Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 Júlíus S. Olafsson framkyæmdastjóri: Um skyldur og byrðar heildverzlunar Svar við vangaveltum blaðamanns Þjóðviljans um innflutningsmál o.fl I ÞJOÐVILJANUM S.I. sunnudag birtist grein, sem bar heitið „Á annað þúsund heildverzlana starfa f landinu" og var þar meðal annars fjallað um fjölda starf- andi heildverzlana, um skyldur heiidsala, um vöruskort þann, sem 25% innborgunarskyldan hefur orsakað og fleira. Þar sem margar missagnir og rangtúlkanir koma fram f grein- inni, þykir rétt að leiðrétta þar örfá atriði og skýra önnur. Um f jölda starfandi heildverzlana. I fyrsta lagi vitnar blaðamaður í Hagtíðindi, október 1973, þar sem fjallað er um fjölda heildverzlana og fullyrt, að varlega áætlað sé fjöldi heildsala á landinu nokkuð á annað þúsundið. Blaðamaður- inn sleppir þeim fyrirvara sem Hagstofan setur við skrá þessa, en þar segir orðrétt: „Tölur þær um aðila I verzlun er hér birtist verð- ur að notast með varúð, þar eð söluskattskrá er ekki nákvæm heimild um tölu starfandi fyrir- tækja á hverjum tfma. Hér er ann ars vegar um að ræða vankanta sem leiða af eðli efniviðarins og lítt eða ekki verður úr bætt og hins vegar vankanta, sem stafa af ágöllum söluskattsskrár. I fyrsta lagi gætir þess talsvert í tölum töflunar, að aðilar, sem hafa hætt starfsemi, standi áfram á sölu- skattsskrá, þar eð skattstofur halda áfram að senda þeim fram- talseyðublöð, unz þeir hafa skilað söluskattsskfrteini sínu eða gefið skriflega yfirlýsingu um, að það sé glatað. Getur orðið langur dráttur á þvi, að aðilar geri hreint fyrir sinum dyrum f þessu efni. Annað, sem einnig leiðir til of hárrar tölu verzlunaraðila í töfl- unni, er það, að nýstofnuð fyrir- tæki eru að jafnaði tekin á sölu- skattsskrá þegar eftir skráningu á firma — eða félagaskrá, þótt þau hafi ekki byrjað starfsemi, — og einhver þeirra gera það aldrei. Gera má ráð fyrir, að beggja þess- ara annmarka gæti hvað mest i almennri heildverzlun nr. 616. Enn fremur verður að hafa það í huga, að f verzlun — og aðallega í almennri heildverzlun (616) — er talsvert um það, að fyrirtæki séu með óstöðugan rekstur. Starf- 1 DAG, laugardaginn 20. júlf, verður opnuð sýning f Iðnskóla- húsinu f Ilafnarfirði á verkum 13 hafnfirzkra listamanna. Sýningin er liður f þjóðhátfð Hafnarf jarðar og eru 87 verk á sýningunni. Flest verkin eru oliumálverk, en einnig eru nokkrar vatnslita- myndir, tréristur og akrylmyndir. Þetta er fjórða samsýning hafn- firzkra listamanna og eru á henni verk eftir Eirfk Smith, Gunnar semi getur legið niðri mánuðum saman og jafnvel árum saman, síðan hafizt á ný, og svo aftur lagzt í dvala. Hér mun aðallega vera um að ræða aðila, sem stunda verzlun sem aukastarf. Þá má heldur ekki gleyma því, að tiltölulega mörg fyrirtæki eru með mjög litla söluveltu, og það jafnvel þótt um stöðugan rekstur sé að ræða. Fyrirtæki með óstöð- ugan rekstur og með litla sölu- veltu munu vera tiltölulega flest í heildverzlun. Ofangreind atriði verka f þá átt, að aðilar f verzlun og einkum f almennri heild- verzlun, verða oftaldir f töflunni. öfug áhrif hefur það, að talsvert skortir enn á, að fyrirtæki með rekstur í fleiri en einni grein verzlunar komi fram sem slikir á söluskattsskrá, en svo á að vera, ef um er að ræða rekstrareindir, sem náð hafa vissri stærð og eru aðgreinanlegar." (Leturbr. JSÓ) Þar sem skrifstofu Félags is- lenzkra stórkaupmanna var kunn- ugt um áðurgreinda annmarka á fyrirtækjaskrá Hagstofunnar, gerði skrifstofan könnun á þvi árið 1971, hversu