Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 23 Stjórnar- myndanir og stjórnar samvinna á íslandi reglustjóra, sem þá um sumarið tók I fyrsta sinn sæti á Alþingi. Segir Bernharð Stefánsson I endurminningum sínum, að hann hafi verið samþykktur með þorra atkvæða I þingflokki Framsóknar- flokksins. Eftir að konungur hafði formlega falið honum stjórnarmyndun var hann skipað- ur forsætisráðherra 28. júlí 1934. Auk forsætisráðherraembættisins fór Hermann Jónasson með dóms- og kirkjumál og landbúnaðarmál. Eysteinn Jónsson var skipaður fjármálaráðherra og Alþýðu- flokkurinn tilnefndi Harald Guðmundsson af sinni hálfu til setu I stjórninni og fór hann með atvinnu- og samgöngumál, jafn- framt þvf sem undir hann heyrðu utanríkis- og kennslumál. Þessi stjórn hafði að baki sér stuðning 26 þingmanna af 49. Ráðuneyti Asgeirs Asgeirsson- ar sat samtals sem bráðabirgða- stjórn 18Vi mánuð og hefur bráða- birgðastjórn ekki setið jafn lengi að völdum hér á landi. Þess er þó að geta, að engar tilraunir til stjórnarmyndunar voru gerðar frá áramótum og fram yfir þing- kosningar I júnl. Stjórn Hermanns Jónassonar, sem mynduð var sumarið 1934, er sú fyrsta, sem gekk undir nafninu „Stjórn hinna vinnandi stétt.“ A þinginu 1937 varð alvarlegur ágreiningur milli stjórnarflokk- anna. Atti hann m.a. rætur að rekja til Kveldúlfsmálsins svo- kallaða og þjóðnýtingaráforma Alþýðuflokksins. Stefán Jóhann Stefánsson segir 1 æviminningum slnum, að þingmönnum Alþýðu- flokksins hafi oft fundizt sambúð- in erfið við Framsóknarflokkinn og raunar þvl erfiðari sem lengur leið á stjórnarsamstarfið. Segir hann, að hlutur Alþýðuflokksins hafi alltaf orðið minni en skyldi. Agreiningur þessi endaði með þvl, að stjórnarsamstarfinu var slitið voruð 1937. Hermann Jóns- son sagði hins vegar ekki af sér, en kaus að rjúfa Alþingi og efna til nýrra kosninga, sem haldnar voru 20. júní 1937. Urslit alþingis- kosninganna urðu þau, að Fram- sóknarflokkurinn fékk 19 þing- menn kosna, Sjálfstæðisflokkur- inn 17 þingmenn, Alþýðuflokkur- inn 8, Bændaflokkurinn 2 og Kommúnistaflokkur Islands 3. Þetta var í fyrsta skipti, sem kommúnistar fengu fulltrúa á Al- þingi. Að kosningum loknum sömdu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn um áframhald stjórnarsamstarfsins, sem rofnað hafði nokkrum mánuðum áður. Stjórnin hafði nú stuðning 27 þingmanna á Alþingi af 49, sem þar áttu sæti. 1 marzmánuði 1938 kom hins veg ar upp ágreiningur á nýjan leik milli stjórnarflokkanna. Fram- sóknarflokkurinn beitti sér þá fyrir því, að kaupdeilda sjómanna og útgerðarmanna botnvörpu- skipa yrði leyst með gerðardóms- lögum. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins studdu þá lagasetningu. Vegna þessa sagði Haraldur Guðmundsson af sér ráðherra- embætti 20. marz. Skúli Guðmundsson þingmaður Fram- sóknarflokksins var slðan skipað- ur ráðherra i stað Haralds Guðmundssonar, en Alþýðuflokk- urinn hét þvl að veita rlkisstjórn- inni hlutleysi og afstýra van- trausti, ef fram kæmi. Þjóðstjórnin Stjórn Hermanns Jónassonar var veik eftir þetta, þó að hún nyti stuðnings 19 þingmanna Framsóknarflokksins og hlutleys- is 8 þingmanna Alþýðuflokksins. A þessum tlma var við mikla efna- hagserfiðleika að etja og