Morgunblaðið - 20.07.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 20.07.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjaid 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið. Ifyrradag bárust Geir Hallgrímssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins svör fráfarandi stjórnar- flokka, Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, við tilmælum hans um, að efnt yrði til við- ræðna fulltrúa allra stjórn- málaflokka um lausn þess efnahagsvanda, sem við þjóðinni blasir, en í kjölfar þeirra umræðna var gert ráð fyrir, að skýrð yrðu sjónarmið flokkanna í öðr- um þjóðmálum áður en gengið yrði til samninga um stjórnarmyndun. Þessir þrír flokkar svöruðu allir á þann veg, að þeir væru tilbúnir til þess að taka þátt í viðræðum allra stjórnmálaflokka um efna- hagsmál, en litu ekki á slík- ar viðræður sem lið í til- raunum Geirs Hallgríms- sonar til stjórnarmynd- unar. Þetta eru furðuleg við- brögð hjá þessum þremur flokkum. Það er að sjálf- sögðu í krafti þess umboðs, sem Geir Hallgrímsson hef- ur frá forseta íslands til þess að reyna myndun meirihlutastjórnar, sem hann hefur snúið sér til formanna allra stjórnmála- flokka með formleg tilmæli um slíkar viðræður og að sjálfsögðu ber að líta á þessa ósk hans sem lið í tilraunum hans til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar. Viðræður full- trúa allra stjórnmálaflokka um efnahagsvandamálin hefðu tvímælalaust stuðlað að því að draga fram, milli hvaða stjórnmálaflokka málefnaleg samstaða gæti tekizt um lausn efnahags- vandans og önnur þjóðmál. Og með því að bjóða öllum flokkum til slíkra viðræðna hefur Geir Hallgrímsson sérstaklega undirstrikað það, að þörf er víðtækrar þjóðarsamstöðu um lausn þeirra vandamála, sem við er að etja. En eftirtektarverður munur er þó á svari Fram- sóknarflokksins annars vegar og Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hins vegar. Alþýðubandalagið tekur sérstaklega fram í svari sínu, að það vilji myndun ríkisstjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna Iýsa því yfir, að þau vilji myndun ríkis- stjórnar á öðrum grund- velli, sem augljóslega ber að skilja í samræmi við yfirlýsingar Samtakanna fyrir kosningar þannig, að þau vilji heldur ekki ríkis- stjórn með þátttöku Sjálf- stæðisflokksins. í svarbréfi Framsóknar- flokksins er hins vegar ekkert slíkt skilyrði sett fram. Það, sem hefur því komið út úr tilmælum Geirs Hallgrímssonar til fulltrúa allra flokka, er í fyrsta lagi, að Alþýðu- flokkurinn er tilbúinn til þátttöku í viðræðum allra flokka um lausn efnahags- vandans og myndun nýrrar ríkisstjórnar, eins og sér- staklega er tekið fram í svarbréfi Alþýðuflokksins, og Framsóknarflokkurinn lokar engum leiðum til samstarfs viö Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjórn eins og Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa gert. Eðlileg niðurstaða virðist því sú, að kannað verði, hvort grundvöllur er til myndunar ríkisstjórnar þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðu- flokks. 1 samræmi við þetta sendi Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins Framsóknar- flokknum og Alþýðu- flokknum bréf í gær, þar sem hann óskar eftir við- ræðum við fulltrúa þessara flokka um myndun þriggja flokka ríkisstjórnar. Er nú beðið eftir svari þeirra við þeim tilmælum, en ljóst er, að slík ríkisstjórn mundi hafa þann styrk innan þings og utan, sem nauð- synlegur er til þess að takast megi að fást við efnahagsvandamálin með nokkrum árangri. ÞRIGGJA FLOKKA STJÓRN ? ,<*»**• Hagkvæm eða óhagkvæm? HLJÓÐFRÁA Concorde-þotan ensk-franska er sffellt umræðu- efni f enskum og frönskum blöðum. Eins og margoft hefur komið fram leikur mikill