Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1974
Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri:
Góðu verki
... Og
innan
skilað
á réttum tíma
þessa hrings
er veröld
þín ..
Ræða flutt af vega-
málastjóra við opnun
hringvegarins 14. júlf
1974.
Með byggingu brúar á Jökulsá á
Breiðamerkursandi árið 1967 var
Öræfasveit komin í vegasamband
austan frá og samfelldur vegur
kominn umhverfrs landið að
Skeiðarársandi einum undan-
teknum.
Var þá eðlilegt að menn hug-
leiddu, hvort ekki væri tæknilega
framkvæmanlegt og fjárhagslega
kleift að leggja veg yfir sandana
og brúa þar stjórfljótin.
Niðurstaðan varð sú, að vorið
1968 var samþykkt á Alþingi
þingsályktun um undirbúning að
gerö akfærs vegar umhverfis
landið. Til greiðslu kostnaðar við
nauðsynlegar rannsóknir voru
veittar 7,6 m. kr. í vegaáætlun
1969—1972.
Skeiðarárs’andur er talinn ná
frá Núpsstað að vestan að Skafta-
fellsá að austan, og er vegalengd-
in yfir hann 34 km. Fjögur stór
vatnsföll renna um sandinn:
Núpsvötn og Súla vestast, Gígja
um 5 km austar og Skeiðará aust-
ast. Núpsvötn eru bergvatnsá, en
hinar árnar koma undan Skeið-
arárjökli og eru dæmigerðar jök-
ulár. Eins og aðrar jökulár bera
árnar á Skeiðarársandi með sér
geysimikinn framburð, sem fellur
til botns eftir því sem straumur-
inn minnkar, og hækkar þannig
sandinn með tímanum. Mest ber á
þessu við Skeiðará, en þar hefur
sandurinn við Skaftafellsbrekk-
ur, samkvæmt heimildum heima-
manna í Skaftafelli, hækkað um
10 m síðustu 100 árin.
Allt frá aldamótum hefur
Skeiðarárjökull eins og aðrir
skriðjöklar verið að rýrna. Um
síðustu aldamót náði jökuljaðar-
inn fram á öldurnar og voru
vatnsföll þá mörg og breytileg. I
miklum jökulhlaupum mátti
heita, að meginhluti sandsins
væri undir vatni.
En þegar jökullinn tók að hopa
og lægra land kom upp bak við
öldurnar, sameinuðust útföll bak
við þær í þá farvegi, sem lægst
lágu. Er nú svo komið, eins og
áður sagði, að öll útföll frá jöklin-
um eru sameinuð í þrjú megin-
vatnsföll. Hugsanlegt er, ef jök-
ullinn hopar enn meira, að þessi
þróun haldl áfram, þannig að
meginvatnsföllin þrjú sameinist í
tvo eða jafnvel einn farveg. Ef
slíkt verður er líklegast, að vatnið
beinist í Gígju, en farvegur henn-
ar er lægstur. Ef jökuilinn tæki á
hinn bóginn að ganga fram á ný
og nálgast öldurnar mætti búast
við, að þróunin gengi í hina átt-
ina, þ.e. vatnsföllin kæmu víðar.
Jökulhlaupin
Mesta vandamálið við jökulárn-
ar á Skeiðarársandi eru þó hin
geysistóru jökulhlaup, sem í þær
koma. Jökulhlaupin verða við
það, að vatn, sem safnazt hefur
fyrir við jökulrönd eða undir
jökli, fær skyndilega framrás
undir jökulinn. Tveir slíkir stórir
vatnsgeymar fá framrás undir
Skeiðarárjökul og fram á Skeiðar-
ársand. Grænalón er jaðarlón við
vesturjaðar Skeiðárárjökuls og
vatn úr því brýzt fram undan
vesturhorni jökulsins f farveg
Súlu. Grímsvötn eru jökullón
nokkuð norðarlega f Vatnajökli
og brjótast þaðan fram víða und-
an jöklinum. Meginhluti vatnsins
rennur þó um farveg Skeiðarár,
en einnig fer mikið vatn f farveg
Gígju. Undanfarna þrjá áratugi
hafa þessi jökulhlaup komið með
nokkuð reglulegu milli bili og
verið svipuð að stærð. Hefur há-
marksrennsli í Skeiðará verið
6—8000 rúmm./sek.
Aður fyrr komu jökulhlaup
þessi mun sjaldnar, en voru að
sama skapi stærri. Er talið, að
hámarksrennsli f þeim hlaupum
hafi verið allt að fjórfalt meira en
í síðari hlaupum. Ekki er fullljóst,
hvað veldur, að hlaup eru nú tíð-
ari og minni, en talið er þó líklegt,
að það standi í sambandi við rýrn-
un jökla undanfarna áratugi.
