Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1974 Markmið Sjálfstæðisflokksins er að tryggja fulla atvinnu og lífskjör fólksins Framhald af bls. 1 menn og erlendir starfsmenn á vegum varnarliðsins og skyldulið þess búi á Keflavíkurflugvelli. Þá teljum við eðlilegt, að íslendingar taki eins og unnt er þátt í þeim störfum, sem unnin eru I þágu eigin öryggis og eru ekki hernaðarlegs eðlis og að land- helgisgæzla okkar og löggæzla verði jafnframt efld til aukins framtfðarhlutverks. — Andstæðingarnir halda því fram, að stefnu Sjálfstæðisflokks- ins leiði til ævarandi hersetu. Hvað viltu segja um þá staðhæf- ingu? — Við sjálfstæðismenn teljum, að Islendingar hljóti að hafa varn- ar- og öryggismál sín í stöðugri endurskoðun. Það sé skylda okkar að gera okkur sjálfstæða grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum á þessu sviði og að við höfum sjálfir frumkvæði í þeim efnum, hvaða ráðstafanir þurfi að gera á hverj- um tíma og þ. á m. hvenær óhætt sé, að allt varnarlið hverfi af landi brott. Þangað til verður að gæta þess, að dvöl þess hafi ekki þjóðernisleg, félagsleg og fjár- hagsleg áhrif, sem skaðleg eru íslenzku þjóðinni. — Nú er ljóst, að vinstri flokkarnir hafa allir með einum eða öðrum hætti á stefnuskrá sinni, að varnarliðið eigi að hverfa af landi brott innan skamms tíma. Jafnframt liggur fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga möguleika á að hljóta meirihluta á Alþingi íslendinga. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkur- inn að koma stefnu sinni í varnar- málum fram í hugsanlegri sam- vinnu við stjórnmálaflokka, sem vilja varnarliðið brott? — Það er rétt, að Sjálfstæðis- flokkurinn einn allra íslenzkra stjórnmálaflokka hefur einhuga tekið ákveðna afstöðu og vill var- ið land í samræmi við áskorun þá, er 55.522 íslenzkir kjósendur beindu til Alþingis og ríkisstjórn- ar um að leggja á hilluna ótíma- bær áform um brottför varnar- liðsins. Skilyrði Sjálfstæðisflokks- ins til þess að koma fram stefnu sinni í þessu máli byggjast á því, að undirskrifendur og þeir fjöl- mörgu aðrir Islendingar, sem sama sinnis eru, greiði Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt á kjördegi. Með ótvíræðri fylgis- aukningu og sigri Sjálfstæðis- flokksins, þótt hann nái ekki þingmeirihluta, munu þingmenn annarra flokka síður ganga í ber- högg við stefnu „Varins lands“ og meiri líkur eru þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn taki við stjórnarforystu og marki stefnu í öryggis- og varnarmálum f sam- ræmi við það, sem ég hef hér lýst. Opin umræða um utanríkismál — En hvað er að segja almennt um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til utanríkismála og meðferðar þeirra? — Ég vil leggja á það áherzlu í utanríkismálum almennt, að sú skylda hvflir á sjálfstæðri þjóð, hversu fámenn sem hún er, að fylgjast með framvindu mála og breytingum, sem kunna að verða á alþjóða vettvangi og geta haft áhrif á framtíð hennar. Sjálf- stæðisflokkurinn vill því á hverj- um tíma gangast fyrir sérstakri athugun á þeim atvikum, sem áhrif hafa f samskiptum þjóða og efna til opinnar umræðu meðal Islendinga um þau. Það er nauð- synlegt, að allir landsmenn geri sér sem bezta grein fyrir stöðu Islands hverju sinni og þátttöku okkar f alþjóðlegu samstarfi. Aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu og þátttaka í starfi þess er ekki sízt mikilvæg frá því sjónarmiði, að þar öflum við okk- ur upplýsinga, sem hljóta að vera forsendur ákvarðana okkar og höfum um leið áhrif á ákvarðanir bandalagsþjóðanna, sem óhjá- kvæmilega skipta okkur máli. Ef við viljum ekki verða leiksoppur tilviljana eða stórveldanna, þá verður rödd okkar að heyrast og atkvæði'okkar að gilda f alþjóða- samstarfi alveg með sama hætti og einstaklingur, sem vill hafa áhrif í innanlandsmálum og á eig- in framtfð, getur ekki verið hlut- laus í stjórnmálum lfðandi stund- ar og hlýtur því að bindast sam- tökum með skoðanasystkinum sínum og neyta atkvæðisréttar