Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 36
« JWflrgttnliIníiib nucLVsincnR <£^-•22480 FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 " ■ ■* .» ___________________ %~f-ik* : Ríkisstjórnin bannar hækkun iðnvara þótt erlend hráefni hækki Flugvélin TF—ORK á slysstaðnum við Arnarf jörð í gær. 6 manns björguðust er lítil flugvél nauðlenti SKÖMMU fyrir klukkan 14 f gær- dag varð lítil eins hreyfils flugvél að nauðlenda f fjörunni neðan við Hvassanes f Arnarfirði, um 7 kfló- metra frá Bfldudal. 1 vélinni voru sex manns, flugstjórinn Hörður Guðmundsson, Marfas Þ. Guðmundsson framkvæmdastjóri á Isafirði og formaður þjóð- Marfas Þ. Guðmundsson, formaður þjóðhátfðarnefndar Vestfirðinga. hátfðarnefndar Vestfjarða, kona hans Málfrfður Finnsdóttir, sonur þeirra Árni, 4 ára, og ungt par frá tsafirði, Kristján Her- mannsson og Inga Héðinsdóttir. Ekkert manntjón varð, en fernt var flutt á sjúkrahúsið á Patreks- firði, og var lfðan þeirra eftir atvikum góð, þegar Mbl. hafði samband við sjúkrahúsið f gær- kvöldi. Kvörtuðu þau undan meiðslum f baki. Vélin, sem er af gerðinni Helio H 295 og ber staf- ina TF — ORK er talin ónýt. Þykir hin mesta mildi, að ekki skyldi verr fara. Marfas og fjöl- skylda hans voru á leið til móts- svæðisins f Vatnsfirði, þar sem þjóðhátfð Vestfirðinga verður haldin um helgina. Vélin var á leiðinni frá Isafirði til Bíldudals og var þetta póst- flug. Þegar hún átti ófarinn skamman spöl að flugvellinum við Bildudal, sem er rétt fyrir ofan slysstaðinn, og var að búa sig til lendingar, virðist sem bilun hafi orðið í stjórntækjum. Tók flugmaðurinn þann kost að lenda í flæðarmálinu, en að öðrum kosti hefði vélin lent í moidarbarði, sem er við flugvöllinn. Töluverð fjara var á þessum tfma, en samt þurfti að vaða út í vélina, þar sem hún endaði ferð sína. Læknir frá Patreksfirði var staddur á Bfldudal, og fór hann þegar á slysstaðinn ásamt hjúkrunarkonu á Bíldudal. Einn- ig var kallaður til annar læknir frá Patreksfirði, og kom hann á Framhald á bls. 20 NOKKRAR greinar fram- leiðsluiðnaðarins í landinu eiga nú í miklum erfiðleik- um, því að þær hafa ekki fengið að hækka fram- leiðslu sína til samræmis við erlendar hækkanir á hráefni. Verðlagsnefnd hefur fyrir sitt leyti sam- þykkt hækkanir á ýmsum vörum vegna erlendra hækkana, en ríkisstjórnin hefur ekki viljað staðfesta þær, nema kaffihækkun, vegna gildandi verðstöðv- unar í landinu. Á sama tíma eru verðhækkanir leyfðar á öllum innfluttum iðnaðarvörum. Mbl. sneri sér til Davíðs Schev- ing Thorsteinssonar formanns Félags íslenzkra iðnrekenda og spurði hann um þetta mál. „Þetta er mjög slæmt fyrir margar grein- ar iðnaðarins og þekkist ekki í neinu riki þar sem ég þekki til og verðstöðvun hefur verið. Þar hef- ur frekar verið reynt að hlúa að innlendu atvinnuvegunum á kostnað hinna erlendu, en hér er verið að hampa þeim erlendu á kostnað hinna innlendu iðnfyrir- tækja, sem er ósiðlegt athæfi í miðju aðlögunartímabili að EFTA. Þetta bitnar verst á þeim greinum iðnaðarins, sem eiga í mestri samkeppni við EFTA-lönd Að lokum vildi Davfð taka fram, að þessar greinar iðnaðarins hefðu farið illa út úr öllum verð- stöðvununum, sem voru í gildi á aðlögunartímabilinu og þvf væri það krafa þeirra, að aðlögunar- tíminn yrði lengdur sem næmi þeim tíma, sem verðstöðvanir hafa verið í gildi. Bandarík- tyðia mílur m s 200 í FRÉTTUM, sem bárust seint í gær- kvöldi frá Caracas segir, að bandaríski