Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 Alþýðuflokkurinn ræðir við A1 íýðubandalagið og SFV FLOKKSSTJORN Alþýðuflokks- ins kom saman til fundar 1 gær og tók afstöðu til bréfa, sem flokkn- um höfðu borizt frá Alþýðu- bandalaginu og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Flokks- stjórnin samþykkti samhljóða að verða við óskum þeim, sem fram komu f bréfum þessum um við- ræður við Alþýðuflokkinn um viðhorfin f fslenzkum stjórnmál- um. Samkomulag við Júgóslav- ana 1 nánd VEL miðar nú 1 samkomulagsátt f deilu verkalýðsfélaganna í Árnes- sýslu við júgóslavneska verktak- ann við Sigöldu, Energoprojekt. I gær var haldinn samningafundur þessara aðila frá kl. 9—5, og að sögn Sigurðar Öskarssonar, starfsmanns verkalýðsfélaganna, miðaði vel f átt til fulls samkomu- lags. Kvaðst Sigurður ekki á þessu stigi málsins geta sagt, hvaða atriði ágreiningur væri um, en hann sagðist hafa góða von um, að allur ágreiningur yrði úr sög- unni eftir næsta fund aðilanna, sem verður nk. mánudag. Mbl. tókst ekki að ná sambandi við Gylfa Þ. Gíslason, formann Alþýðuflokksins, í gær, en spurði Benedikt Gröndal, varaformann flokksins, að því, hvort þessi ákvörðun þýddi, að Alþýðuflokk- urinn væri reiðubúinn til að taka þátt í stjórnarmyndun með þess- um flokkum. Benedikt sagði, að ekkert væri getið um það í bréfi flokks- stjórnarinnar. Alþýðuflokknum hefðu ekki borizt tilboð um við- ræður frá öðrum flokkum en þessum tveim og tilmælum þess- ara flokka hafi verið svarað á almennan og kurteislegan hátt eins og sjálfsagt hefði verið. Sagði Benedikt, að Alþýðuflokkurinn gengi alveg óbundinn til þessara viðræðna um það almenna umræðuefni, sem stjórnmála- ástandið á Islandi væri. Nýir ræðismenn Hinn 29. júní var Aleck Thorarinson, sem verið hefur kjörræðismaður íslands með vararæðismannsstigi í Winnipeg, settur kjörræðismaður á sama stað. Hinn 21. júní 1974 var Francisco Javier Pérez- Bustamante de Monasterio skip- aður kjörræðismaður með vara- ræðismannsstigi f Madrid. — Flugslysið Framhald af bls. 36 sjúkrabíl. Voru þau Málfríður, Arni, Inga og Kristján lögð inn á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þau kvörtuðu um meiðsli f baki. Voru meiðsli þeirra í rannsókn í gærkvöldi, þegar Mbl. hafði sam- band við sjúkrahúsið. Heilsa þeirra var góð eftir atvikum. Marías fékk að fara af sjúkrahús- inu eftir stutta rannsókn og Hörð- ur flugmaður fór til ísafjarðar. Flugfélagið Ernir á Isafirði átti vélina, en Hörður Guðmundsson er eigandi þess. Vélin var tiltölu- lega ný, kom til landsins í marz s.l. Hún var þannig útbúin, að hún þurfti mjög stutta braut til lendingar. Vélin er talin ónýt, og var búið að draga flakið upp á flugvöllinn, þegar Mbl. hafði sam- band við Bíldudal í gærkvöldi. Menn frá Loftferðaeftirlitinu fóru vestur til að rannsaka orsak- ir slyssins strax í gær. Flugfélagið Ernir á aðra flugvél, og er hún líka eins hreyfils. Félaaslíf Heimatrúboðið almenn samkoma að Óðinsgötu 6 a á morgun kl. 20,30. Allir vel- komnir. — Hjálpaði mikið Framhald af bls. 36 við hana. Hún var að sjálfsögðu tryggð. Loftferðaeftirlitið kom á staðinn til að finna út, hvað kom eiginlega fyrir.“ — Er beygur 1 þér eftir þennan atburð? „Ég dembdi mér strax upp í flug- vél, þegar ég kom til ísafjarðar til að ná úr mér hrollinum. Eg byrja svo af fullum krafti eftir eihn til tvo daga, enda verið í þessu svo lengi, er með 4000 flugtíma að baki.