síns. Frelsi þjóða og lýðræðis- skipulag breytist á þvf, að menn láti sig málin skipta og hugsi ekki sem svo, að ekkert muni um hvern og einn, þvf að þegar fleiri sama sinnis leggjast á eitt, má tryggja hvoru tveggja frelsi og lýðræði. Víxlar vinstri stjórnar falla — Hver er að þínum dómi kjarni þess efnahagsvanda, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir? — Hin ytri sjúkdómseinkenni birtast í hallarekstri atvinnuveg- anna, halla ríkissjóðs og fjárfest- ingarsjóðanna, sem leiðir svo til stórfellds halla á viðskiptum við útlönd. Nú um nokkurt skeið hef- ur verið reynt að leyna þessum sjúkdómseinkennum með því að taka erlend lán til að jafna þenn- an halla og auka seðlaprentunina, sem leitt hefur til þess, að verð- gildi peninganna hefur sífellt minnkað. Þegar rætt er um, að kaupmátt- ur hafi aukizt á vinstri stjórnar tímanum, þá er sú aukning mun minni en fyrirheit voru gefin um við upphaf stjórnarsamvinnunnar og enn fremur mun minni en áttu sér stað síðustu ár Viðreisnar- stjórnarinnar, en öllu verra er það, að kaupmáttaraukningin, sem státað er af, byggist á fölsk- um forsendum, hallarekstri og er- lendri skuldasöfnun. Auk þess er ekki komin fram hækkun á ýms- um nauðþurftum almennings og ýmiss konar opinberri þjónustu, s.s. rafmagni, pósti og síma, út- varpi, bensíngjaldi og fleiru. Fjölskylda, sem tekst að afla sér hálfrar milljón króna víxils, getur státað af auknum kaupmætti þangað til að falldegi víxilsins kemur. Ástæðan til þess, að vinstri stjórnin leystist upp er m.a. sú, að víxlar þeir, sem hún hafði tekið, voru að falla. — Hvernig ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að bregðast við þess- um vanda, ef hann tekur þátt I ríkisstjórn að kosningum lokn- um? — Helzti vandinn, sem þar er við að etja er sá að koma á jafn- vægi í fjárlögum, en ríkisbúskap- urinn verður á þessu ári væntan- lega rekinn með á fjórða þúsund milljón kr. halla. Til þess að ná því marki, að ríkisbúskapurinn verði hallalaus, verður að draga úr útgjöldum og útgjaldafyrir- ætlunum. Með sama hætti verður aó endurskoða fjármál allra ríkis- stofnana, svo að hallarekstur þeirra auki ekki á veltu sífellt verðminni peninga. Þá er og nauðsyn að auka svo sparifjármyndun í landinu, að viðskiptabankarnir þurfi ekki að mynda yfirdrátt f Seðlabankan- um. I því skyni verður að vernda hag sparifjáreigenda, sem verst ■<allra hafa orðið úti í dýrtíðarflóð- inu og taka til endurskoðunar uppbyggingu vaxtakerfisins, gera það sveigjanlegra, kanna verð- tryggingu sparifjár og stofna verðbréfamarkað. Þá er ljóst, að hætta verður með öllu að blekkja fólk með lánsloforðum úr fjár- festingarlánasjóðum, sem búið er að tæma. Við verðum að hætta að bæta við erlendar skuldir þjóðarbúsins og takmarka erlend lán við gjald- eyrisaflandi og gjaldeyrisspar- andi framkvæmdir. Þeir hafa fellt gengið — Hver er meginorsök hinnar gífurlegu verðbólguþróunar að þínum dómi? Að mfnu áliti er þreföldun fjár- laga og erlendra skulda, halla- rekstur ríkis og þjóðarbúsins höfuðundirrót verðbólgunnar, þótt auðvitað hafi víxláhrif kaup- gjalds og verðlags sín áhrif í þeim efnum einnig. Þess vegna þarf í samráði og með samkomulagi launþega og vinnuveitenda að endurskoða fyrirkomulag við gerð kjarasamninga og svokallað vísitölukerfi, sem í stað þess að vera trygging launþegum til handa, hefur orðið svikamylla í höndum vinstri stjórnar, launþeg- um til tjóns. Ástæðan til þess, að nú blasir við atvinnuleysi og hallarekstur atvinnuveganna er auðvitað sú, að vegna verðbólgustefnu vinstri stjórnar hefur tilkostnaður innan- lands vaxið hraðar en tekjur út- flutningsatvinnuveganna, sem þó hafa hækkað í sumum greinum um allt að 300—400% í tíð núv. stjórnar. Við hljótum að gera okk- ur grein fyrir því, að þegar til lengdar Iætur miðast gengi ís- lenzku krónunnar í raun við hallalausan rekstur atvinnuveg- anna. — Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér fyrir gengislækkun, komist hann til valda að kosning- um