mörg heildsölu- fyrirtæki væru raunverulega starfandi í landinu og kom í ljós, að helmingur skráðra heildverzl- ana var raunverulega starfandi eða 274 af 522 Þvi miður hefur skrifstofu félagsins ekki unnizt tími til að gera aðra álíka könnun, en ef notað er svipað hlutfall og gilti, þá þ.e.a.s. 50% af tölunni séu raunverulega starfandi, þá kemur út talan 374 og er sú tala nær raunveruleikanum en „á annað þúsund starfandi heildverzlanir." Félag fslenzkra stórkaupmanna hefur engu við áðurgreinda fyrir- vara Hagstofunnar að bæta, en vill undirstrika, að enda þótt menn hafi heildsöluleyfi, er ekki þar með sagt, að þar sé um starf- andi heildverzlun að ræða. Blaðamaðurinn segir sjálfur i greininni, að ein af ástæðunum fyrir mikilli útgáfu heildsölu- leyfa á árinu 1973 var sú að hækka ætti verð verzlunarleyfa, en verð á þeim hefur verið óbreytt frá árinu 1965, en ekki, að viðkomandi aðilar ætluðu sér að hefja rekstur, eða hvað meinti blaðamaðurinn? Þá viljum við einnig undirstrika það, sem fram Hjaltason og Svein Björnsson, sem setið hafa í sýningarnefnd, og auk þess myndir eftir Gunn- laug Stefán Gíslason, Pétur Frið- rik, Bjarna Jónsson, Jón Gunnars- son, Guðmund Karl Ásbjörnsson, Gisla Jónsson, Ásgeir Júlíusson, Gunnlaug Scheving, Gunnar H. Sigurjónsson og Sveinbjörn Kristinsson. I formála, sem Sigurgeir Guð- kemur hjá Hagstofunni, að menn trassa það iðulega að taka fyrir- tæki út af skrá, þótt þau séu hætt starfsemi og loks er oft um að ræða einu og sömu rekstrareind- ina, þó að i fyrirtækjaskrá Hag- stofunnar séu jafnvel þrjú nöfn, sem viðkomandi rekstrareind er rekin undir, t.d. sem smásölu- verzlun, innflutningsverzlun eða heildverzlun. Öll þessi atriði sam- antekin eru auðsæ skýring á þeirri háu tölu, sem fram kemur í skrásetningu Hagstofunnar og ættu menn þvi að nota áður- greindar tölur með mikilli varúð, eins og Hagstofan reyndar tekur fram i skýringum sínum við töflu ■um fjölda aðila i verzlun, sem birtist i Hagtíðindum I október 1973 eins og áður segir. Um meint verzlunar- vafstur opinberra starfsmanna. I greininni kemur fram, að „fjöldinn allur af opinberum starfsmönnum séu í alls kyns verzlunarvafstri." Það hefur verið eitt af baráttu- málum Félag íslenzkra stórkaup- manna að reyna að koma í veg fyrir slikt og væru því ábendingar blaðamannsins mjög vel þegnar, hvað þetta atriði snertir og ekki hefur félagið neitt á móti tillögu hans um, að skipuð verði opinber nefnd, sem kannaði það, hvort þessar fullyrðingar blaðamanns- ins eigi við rök að styðjast. Um 25% geymslu- fjárskylduna. 1 áðurnefndri grein er síðan fjallað um 25% geymslufjár- skyldu og þvf haldið fram, að 40—50% þeirra vörutegunda, sem keyptar voru sfðasta ár, séu undanþegnar 25% geymslufjár- skyldunni. Ekki kemur fram hjá blaðamanninum, hvort hann á við magn innflutningsins í tonnum eða í stykkjafjölda eða hvort hann á við verðmæti innflutningsins í krónutölu eða fjölda þeirra vöru- tegunda, sem fluttar eru til lands- ins. Þess vegna má telja öruggt, að þessi tala (40—50%) sé algjör- lega úr lausu lofti gripin og þvf fleipur eitt. Blaðamaðurinn segir, að þrátt fyrir lagaákvæði þessi, þ.e.s. ákvæði auglýsingar við- skiptaráðuneytisins og Seðla- bankans um 25% innborgunar- skyldu, — hér er sem sagt ekki um lagaákvæði að ræða, — að mundsson skólastjóri Iðnskólans ritar í sýningarskrá, segir: „Upp úr aldagamalli þjóðmenningu, sögum og sögnum, baráttu, sigr- um og ósigrum skjótast nú stæltir teinungar. Þrettán þeirra fagna nú ellefu hundruð ára búsetu við Fjörðinn með sýningu á verkum sínum.