Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 10
10 MORQUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1974 Þjónn safnaðanna SéO hoim áSkálholli. Suinarbúslaáirnir til vinstri l.oii"iim hefur kirkjan veriú inonnum vinsælt iimræúuel'ni. ekki síður en veðrið. og ol't ver- i<> hilamál. Sumir telja kirkj- una úrelta og allt. sein henni heyrir til, en artrir eru á því. aú hún eigi erindi til allra ok ekki sí/.l í nútnnanum. Starf kirkjunnar er marg- skipl og ein greinin er a*sku- lýðsstarfið. Séra (iuðjón Guð- jónsson gegnir nú starl'i a*sku- lýðsfulltrúa kirkjunnar og fer hér á eftir rabli við hann. Ilann er maður á vngri árum og var áður prestur í Stóra-Núps- prestakalli f Yrnessprófasls- dæmi. en tók við starl'i æsku- lýðsfulltrúa síðsuniars 1973. — Ilverl er staii' æsku- Ivdsfulltrúa kirkjunnar? — Eg tel það grundvallar- Davíðs- sálmur hlutverk æskul.vðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. að hann er þjónn safnaðanna í landinu við barna- og unglingastarf. Hon- um ber að vekja og efla og veita æskulýðsstarfi safnaðanna all- an þann sluðning. sem unnt er. Starf initt og þeirra. sem með mér vinna. er þvi þjónusta og ég tel hæltulegt. ef starf æsku- lýðsfulltrúa slitnar úr tengslum við siifnuðina. 1 annan stað get- ur æskulýðsfulltrúi komið á ei n h verri t il'ra unast arfsemi. sem í f.vrstu er óháð einhverj- um ákveðnum siifnuði. en þeg- ar málið er komið af tílrauna- stigi og vel hefur tekizt til. skal það afhent sófnuðunum. Æsku- lýðsfulltrúi styður að sjálf- sögðu áfram við bak þess. ef óskað er og hann má. Kg get nefnt eitt dæini til að útskýra þennan skilning minn á hlutverki æskulýðsfulltrúa. Eg á þar við sumarbúðir þjóð- kirkjunnar i Skálholti. Þar mun nú í suinar reynt að vinna beint safnaðarstarf. Biirn úr ákveðnum söfnuðum, einuin eða fleiri, munu dvelja í búðun- um og undirbúa sig undir vetrarstarfið i sínum söfn- uði. Æskulýðsfulltrúi legg- ur til starfslið, annast innritun o.þ.u.l.. en börn- um fylgir fulltrúi úr söfn- uðinum og fræðslan og lær- dómurinn í búðunum er miðað- ur við að undirbúa áframhald- andi safnaðarstarf. Biirnin koma heim með æfðan helgi- leik. sem þau flvtja í sinní kii'kju, invndir frá sumarbúða- lifinu o.s.frv. Það er von til þess, að sóknarpresturinn heimsæki þau og jafnvel að söfnuðurinn fari i heimsókn til Skálholts. meðan á dviilinni stendur. Fulltrúinn. sem með biirnunum kemur, er starfs- maður safnaðarins. Hann sér. hvernig helgileikurinn er æfð- ur. hann setur leikinn svo upp i kirkjunni sinni. hann þekkir aðstiiðuna þar, og hann er ein- hvers konar tengill milli barn- anna. sem vonandi mynda hóp. kjarna til blessunar fyrir barna- og unglingastarf safnaðarins. — En hvaú ined starí' ineúal unglinga? — Vtð hiifum revnt ferm- ingarnámskeió, einnig boðið foringjanámskeið, svo dæmi séu tekin. Það. sem hrjáir æskulýðsstarf safnaðanna. er skortur á leikiniinnum eða hæf- um foririgjum. Það er ekki unnt að ætlast til þess. að presturinn geri allt. Við höfum boðið að koma unglingum á kristna lýð- háskóla erlendis i náinni sam- vinnu við Skálholtsskóla. Eg hef ritað 36 skólum í Noregi til að leita að skölum, sem hafi m.a. það markmið. að þeir, sem þangað koma fái að kynnast æskulýðsstarfi og geti svo orðið til göðs i sínum söfnuði, er heim kemur. Eg ætlast til, að prestarnir bendi mér á þessi ungmenni og jafnvel að söfnuð- ir styrki þau. ef kostur er. Vandamálið er hins vegar það, að ekki eru margir, sem geta farið úr skóla hér i eitt ár til að sinna þessu. En við viljum hjálpa til við að finna þessi foringjaefni bæði með nám- skeiðum hér heima og erlendis. — Er eitthvaú hægt aú sækja til frændþjóóa okkar í þessu starfi? — Það eru margar hugmvnd- ir. sem við vildum re.vna. til dæmis ten-sing hugm.vndir frá Noregi, en þar er kristið æsku- lýðsstarf byggt utan um kór og litla hljömsveit. Allar frænd- þjóðir okkar geta notað kvik- myndir og annað þeim líkt i æskulýðsstarfi. Eg tel. að við verðum að koma okkur upp kvikmyndasafni. Annars eru þau svo óteljandi verkefnin. Eg get bætt einu við til gamans. Eg var mjög hrifinn í Gautaborg af kristnu æskulýðsstarfi i sköl- um. Þar er f.vrst og fremst mið- að við að finna kjarna innan skólans s.jálfs. Þess vegna hef ég hug á að reyna að veita Kristilegum skólasamtökum að- stoð mína og leita nýrra kjarna i skólum. þar sem þá er ekki að finna. Hugm.vndin er sú. að slikir hópar hlaði smám saman utan á sig og eflist. Þetta hef ég revnt lítillega i Hamrahlíð í vet- ur og re.vnslan var störkostleg. En það var aóeins byrjunin. Þá