loknum? — Kommúnistar hafa á orði, að gengið verði fellt, ef Sjálfstæðis- flokknum er veitt stjórnarforysta. Hið sanna er, að þeir hafa sjálfir með stjórnarstefnu sinni og stjórnarathöfnum nú þegar fellt gengið, ekki einungis með þeim hætti, að gengi íslenzku krónunn- ar er nú allt að 35% lægra gagn- vart myntum ýmissa viðskipta- landa, en það var I upphafi vinstri stjórnar tímabilsins eða með þvi að láta gengið „siga“ eða „drjúpa“ áfram, heldur er krafan um 25% innborgunargjald vísbending um það, hvert mat núverandi ríkis- stjórnar er á raunverulegu gengi íslenzku krónunnar. Um leið og við þannig horfumst í augu við þá staðreynd, að við lifum ekki hér á landi nema afrakstri atvinnuvega okkar og gengi gjaldmiðilsins er spegií- mynd af þeirri staðreynd, þá viljum við treysta gengið með jafnvægi í efnahagsmálum. I þeim tilgangi að jafna sveiflur í afla og verðmæti útflutningsaf- urða okkar viljum við afla fjár- magnsmyndun í atvinnuvegun- um, svo að þeir séu þess umkomn- ir að taka á sig nokkur áföll og koma á jöfnunarsjóði eins og verðjöfnunarsjóði sjávarafurða, sem Viðreisnarstjórnin kom á fót, en vinstri stjórnin hefur rýrt, þrátt fyrir síhækkandi út- flutningsverðlag. Þá er jafnframt nauðsynlegt til þess að jafna sveiflur í efnahags- lífinu að skjóta fjölbreyttari stoð- um undir íslenzkt atvinnulíf með allsherjaruppbyggingu almenns iðnaðar stóriðju, virkjun fall- vatna og varmaorku, svo að hug- vit og verkhæfni Islendinga fái notiðsfn. Markmið er full atvinna — Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins halda þvf fram, að af- leiðing af stefnu flokksins í efna- hags- og atvinnumálum verði landflótti og atvinnuleysi og vísa í því sambandi til erfiðleikaáranna 1967—1969. Hvað vilt þú segja um þennan málflutning? — Markmið Sjálfstæðisflokks- ins er að koma á jafnvægi í efna- hagslífinu. Sliku jafnvægi er ekki náð með atvinnuleysi. Þvert á móti er skilyrði þess full atvinna. Ég minni á, að atvinnuleysi var ekkert öll viðreisnarárin nema eftir áföllin 1967—1969, þegar út- flutningsverðmætið minnkaði um 50% vegna aflabrests og verð- falls, en svo myndarlega var snú- izt gegn þessum vanda, að tíma- bundnu atvinnuleysi var eytt og 1970 og 1971 var það algjörlega horfið. Markmið allra efnahagsað- gerða, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir, hefur verið að tryggja fulla atvinnu og lífskjör fólksins, hvar sem er á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki standa að neinum þeim aðgerð- um, sem eru ekki í samræmi við þau markmið. Munurinn á efna- hagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna er sá, að þeir vilja beita styrkja- og uppbóta- aðferð, höftum og hömlum, boð- um og bönnum, en Sjálfstæðis- flokkurinn telur slfkar aðferðir engan vanda leysa, koma verði á efnahagslegu jafnvægi og frjáls- um viðskiptum, svo að framtak einstaklinga og félagasamtaka þeirra fái notið sín til aó bæta lífskjör heildarinnar. Ágreiningsefnið er engan veg- inn bundið við efnahagsmál, enda eru tengsl ofstjórnar, hafta og banna í efnahagsmálum og ein- okunar í mennta- og menningar- málum augljós. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á einstaklinginn, að hann finni gildi sitt og njóti og þroski hæfileika sína, ekki sízt á menningarsviðinu. Frjálst framtak í viðskiptum og frjáls samskipti manna á því sviði eru forsenda andlegs frelsis og einstaklingsbundinnar tjáningar og listsköpunar, er gefur lífinu gildi, jafnt fyrir listamann og al- menning, sem nýtur verka hans. Allt ber að sama brunni. Vel- ferð heildarinnar byggist á frelsi og framtaki einstaklingsins á hvaða sviði sem er, menningar- legs- sem efnahagslegs eðlis. — Því er líka haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á við- reisnarárunum vanrækt endur- nýjun atvinnutækja, svo sem skuttogara, en vinstri stjórnin hafi tekið þar myndarlega á. Hvað viltu segja um þessar fullyrð- ingar? — Á viðreisnarárunum var fiskiskipastóllinn endurnýjaður I stærri stíl en áður hafði þekkzt