Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1974 15 gerð varnargarða við þessar brýr báðar. Þetta verk gekk sæmilega og var umferð leyfð á seinni brúna i júni I fyrra.“ „En hvað var þá næst á dag- skrá?“ „Sumarið notuðum við síðan fyrst og fremst til vegagerðar yfir sandinn, milli Gígu og Skeiðarár, einnig var haldið áfram með gerð varnar- garðanna að austanverðu við Skeiðará. Hlaup f Sæluhúsavatn „Enn fremur byggðum við brú yfir Sæluhúsavatn þarna um sumarið," segir Helgi og bætir við: „Sú brú mun senni- Iega að öllu jöfnu standa á þurru, því að yfirleitt hefur ekki komið vatn i þennan árfar- veg nema í stórhlaupum. En sú skemmtilega tilviljun átti sér stað, um það leyti, sem við vor- um að ljúka við brúargerðina, að vatn kom fram undan jöklin- um og hefði það orðið til trafala, ef brú hefði ekki verið komin. öræfingar voru jafn hissa og við á þessum vatns- flaumi, þvi þeir könnuðust ekki við vatn á þessum stað nema I Grímsvatnahlaupum. En þetta lýsir bezt duttlungum náttúr- unnar á þessum slóðum." „Hvenær hófust sfðan fram- kvæmdir við sjálfa Skeiðará?" „Þar byrjuðum við af fullum krafti i ágúst í fyrra og eins og við hinar brýrnar, byrjuðum við á því, að þurrka brúarstæð- ið. Að vísu gekk það nokkuð erfiðlega fyrst, þar sem áin vildi naga sig í gegnum garð- ana, sem rutt hafði verið upp, en þetta lagaðist, er leið á haustið, um leið og minnkaði í ánni. Fyrst byggðum við 3/5 hluta brúarinnar — 540 metra — þeim hluta var lokið í nóvemberlok og þá var Skeiðará veitt undir þann hluta, sem lokið var við. Á sama tfma var vegurinn tengdur til bráðabirgða við brúna og þar með var komið bráðabirgða- vegasamband yfir sandinn, og um leið f kringum landið. Einnig var unnið að gerð varn- argarða við Skeiðará á þessum tima og lokið við helming garð- anna. Þegar þessu var lokið, gerðum við hié á verkinu, þar til f febrúar, en þá var hafizt handa við sfðari hlutann. Brúarsmfðinni var svo lokið í maf sl., en þá höfðu einnig verið gerðar vegfyllingar aust- an ár og umferð leyfð á öllum brúnum. En þótt þessu hafi verið lokið í maf, var margt eftir; setja þurfti upp leiðara, ganga frá mörgum ræsum og ljúka við gerð varnargarða. En í sumar hefur verið unnið við þessa hluti. Skakkaföllin ekki meiri en von var á „Urðu þið ekki fyrir neinum skakkaföllum á meðan á fram- kvæmdum stóð?“ „Skakkaföllin urðu ekki meiri en við áttum von á. Það Stöðlun breytt eins og hægt var „Hver er ástæðan fyrir því að verkið gekk jafn vel og raun ber vitni um?“ var helzt í sambandi við árnar. Þær fóru t.d. 2—3 sinnum með- fram bráðabirgðabrúnum yfir Núpsvötn og Súlu. Þá kom það fyrir, þegar við vorum að þurrka árf arveg Súlu, að skvetta kom f ána, þannig að illa gekk að koma ánni til hliðar og sömu sögu er að segja frá Skeiðará. Að öðru leyti fór allt fram eins og menn höfðu gert sér hug- myndir um fyrirfram.“ það staðfest, að þegar um jökul- vötn er að ræða, er vetrartím- inn hentugur til framkvæmda, þrátt fyrir það að hann leiði af sér ýmsan aukakostnað vegna veðurfars, en á þessum tfma eru vötnin viðráðanlegri. Við höfum notið þess í þessum framkvæmdum, að okkur tókst alltaf að þurrka upp bygginga- staðina, og aðstæður hafa þvf verið eins góðar og hægt er að hugsa sér þær beztar við brúar- smíði." „Við allar framkvæmdir var stöðlun breytt til hins ýtrasta, kom það fram í auknum hraða; þá var vetrartiminn nýttur og er það mjög gott, því að árnar eru þá litlar. Þá má ekkigleyma því, að allir sem komu nálægt þessu verki lögðu sig fram eins og þeir framast máttu og því hefur verið mjög ánægjulegt að vinna að þessu verkefni." „En lærðuð þið ekki ýmislegt af þessum framkvæmdum?" „Jú, því er ekki að neita. Fyrst og fremst höfðum við lært margt í sambandi við stöðl- un, eins og ég sagði áðan. Reyndar þóttumst við vita það fyrir, og það hefur sýnt sig, að hún borgar sig f framkvæmda- hraða og hvað kostnað viðvfkur. Það versta er, að ekki verður hægt að nota stöðlunina f sama mæli við brúargerð hérlendis. Enn fremur höfum við fengið Gert klárt áður en bitanum er lyft. Þessi mynd var tekin f Skeiðarárhlaupinu 1972 og hér sést hvar Skeiðará kemur af miklum krafti undan jöklinum. Ljósm. Þórleifur Olafsson. Styrkleikinn á eftir að koma f 1 jós. „Teljið þið, að brýrnar muni þola hin stóru hlaup f Skeiðar- á?