Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1974 3 Hans R. Þórðar- son forstjóri látinn Hans R. Þórðarson, forstjóri, er látinn 72 ára að aldri. Hann var fæddur 19. nóv. 1901 í Borgarnesi, sonur hjónanna Þórðar Bjarnasonar frá Reykhól- um, síðar kaupmanns í Reykjavík og Bfldudal, og konu hans Hansfnu Hansdóttur Linnet. Hans lauk prófi frá Verzlunar- skóla íslands 1919, en stundaði sfðan framhaldsnám í-Bretlandi. Eftir heimkomuna vann hann fyrst hjá fyrirtæki föður síns, en stofnaði sfðan eigin fyrirtæki, Rafmagn h.f. og síðar Raftækja- heildsöluna h.f. Þá starfaði hann um tima hjá Raftækjaeinkasölu ríkisins, en er hdn var lögð niður stofnaði hann Electric h.f. og veitti þvf fyrirtæki forstöðu til dauðadags. Hans R. Þórðarson tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var m.a. einn af stofnendum Félags raf- tækjasala og í stjórn þess, lengi formaður Félags raftækjaheild- sala, átti sæti í stjórn Verzlunar- ráðs Islands um árabil og var í stjórn Ljóstæknifélags Islands. Hans var tvfkvæntur. Fyrri kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, lézt 1925. Síðari kona hans var Hanna, dóttir Edwards Frederiksen, bakarameistara, og lifir hdn mann sinn. Nýjar ein- stefnugötur Samþykkt hefur verið í borgar- ráði að taka upp einstefnuakstur á eftirtöldum götum: A Nýlendu- götu til austurs frá Bakkastfg að Ægisgötu; á Nýlendugötu til vesturs frá Bakkastfg og Selja- vegi; á Bakkastfg til suðurs frá Mýrargötu að Nýlendugötu. Einn- ig hefur verið samþykkt að taka upp einstefnuakstur á Bjargar- stíg til vesturs frá Óðinsgötu að Grundarstíg og á Skálholtsstfg til vesturs frá Grundarstíg að Frí- kirkjuvegi. Allir eiga að vera búnir að fá seðla Skattskráin í Reykjavík hefur legið frammi undanfarna daga í skattstofunni og í Hafnarbdðum. Minna er nd um það en áður að menn leggi sjálfir leið sína á skattstofuna til að forvitnast um gjöld sfn, þvf að f fyrra var sá háttur upp tekinn að senda dt skattseðlana til skattgreiðenda, áður en sjálf skráin er lögð fram. Að sögn Ármanns Jónssonar hjá skattstofunni eiga nd allir skatt- borgarar í Reykjavík að hafa fengið seðla sína eftir nokkra töf vegna bilunar hjá skýrsluvélun- um. Heldur virSist vera dauft yfir laxveiði á landinu þessa dagana, þrátt fyrir það. að fregnir berist af töluverðri laxagengd I árnar. Hár sunnanlands eru langvarandi þurrkar helzta vandamáliS og sumar árnar orSnar þannig, aS viS liggur, aS ganga megi yfir þær á blankskóm. Hafa sumir haft orS á þvl. aS árnar séu svo vatnslitlar, aS ekki sé hægt aS ná I bland I þær, laxinn megi ekkert vatn missa. 0 Laxá í Aðaldal Þeir. sem veiSa I Laxá I ASaldal, þurfa ekki aS kvarta yfir vatns- leysi, en þaS. sem helzt hrjáir veiSimenn þar um þessar mundir, er veSurblíSan. Helga Halldórs- dóttir ráSskona I veiSiheimilinu Vökuholti á Laxamýri sagSi okkur, aS nú væri komnir 450 laxar á land á 12 stangir Laxárfélagsins og aS veiSin væri mjög treg. VeSur er meS eindæmum gott, sól og 20 stiga hiti og áin orSin svo heit, aS laxinn fæst ekki til aS taka. SagSi hún, aS veiSimenn segSust sjá mikinn lax l ánni og stöSug ganga væri upp ÆSerfossa, en laxinn bara fussaSi viS agninu. Llklega má þó eitthvaS rekja aflaleysiS til svolftillar góSveSursleti veiSi- manna. Laxinn, sem gengiS hefur I sumar, er mun vænni en á sl. ári og hafa margir laxar 22—30 pund aS þyngd komiS á land. 0 Norðurá Haukur Sveinbjörnsson leiS- sögumaSur viS NorSurá sagSi okk- ur, aS veiSin væri dræm um þess- ar mundir vegna þess, aS áin væri nú vatnsminni en hún hefSi lengi veriS. 