“ — Launadeildin Framhald af bls. 36 vinnu síðan, en þegið laun allan tímann, sagði Ölafur, að hann hefði komið með læknisvottorð, sem gilt hafi frá 11. janúar, og kvað hann, að í því hafi staðið, að maðurinn væri veikur og yrði að vera frá vinnu um óákveðinn tíma. Ólafur sagði, að læknisvottorðið hefði ekki verið gefið út af trúnaðarlækni Fríhafnarinnar, heldur hafi maðurinn aðeins komið með læknisvottorðið og afhent það. Ólafur sagðist jafnframt hafa tilkynnt utanríkisráðuneytinu það samstundis og maðurinn hafi ekki mætt til vinnu og jafnframt, þegar hann afhenti læknisvottorð. Hann sagðist K.S.I. K.R.R. Laugardalsvöllur I. deild Valur — Í.B.V. leika f kvöld kl. 20. Valur. Veiðileyfi Laxveiði — Silungsveiði á Norðurlandi í sumar, 1. stöng. Uppl. í síma 31239 eftir kl. 6 á kvöldin. hafa margtilkynnt ráðuneytinu fjarvistina. Kvaðst honum ekki vera kunnugt um það, hvers vegna starfsmaðurinn hafi ekki verið lækkaður 1 launum og síðan tekinn út af launaskrá, eins og lög og reglur um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna kveða á um. Þar segir, að mæti maður ekki til vinnu í 90 daga á fyrstu 12 mánuðum starfs hans, skuli laun hans lækkuð um helming, en eftir 180 daga fjarvist á fyrstu 12 mánuðunum, félli maðurinn út af launaskrá. Sam- kvæmt þessu hefði viðkomandi starfsmaður átt að missa helm- ing launa sinna 1. marz og 1. júní hefði hann átt að missa öll laun sfn. Þá ber starfsmann- inum einnig að afhenda læknis- vottorð eftir 10 daga fjarveru, en læknisvottorð það, sem af- hent var 5. febrúar sagði, að starfsmaðurinn hefði orðið óvinnufær hinn 11. janúar 1974 vegna sjúkdóms og væri enn og yrði um óákveðinn tíma. Samkvæmt upplýsingum frá launadeild fjármálaráðuneytis- ins var þessi starfsmaður tek- inn út af launaskrá og fékk ekki laun greidd við sfðustu mánaðamót. Steingrímur Páls- son í launadeildinni var að því spurður, hvort tilkynning um það hefði komið frá utanríkis- ráðuneytinu og kvað hann svo ekki vera. Hins vegar hefðu starfsmenn launadeildar tekið eftir því f einu dagblaðanna fyrir skemmstu, að maður þessi hefði aldrei mætt til vinnu sinnar og þá hafi hann verið sviptur launum sínum. Ólafur Thordersen var þvf næst spurður að því, hvers vegna þessi starfsmaður, sem aldrei hefði mætt til vinnu í Fríhöfninni, hefði verið hækkaður í tign og gerður að fulltrúa og þar með hækkaður um 5 til 7 launaflokka. Ólafur sagði: „Það er hlutur, sem ég ætla ekki að svara fyrir. Það er utanríkisráðherra sem ákveður það.“ Ólafur ságði hins vegar, að hann væri ekki búinn að fá bréf, er staðfesti ráðningu mannsins í fulltrúastarf, „en ég hef grun um það, skulum við segja“ — sagði Ólafur. Morgunblaðinu er kunnugt um það, að í fyrra urðu tveir starfsmenn Fríhafnarinnar brotlegir við tollalög. Sóttu þeir báðir um endurráðningu, en var synjað. Endurráðningar þær, sem hér um ræðir, voru allar gerðar rétt fyrir kjördag, 30. júní. Að því er varðar ráðn- ingu tollvarðstjórans, virtist utanríkisráðherra mjög í mun, að skipunarbréf hans bærist til Keflavíkurflugvallar og fyrir kjördag, því að það var boðsent frá utanríkisráðuneytinu og til tollgæzlunnar á Kefiavfkur- flugvelli, og því var engin áhætta tekin á því, að tafir yrðu hjá póstþjónustunní. — Sinatra Framhald af bls. 17 ekki sagt neitt, sem ekki væri rétt og satt. Mikil ólga greip um sig eftir ummæli Sinatra f gærkvöldi. Tón- leikum hans var aflýst í skyndi, blaðamannasamtökin mótmæltu, og sfðan komu til liðs við þau listamenn úr ýmsum greinum og sfðan verkamenn og flugvallar- starfsmenn, sem m.a. neituðu að setja eldsneyti á einkavél söng- varans, fyrr en hann hefði borið fram afsökunarbeiðni. Sinatra á eftir að koma fram á fjórum söngskemmtunum f Ástralfu. Hefur verið ákveðið, að þær verði haldnar, en löggæzla mun verða stórefld hverju sinni, þar sem óttast er, að reiðin sé alls ekki af mörgum runnin. — Nixon