Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1974
19
□
Blaðamenn
Morgunblaðsins
fóru um Vestur-
landskjördæmi um
síðustu helgi og
hittu þar að máli
frambjóðendur
sjálfstæðismanna,
bændur og búalið,
sjómenn, iðnaðar-
menn og aðra, sem
byggja þennan
landshluta. Við
ræddum við þetta
fólk um landsmál-
in, byggðamálin og
atvinnumálin og
bar að sama
brunni hjá flest-
um, fólki er heitt í
hamsi vegna
ástandsins í stjórn-
málum þjóðar-
innar, óvissunnar
og stjórnleysins,
sem hefur ríkt í
einu og öllu hjá
vinstri stjórninni.
Hér fara viðtölin á
eftir:
TEXTI OG
MYNDIR:
ÁRNI
JOHNSEN
OG PÉTUR
EIRÍKSSON
„Nauðsynlegt að færa út í
200 mílur fyrir árslok 1974”
Rætt við Jón Árnason, I. mann
á lista Sjálfstæðisflokksins
JÖN ARNASON, fyrrverandi al-
þingismaður, er fæddur á Akra-
nesi 15. janúar 1909. Hann var
fyrst kjörinn á þing 1959. Hann
er kvæntur Ragnheiði Þðrðardðtt-
ur og eiga þau 4 börn.
Mbl. byrjaði á þvf að spyrja
Jðn, hvaða þýðingu þessar kosn-
ingar hefðu fyrir landhelgismál-
ið.
Ut af fyrir sig hafa þær ekki
mikla þýðingu fyrir niðurstöðu
málsins. Stefnan er þegar ráðin.
Nú talar enginn um 50 milur,
heldur 200. Eins og nú liggur fyr-
ir, eru fiskistofnarnir í hættu, og
þvi er nauðsynlegt að láta koma
til framkvæmda tillögu Sjálfstæð-
ismanna um að færa út í 200 míl-
ur fyrir árslok 1974.
Ef eitthvað er varhugavert í
sambandi við landhelgismálið, þá
er það yfirlýsing stjórnarsinna, að
í dag sé ekki tfmabært að taka
ákvörðun um, hvenær fiskveiði-
lögsagan verði færð út í 200 míl-
ur. Þá tel ég það mjög hættulegt,
hvað sjávarútvegsráðherra og
stjórnarflokkarnir hafa verið hik
andi í friðun uppeldisstöðva ung-
fisks en það getur haft hinar al-
varlegustu afleiðingar.
Hvað um þá fullyrðingu, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið
dragbýtur á útfærsluna f 50 mfl-
ur?
Hún er algjörlega tilhæfulaus,
enda samþykkti Alþingi einróma
þá ákvörðun og lýsti yfir, að
samningarnir við Breta hefðu
þegar þjónað tilgangi sínum og
væru því úr gildi fallnir. Hitt er
svo annað mál, að við vildum
ganga lengra og færa út lögsögun
yfir landgrunnið allt, sem sagt
allt að 70 mílum, auk þess sem
stjórnarliðar deildu hart á okkur
fyrir, að við sáum ekki ástæðu til
að ákveða útfærslu 1. september,
þar sem að við töldum, að e.t.v.
þyrfti að færa út fyrr.
Vanrækti viðreisnarstjórnin
ekki uppbyggingu togaraflotans?
Sjávarútvegur hefur alltaf mark-
azt af ytri aðstæðum. Þannig var
þróunin á fyrri hluta áratugarins
1960—70 í þá átt, að fiskibátaflot-
inn var endurnýjaður og stórauk-
inn, auk þess sem á sama tfma var
ráðizt í að byggja stórvirkar fiski-
mjölsverksmiðjur. Það er þessi
uppbygging síldveiðiflotans
ásamt verksmiðjunum og þeim
viðbótarflota, sem byggður hefur
verið síðan, sem hefur verið uppi-
staðan f að hagnýta hinn mikla
loðnuafla síðari ára.