679 laxareru komnir á land I NorSurá, sem er talsvert minna en á sama tlma I fyrra. Haukur sagSi. aS talsverSur lax sæist neSarlega I ánni, en hann vantaSi vatn og súrefni til aS komast upp ána. Stærstu laxamir úr NorSurá eru um 16 pund. Útlendingar eru viS veiSar I ánni nú og veiSa á 12 stangir. 0 Víðidalsá AuSur Pétursdóttir I veiSi- heimilinu viS VlSidalsá sagSi okk- ur aS veiSi þar væri sæmileg um þessar mundir. Tæpir 400 laxar væru komnir á land á 8 stangir. VeSur var gott viS ána og sæmi- legt vatn I henni. Bandarlkjamenn eru nú viS veiSar og nota ein- göngu flugu. eins og þeirra er vani. Stærsti laxinn, sem veiSzt hefur I sumar, vó 23 pund. 0 Svartá og Blanda Pétur Pétursson á HöllustöSum sagSi okkur, aS um 100 laxar væru komnir á land úr Svartá. sem er svipaS og I fyrra. Svartá kemur yfirleitt seint til á sumrin og svo hefur vatnsleysi eitthvaS háS veiSum. Okkur tókst ekki aS fá tölur um fjöldann úr Blöndu, en fáum þær eftir helgi, en Árni Þor- björnsson á SauSárkróki sagSi, aS baS sem af væri sumars, hefSi veiSin I Blöndu veriS betri en undanfarin ár. Annars er Blanda mjög lituS nú vegna hlýindanna undanfariS. Myndlistarsýning í tilefni þjóðhátíðarársins Hluti af stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs, f.v. Sigurlaug Zóphanlasdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðrún Þór og Gunnvör Braga formaður. 1 baksýn sést yfir hluta sýningarinnar. Lista- og menningarsjóður Kópavogs: Lista- og menningarsjóður Kópavogs hefur ákveðið að minnast 1100 ára afmælis ls- landsbyggðar með sýningu á listaverkum f eigu sjóðsins. Verður sýningin opnuð f dag kl. 4.00 f Vfghólaskóla en henni lýkur 3. ágúst n.k. Á sýning- unni eru um sextfu listaverk, málverk, graffk og höggmynd- ir. Áður en sýningin opnar mun skólahljómsveit Kópavogs, sem líta má á sem eins konar fóstur- barn sjóðsins, leika undir stjórn Björns Guðjónssonar. Meðal verka á sýningunni verð- ur líkan af útimynd Sigurjóns Ölafssonar, sem hlaut fyrstu verðlaun f hugmynd sam- keppni, sem sjóðurinn efndi til í tilefni 11 alda byggðar í land- inu. Þá er þar til sýnis hin umdeilda portret-mynd Baltas- ar af Thor Vilhjálmssyni. Þegar sjóðurinn keypti myndina deildu ýmsir Kópavogsbúar á réttmæti þeirrar fjárfestingar. Var deilt um hvort þar hefði ráðið Thor sjálfur eða lista- verkið sem slfkt. Auk þessa eru á sýningunni verk eftir marga þekktustu málara þjóðarinnar s.s. Kjarval og Asgrím o.fl. Lista- og menningarsjóður Kópavogs var stofnaður með sérstakri samþykkt á hátfðar- fundi á 10 ára afmæli Kópavogs árið 1965. Hlutverk sjóðsins er að efla lista- og menningarlíf í Kópavogi og hefur hann allt frá stofnun gegnt mikilvægu hlut- Lfkan af verðlaunaverki Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. (Ljósm Mbl. Br. H.) Frá sýningunni: Lesandi drengur, eftir Magnús A. Arna- son og hin umdeilda portret- mynd Baltasar af Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi. verki í menningarmálum bæjarins, og sinnt fjölþættu starfi í bæjarlífinu. Sjóðurinn á nú um sextfu málverk, nokkrar grafíkmynd- ir, þrjú útilistaverk og myndina Lesandi drengur. Hefur stjórn sjóðsins kappkostað að eignast myndir hinna eldri meistara jafnt sem hinna yngri. Sjóður- inn hefur ekki yfir að ráða eig- in húsnæði, heldur prýða myndirnar veggi í opinberu húsnæði bæjarins s.s. i skrif- stofum, skólum og barnaheim.il- um. Auk listasafnsins hefur sjóð- urinn tekið til hinna ýmsu þátta í menningarstarfsemi Kópavogs og styrkt slíka starf- semi með fjárframlögum. Má þar nefna Leikfélag Kópavogs, Tónlistarfélag Kópavogs, Skóla- hljómsveit Kópavogs og ný- stofnaðan homaflokk Kópa- vogs. Þá hefur sjóðurinn beitt sér fyrir varðveizlu gamalla minja í Kópavogi og hefur hann Framhald á bls. 31 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.