Framhald af bls. 1 kunnugt, en kemur nú fyrir al- menningssjónir í heild. Eitthvað er þar þó nýtt að finna m.a. 240 blaðsíðna greinargerð James St. Clair, lögfræðings Nixons forseta, og afrit af sfmtölum milli Hvfta hússins og einstakra starfsmanna þess. Þá kemur þar fram, að á einni af segulbandsupptökum Hvíta hússins af samtölum forset- ans truflar háreysti mikil, einmitt þar sem forsetinn er að því kom- inn að upplýsa, hversu mikið hann veit um Watergate málið og hversu mikið hann vill að almenn- ingur fái að vita. Samkvæmt fréttum NTB er það mat manna í Washington, að þær upplýsingar, sem nýlega hafa komið fram um misræmi í af- ritunum af segulbandsupptökum og upptökunum sjálfum, breyti engu um stöðu Nixons, hvorki lagalega né pólitískt. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem fram hafa farið meðal almennings og þingmanna, eru flestir enn þeirr- ar skoðunar, að eftir sem áður sé óljóst, hver raunverulegur þáttur forsetans í máli þessu er. Þá hefur það komið fram í dag í sambandi við fjármál Nixons for- seta að honum hafi ekki enn þá tekizt að útvega 226.440 dollara, sem hann þarf að greiða af húsi sínu í San Clemente í Kaliforníu fyrir næstkomandi sunnudag. — Hring- vegurinn Framhald af bls. 15 Áður en ég bar fram ályktunartillöguna, var mér það ljóst, að allir vildu hring- veginn, en það var eins og þegar mýsnar héldu fundinn og ætluðu sér að hengja bjöllu á köttinn. „Ég tel þennan veg til mjög mikilla hagsbóta fyrir Austur- land,“ sagði Jónas, „og 1 minum augum stækkar hann Island. Það er ánægjulegt hvað fram- kvæmdin hefur gengið vel. Það sýnir, að við eigum góða verk- fræðinga, og hægt er að halda uppi miklum framkvæmda- hraða þegar fjármagn er fyrir hendi.“ Þ.Ó. — Stjórnar- samvinna Framhald af bls. 23 gerða í dýrtíðarmálunum. Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn neituðu að fallast á kröfu Framsóknarflokksins um lögbind- ingu kaupgjalds. Forsætisráð- herra baðst lausnar 22. okt„ en Sveinn Björnsson rfk- isstjóri tók hana ekki til greina að svo stöddu. Frum- varp Eysteins Jónssonar um dýrtíðarmálin var fellt á Alþingi 7. nóv. og á ríkisráðsfundi þann sama dag var ráðuneyti Hermanns Jónassonar veitt lausn. Að tillögu Sveins Björnssonar skipuðu stjórnarflokkarnir frá- farandi tvo menn hver I viðræðu- nefnd til þess að kanna möguleika á myndun nýrrar rfkisstjórnar. Samkomulag tókst og ný rfkis- stjórn sömu flokka var skipuð 18. nóv. og i henni átt sæti sömu menn og í hinni fyrri. Stjórnar- kreppan hafði þvi staðið f tæpan mánuð. Vandamálin heldu áfram að hrannast upp og f ársbyrjun 1942 blöstu við alvarlegar kjaradeild- ur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögðu þá til, að skipaður yrði með lögum gerðardómur i kaupgjalds- og verðlagsmálum. Voru bráða- birgðalög þess efnis gefin út, en Stefán Jóhann Stefánsson sagði af sér ráðherraembættinu 17. janúar. Deilur um kjördæmaskip- unina leiddu svo til þess, að Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 16. maí 1942. En Framsóknarflokkurinn var í þeim efnum á öndverðum meiði við Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar- flokkurinn hafði nú óslitið haft á hendi stjórnarforystu f 15 ár eða frá árinu 1927. Minnihluta- stjórn Ólafs Thors Frá því í apríl 1942 var ljóst, að til stjórnarslita gæti komið vegna ágreinings í kjördæmamálinu. Ekki tókst að mynda samsteypu- stjórn til þess að fylgja þvf máli fram. Mál skipuðust sfðan á þann veg, að mynduð var minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem naut hlutleysis Alþýðuflokksins og Sósfalistaflokksins, en hlutleys ið var í því fólgið, að þessir flokk- ar tóku