Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 3 Hrafn áður en hann var sjósettur Öm siglir út Aafjord land, sem kennir félagsfræði og vist- fræði við Guðbrandsdals lýðháskól- ann. Ekki þarf neinn að halda, að slæmir sjómenn séu um borð I vlk- ingaskipunum. Þar er t.d. Erik Rud- ström, sem er einn reyndasti sigl- ingamaður Norðmanna og þrlr ís- lendinganna eru vanir að fást við segl. En vlkingarnir áður fyrr höfðu yfirleitt með sér kvenfólk og þvl hafa þessir ekki gleymt. Um borð I öðrum bátnum er stúlka ein, Bodil Birkeland, sem er þaulvön sigl- ingum á norður-norskum og þrænskum áttæringum. Þá eru einnig um borð Odd Björke, Kjell Bang og Ola Tidemann, allir með siglingareynslu. Engar vélar eru um borð I bát- unum og verða „vikingamir" þvl að treysta á vindana. Skipin eru smlðuð hjá Magnar Silde I Aafjord, skipa- smlðastöð, sem getur rakið feril sinn aftur til vlkingatímans Eins og iður hefur verið skýrt fri, þi ætla Norðmenn að koma i tveimur vlkingaskipum til íslands um þjóðhitfðiná, og þann 7. júlf s.l. lögðu skipin af stað fri Aafjord f Noregi. Um borð f þessum litlu skipum, sem nefnast Öm og Hrafn og Ifkjast helzt teinæringunum hir fyrr, em fjórir fslendingar, tveir i hvoru skipi. ifanga, þaðan var ferðinni heitið til Molde, Álasunds og Florö, áður en lagt verður út i Atlantsila þann 18. júlf. Hugmyndin er, að Örn og Hrafn sigli fyrst til Fær- eyja, en það fer fyrst og fremst eftir veðri. Til Reykjavfkur eiga þeir að verða komnir þann 4. igúst. (Þeir voru nú stundum lengur gömlu vfkingamir.) Örn er gjöf frá Osló, Bergen og Þrándheimi til Reykjavlkur til minn- ingar um búsetu Ingólfs Arnarsonar I Reykjavik. Hinsvegar er Hrafn gjöf frá norska ungmennasambandinu, og er hugmyndin, að Hrafni verði siglt til Húsavíkur, þar sem Sjó- mannafélagi Húsavlkur verður falinn báturinn til varðveizlu. Er ætlast til. að hann verði notaður sem skólaskip á Skjálfandaflóa fyrir tilvonandi sjó- menn Húsavlkur. Til að standa straum að kostnað við smlði Hrafns efndi ungmenna- sambandið norska til samskota, og segir I frétt frá Noregi, að ungt fólk hafi látið mikið fé af hendi rakna og enn fremur þekkt fólk I Noregi eins og ráðherrar og Stórþingsmenn. Það er félagið Norsk-lslandsk Samband. sem stendur fyrir sigl- ingu skipanna til íslands Leið- angursstjóri ferðarinnar er Jon Godal frá Rissa. Hann skipar einnig skipstjórnarsætið um borð I Erni. Skipstjórn á Hrafni annast Arne Röd sand frá Bodö Eins og fyrr segir, þá eru tveir Islendingar um borð I hvor- um bát, en fyrirliði íslendinganna er Kjartan Mogensen frá Reykjavik. Ákveðið hefur verið, að Örn verði afhentur I Reykjavlk við komuna og það gerir Brynjulf Bull, borgarstjóri I Osló. Hann mun stlga um borð I Keflavlk og sigla slðasta spölinn til Reykjavlkur með þessu vlkingaskipi nútlmans. Aftur á móti mun Sig- mund Kvaloy afhenda Húsavík- ingum Hrafn. Hann er með I förinni, einn af áhófninni. Um borð I hvoru skipi eru átta menn og flestir eru virkir þátttakendur I umhverfis- vernd, — meðal þeirra eru Karl Georg Höyer, forustumaður and- stæðinga kjarnorkunotkunar I Noregi, Harald Celius talsmaður nefndarinnar fyrir umhverfisvernd við Háskólann á Þrándheimi, Atle Tellnes frá vistfræðideildinni við Agder lýðháskólann og Jon Teig- Fjórir fslendingar eru með I för teinæringanna til fslands, þeir Stefin Sigtryggsson, Kjartan Mogensen, Hilmar Hauksson og Haraldur Ásgeirs- son. Þessi mynd var tekin af þeim félögum, iður en þeir lögðu af stað. Víking as kip á leið til lands- ins frá Noregi Om og Hrafn væntanlegir 4. ágúst Búizt við um 10 þúsund manns á Vindheimamela STÖÐUGT fjölgar