Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1974 ENN VERSNAR STAÐA FRAM Árni Stefánsson bjargar vel áður en Grétar Magnússon og Guðni Kjartansson ná til knattarins. Ágúst Guðmundsson og Marteinn Geirsson virðast utangátta. Valinn maður í hverju rúmi Fram — EFTIR tapið gegn ÍBK i fyrrakvöld er staða Fram í 1. deild orðin harla tæp, svo ótrúlegt sem það er. Liðið á nú eftir 6 leiki, þar af þrjá þeirra á útivöllum, á Akranesi, Akureyri og í Vest- Nýliðinn Kári Gunnlaugs- son, sem skoraði mark ÍBK í fyrrakvöld og átti mjög góðan leik. mannaeyjum. Það má því ekki mikið út af bera hjá liðinu, ef fallið í 2. deild á að verða umflúið. Fram hefur aldrei náð sér á strik í sumar, og hefur t.d. ekki unnið leik í íslandsmótinu. Það eru allir sammála um, að mikið búi í liði Fram, en eitthvað mikið er að þegar liðið fær ekki eitt einasta marktækifæri heilan hálfleik, eins og gegn ÍBK í fyrri hálfleik. í þeim seinni náði liðið sér aðeins á strik og fékk nokkur tækifæri, en vegna klaufa- skapar, óheppni og góðrar markvörzlu Þorsteins í marki ÍBK, nýttust þau ekki og ÍBK 0:1 ÍBK fór með sigur af hólmi. ÍBK lék af meiri festu, og það gerði gæfumuninn. Daufur hálfleikur Veður var eins og bezt verður á kosið og Laugardalsvöllurinn hefur náð sér merkilega vel á strik. En þrátt fyrir þessar góðu ytri aðstæður var knattspyrnan í fyrri hálfleik ekki skemmtileg á að horfa, einkum voru Framarar slappir. Keflvíkingar voru mun betri aðilinn þá og fengu þeir mörg tækifæri, en framarar áttu ekki eitt einasta tækifæri umtalsvert. Það var ekki heil brú í leik liðsins á köflum. Fyrsta tækifæri leiks- ins fékk ÍBK á 10. mínútu, Jón Ólafur lék sig í gegn vinstra megin, gaf fyrir markið á Albert Hjálmarsson, sem skaut framhjá. Stuttu síðar lék Kári sama leik- inn, en þá var bjargað í horn. Keflvikingar voru sterkari á miðj- unni í fyrri hálfleik, og þeir fengu fleiri tækifæri, en Árni Stefáns- son var vel á verði. I vörninni léku Keflvíkingar rangstöðu- taktík, sem setti framlfnumenn Fram úr jafnvægi. ÍBK skorar Seinni hálfleikurinn var óllkt svipmeiri en sá seinni. Hann byrj- aði með bókun Marteins, og rétt á eftir átti Guðni skot, sem Árni varði frábærlega vel. Boltinn barst yfir völlinn, þar átti Marteinn skalla í þverslá, boltinn barst út og skot dundi á marki ÍBK, en Þorsteinn var vel á verði sem oftar í hálfleiknum. Og enn barst boltinn yfir völl- inn, og tBK fékk innkast við endamörk vinstra megin á 53. mfnútu. Öiafur Júlfusson tók inn- kastið, Guðni skallaði fyrir fætur Grétars, hann gaf til hægri á Kára Gunnlaugsson, sem tókst að skora með erfiðismunum. Framvörnin var frosin og Árni allt of seinn að loka markinu. En allt um það, þetta var vel gert hjá Kára. Og einni mínútu síðar þvældist Kári f gegnum vörn Fram, en boltinn fór naumlega framhjá. Nú fór að fækka marktækifærunum við mark Fram, en þeim fjölgaði hinum megin. Kristinn komst til dæmis f dauðafæri á 55. mínútu, en skaut framhjá. Fléiri færi féllu Frömurum f skaut, en vegna óheppni, klaufaskapar og góðrar markvörzlu Þorsteins í marki IBK nýttust þau ekki. Ásgeir komst t.d. f mjög gott færi nokkru fyrir leikslok, en skaut hátt yfir. Áður hafði mark Fram komizt í hættu er Ólafur Júlíusson brauzt í gegn hægra megin og gaf fyrir. Kári stóð óvaldaður á markteig en skaut framhjá. Liðin Það er enguir blöðum um það að fletta, að Keflvíkingar voru jafnbetri aðilinn f leiknum. Þeir áttu fyrri hálfleikinn og áttu tækifæri f þeim seinni, þó svo Framarar væru þá sókndjarfari. Beztu menn IBK voru Þorsteinn markvörður, sem gerði vart vit- leysu leikinn út og hirti af öryggi þá bolta, sem að marki hans bár- ust, Guðni