vafi á þvf hvort rekstur fiugvélar þessarar getur nokkurn tfma borið sig. Vangaveltur hafa verið uppi um það, a.m.k. f Bretlandi, að hætta alveg fram- leiðslu þessarar vélar, afskrifa þann tilkostnað, sem þegar er orðinn og Ifta á þennan stór- glæsilega farkost sem eins konar Edsel-bíl flugvéla- iðnaðarins, dæmi um mistök, sem bezt er að gleymist sem fyrst, eins og Ford Edsel-bfiinn hér um árið. Concorde-þotan, sem margir muna eftir hér frá því í fyrra, þegar ein reynsluvélin lenti í Keflavík, þykir óhagkvæm sak- ir þess hve farþegarými hennar er lítið og hlutfallslegur reksturskostnaður hár. En flug- hæfileikar hennar þykja frá- bærir. Nýlega vann Concorde það afrek að fljúga á milli Boston og Frakklands og til baka á níu mfnútum skemmri tíma en Jumbo-þotan Boeing 747 þurfti til að fara aðeins aðra leiðina, frá Parfs til Boston. En það flug, þótt mikið tækniafrek væri, svaraði ekki spurningunni um arðsemi vél- arinnar. British Airways, brezka rfkis- flugfélagið, sem á fimm Concorde-vélar í pöntun, hefur gert rekstursáætlun fyrir vélar sfnar og samkvæmt henni mun árlegt tap af rekstri vélanna nema um 25 milljónum sterl- ingspunda, eða um 5,7 milljörð- um fslenzkra króna. En Frakkar eru ekki jafn svartsýnir á framtíð þotunnar. Vikuritið L’Express gerði ný- lega samanburð á reksturs- áætlunum British Airways og Air France, en það félag á fjórar vélar f pöntun. Að sögn blaðsins eru forsendur í áætlun flugfélaganna tveggja ekki al- veg sambærilegar. Bretar reikna með um 50—60% sæta- Concorde-þota á Logan flugvelli við Boston eftir hið frækilega fiug þaðan til Frakklands og til baka. nýtingu en Frakkar 72% meðalnýtingu. Bretar gera ráð fyrir 20% lágmarksskatti á öllum flugleiðum, en Frakkar aðeins 10% skatti. Bæði félögin búast við, að flugstundafjöldi verði rúmlega 2800 klst. fyrir hverja vél á ári og sömuleiðis gera bæði félögin ráð fyrir því, að kostnaður við hverja flug- stund verði 4200—4300 pund. Að gefnum þessum forsendum búast Bretar við risavöxnu tapi, eins og áður segir, en Frakkar telja hins vegar að náðst geti jöfnuður á rekstri fjögurra véla þeirra á fjórða rekstursári, þ.e. 1978—79. L’Express bendir einnig á, að flugfélögin tvö muni ekki nota véiina á sömu flugleiðum. Brit- ish Airways hyggst nota sínar Concorde-þotur á flugleiðunum frá London til Tokyo, Sydney, New York og Washington. Air France ráðgerir að nota sínar vélar á leiðunum frá París til Rio de Janeiro, Tokyo, Austur- landa nær og New York. Margir óvissuþættir eru vita- skuld enn þá í dæmum beggja félaganna. Þannig gera Bretar t.d. ráð fyrir, að vélar þeirra fái að fljúga hraðar en hljóðið yfir sovézkt landsvæði og báðir reikna með, að lendingar hljóð- frárra þota verði leyfðar á Kennedy-flugvelli í New York. Þá er einnig gert ráð fyrir, að önnur flugfélög, sem keppa við British Airways og Air France, taki ekki Concorde-vélar í notk- un og því muni þessi tvö félög sitja ein að þeim farþegum, sem allt vilja til vinna að kom- ast á áfangastað sem fyrst. Þar með er komið að kjarna vandans. Framleiðendur Concorde-vélanna, British Air- craft Corporation og Société nationale des industries aérospatiales, vilja auðvitað selja sem flestar vélar til að hafa upp í hinn gífurlega fram- leiðslu- og rannsóknakostnað. En því fleiri vélar sem seldar verða því meiri verður halli British Airways og Air France, að sögn L’Express. Sem stendur virðast flugfélögin tvö ekki þurfa að óttast þenn^n mögu- leika, því meðan ekki hefur tek- izt að færa sönnur á hag- kvæmni Concorde, hafa önnur flugfélög en þessi tvö hætt við kaup á vélinni og sjö vélar af þeim sextán, sem nú er verið að smíða, eru óseldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.