Rannsóknir
á aðstæðum
A árunum 1968—1972 voru
sandarnir kortlagðir, og gerð ítar-
leg söguleg rannsókn á Skeiðarár-
hlaupum, tíðni þeirra og stærð.
Þá voru byggðir tveir tilrauna-
garðar við Skaftafell. Var það
gert til þess að fá úr því skorið,
hvaða gerð stæðist bezt Skeiðarár-
hlaup, en búizt hafði verið við
hlaupi 1970, sem þó varð raunar
eigi fyrr en f apríl 1972.
Mannvirki, for-
sendur og tilhögun
Við þær aðstæður, sem nú hef-
ur verið lýst, er ekki um neina
fasta árfarvegi að ræða heldur
hafa árnar yfirleitt stór svæði,
sem þær flæmast um í hlaupum.
Á öllum stöðunum er því aðeins
hluti farvegsins brúaður, en síðan
byggðir varnargarðar til að beina
vatninu undir brýrnar.
Hin mikla óvissa varðandi
stærð og dreifingu hlaupa í fram-
tíðinni veldur því, að ekki þótti
fært að hanna mannvirkin með
það fyrir augum, að þau stæðust
stærstu hlaup áfallalaust. Var því
valin sú leið að miða við, að mann-
virkin stæðust jökulhlaup eins og
þau hafa verið undanfarna ára-
tugi án þess að vegasamband
rofni. Á hinn bóginn er tilhögun
mannvirkja þannig, að sem
minnst tjón hljótist af, þótt stór
hökulhlaup verði. Þannig eru dýr-
ustu hlutar mannvirkjanna, þ.e.
brýr ásamt vegfyllingum og varn-
argörðum næst þeim, hönnuð með
þeim hætti, að þau geti staðizt án
alvarlegra áfalla, en vatnið látið
flæða yfir varnargarðana fjær
brúnum.
Þrjár stærstu brýrnar eru allar
sömu gerðar, stálbitabrýr með
timburgólfi á steyptum stöplum.
Brúarhöfin eru 44 m. Stöplarnir
hvíla á steyptum staurum, sem
reknir eru niður í sandinn. Allar
brýrnar eru með einfaldri ak-
braut, en vegna hinnar miklu
lengdar þeirra eru höfð útskot á
þeim með 150—200 m millibili, til
að farartæki geti mætzt. Brýrnar
eru tiltölulega háar, og er það
gert í því skyni, að ísjakar, sem
brotna jafnan úr jökuljaðri í
hlaupum, komist undir þær.
Þessi gerð brúa var valin með
tilliti til þeirra aðstæðna, sem ég
hefi áður lýst. Ef útföll ánna und-
an jöklinum breytast verulega má
flytja yfirbyggingu brúnna á nýja
stöpla. Hækki sandurinn og þar
með farvegir ánna, er vel gerlegt
að hækka brúarstöplana. Aukist
umferð að því marki, að brýrnar
þurfi að hafa tvöfalda akbraut,
má bæta við stöplana og þriðja
bitanum, án þess að umferð þurfi
að stöðvast á meðan.
Varnargarðar eru byggðir úr
möl og sandi. Ármegin eru þeir
varðir með sprengdu grjóti eða
hrauni og grjótpylsum.
Vegurinn um sandinn er með
malarslitlagi og tvöfaldri akbraut,
6,5 m breiðri.
Þorleifur Pálsson settur sýslumaður:
Fyrir Skaftfellinga er
þessi viðburður mestur
Eg vil leyfa mér að bjóða yður
velkomin til þessarar hátlðar. í
dag verður vegur yfir Skeiðarár-
sand formlega opnaður til notk-
upar.
Þessi atburður markar tímamót
í sögu íslenzkra samgöngumála,
þar sem hér er um leið opnaður
hringvegur um landið. Skeiðará
hefur verið einn mesti farartálmi
á leið manna hér um, vatnsmikil,
straumþung, sfbreytileg og oft
óútreiknanleg. Á fárra ára fresti
hleypur hún fram með þvílíkum
hamförum, að nær allt verður
undan að láta. Þá er austurhluti
sandsins eins og hafsjór yfir að
líta. Það var því lengst af talið
erfiðleikum bundið að byggja það
trausta brú yfir ána, að staðizt
gæti áhlaupin. En margir ólu þá
von með sér að svo mætti verða og
von þeirra hefur nú rætzt.
Ég vil leyfa mér fyrir hönd
Skaftfellinga að bera fram þakkir
til allra, er að mannvirkja-
gerðinni hafa unnið, svo og til
annarra, er með góðum hug og
stuðningi veittu málinu brautar-
gengi. Fyrir Skaftfellinga er þessi
viðburður mestur. Til skamms
tíma voru öll stórfljót austurhluta
sýslunnar óbrúuð. Þá áttu fáir
leið hér um. Með þessari brúar-
gerð er endanlega rofin einangr-
un byggðanna hér fyrir austan.