Kjartansson f vörninni og Kári Gunnlaugsson f framlín- unni, sem fyllti vel upp i stöðu Steinars Jóhannssonar, sem var f leikbanni. Hjá Fram stóð Árni sig þokkalega í markinu, en vörnin var heldur óörygg. A miðjunni var Guðgeir beztur, hann reyndi virkilega að berjast og ná upp Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Myndir: Ragnar Axelsson. spili. Framlfnan var alveg bitlaus, nema hvað Rúnar náði góðum sprettum í seinni hálfleik. Annars er eins og að festu vanti alveg f lið Fram, og það þarf virkilega að taka sig á í þeim leikjum, sem eftir eru, ef sú ótrúlega staða á ekki að koma upp, að Fram dvelji í 2. deild næsta sumar. Það býr of mikið i liðinu til að slfk örlög verði réttlætt. I stuttu máli: Laugardalsvöllur 10. júlf. íslands- mótið 1. deild. Fram-ÍBK: 0:1 (0:0). Mark IBK: Kári Gunnlaugsson á 53. mínútu. Áminning: Marteinn Geirsson bókaður á 48. mín. fyrir brot á Kára Gunnlaugssyni. Áhorfendur: 1622. Dómari: Einar Hjartarson. Dæmdi þokkalega, hefur oft gert betur en þetta. Unglingalandsliðið f golfi, sem tekur þátt f Norðurlandamóti unglinga f Finnlandi f lok þessa mánaðar, hefur verið valið. 1 unglingalandsliðinu er valinn maður f hverju rúmi, flestir pilt- anna eru annaðhvort f a-landslið inu eða alveg við það. Tveir þess- ara pilta hafa orðið Islandsmeist- arar f meistaraflokki, þeir Loftur Ölafsson og Björgvin Þorsteins- VALSMENN verða f sviðsljósinu f kvöld, er þeir mæta liði IBV á Laugardalsvellínum f 1. deildar keppni Islandsmótsins f knatt- spyrnu. Bæði þessi lið hafa valdið nokkrum vonbrigðum f sumar, Valsmenn, sem urðu f öðru sæti f fyrra, eru nú með sjö stig eftir átta leiki og Vestmannaeyingar, sem f fyrra urðu f þriðja sæti deildarinnar, eru aðeins með sjö stig. Vestmannaeyingum hefur eink- um gengið illa á heimavelli, en árangur þeirra á útivelli hefur hins vegar verið þolanlegur. Þar hafa Eyjamenn hlotið 4 stig af 6 mögulegum. I rauninni eru bæði þessi lið í baráttunni um íslands- meistaratitilinn enn og sömu- leiðis f slagnum á botni deild- arinnar. Hvert lið f 1. deildinni á eftir heila sex leiki í deildinni og því getur allt gerzt. I 2. deild fer fram einn leikur í kvöld. FH mætir Ármanni í Hafnarfirði. Ættu heimamenn að son. Sá sfðarnefndi er fyrirliði unglingalandsliðsins, en auk þeirra Lofts og Björgvins eru eftirtaldir piltar f unglingalands- liðinu: Jóhann Ö. Guðmundsson, GR, Atli Arason, GR, Sigurður Thor- arensen, GS, Ragnar Ölafsson, GR. Til vara hafa svo verið valdir þeir Þórhallur Hólmgeirsson, GS og Guðni Jónsson, GL. vera öruggir með sigur í þeim leik miðað við frammistöðu FH-liðsins upp á síðkastið. En hvað er öruggt í íslenzkri knattspyrnu um þessar mundir? Var það vftaspyrna? Enn velta menn þvf fyrir sér, hvort Jóhannes Eðvaldsson hafi brotið á Karli Þórðarsyni, er vftaspyrnan var dæmd f leik Vals og IA. Dómarinn var þó viss I sinni sök og sagði eftir leikinn, að Jóhannes hafi hrint á bak Karls. Af meðfylgjandi mynd að dæma hefur það tæplega átt sér stað. Fram: Árni Stefánsson 2, Agúst Guðmundsson 1, Ömar Arason 2, Gunnar Guðmundsson 1, Marteinn Geirsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Guðgeir Leifsson 3, Kristinn Jörundsson 1, Rúnar Gfslason 2, Ásgeir Elfasson 2, Jón Pétursson 2, Atli Jósafatsson (varam.) 1, Snorri Hauksson (varam.) 1. IBK: Þorsteinn Ölafsson 3, Gunnar Jónsson 2, Astráður Gunnarsson 2, Lúðvfk Gunnarsson 2, Guðni Kjartansson 3, Álbert Hjálmarsson 1, Karl Hermannsson 2, Grétar Magnússon 2, Jón Ölafur Jónsson 1, Kári Gunnlaugsson 3, Ölafur Júlfusson 2, og Hörður Ragnarsson (varam.) 1. Valur mœtir ÍBV í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.