Um uppbyggingu togaraflotans
er það að segja, að á þeim tíma,
sem síldaraflinn var sem mestur,
þá er það staðreynd, að útgerð
togara og framboð sjómanna til að
stunda þann atvinnuveg fór stöð-
ugt minnkandi. Hitt er svo annað
mál, að eftir að síldarstofninn
hafði gengið til þurrðar, var á ný
lögð áherzla á að byggja ný og
stærri togskip en áður hafði átt
sér stað. Eins og kunnugt er hafði
viðreisnarstjórnin samið um kaup
eða smíði 16 nýrra skuttogara,
sem dreifðust út um landsbyggð-
ina.
Það er vissulega ánægjulegt
fyrir íslendinga sem eina fremstu
fiskveiðiþjóð heims að eiga full-
komin fiskiskip. Hitt er alvar-
legra fyrir þjóðina, þegar stjórn
landsins er þannig farið, að þessi
afkastamiklu atvinnutæki hafa
ekki rekstrargrundvöll vegna óða-
verðbólgu og óstjórnar í efna-
hagsmálum. Samkvæmt upplýs-
ingum efnahagssérfræðinga ríkis-
stjórnarinnar er nú talið, að tap
nýju skuttogaranna verði ekki
undir 8—14 milljónum króna.
Það segir sig sjálft, að hér er um
mikið vandamál að ræða og það
kemur í hlut þeirrar ríkisstjórn-
ar, sem tekur við að treysta
grundvöllinn og tryggja áfram-
haldandi rekstur.
En hvernig er ástand frystiiðn-
aðarins?
Frystihúsin hafa undanfarið
verið langstórvirkustu atvinnu-
tækin í landi. A meðan söluverð í
markaðslöndunum fór jafnt og
þétt hækkandi, eins og átti sér
stað ’71—’73, reyndust þessi fyrir-
tæki fær um að mæta þeim kostn-
aðarauka, sem leiddi af þeirri
verðbólgu, sem þá var um að
ræða. Nú hefur það hins vegar átt
sér stað, um leið og sala á frystum
fiski hefur stöðvazt eða söluverð
farið lækkandi, að frystihúsin
lenda strax í vandræðum vegna
óstjórnar, sem nú er á efnahags-
málum þjóðarinnar. Það er þegar
sýnilegt, að ef ekki koma til að-
gerðir til að treysta rekstur frysti-
húsana hlýtur til þess að koma
fyrr eða síðar að þessi þýðingar-
mikli atvinnuvegur stöðvist.
Hraðfrystiiðnaðurinn hefur
ekki komizt hjá því að undan-
förnu að leggja í fjárfrekar fram-
kvæmdir, sérstaklega með tilliti
til nýrra laga um hollustuhætti
hjá aðalviðskiptaþjóð okkar,
Bandaríkjunum, en koma til
framkvæmda innan skamms. Um
þessar framkvæmdir og kostnað
þeirra hafa verið gerðar nákvæm-
ar áætlanir og yfirlýsing stjórn-
valda um útvegun lánsfjár til
framkvæmdana liggur fyrir. En
það er staðreynd, að þessi fyrir-
heit um fjármögnun framkvæmd-
anna er mjög vanefnd og því eiga
frystihúsin í miklum erfiðleikum
með þessar framkvæmdir.
Hvaða mál ber að leggja mesta
áherzlu á f Vesturlandskjör-
dæmi?
Eitt þeirra mála, sem ég álft að
Jón Arnason
beri að leggja höfuðáherzlu á, er
hagnýting þeirra orkulinda, sem
fyrir hendi eru í kjördæminu.
Landshlutaveitur og virkjanir
eiga að vera sjálfstæðar einingar f
eigu heimamanna, en með þátt-
töku rikissjóðs, þannig að þær
verði ekki undir miðstjórnarvald-
inu í Reykjavík. Fyrir Vesturland
er Andakflsárvirkjun traustur og
öruggur kjarni til að byggja á
frekari framkvæmdir í raforku-
málum. Jarðhitinn er sá mála-
flokkur, sem að mínum dómi á að
hafa forgang við útvegun fjár-
magns, og gera þarf allt, sem unnt
er, til að flýta uppbyggingu hita-
veitu, þar sem það má teljast hag-
kvæmt.