Nú verður leiðin öllum fær og
marga mun fýsa að ganga til
fundar við þá ósnortnu og tignar-
legu náttúru, er hér ríkir. Er það
von manna hér um slóðir, að
flestir fái notið þeirrar auðlegðar,
er landið býr yfir, án þess að
níðast á því.
Þótt Skeiðará og önnur vötn hér
á sandinum hafi verið erfið yfir-
ferðar voru þó ætíð til menn, er
kunnu á þeim tök. Þekkingu sína
fengu þeir af eigin reynslu og frá
forfeðrum sínum. Það hefur orðið
sérgrein margra Skaftfellinga og
íþrótt að fást við vötnin hér, sjá út
hvar botn væri tryggastur og
velja færustu vötnin. Segja má, að
allir framandi ferðalagar, sem
hér áttu leið um, hafi notið þess-
ara þaulreyndu vatnamanna. Sú
hjálp var auðfengin, veitt af
góðum hug og talin sjálfsögð.
Einkum kom það í hlut þeirra,
sem næst bjuggu sandinum, að
veita þessa aðstoð. Hversu sjaldan
slys hafa orðið hér við vötnin
sýnir bezt öryggi þessara manna.
A þessum tímamótum er oss ljúft
að minnast með þökk þessara
skaftfellsku vatnamanna, er unnu
sfn afrek I kyrrþey.
Á þessari stundu er oss öllum
efst f huga fögnuður yfir því, að
langþráðu takmarki er náð. Gæfa
fylgi mannvirkjum þessum.
Vestasta brúin er yfir Súlu og
Núpsvötn, er hún 420 m löng og
varnargarðar við hana 5 km. Brú-
in á Gígju er 376 m löng og varn-
argarðar við hana 1,5 km. Lengsta
brúin er á Skeiðará, 904 m, og
varnargarðar við hana 10,5 km.
Framkvæmdir
Áður en framkvæmdir gætu
hafizt á Skeiðarársandi var óhjá-
kvæmilegt að endurbyggja að
mestu leyti veginn frá Kirkjubæj-
arklaustri að Núpsstað auk nokk-
urra brúa. Ennfremur var lagður
kafli af hringveginum austan
Skeiðarársands milli Skaftafells-
ár og Virkisár.
Milli Kirkjubæjarklausturs og
Virkisár í öræfum hafa alls verið
lagðir 61 km, en 7 km styrktir og
endurbættir. 4 km af hliðarvegum
hafa einnig verið lagðir. Varnar-^
garðar eru alls 17 km. Byggðar
hafa verið alls 12 brýr, sem sam-
anlagt eru 2004 m að lengd.
Framkvæmdir hófust í apríl
1972 við Kirkjubæjarklaustur svo
og austur f öræfum. A sjálfum
Skeiðarársandi var hafizt handa f
spetember 1972, og hefur sfðan
verið lögð áherzla á að nýta vetr-
artímann til framkvæmda meðan
vatn er minnst í jökulánum. I
endaðan nóvember 1972 var lokið
við fyrri hluta brúar á Skeiðará.
Var ánni þá veitt undir brúna og
vegasamband þar með opnað til
bráðabirgða. í dag, 14. júlf 1974,
er framkvæmdum svo langt kom-
ið að unnt er að opna hringveginn
formlega, þó að ekki sé lokið allri
frágangsvinnu.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir, þegar þeim verður að
fullu'lokið, er áætlaður um 850 m.
kr. og er það innan ramma upp-
haflegu frumáætlunarinnar frá
1972, þegar tekið er tillit til verð-
hækkana.
Brúadeild Vegagerðar rfkisins
hefur annazt allar rannsóknir og
hönnun mannvirkja á Skeiðarár-
sandi. Er til framkvæmda kom
var brúadeildinni einnig falið að
annast þær með aðstoð vegadeild-
ar. Við undirbúning og fram-
kvæmdir hefur þurft að leita til
fjölmargra stofnana, fyrirtækja
og einstaklinga. Við sjálfar fram-
kvæmdirnar hafa starfað lengst
af 3—4 flokkar brúagerðarmanna
og 2—3 flokkar vegagerðar-
manna. Gekk verkið betur en
menn höfðu þorað að vona, og var
þó vistin á sandinum oft köld og
næðingssöm, einkum undir Lóma-
gnúpi.
öllum þessum aðilum kann ég
mínar beztu þakkir fyrir að skila
góðu verki á réttum tíma og innan
upphaflega áætlaðs kostnaðar.
Herra samgönguráðherra. I
febrúar 1972 lagði þáverandi sam-
gönguráðherra svo fyrir, að hafn-
ar skyldu framkvæmdir við sein-
asta áfanga hringvegarins og
þeim lokið á þjóðhátíðarárinu.
Þessi fyrirmæli hafa nú verið
framkvæmd og vil ég biðja yður
að opna veginn formlega.