda að
máli og ræddi stuttlega við hann
um búskapinn. Við spurðum
hann fyrst, hve stór bústofninn
væri.
— Það eru um 60 hausar í fjósi,
hálft fjórða hundrað fjár og
nokkrir tugir hrossa.
— Hvernig hefur vorið verið
ykkur hér í Langadal?
— Hér hefur vorað vel, eins og
annars staðar á landinu, en þrátt
fyrir það er ekki gott að búa. Biiið
hefur enn farið breikkandi milli
landbúnaðarins og annarra stétta,
landbúnaðinum í óhag, einkum
síðan lögin um 40 stundá vinnu-
viku voru sett. Meginþorri þjóð-
arinnar hefur nú vinnutíma milli
9 og 5, en vinnutfminn hjá bænd-
um er ótakmarkaður og oft 24
tímar á sólarhring. öryggisleysi
bænda er mikið, vegna þess að
þeir eru ekki samkeppnisfærir
um vinnuaflið og geta ekki fengið
þá hjálp, sem þeir þurfa. Þess
vegna gerist það oft, er fólk í
sveitum veikist, að það getur ekki
lagzt í rúmið eða leitað læknis til
að fá hjálp, vegna þess að það
hefur ekki efni á þvf að fórna
tíma til slfks, það er enginn til að
vinna störf þess. Við gætum setið
f allan dag og rætt álíka dæmi.
— Hvað er til úrbótar í þessum
málum?
— Þetta verður ekki lagað öðru
vfsi, en aðstaðan verði jöfnuð og
bændum skapað öryggi f daglegu
lífi. Meðan það er ekki gert, er
framtíð landbúnaðarins f háska.
Það er erfiðara í landbúnaðinum
en nokkurri annarri grein að
stofna búið, því að lánin eru
bundin ákveðnu hámarki. Það
mætti í þessu sambandi spyrja
hér, hvað hefur orðið um efndirn-
ar á þvf ákvæði í málefnasamn-
ingi rfkisstjórnarinnar um, að
vextir á lánum til bænda skuli
lækkaðir og lánstfmi lengdur. A
þessu hefur ekkert bólað.
— Hversu margir starfa að bú-
skapnum á Geitaskarði?
— Við hjónin erum bara tvö við
þetta, nema á sumrin, þá er sonur
okkar heima, og unglingar. Þé t-
býlisunglingarnir hjálpa óneitan-
lega til yfir sumartimann, en svo
kemur öryggisleysið á haustin og
varir veturinn og vorið. A mínum
tíma hafa 20 jarðir f sveitinni
farið f eyði, sem kannski lýsir
ástandinu hvað gleggst. Fólk fýsir
ekki að leggja út f búskap.
— Hver heldur þú að þróunin
verði í landbúnaði?
— Ég held að hún stefni í þá
átt, að bændur snúi sér meira að
einni grein búskapar fremur en
að hafa blandaðan búskap, eins og
á Geitaskarði.
— Nú hefur þinn bær ætíð haft
orð á sér fyrir fegurð og snyrti-
mennsku, er ekki mikið verk að
halda f horfinu?
— Ég hef alltaf lagt mikið upp
úr því að hafa fallegt og snyrtilegt
í kringum mig, það var mér kennt
í æsku, en því miður verður æ
erfiðara að lifa eftir þeirri hug-
sjón vegna tfmaskorts, og þvf fer
fjarri, að mér finnist ég standa
mig nægilega vel í þeim efnum.
Þegar við kveðjum Geitaskarðs-
bóndann og ökum sem leið liggur
suður um, hugsum við til þess,
hve miklu skemmtilegra væri að
aka þjóðvegina, ef allir bændur
temdu sér þá snyrtimennsku, sem
gleður auga ferðamannsins, þegar
farið er framhjá Geitaskarði.