og jókst hann um 100% frá 1959—1968 og var þeirri endur- nýjun hagað í samræmi við þær veiðar, sem þá gáfu mestan arð. Á þeim árum var einnig skapaður grundvöllur fyrir endurnýjun togaraflotans með samvinnu ein- staklinga, félagasamtaka, sveitar- félaga og ríkisins og var búið að semja um smíði á 17 skuttogurum í tfð fyrrverandi rfkisstjórnar. Þá var talinn rekstrargrundvöllur fyrir þeim, en nú er svo komið undir vinstri stjórn, að áætlaður halli þeirra er um og yfir 1 millj. kr. á mánuði og blasir rekstrar- stöðvun þegar við mörgum þeirra. I tfð viðreisnarstjórnar var einnig gerð áætlun um og hafin fram- kvæmd á endurbótum á frystihús- um, sem vinstri stjórnin vill nú eigna sér. Samhliða þessum endurbótum í sjávarútvegi urðu stórstígar fram- farir í landbúnaði og f orkumál- um rættust draumar mestu hug- sjónamanna Islendinga á þessari ' öld og sköpuðu grundvöll fyrir stóriðju og eflingu almenns iðnað- ar og leiddi m.a. til vaxandi út- flutnings iðnaðarvarnings, sem nú er haldið kverkataki meó verð- bólgustefnu vinstri stjórnar. Félagshyggja og fordæmi Reykjavíkur — Vinstri flokkarnir kenna sig nú allir við félagshyggju og láta í það skína, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi lítinn áhuga á félags- legum umbótum. — Bezta sönnun þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn er engum öðr- um stjórnmálaflokki síðri í félags- hyggju, er fordæmi Reykjavfkur- borgar og frumkvæði í félagsmál- um undir meirihlutastjórn sjálf- stæðismanna. Það er að vísu ekki vandalaust að samræma annars vegar frelsi og framtak einstakl- ingsins og sjálfsábyrgð hans því að tryggja samhjálp og efla þannig tryggingarkerfið eins og nauðsynlegt er. Félagsmálastefna Sjálfstæðisflokksins miðar að því annars vegar að koma í veg fyrir félagsleg vandamál og hins vegar að beita þeim félagslegu úrræó- um er styðja menn til sjálfsbjarg- ar. Undir öllum kringumstæðum á enginn vegna veikinda, örorku eða slfkra áfalla að lfða neyð. Það er félagsleg skylda þjóðfélagsins að koma í veg fyrir það, og um fram allt að reyna að skapa þeim möguleika til þátttöku J eðlilegu lífi samborgaranna. Góð skilyrði fyrir útfærslu í 200 mílur — Er Sjálfstæðisflokkurinn staðráðinn í að beita sér fyrir útfærslu í 200 sjómflur fyrir lok þessa árs verði hann aðili að rfkis- stjórn eftir kosningar? — Á síðasta þingi fluttum við sjálfstæðismenn tillögu um, að fiskveiðilögsagan yrði færð út f 200 sjómílur fyrir árslok 1974, en sú tillaga fékk ekki afgreiðslu, þrátt fyrir ftrekuð tilmæli okkar um að hún yrði tekin fyrir. Stjórnarflokkarnir voru búnir að lýsa þvf yfir, að þeir vildu ekki samþykkja tillöguna, en vildu vísa henni til ríkisstjórnarinnar. Blað formanns utanríkismála- nefndar hefur látið í það skfna, að það hafi verið með samþykki okk- ar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, aó málið hefði ekki verið afgreitt úr nefnd. Það er fjarri sanni, þótt við féllumst á að bíða með af- greiðslu þess milli funda, þar til Alþýðuflokkurinn hefði tekió af- stöðu til þess. Við lögðum áherzlu á, að fá endanlega afgreiðslu í nefndinni, en það tókst ekki vegna andstöðu stjórnarflokk- anna og þess vegna er ljóst, að þeim er ekki treystandi til þess að hafa forystu um útfærslu í 200 mflur. Þessi útfærsla er nauðsynleg til þess að vernda verðmæt fiskimið milli 50 og 200 mílna. Þetta kom ekki sízt í ljós, þegar Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra, hafði auðveldað austur-þýzkum verksmiðjutogurum, heilum flota, að fiska hér við land 80 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Það er uggvænleg staðreynd, að þorskaflinn hefur staðið í stað á yfirstandandi vertíð, þrátt fyrir 50 mílna útfærslu, nýja skuttog- ara og stóraukna sókn á fiski- miðin af okkar hálfu. Víðtækra ráðstafana er því þörf ásamt út- færslu í 200 mílur til verndunar fiski*tofnum á fiskimiðum okkar. Með mjög örri þróun alþjóða- réttar standa nú vonir til þess, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.