fólki á lands- mótinu á Vindheimamelum, en erfitt er aö gizka á, hve mörg þúsund eru þar nú þegar. Álitið er, að í heild verði þar allt að 10 þúsund manns. Síðdegis í dag eru undanrásir í kappreiðum, en keppt verður í 300 og 800 metra stökki, skeiði og 1500 metra brokki. Kynbótahross verða Landsbankinn aðstoð- ar Borgarspítalann BORGARSPlTALINN hefur fengið aðstoð Landsbanka Islands við tölvuvinnslu rannsóknar- niðurstaða og hafa verið skráðar upplýsingar af 600 þúsund gata- spjöldum á segulbönd með tölvu bankans. Var aðstoð þessi veitt endurgjaldslaust til að styrkja vfsindalegar rannsóknir á læknis- fræðilegum upplýsingum, en inn- Iestur þessi hefði kostað um 260 þúsund kr. á markaðsverði. dæmd og sýnd og gæðingar f spjaldadómi. Athygli vekur, hve skeiðhestar eru margir, en þátt- tökugjald vegna þeirra er hátt. Verðlaun eru þau hæstu sem um getur í Islandssögunni, 1. verð- laun 60 þúsund, 2. verðlaun 50 þúsund og 3. verðlaun 40 þúsund. Dagskrá mótsins er mjög fjöl- breytt og má geta um kvöldvökur föstudag og laugardag, en dans- leikir eru í Miðgarði. Á föstudag setur Albert Jóhannsson formað- ur Landssambands hestamanna mótið. Á laugardag kemur póst- lestin á Vindheimamela, en kvöld- ið áður er hennar von til Víðimýr- ar, sem er gömul póststöð. I dag er veður hlýtt og þurrt í Skaga- firði. Sr. Agúst. AFMÆLI Jón Guðnason fyrrverandi prestur og skjalavörður er 85 ára f dag. Hann verður að heiman. Pósthús á þjóðhátíðinni á Þingvöllum ÁKVEÐIÐ hefur verið, að starfrækt verði sérstakt póst- hús á Þingvöllum hátfðis- daginn 28. júlf. I notkun verður sérstakur hátíðarstimpill og hefur þjóð- hátíðarnefnd 1974 í þvf tilefni ákveðið að gefa út hátíðarum- slög, sem seld verða á Þingvöll- um þennan dag. Umslögin verða f tveimur stærðum, þannig að stærri gerðin rúmar öll hátfðarmerk- in, 11 talsins, en hin gerðin verður af almennri stærð. Umslögin verða gefin út í takmörkuðu upplagi, en for- sala hefst f Reykjavfk 17. iúlí og fást þau hjá Frímerkjamið- stöðinni og Frímerkjahúsinu. Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík NVKJÖRIN bæjarstjórn f Grindavfk kom saman 4. júlf sl. til fyrsta fundar eftir kosningarn- ar 26. maí. Þar kunngerðu fulltrú- ar Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, að þeir hefðu komið sér saman um meirihluta- samstarf 1 bæjarstjórninni. Bæjarstjóri var kjörinn Eirfkur Alexandersson með öllum greidd- um atkvæðum. Forseti bæjar- stjórnar var kjörinn Svavar Árna- son með f jórum atkvæðum. Grindavík öðlaðist kaupstaða- réttindi sl. vor. Þetta var því í fyrsta sinn sem kosið var þar til bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk þrjá menn kjörna. Hann hafði einn áður og vann því þau tvö sæti, sem nú var bætt við. Framsóknarflokkurinn og vinstri menn fengu tvo og Alþýðuflokk- urinn tvo. Það hefur nú tekið Alþýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn sex vikur að koma sér saman um málefnagrundvöll þann, sem lagður var fram á bæjarstjórnarfundinum 4. júlí sl. Seldu í Danmörku SJÖ fslenzk sfldveiðiskip seldu I Hirtshals og Skagen f gærmorg- un. Yfirleitt fengu skipin gott verð fyrir aflann, eða rúmlega 30 krónur fyrir kflóið. Hæstu söluna fékk Fffill GK, 1,3 millj. kr. Skipin, sem seldu, voru: Sveinn Sveinbjörnsson NK, 751 kassa fyrir 937 þús. kr., Faxaborg GK, 696 kass^ fyrir 259 þús. kr., Nátt- fari ÞH, 775 kassa fyrir 898 þús. kr., Bjarni Ólafsson AK, 733 kassa fyrir 937 þús. kr„ Faxi GK 764 kassa fyrir 1 miilj. kr„ Fifill GK, 1103 kassa fyrir 1,3 millj. kr„ og Þórkatla 2. GK, 974 kassa fyrir 1,2 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.