Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNI1974
35
Utvarp Reykjavik
SUNNUDAGUF
23. júnf
8.00 Morgunandakt
Séra Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir. Veðurgregnir.
8.15 Létt morgunlög
Sadler’s Wells hljómsveitin leikur
„Pineapple Poll“, ballettsvftu eftir
Sullivan; Charles Mackerras stj.
9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein-
um dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar
a. Sinfónfa f Es-dúr eftir Antonfn
Rejcha. Kammersveitin f Prag leikur.
b. Sónata fyrir flautu og sembal eftir
Frantisek Xaver Richter. Jean Pierre
Rampal eg Viktoria Svihnlfkova leika.
c. Sónata fyrit tvær fiðlur og pfanó
eftir Georg Benda. David og Igor
Oistrakh leika ásamt Valdimfr Jam-
polský.
d. Sembalkonsert f d-moll eftir Johann
Gottlieb Graun. Elíza Hansen og Pfalz-
hljómsveitin f Ludwigshafen leika;
Christoph Stepp stj.
11.00 Kirkjuvfgslumessa á Egilsstöðum
(Hljóðr. á sunnud. var). Biskup ts-
lands, herra Sigurbjörn Einarsson, víg-
ir krikjuna. Sóknarpresturinn, séra
Gunnar Kristjánsson f Vallanesi, pré-
dikar. Með þeim þjónar fyrir altari
Marínó Kristinsson. Leikmenn og
prestar flytja ritningarorð.
Organleikari Margrét Gfsladóttir
12.20 Dagskráin. Tónleikar
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.25 Mér datt það f hug
Jónas Guðmundsson rithöfundur rabb-
ar við hlustendur.
13.45 tslenzk einsöngslög
Guðmundur Guðjónsson syngur lög
eftir Sigfús Halldórsson við undirleik
höfundar.
14.00 Viðdvöl f Borgarnesi
Jónas Jónasson ræðir við nokkra
heimamenn.
15.00 Miðdegístónleikar: Frá tónlistar-
hátfð f Belgrad f haust.
16.00 Tfu á toppnum
örn Petersen sér um dægurlagaþátt
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatfmi: Gunnar Valdimarsson
stjórnar
18.00 Stundarkorn með fiðluleikaran-
um Jascha Heifetx. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagsrká kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.25 Eftir fréttir Jökull Jakobsson við
hljóðnemann f rúmar þrjátfu mfnútur.
19.55 Frá listahátfð Kammertónleikar á
Kjarvalsstöðum 16. þ.m.
a. Fimm bagatellur op. 20 eftir Hans
Erich Apostel. Jón H. Sigurbjörnsson
leikur á flautu, Gunnar Egilsson á
klarfnettu og Sigurður Markússon á
fagott.
b. Dúó fyrir óbó og klarfnettu eftir
Fjölni Stefánsson. Kristján Þ. Stephen-
sen og Einar Jóhannesson leika (frum-
flutn).
c. „Permutazioni a cinque“ eftir
Matyas Seiber. Jón H. Sigurbjörnsson
leikur á flautu, Kristján Þ. Stephensen
á óbó, Gunnar Egilsson á klarfnettu,
Stefán Þ. Stephensen á horn og Sigurð-
ur Markússon á fagott.
d. Tangó og Sirkuspolki eftir Igor Stra-
vinský. Halldór Haraldsson leikur á
pfanó.
ar
A skjánum
SUNNUDAGUR
23. júnf 1974
17.00 Endurtekið efni
„Nú sigla svörtu skipin“
Bresk heimildamynd um fyrstu sigl-
ingar Bandarfkjamanna til Japans og
upphafið að stjórnmálasambandi þjóð-
anna.
Þýðandi og þulur Gísli Sigurkarlsson.
Aður á dagskrá 6. aprfl 1974.
17.45 Landsmót skáta 1966
Stutt kvikmynd frá landsmóti skáta að
Hreðavatni sumarið 1966.
Aður á dagskrá haustið 1966.
18.00 Skippf
Astralskur myndaflokkur fyrir börn og
unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.25 Kambódfudrengurinn
Sænsk mynd um unglingspilt, sem býr
f Pnom-Penh, höfuðborg Kambódfu, og
hjálpar til að afla fjölskyldu sinni
tekna, með þvf að flytja ferðamenn um
borgina f fótstignum vagni.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
ÞulurGauti Kristmannsson.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
18.45 Steinaldartáningarnir
Bandarfskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Heba Júlfusdóttir.
19.05 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Heyrðu manni!
Spurningaþáttur.
