Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 5 Frá afhjúpun styttunnar. Stytta afhjúpuð á Hellissandi Hellissandi. A sfðasta sjómannadag var tekin f notkun sjómannagarður á Hellissandi. Var við það tæki- færi afhjúpuð stytta af sjó- manni, sem er að kenna ungum dreng að blóðga fisk. Styttuna gerði Ragnar Kjartansson myndhöggvari í Reykjavfk, og er hún hið fegursta listaverk. Aðalhvatamaður að gerð styttunnar var frú Svanfríður Kristjánsdóttir frá Hellissandi, og afhjúpaði hún styttuna að viðstöddu miklu fjölmenni. Slysavarnadeild kvenna, „Helga Bárðardóttir“, slysa- varnadeildin „Björg“, svo og sjómannadagsráð á Hellissandi, höfðu allan veg og vanda af framkvæmd verksins og báru allan kostnað af því. Þetta framtak er öllum þessum aðilum til hins mesta sóma. —Rögnvaldur. Tveir forsætisráðherr- ar á þjóðhátíðinni MARGT tiginna gesta verður á þjóðhátfðinni á Þingvöllum 28. júlf nk. Nfu löndum hefur verið sérstaklega boðið að senda full- trúa og munu þeir taka til máls á hátfðinni, og einnig talar þar full- trúi Vestur-lslendinga. Meðal fulltrúa verða Tryggve Bratteli forsætisráðherra Noregs og Poul Hartling forsætisráðherra Dana. Frá Svfþjóð kemur Bertil Zachri- son kennslumálaráðherra, frá Finnlandi kemur Pekka Tarjanne samgönguráðherra. Dr. Conor Cruise-O’Brien póst- og sfmamálaráðherra Ira verður fulltrúi lands sfns og búizt er við ráðherra frá Bandarfkjunum. Frá Kanada kemur dr. Paul H.T. Thor Iakson, frá Færeyjum Jákup Lindenskov varalögmaður og frá Alandseyjum kemur Alarik Hággblom, sem er æðsti maður landstjórnarinnar þar. Af hálfu Vestur-lslendinga talar Skúli Jóhannsson. Alls verða fulltrúar 34 þjóða á þjóðhátíðinni og koma margir langt að. Sendiherrar þeirra rfkja, sem hér hafa sendiráð, munu verða fulltrúar landa sinna jafnframt þeim, sem koma sér- staklega frá ofangreindum níu löndum. Þá koma sendimenn frá eftirfarandi þjóðlöndum: Austurríki Austur-Þýzkalandi Bangladesh Brasiliu Bretlandi Egyptalandi Frakklandi Grikklandi Hollandi Iran Israel Italíu Japan Júgóslavíu Kína Norður-Kóreu Mexicó Póllandi Portúgal Sovétrfkjunum Spáni Tanzanfu Tékkóslóvakfu Tyrklandi Vestur-Þýzkalandi. RUKH umsKiRim SEm nuGLúsn i ÍílúTöuublaíiiiui Sigling um ísafjarðardjúp. : heimsóttar eyjarnar nafnfrægu Æðey og Vigur og fleiri markverðir staðir. Ferðir á landi ttl rtæstu héraða Bílferðir um Skaga- fjörð, ferðir til Siglu fjarðar og þaðan . um Ólafsfjörð, Ólafa fjarðarmúla, Dalvik og Árskógsströnd til Akureyraf. Höfuðstaður Norðurlands. Kynnisferðir um gjörvalla Eyja- fjarðarsýslu og tíl nærliggjandi byggða. i Vaglaskógur og Goðafoss prýða _ 1 leiðina til Mývatnssygitar. _ - ' " ! ' RAUfARHÖFN \ HÚSAVÍK Nýtt og glæsílegt hótel. Þaðan eru skipulagðar ferðir og steinsnar til Ásbyrgis, Hljóðakletta, Detti- foss, Mývatnssveitar, Námaskarðs og Tjörness. ÞÓRSHÖFN ÍSAFJÖRÐUR- ÞINGEYRI \ PATREKSFJÖRÐUR ,4 Hér er Látrabjarg - " skammt undan og Hun auðvelt er að ferðast tíl næstu fjarða. \ * NESKAUPSTAÐUR Höfuðborgin sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrjr list og mennt, stjóm, verzlun og mannleg viðskipti. Héðan ferðast menn á Þíngvöfl, til Hvera- gerðis, Gullfoss og Geysís eða annað, sem hugurinn leitar. Áætfunarferðir bif- reíða tíl nærliggjandí fjarða. Fljótsdats- hérað, Lögurínn og Hailormsstaðaskógur innan seilingar. lliii REYKJ^VÍK Ferðir í þjóðgarðinn að Skaftafefii, Ör,æfa- sveít og sjáið jafn- framt Breiðamerkur- sand og Jökulsárlón. Skipulagðar kynnísferðir á landi og á sjó. Gott hótel. , Merkilegt sædýrasafn. Og auðvitað eldstöðvarnar. Áætlunarflug Flugfélagsins tryggir flfóta, þægilega og ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðrið er bezt. í sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í viku miíli Reykja- víkur og 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að tengja einstaka landshluta betur saman höfum við tekíð upp hringflug. Hringfiug okkar umhverfis landið með áætl- unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 getið pér ferðast hrínginn Reykjavík -— Isafjörður — Akur- eyri —•- Egilsstaðir — Hornatjörður — Reykjavík. Það er sama hvar ferðin hefst. Sé ísafirði sleppt kostar hringur- inn kr. 6.080. Allir venjulegir afslættir eru veíttir af þessu fargjaldi, fyrir hjón, fjölskyldur, hópa o. s. frv. Kynnið yður hinar tíðu ferðir, sem skipulagðar eru frá flestum lendingarstöðum Flugfélagsins til nærliggjandi byggða og eftirsóttustu ferðamannastaða. Stærri áætiun en nokkru sinni — allt með Fokker skrúfuþotum. Frekari upplýsingar veita umboðsmenn og ferðaskrifstof urnar. f|f|: ' 1 X \ £ Iv 1 '4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.