“ Sýningin, sem er hin athyglis- verðasta, verður opin til 1. ágúst. vörur hlaðist upp í vöruskemmum og á hafnarbakkanum og síðan býr blaðamaðurinn til forsendur fyrir þvi, að vörurnar hlaðist upp á bakkanum og sú tilbúna for- senda er „heimskulega gerð inn- kaup heildsalastéttarinnar, sem pantar sfnar vörur erlendis frá, án þess að hafa gert sér grein fyrir því, hvernig hún eigi að leysa þær úr tolli og slfkt séu ekki meðmæli með heilli starfstétt." Félag íslenzkra stórkaupmanna var búið að gera grein fyrir því i maí s.l„ að einmitt vegna 25% innborgunarskyldunnar myndu vörur hlaðast upp á hafnarbakk- anum. I greina gerð félagsins, sem birtist 22. maí s.l. sagði orð- rétt: „Vöruflutningaskipin streyma til landsins hlaðin sfð- búnum nauðsynjavörum og rekstrarvörum, sem hlaðast upp í vörugeymslum skipafélaganna, sökum þess að fjármagn skortir til þess að leysa þær út.“ Þá má benda á það að panta þarf vörur t.d. frá Japan og austan-tjalds löndunum með 6—12 mánaða fyr- irvara, menn sjá því ekki fyrir verkföll, 25% innflutningsgjald o.fl. o.fl. svo löngu áður, og ekki er hægt að afpanta vörur, sem komnar eru af stað. Um orsakir magn- aukningar innflutnings. Á hinn bóginn er það svo matsatriði, hvort að óvenjulega eða óeðlilega mikið vörustreyini sé til landsins eða ekki. Opinberar tölur um aukinn vöruflutning á fyrri hluta þessa árs benda til þess, að um óvenjulega magn- aukningu sé að ræða og er ekki úr vegi að velta þvf fyrir sér, hvað valdi þvf. 1 fyrsta lagi má geta þess, að eftir að olfuskorturinn kom upp á siðara hluta ársins ’73, kom upp mikill ótti hjá mönnum um vöruskort á ýmsum sviðum, einkum vörum, sem framleidd- ar eru úr olíuafurðum, svo sem ýmsar vörur úr plasti, nyloni og o.þ.h. Af þessum sökum pöntuðu menn fyrr og í stærra magni en áður til þess að birgja sig upp til framtíðarinnar. Síðan hefur reynslan leitt i ljós, að þessi ótti manna var ástæðulaus og því sitja menn uppi með heldur meiri birgðir, sem tíma tekur að losna við. I öðru lagi hafa hinar sifelldu umræður á fyrri hluta þessa árs um allskonar efnahagsráðstafan- ir, svo sem söluskattshækkun, gengishækkun, vaxtahækkun og fleira ýtt undir kaupgleði almenn- ings. í þriðja lagi ofan í þessar spekulasjónir fólks kemur geysi- mikil kauphækkun, sem gerir fólki það kleift að leggja út f meiri og stærri kaup á margs kon- ar vörum en áður. í fjórða lagi hafa sífelldar umræður um vax- andi verðbólgu þau áhrif, að fólk lifir frekar en áður eftir þeirri kenningu, að rétt sé að kaupa f dag, því að varan verði dýrari á morgun. I fimmta lagi hafa hinar stórauknu landbúnaðarvöru- niðurgreiðslur skapað tilfærslu í kaupgetu, þ.e. frá kaupum á land- búnaðarvörum yfir í kaup á inn- fluttum vörum. Ofan f þessa innflutningsbylgju komu siðan verkföll hér innan- lands, allsherjarverkfallið og síð- an farmannaverkfallið, einnig verkföll í nágrannalöndunum, eins og t.d. Svíþjóð. Allt þetta hefur haft áhrif á útskipun varanna til Islands og seinkað flutningi á þeim svo, að þær eru fyrst að koma til landsins þegar innborgunarskyldan skellur á, og hún er að draga úr getu fyrirtækj- anna til að leysa vörurnar út. Áður hafði fslenzka krónan fallið um 12—15%, en gengisfellingin er fjármagnskrefjandi fyrir verzl- unina. Við bætist, að bankarnir skera niður útlán til verzlunar- innar og þegar allt þetta leggst saman, kemur út vöruskortur og aftur vöruskortur f verzlunum, á meðan verða vörurnar að bíða á hafnarbakkanum. Það er fyrst og fremst fyrir aðgerðir opinbera að- ila hér á landi og vegna erfiðra ytri skilyrða, sem vörur eru nú að hlaðast upp á hafnarbökkum hér á landi og valda glundroða í við- skiptamálum. Um skyldur verzlunar- stéttarinnar. Þá segir í greininni „að verzlunarstéttin hafi neitað að gangast undir þær skyldur, sem lögin um geymslufjárskyldu hafi á hana lagt og neitað að taka þátt f því að bera byrðar vegna fjár- hagsörðugleika þjóðarbúsins.