aðalfulltrúinn hafi lýst því yfir að Bandaríkin væru nú retðubúin að fallast á 200 mflna efnahagslögsögu og 12 sjómílna fiskveiðiland- helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem Bandaríkin gefa slíka yfirlýsingu. Nánar verður skýrt frá þessu í blaðinu á morgun. Hjálpaði mikið hvað fólkið var rólegt” Rætt við Hörð Guðmundsson flugmann „Það er vissulega mildi, að ekki skyldi fara verr. Eg þakka það vélinni, sem var ákaflega sterk- byggð. Ég tel, að þarna hefði orð- ið hörmulegt flugslys á öllum öðr- um vélum,“ sagði Hörður Guð- mundsson flugmaður f samtali við Mbl. f gærkvöldi. Hann var þá nýkominn heim til Isaf jarðar. „Vélin átti ófarna nokkur hundruð metra að flugbrautinni, þegar ég fann skyndilega, að hún lét ekki að stjórn. Það var erfitt að átta sig á þessu, en það var einna helzt eins og hæðarstýrið virkaði ekki. Flugbrautin er í 25—30 metra hæð yfir sjávarmáli og ég átti þann eina kost að lenda vélinni f fjörunni, annars hefði hún skollið á barðinu. Lendingin Launadeildin tók sjálf Frí- hafnarstarfsmanninn út aflaunaskrá EFTIR AÐ HAFA LESIÐ UM FJARVISTIRNAR í DAGBLAÐI „£G HEF ekkert um þetta að segja og verst allra frétta um málið“, sagði Einar Agústsson, utanrfkisráðherra, er Mbl. spurði hann um skýringar á mannaráðningum hans á Kefla- vfkurflugvelli, en frá þeim var skýrt á baksfðu Mbl. f gær. Um er að ræða ráðningar manna f starf f Frfhöfninni og varð- stjóra f toligæzlu, en báðir mennirnir hafa gerzt brotlegir við tollalög. Einnig var starfs- maður Frfhafnar, sem þar hafði ekki mætt til vinnu frá ráðningu, hækkaður f tign og gerður að fulltrúa — eftir fjar- veru frá vinnustað f allt að 8 mánuði. Morgunblaðið ræddi í gær við Ólaf Thordersen, framkvæmda- stjóra Fríhafnarinnar á Kefla- vikurflugvelli, og spurðist fyrir um það, hvers vegna undir- maður hans, sem gerzt hafði sekur um tollalagabrot, hefði verið endurráðinn. Ólafur sagði: „Ja, ég endurræð auð- vitað ekki manninn, en hins vegar má að sjálfsögðu deila endalaust um það, hve mikla refsingu maður eigi að fá fyrir slíkt brot. Maðurinn hefur fengið sína sekt, honum hefur verið vikið úr starfi í eitt og hálft ár og hann er lækkaður um fjóra launafiokka við endurráðningu". Maðurinn var, er hann framdi tollalagabrotið, að- stoðarverzlunarstjóri, en er nú varðstjóri í Fríhöfn og er því yfirmaður á vakt. Ólafur sagði það ekki vera algengt, að Frí- hafnarstarfsmenn hefðu gerzt brotlegir við tollalög, en hann sagði, að það væri álitamál, hvort viðkomandi starfsmann ætti að reka ævilangt eða ekki. I þessu tilfelli hafði maðurinn starfað í Fríhöfn í 15 ár. Um mál mannsins, sem ráð- inn var f Fríhöfn sem af- greiðslumaður 1. desember síðastliðinn og hefur ekki sótt Framhald á bls. 20 tókst framar öllum vonum, þrátt fyrir að fjaran væri grýtt. Fólkið var ákaflega rólegt, og það hjálpaði mikið. Meiðsli urðu lítil sem betur fer.“ — Hafðirðu orðið var við nokk- uð óvenjulegt áður? „Nei, þessi bilun kom skyndi- lega. Ég var búinn að fljúga vél- inni fyrr um daginn, og þá var ekkert óvenjulegt. Þessar vélar eru taldar þær öruggustu í heiminum í sínum flokki, og svona bilanir eru ákaflega sjald- gæfar. Það hefur eitthvað meira en lftið gerzt. Vélin er sérstaklega styrk, t.d. er stálgrind utan um farþegarýmið." — Er vélin mikið skemmd? „Já, hún er mikið skemmd, og ég veit ekki, hvort hægt er að gera Framhald á bls. 20 Hörður Guðmundsson, f lugmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.