Bessi Bjarnason hittir nokkra Aust-
firðinga á förnum vegi og leggur fyrir
þá spurningar.
21.00 Bræðurnir
Bresk framhaldsmynd, nýr flokkur.
3. þáttur. Trójuhesturinn
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 2. þáttar:
Vinskapur Edwards og Jennifer Kings-
ley hefur mjög kólnað, og hann leitar
aftur til vinkonu sinnar frá fyrri tfð.
Brian kemst í kynni við kennslukonu
dóttur sínnar og fer vel á með þeim. Á
stjórnarfundi Hammond-fyrirtækisins
er ákveðið að innlima fyrirtæki
Carters, sem er keppinautur bræðr-
anna, og breyta þá jafnframt nafni
fyrirta*kisins. Jennifer er þessu mjög
mótfallin, og raunar styður Edward
tillöguna einkum til að skaprauna
henni.
e. Sextett fyrir píanó og blásarakvint-
ett eftir Francis Poulenc. Halldór Har-
aldsson, Jón H. Sigurbjörnsson. Krist-
ján Þ. Stephensen, Gunnar Egilsson,
Stefán Þ. Stephensen og Sigurður
Markússon leika.
20.45 Frá þjóðhátfð Austur-Skaftfell-
inga, dagskrá hljóðrituð á Höfn f
Hornafírði 17. þ.m. Hátfðina setur Sig-
urlaug Arnadóttir, Hraunkoti f Lóni.
22.00 Fréttir.
22.15 V’eðurfregnir. Danslög Guðbjörg
Hlff Pálsdóttir velur lögin.
23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.
MAnIjDAGLR
24. júnf
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn
kl. 7.55: Séra Björn Jónsson f Keflaifk
flytur (a.v.d.v.) Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson held-
ur áfram að lesa söguna „Krummana"
eftir Thöger Birkeland (6). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleik-
ar kl. 11.00: Kirsten Hermanssen,
Gurli Plesner og Ib Hanesn syngja með
kór og hljómsveit Kgl. óperunnar f
Kaupmannahöfn „Elverskud", op. 30
eftir Niels W. Gade; Johan Hye- Knud-
sen stj. Konunglega liljómsveitin f
Stokkhólmi leikur „Miðsumarvöku",
sænska rapsódfu nr. 1. op. 19 eftir
Hugo Alfvén; hödundurínn stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.ðo Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Sfðdegissagan: Ur endurminning-
um Mannerheims Sveinn Asgeirsson
hagfræðingur les þýðingu sfna (3).
15.00 Miðdegistónleikar Ronald Smith
leikur Pfanósónötu f b-moll eftir Bala-
kfreff. Vlach-kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 3 f es-moll eftir
Tsjafkovský.
16.00 Fréttir. Tilkyningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar.
17.40 Sagan: Fólkið mitt og fleiri dýr“
eftir Gerald Durrell. Sigrfður Thorla-
cfus les þýðingu sfna (7).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Frétaauki. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson
cand. mag flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Ólafur Þ.
Kristjánsson fyrrv. skólastjóri talar.
20.00 Mánudagslögin
20.30 Sálrænir hæfileikar Rey Stanfords
Birgir Bjarnason flytur fyrra erindi
sitt.
21.00 „Draumur á Jónsmessunótt" eftir
Felix Mendelsohn — Bartholdy. Suisse
Romande hljómsveitin leikur þætti úr
verkinu; Ernest Ansemet stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Gatsby hinn
mikli" eftir Francis Scott Fitzgerald.
Þýðandinn Atli Magnússon, les (7).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. t þróttir Jón As-
geirsson segir frá.
22.40 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars
Guðmundssonar.
23.35 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
*
21.50 Ur kfnversku fjölleikahúsi
Þriðji og sfðasti hluti myndasyrpu með
atriðum frá sýningum fimleika- og
fjöllistamanna f Alþýðulýðveldinu
Kfna.
22.10 Réttarreglur á hafinu
Fræðslumynd frá Sameinuðu þjóð-
unum um yfirráðarétt rfkja yfir haf-
svæðum. Myndin byggist að miklu
leyti á ræðum Gunnars G. Schram,
fastafulltrúa Islands hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns-
son.
22.40 Að kvöldi dags
Séra Grfmur Grfmsson flytur hug-
vekju.
22.50 Dagskrárlok
mAnudagur
24. júní 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Bandarfkin
Breskur fræðsluflokkur um Bandarfki
Norður-Ameríku og sögu þeirra.
12. þáttur. Vopnabúrið
Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson.