“ Félagi islenzkra stórkaupmanna er ekki kunnugt um neinn þann verzlunaraðila, sem neitað hafi að bera þessar skyldur, þvert á móti hefur innflutnings- og heildverzl- unin leitast við að starfa áfram að verzlun og innflutningi og hefur nú greitt um 900 milljónir króna til Seðlabankans. Fyrir- tækin hafa fengið þar um 3% ársvexti (nú 4%) fyrir þetta fé, en fá sitt rekstrar- fé gegn 12H% ársvöxtum (nú um 16!4%) f viðskiptabönk- unum. Ef þetta er ekki að bera skyldur og byrðar, hvað er það þá? Verzlunin í landinu ber auk þess aðrar byrðar tilbúnar af op- inberum yfirvöldum. Verzlunin hefur búið við síaukinn rekstrar- kostnað, svo sem af völdum erlendra hækkana á rekstrarvör- um, vegna launahækkana og hækkana á opinberri þjónustu, svo sem rafmagni, síma, hita og fleira. Söluskattshækkunin hefur aukið útgjöld verzlunarinnar, þá kom vaxtahækkunin og loks hækkun launaskatts. Áðurgreind fullyrðing blaðamannsins um, að verzlunarstéttin hafi neitað eins og henni hafi frekast verið unnt að gangast undir skyldur, eru því óskyljanlegar og bera vitni um annaðhvort fáfræði um málefni verzlunarinnar eða annarlegar og andsnúnar hugmyndir um verzlunina, nema hvort tveggja sé. Um hreinsun í verzlunarstéttinni. Blaðamaðurinn lýkur greininni á þá leið, að sannarlega sé tími til kominn að hreinsa til í verzlunar- stéttinni eins og það er orðað, setja henni harðari kosti og láta hana standa frekari reikningsskil gerða sinna. Við viljum vekja at- hygli á því, að í verzluninni árið 1971 störfuðu 10.100 manns, þar af 3.500 f heildverzlun og hefur mannafli í verzlun að mestu leyti staðið i stað frá því á árinu 1966. Þessi mannafli er 11,9% af heildarmannafla og þetta hlutfall er þó nokkuð lægra heldur en gerist f nágrannalöndunum. Hverja á að hreinsa af þessum þrjú þúsund og fimm hundruð — ekki er hægt að höggva höfuðið af án þess að bolurinn falli einnig. Hverjir af launþegunum eiga að missa atvinnuna? Kannske Þjóðviljinn vilji svara þessu? Þá viljum við vekja athygli á þvi, að flest fyrirtæki f verzlun og reyndar öðrum atvinnugreinum stefna í taprekstur, svo að varla er hægt að setja henni mikið harð- ari kosti, en þegar er orðið. Innflutnings og heildverzlunin eins og verzlunarstéttin almennt, — bæði vinnuveitendur og Iaun- þegar — er reiðubúin að taka á sig hverjar þær skyldur, sem á hana verða lagðar, svo fremi sem nauðsynlegum ytri skilyrðum er fullnægt. Þetta á ekki sfzt við um nauðsynlegar breytingar á stefnu hins opinbera í fjármálum verzlunarinnar. Að öðrum kosti getur verzlunin ekki sinnt þessum skyldum með fullnægjandi hætti. Allt tal um, að verzlunarstéttin standi ekki við sinar skyldur eru alveg út f hött meðan svo harkalega er þjarmað að verzluninni að hún geti ekki sinnt nægilega skyldum sínum, sem eru fyrst og fremst að þjóna neytendum og sjá þeim fyr- ir þeim vörum, sem þeir óska eftir hverju sinni á hagkvæmu og réttu verði. — Vmislegt fleira f margnefndri grein gefur tilefni til athuga- semda, en hér verður látið staðar numið að sinni. Eirfkur Smith, listmáiari við eina mynd sfna, sem hann nefnir Fólk og haf. Samsýning hafnfirzkra listamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.