langar okkur að hjálpa þvi unga fólki. sem hefur lent upp úr hjólfarinu. Ef þú ekur um göturnar i Keykjavik eftir ball á töstudags- eða laugar- dagskvöldi sérð þú ungmenni á þvælingi um borgina, sums staðar brjótast þau inn i ganga fjölbýlishúsa af því að þau þirra ekki að fara heim. stelast inn í bíla eða leggjast bak við runna og ef þau sjást. eru þau álitin þ.jöfar og það er hringt á lög- regluna, sem á ekki annars kost en taka þau í sína vörzlu. Um leiö eru þau stimpluð. Eg vil taka skýrt fram. til að forðast allan misskilning. að ég er ekki að gagnrýna störf lögreglunnar. Þvert á móti á hún stórar þakk- ir skilið, en i mörgum tilvikum er hún tæpast rétli aðilinn. Við höfum hugsaö um eitthvert athvarf f.vrir þessa unglinga. sem víð vildum starfrækja með Hjálparstofnun kirkjunnar, en það er svo stórt f.vrirtæki, að fjárstvrkur verður að koma til. — Aó loktiin, hvernig er aó starl'a meó æskunni í dag? — Eg h.vgg, að tæpast séu til Itröttmeiri eða skemmtilegri samstarfsinenn en börn og unglingar. En skil.vrði slíkrar samvinnu er gagnkvæmt traust. Islenzk æska þráir að mega treysta og finna, að henni er treyst. Þess vegna verður sain- vinnan einnig að b.vggjast á persónulegum tervgslúm. Við, sein slörfum hér á skrifstofu æskulýðsstarfs þ.jóðki rkj un nar. eigum þessi persönulegu tengsl við mörg ungmenni. En það er aðeins dropi i hafið. og nú get ég endað á upphafinu. Kristið æskulýðsstan' verður aöeins unnið. svo i einhverjum mæli sé. i söfnuðum landsins. Em- bætti æskulýósfulltrúa er að hvet.ja og efla slikt starf. RitaÓ er... Jesús er vegurinn Víða í guðspjöllunum sjáum við sjálfsvitnisburð Jesús Krists. Hann gjörir kröfu til þess að vera* einstæður í mannlegri sögu. Þetta hneykslar suma. Þeir viðurkenna, að Jesús Kristur hafi verið mikill maður, já, í hópi hinna mestu, sem lifað hafa á þessari jörð. En þar draga þeir markalín- una. Meira varhann ekki. En slíkt mat er ekki i samhljóð- an við sjálfsvitund Jesú Krists. Hann sagði um sjálfan sig: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðursins, nema fyrir mig." Hann telur sig þannig ekki einn í hópi manna. Hann lætur sér engan veginn nægja það eitt að vísa öðrum leiðina heim til Guðs. Hann er ekki einn af mörgum, sem benda til hans. Hann ereini vegur inn, eini sannleikurinn og eina lífið. Hann einn veitir þekkingu á Guði. Enginn kemst til Guðs, nema fyrir hann. Þetta játa kristnir menn einnig. Við trúum á hann sem frelsara. Við höfum mætt Guði sjálfum i honum. Hann hefur opinberað Guð. I honum einum þekkjum við Guð. Án Jesús Krists á maðurinn enga færa leið til guðsþekkingar eða guðssamfélags. Þess vegna hefur kristnum mönnum ætíð verið Ijós nauðsyn þess að fara út til heiðinna þjóða til þess að segja þeim frá Jesú Kristi, Guðs syninum. Þar erum við að hlýðnast hinztu boðum hans, er hann sagði: „Farið og gjörið allar þjóðirnar að lærisvein- um. . ." Kristniboð hefur jafnan verið rfkur þáttur f starfi lifandi safnaðar. Víða um heim hafa kristniboðsstarfinu, bæði peníng- um, tfma og kröftum, ekki í eigin- hagsmunaskyni heldur til þess að boða trúna á Jesúm Krist. Þúsundir manna hafa farið út á kristniboðsakurinn til þess að benda fleiri á veginn, sannleikann og lifið. Kristniboð má aldrei aðeins vera einkamál litils hóps kristinna manna. Kristniboð er frumskylda sérhvers kristins manns. Sá, sem sjálfur hefur mætt Guði i frelsaranum, Jesú Kristi, hlýtur að brenna af löngun til þess að leiða aðra til trúar á hann. Jónas Gislason. Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll ersá maður, er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá, er eigi geymir svik í anda. Meðan ég þagði, tærðust bein mín, erég kveinkaði liðlangan daginn. Því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbeizkju. Sela. Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína. Sela. Þess vegna biðji þig sérhver guðhræddur, meðan þig er að finna, þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi. Þú ert skjól mitt, þú le>sir mig úr nauðum, meðfrelsisfögnuði umkringir þú mig. Sela. Ég vil kenna þér og fræða þig um veg þann, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér ráð, hafa augun á þér. Verið eigi sem hestar eða skynlausir múrar; með taum og beizli verður að temja þrjózku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki. Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann, ertreystir Drottni, umlykur hann elsku. Gleðjizt yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hréinhjartaðir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.