“ „Næsta Skeiðarárhlaup kem- ur vart fyrr en 1977 eða 1978, samkvæmt venju, og þá fyrst kemur í ljós, hvað mannvirkin þola. Hins vegar hafa hlaup f Súlu verið árviss sfðustu ár, en þau eru miklu minni en f Skeiðará. Síðast kom hlaup f Súlu í ágúst 1973 og það hlaup stóðust öll mannvirkin, en þess ber að gæta, að vatnsrennslið f þvf halupi reyndist mest vera um 2000 rúmmetrar á sekúndu, en sfðast var vatnsrennslið í Skeiðará mest um 8000 rúm- metrar á sekúndu. Hönnun mannvirkjanna er þannig, að þau eiga að standa af sér öll minniháttarhlaup og þau fari sína leið, án þess að um stóráfall verði að ræða (getur þýtt eitthvert tjón). Nú er á það að líta, að fyrr á árum komu Grfmsvatnahlaup og einnig Grænalónshlaup sjaldnar, en voru stærri. Ef slfk hlaup koma aftur, verður reynt að hleypa ánum yfir varnargarðana fjarri brúnum þannig, að mannvirkj- um verði ekki teflt i tvísýnu. Farvegur Skeiðarár f hlaupi er 4 kflómetrar um brúarlfnuna." „En hvað er sjálf brúin löng?“ „Hún er 904 metrar, brúin yfir Súlu og Núpsvötn er 420 metrar, yfir Gfgu er brúin 376 metrar og brúin yfir Sæluhúsa- vatn er langminnst, aðeins 50 metrar.“ „Nú hefur verið ekið gffur- legu magni af grjóti f varnar- garðana, hvaðan hefur það verið tekið?“ „Áætlað var f upphafi, að 100 þúsund tenningsmetra af grjóti þyrfti f varnargarðana, en magnið sem farið hefur f garðana mun vera eitthvað meira. Grjótið hefur að mestu verið tekið úr Hafrafelli austan Skeiðarár og að vestanverðu hefur það verið tekið úr hraun- inu sunnan við Núpsstað. Það má taka það fram, að þessi framkvæmd er að mestu leyti íslenzk, nema hvað stálbitarnir miklu koma frá brezka fyrir- tækinu Reddath Dorman Long Ltd.“ „Þá vil ég aðeins segja að lokum," sagði Helgi, „að ekki er hægt að neita þvf, að vinnuað- stæður voru oft á tfðum mjög erfiðar, það var frost, snjór, rigning og síðast en ekki sfzt sandfok, sem kannski var okkar mesti óvinur. En þetta hafðist allt með samhug vinnuaflsins.“ Ekki má láta staðar numið Tveir fyrrverandi þingmenn Austurlands, þeir Jónas Pétursson og Eysteinn Jónsson, létu hringvegarmálið mikið til sfn taka. Það er ekki víst, að vegurinn væri nú búinn, ef þeir hefðu ekki róið að þessu máli með öllum árum, og þvf var ekki úr vegi að biðja þá um að segja álit sitt á þessu framfaramáli þjóðarinnar. „Ég er afar glaður yfir þvi hve vel hefur tiltekizt," sagði Eysteinn Jónsson þegar við ræddum við hann, „satt að segja er það kraftaverki líkast, að þessi miklu mannvirki skulu standa þarna klöppuð og klár, aðeins þremur árum eftir að ákvörðun var tekin um að reisa þau. Hér hafa engin vettlinga- tök verið, hvorki verklega né við að leysa fjármálin. Þetta er tímamótafram- kvæmd, ein hin mesta, sem gerð hefur verið. Þetta bil hefur slitið landið sundur í mörgu tilliti, en nú er bót á ráðin. Mikil og góð samstaða hefur myndazt um þetta mál og von- andi verður svo áfram enn, við að bæta hringveginn, því margt þarf að gera i framhaldi af þessu stóra átaki. Eru mér Breiðamerkursandur og Hval- nes og Þvottárskriður, í stað Lónsheiðar, efst í huga.“ Eins og fyrr segir var það Jónas Pétursson, sem bar fram þingsályktunartillöguna um hringveginn og hvernig fjár skyldi aflað. Við náðum f Jónas, þar sem hann starfar nú við Lagarfljótsvirkjun og spurðum hvað hann vildi segja um þetta átak, sem nú er verið að ljúka við. „Lögin um happdrættis- skuldabréf ríkissjóðs voru sam- þykkt þann 11. marz 1972,“ sagði Jónas og bætti við, „þetta sama kvöld var þingveizla. Að vanda fóru hagyrðingar að kasta þar fram stökum og þar hraut af vörum mér fyrsta og síðasta vísan, sem ég hef kveðið á þeim vettvangi, og hún er svona: Þingið prísarþetta land þrek og manndóm fólksins virðir, Ægivíðan sigrar sand. Sjálfan hólmann vegi girðir." „Fram í þessari þing- ályktunartillögu minni komu hugsjónir mínar,“ segir Jónas, „það að bæta lífskjör fólksins í landinu og átti þetta mál sffelld ítök í mér. Mér hafði að vísu dottið þessi hugmynd í hug löngu áður en ég bar fram þingsályktunartillöguna á al- þingi, en fyrst þurfti að ljúka við að brúa fljótin austan Skeiðarár. Þvi verki var svo lokið f kringum 1970 og þá var sæmilegt ástand f fjármálum þjóðarinnar einnig, en það þurfti til þess að samstaða gæti náðst um þetta mál. Þetta hef ég að líkindum séð rétt fyrir mér, þvf nú er verkinu að ljúka. Það væri vel að velja fleiri slfk viðfangsefni, þar sem almenn- ur áhugi rfkir. Framhald á bls. 20 Frá lagningu brúarbita. Ljósm. Páll Steingrfmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.