21.25 Gistivinurinn
(Stockers Copper)
Breskt sjónvarpsleikrit eftir Tom
Clarke, að nokkru byggt á raunveru-
legum atburðum.
Leikstjóri Jack Gold.
Aðalhlutverk Bryan Marshall, Jane
Lapotaire og Gareth Thomas.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Leikurinn gerist f Cornwall sumarið
1913. Námaverkamenn hafa skipulagt
verkfall til að berjast fyrir bættum
kjörum og viðurkenningu á samtökum
sfnum. Sérþjálfuð lögreglusveit er
send til aðstoðar héraðslögreglunni, en
vegna húsnæðisvandræða er aðkomu-
mönnum skipt niður á heimili verka-
manna. Manuel Stocker, einn af for-
ystumönnum verkalýðsins, fær sinn
dvalargest, eins og aðrir. Það er geð-
felldur lögregluþjónn af velskum ætt-
um, og áður en langt um Ifður, tekst
góð vinátta með honum og fjölskyldu
Stockers, þrátt fyrir ósamrýmanlegt
hlutverk þeirra.
22.50 Dagskrárlok
Hjöltun á viðhafnarsverði, sem
Mohammed konungur Marokkð
gaf Eisenhower.
Gjafir í
þúsundatali
FYRIR nokkru birtu blöð í
Bandaríkjunum myndir af
Patriciu Nixon forsetafrú, og á
myndunum bar hún hálsmen,
eyrnalokka, nælu, armband og
kring með smarögðum og
demöntum, sem í ljós kom, að
Faisal konungur Saudi-Arabíu
hafði gefið henni. Olli þetta
talsverðum blaðaskrifum og
deilum, þar sem bandarísk lög
mæla svo fyrir að enginn opin-
ber embættismaður megi
þiggja gjafir frá útlendingum,
nema það geti leitt til versn-
andi sambúðar ríkjanna að af-
þakka slíkt. Gjafir, sem metnar
eru á minna en 50 dollara eru
þó undanþegnar. Þótt þessi
bandarísku lög séu aldagömul,
sýnir sagan, að þau hafa ekki
alltaf verið virt. Þannig eru til
dæmis um 30 þúsund gjafir til
sýnis í Lyndon B. Johnson safn-
inu í Texas, og um 22 þúsund í
Eisenhower safninu í Kansas.
Þúsundir gjafa hafa lent í ýms-
um minjasöfnum, eða verið af-
hentar góðgerðastofnunum.
Það var ekki fyrr en í stjórn-
artíð Eisenhowers forseta, sem
stofnuð var sérstök gjafadeild í
Hvíta húsinu. Hefur sú deild
starfað síðan, og skrásett
hundruð þúsunda gjafa sem
forsetum og fjölskyldum þeirra
hafa borizt, og er meirihluti
gjafanna frá bandarískum
borgurum. Dýrmætustu gjaf-
irnar eru yfirleitt frá ráða-
mönnum í Mið-Austurlöndum,
og birtum við hér myndir af
nokkrum þeirra.
Sem dæmi um örlæti Araba-
leiðtoga má nefna, að Eleanor
Roosevelt forsetafrú fékk
höfuðdjásn og armbönd úr
gulli, skreytt roðasteinum og
smarögðum frá soldáninum í
Marokkó, en Mohammed kon-
ungur Marokkó gaf forsetunum
Eisenhower og Johnson skraut-
sverð skreytt gulli og demönt-
um. Svipuð skrautsverð virðast
vinsælar gjafir í Saudi-Arabíu,
og þaðan fengu forsetarnir
Truman, Kennedy, Johnson og
Nixon sitt skrautsverðið hver
og eiginkonur þeirra verðmæta
skartgripi.
Það eru ekki eingöngu forset-
arnir og fjölskyldur þeirra, sem
fengið hafa dýrar gjafir.
Þannig hefur Hubert
Humphrey öldungadeildarþing-
maður nýlega afhent yfirvöld-
unum átta karata demant, sem
forseti Kongó gaf honum árið
1968, meðan Humphrey var enn
varaforseti.
Frú Patricia Nixon með skartgripi, sem Faisal konung-
ur Saudi-Arabfu gaf henni.
Nixon forseti og kona hans taka við gjöf frá Sadat forseta
Egyptalands.
Handsmfðað kaffisett úr silfri og fflabeini, sem Eisenhower
fékk frá franskeisara 1959.
Höfuðdjásn og armbönd úr gulli, skreytt roðasteinum og smar-
ögðum, sem frú Roosevelt fékk frá soldáninum f Marokkó.
fclk f
fréttum
'