að sér að afstfra vantrausti á ríkisstjórnina til þess að hún gæti komið fram breytingum á kjördæmaskipaninni. Ríkisstjórnin tók við völdum 16. maf, sama dag og Hermanni Jónassyni var veitt Iausn. Ölafur Thors var nú forsætis- og utan- rfkisráðherra, Jakob Möller fjármála- og dómsmálaráðherra, og Magnús Jónsson atvinnumála- ráðherra. Breytingarnar á kjördæmaskip- uninni voru síðan samþykktar 22. maí. Alþingi var sfðan rofið og efnt til kosninga 5. júlf. Var Al- þingi þá kallað til aukafundar f ágústmánuði og það samþykkti endanlega stjórnarskrárbreyting- arnar um kjördæmaskipunina. En að því búnu drógu Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn hlutleysisyfirlýsingar sínar til baka. Við svo búið var efnt til haustkosninga í október 1942. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna, Framsóknar- flokkurinn 15, Sósfalistaflokkur- inn 10 og Alþýðuflokkurinn 7. Þingmönnum hafði nú verið fjölgað úr 49 í 52. Ólafur Thors baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt 14. nóv. 1942. Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar Að tillögu Sveins Björnssonar ríkisstjóra skipuðu nú allir stjórn- málaflokkar, sem fulltrúa áttu á Alþingi, tvo fulltrúa í viðræðu- nefnd, sem kanna átti möguleika á myndun stjórnar, er hefði meirihluta alþingismanna að baki sér. Störf viðræðunefndarinnar báru ekki árangur. Ríkisstjóri sneri sér þá til Haralds Guðmundssonar forseta sameinaðs alþingis og óskaði eftir þvf, að hann gerði tilraun til stjórnarmyndunar, en hann gafst svo til samstundis upp eftir að hafa leitað hófanna f viðræðum við forystumenn Framsóknar- flokksins og Sósfalistaflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn taldi nauð- synlegt, að gerð yrði úrslitatil- raun til þess að mynda rfkisstjórn á þingræðisgrundvelli. Fékk hann heimild til þess hjá rfkis- stjóra 13. des. og þriggja manna nefnd af hálfu flokksins var veitt- ur tveggja daga frestur í þessu skyni. Sú tilraun bar ekki árang- ur. Daginn eftir að tilraun Sjálf- stæðisflokksins fór út um þúfur skipaði ríkisstjóri utanþings- stjórn. Það var 16. des. 1942. Björn Þórðarson var skip- aður forsætisráðherra, Björn Ólafsson fjármálaráðherra, Einar Arnórsson dómsmála- ráðherra, Vilhjálmur Þór utanríkis- og atvinnumálaráð- herra. Jóhann Sæmundsson var nokkrum dögum síðar skipaður félagsmálaráðherra, en hann sagði af sér því embætti í ársbyrj- un 1943. Stjórnarkreppa þessi hafði að- eins staðið í mánuð þegar ríkis- stjóri taldi vonlaust, að mynduð yrði ríkisstjórn á þingræðislegum grundvelli og þótti skylt að skipa utanþingsstjórn. En hér var f fyrsta skipti gripið til þess ráðs að fá menn utanþings til þess að skipa ríkisstjórn Islands og sfðan hefur ekki verið að þessu ráði horfið. Eftir alþingishátíðina 1944 sagði Björn Þórðarson: „Ég er þess ekki sérstaklega fylgj- andi, að stjórn og þing mæti aftur undir sömu kjörum og áður. Ég vil óska þess, að Alþingi geti myndað sterka stjórn, ekki hégómatildursstjórn heldur stjórn, sem hefði vilja og getu til þess að leysa vandamálin." Stjórn Björns Þórðarsonar baðst síðan lausnar á rfkisráðsfundi 16. sept. 1944. Skipun utanþingsstjórnarinnar var mjög gagnrýnd. Bjarni Benediktsson segir á einum stað, að fáar umdeilanlegri ákvarðanir hafi verið teknar f þessum efnum. Hann segir einnig, að fram- sóknarmenn hafi lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir stjórn sjálf- stæðismanna, en einnig kunni metingur stjórnmálaflokkanna um að hindra, að andstæðingar sætu f ríkisstjórn, sem hefði for ystu um endurreisn lýðveldis á Islandi, haft hér áhrif. — ÞP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.