af þeim sökum komu fram hugmyndir um þjóðstjórn. Forystumenn Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lýstu sig allir fylgjandi þeirri lausn. Ekk- ert varð þó úr þvl, að þessari hugmynd yrði hrint I framkvæmd á árinu 1938. En þegar kom fram á árið 1939 hófust samningavið- ræður milli þessara þriggja flokka. Komu þeir sér loks saman um málefni og samstarfsgrund- völl um miðjan aprll 1939. Þjóðstjórnin tók svo við völdum 18. aprfl það ár. Skúli Guðmunds- son lét þá af embætti. Af hálfu Framsóknarflokksins sátu I stjórninni Hermann Jónasson, sem var áfram forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Eysteinn Jónsson, sem varð viðskiptamála- ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi Jakob Möller, sem varð fjármálaráðherra og Ólaf Thors, sem gegndi störfum atvinnumála- ráðherra. Alþýðuflokkurinn til- nefndi svo Stefán Jóhann Stefánsson, sem varð félags- og utanrlkisráðherra. Með þessu var ráðherrum fjölgað úr þremur I fimm. Þjóðstjórnin hafði gífurlegan styrk á alþingi, þar sem hún naut stuðnings 46 þingmanna, en Bændaflokkurinn studdi stjórn- Talið er, að utanþingsstjórnin hafi m.a. verið skipuð vegna þess, að stjórnmálaflokkarnir gátu ekki unað hver öðrum að sitja í rfkisstjórn, er hefði forystu um lýð- veldisstofnunina. Hér situr utanþingsstjórnin á fundi á ÞingvöIIum 1944: Talið frá vinstri: Björn ólafsson, Björn Þörðarson, forsætisráðherra, Sveinn Björnsson, forseti Islands, Vilhjálmur Þór og Einar Arnórsson. Aðeins þrír þingmenn voru í stjórnarandstöðu á tfmum þjóðstjórnarinnar, sem hér situr á rfkisráðsfundi. Talið frá vinstri: Sveinn Björnsson, rfkisstjóri, Vigfús Einars- son, rfkisráðsritari, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Hermann Jónasson, forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson og Jakob Möller. ina. Þrír þingmenn Sóslalista- flokksins, sem stofnaður hafði verið upp úr Kommúnistaflokki Islands, voru hins vegar I and- stöðu við hana. í Sjálfstæðis- flokknum hafði verið ágreiningur um þátttöku hans I stjórninni. Sú þræta var sett niður á þann hátt, að ráðherraefnin voru valin hvert úr slnum hópnum. 1 byrjun vetrar 1941 hljóp snurða á þráðinn I stjórnarsam- starfinu vegna nauðsynlegra að- Framhald á bls. 20 HELZTU HEIMILDIR: Agnar Kl. Jónsson, Stjórn- arráð íslands. Bernharð Stefánsson, end- urminningar. Bjarni Benediktsson, Þing- ræði á íslandi. Bjarni Benediktsson, Þætt- ir úr fjörutíu ára stjórn- málasögu. Stefán Jóh. Stefánsson, endurminningar. Olivetti Logos 240 245 250 270 X 23 stafa útkoma ★ ★ ★ X 1 6 stafa útkoma ★ X 1 5 aukastafastillingar ★ ★ ★ X Konstant ★ ★ ★ ★ X Sjálfvirk upphækkun ★ ★ ★ ★ X 1 geymsluverk ★ ★ X 2 geymsluverk ★ X 3 geymsluverk ★ X 1 vinnsluverk sjálfvirkt inn á geymsluverk (AM) ★ ★ ★ ★ X 1 sjálfstætt vinnsluverk í x,4-. ★ ★ ★ ★ X Sjálfvirk prósenta ★ ★ ★ X Slekkur á sér eftir notkun ★ ★ ★ ★ X Læsir sér ef stutt er á tvo takka samtímis ★ ★ ★ ★ X Gefur afgang úr deilingu ★ ★ ★ ★ X Tvær síðustu útkomur eru tilbúnar ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Skrifstofutækni hf. Laugaveg 1 78 Reykjavík s. 86511. til frekari notkunar X Árs ábyrgð olivetti olivetti olivetti olivptti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.