Þá er fátt ákjósanlegra fyrir
hinar dreyfðu byggðir en að sam-
göngumál séu í góðu lagi. Það
þarf því að hyggja betur að þeim,
þar sem fjármagn, sem veitt hef-
ur verið til þeirra, hefur étizt upp
í verðbólgunni.
„Við stjórnvölinn vantar menn með reynslu”
Rabbað við Þórð Oskarsson útgerðarmann á Akranesi
ÞÓRÐUR Óskarsson útgerðar-
maður á Akranesi hafði ákveðnar
skoðanir á stöðunni I stjórnmál-
um þjóðarinnar f dag, og hann
var þungorður, enda einn af þeim
mönnum, sem á nú f vök að verj-
ast með atvinnurekstur sinn þrátt
fyrir einstætt góðæri til lands og
sjávar sfðustu ár.
„Stóra málið er,“ sagði hann,
„að ef ekkert verður að gert á
næstunni, stöðvast bátaflotinn og
fyrirtækin. Það er ömurlegt að
þetta er að gerast í kjölfar
hreinna góðæra eins og hafa verið
undanfarin ár. Staðreyndin er sú,
finnst mér, að þjóðarbúið er eins
og hvert annað heimili eða fjöl-
skylda. S.l. 3 ár hefur þetta verið
þannig, að tekjur hafa aukizt um
allt að helming á ári, með að vfsu
aukinni vinnu, en sarot sem áður
hefur þetta fjármagn ikki dugað
heimilinu og skuldir safnazt.
Hvaða álit hafa menn á heimili,
sem þannig er stjörnað?
Við stjórnvölinn í ríkisstjórn Is-
lands vantar menn, sem hafa
reynslu af rekstri.
Mér finnst það skipta öliu máli
að slíkir menn taki við þessu. Geir
Hallgrímsson vil ég nefna í þessu
sambandi. Geir hefur stjórnað
næst stærsta fyrirtæki á Islandi,
Reykjavfk, með svo miklum ágæt-
um, að andstæðingar hans gátu
ekki komið á hann einu höggi, og
mér finnst því alveg tilvalið að
fela honum stjórn stærsta fyrir-
tækisins, þjóðarbúsins.
Það væri hægt að tala langt mál
um stöðuna hjá þjóðarbúinu, en
staðreyndin er sú f stuttu máli, að
það hefur verið úthlutað á undan-
förnum árum því sem er ekki til
og aldrei hefur vitleysan og
austurinn verið meiri en að
undanförnu. Ef það væri mögu-
legt að hafa þetta svona væri ekki
við nein vandræði að etja, en allir
landsmenn vita, að verið er að slá
vandanum á frest að sið þeirra,
sem litla stjórnvizku hafa. Sjávar-
útvegurinn og útflutningsfram-
leiðslan þola verst þessa óðaverð-
bólgu innanlands en allt fer eftir
því hvort þessir atvinnuvegir geti
gengið eðlilega fyrir sig. Það er
alveg á hreinu, að það, sem út-
flutningsvegirnir þarfnast, er
ákveðin og traust fjármálastjórn f
landinu.
Eg held, að allir hugsandi menn
sjái, að þetta getur ekki gengið
svona áfram og að það þýðir ekk-
ert að vera að berja hausnum
lengur við steininn.
Fyrir nokkru þegar hag-
rannsóknastjóri ríkisins birti
skýrslu sína um væntanlegt
ástand f efnahagsmálum og blöð
fóru að ræða um að stórlega
vantaði fjármagn í hina ýmsu
sjóði til þess að þeir gætu staðið
við skuldbindingar sínar, komu
strax feitletraðar fyrirsagnir í
blöðum stjórnarsinna um að alls
staðar væri fullt af peningum og
ekkert minna en hefði verið. Allir
vita þó, að það er rétt það, sem
hagrannsóknastjóri segir um
sjóði, sem eru að tæmast og margs
konar efnahagsvanda framundan.
öllu venjulegu fólki finnst þessi
málflutningur undarleg pólitfk.