Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 17 sröldþín..." - Hér á eftir fara tveir kaflar úr ræðu þeirri, sem formaður þjóðhátfð- arnefndar 1974, Matthfas Johannessen, hélt á sam- komu þeirri, sem efnt var til á Skeiðarársandi eftir opnun hringvegarins: Matthías Johannessen formaður bióð- hátíðarnefndar 1974: Land mikilla hugsjóna Jötunninn stendurmeð járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig. .. kuldaleg rödd og djúp. í draumnum sá Flosi Járngrím ganga út úr gnúpinum með járn- staf í hendi og var i geithéðni. Síðan kallaði hann á menn Flosa inn f fjallið, persónugervingur ör- laganna. Vér hyggjum að fortíðinni, en horfum fram á veginn. Þjóðir hafa ekki alltaf lagt vegi og bætt samgöngur sínar vegna auðlegð- ar, en margar þjóðir hafa orðið auðugar vegna góðra samgangna. Þær eru hverju landi lífsnauðsyn, farvegurinn fyrir næringu þjóó- arlíkamans. Ein aðalforsenda þess að forfeður vorir komust til íslands var sú, að þeir höfðu unn- ið tækniafrek, sem gerði þeim kleift að færast slíkar ferðir i fang. í fornri menningarsögu vorri rísa hæst ritlist forfeðra vorra, hetjulund og skipin, sem þeir sigldu á út hingað til Islands, enda þótt þau væru frumstæð á vorn mælikvarða. A skipunum sigldu þeir inn í þróunarsögu mannkynsins með ekki minni glæsibrag en geimfarar vorra daga — og er þá mikið sagt. En svo ég verði eigi sakaður um róm- antíska rökleysu með þessum orð- um leyfi ég mér að vitna í þann sæfara, sem þekktastur er nú um stundir, Norðmanninn Thor Hey- erdal, sem gisti land vort fyrir nokkrum árum. Hann sagði, að víkingaskipin hefðu orðið til vegna þeirrar nauðsynjar að eiga í senn góð fiskiskip og skip til langra ferðalaga. Þau hefðu verið mikið takmark. Víkingaskipin voru byggð fyrir stórar strendur. Takmörk þeirra voru lönd mikilla hugsjóna. Eitt slíkt land var ís- land. „Ég hef aldrei verið I nein- um vafa um, að gömlu skipin, sem forfeður okkar sigldu til tslands og síðan Grænlands, komust einn- ig auðveldlega til NorðurAmer- íku,“ sagði Thor Heyerdal. Hvergi verður oss betur ljóst en hér á þessum stað, að sá hafði við reynsluþekkingu að styðjast, sem dró svofellda ályktun af athugun- um sínum og annarra. Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma. Það hlýtur að ylja oss að sjá sveitirnar hér I kring sömu aug- um og fyrsti landnámsmaðurinn og fylgdarlið hans, enda þótt ár og vötn renni I öðrum farvegum, sandar hafi breytzt og landið stækkað frá því, er þeir fóstbræð- ur sáu ströndina fyrst eins og fyrirboða nýrrar og mikillar sögu. A svo örum breytingartímum sem þeim, er vér nú lifum, hlýtur það ávallt að vera sérstakt fagnað- arefni að sjá þess einhver merki, að tímans tönn vinnur ekki á öll- um hlutum. Tunga vor, saga og erfðir eru vottur þeirrar ánægju- legu staðreyndar. En hér erum vér einnig minnt á eyðinguna, átökin. Baráttu mannsins við umhverfið. Örlög hans. Ofureflið .. .“ XXX .... Svo bregður öld við aðra. Þess vegna höldum vér þjóðhátíð. En hér á þessum stað minnumst vér öðru fremur þess, að mikið hefur áunnizt, sem til heilla horf- ir. Þjóðhátíðarnefnd 1974 sam- þykkti á fundi ályktun þess efnis að fagna því og lýsa yfir ánægju sinni með það, að framkvæmdir hér á Skeiðarársandi yrðu tengd- ar 1100 ára afmæli íslandsbyggð- ar og hvatti til að þjóðin gæfi sjálfri sér hringveginn í afmælis- gjöf á þessu ári. Það hefur nú orðið með miklu starfi fjölda ein- staklinga og ekki sfzt þjóðarinnar allrar, sem hefur lagt féð af mörk- um og sýnt hug sinn til þessa nauðsynjamáls með kaupum á happdrættisskuldabréfum. Ekki voru allir bjartsýnir á, að slík skuldabréfasala gæfi í' aðra hönd það fé, sem raun ber vitni; heiður og þökk sé þeim, sem átti svo bjartsýna trú. Þessu almenna framlagi landsmanna ber sérstak- lega að fagna. Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Island aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskiptí fólks aukast, ísland verður betra land og skilningur manna í ólík- um byggðalögum og samstarf þeirra á eftir að stóraukast. Og ætla má, að þetta átak eigi eftir að kalla á meiri og betri vegi um land allt — og fyrr en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Síðast en ekki sízt, er þessi vegur yfirlýs- ing um þaó, að íslendingar munu aldrei láta sér annað lynda. en byggja landið allt og fara að dæmi forfeðra vorra, sem unnu einstakt afrek með landnámi sínu við erf- iðar og, að voru mati, næsta frum- stæðar aðstæður. Það er því þjóðhátíðarnefnd 1974 mikið og ósvikið gleði- og fagnaðarefni, að hringvegurinn hefur nú verið vfgður I tengslum við þjóðhátíðarhald á þessu ári og þakkar nefndin öllum, sem að því hafa unnið. Enginn vafi er á því, að fátt verður eftirminnilegra frá þjóðhátíðarárinu en vígsla hring- vegarins. Gunnlaugur Scheving sagði ein- hverju sinni um Öræfin — og leyfi ég mér að ljúka máli mínu með tilvitnun I þennan mikla listamann: „Þegar ég kom I öræfin,“ sagði Gunnlaugur, „minntist ég Ioka Njáls sögu. Fannst vel við eigandi að slíku snilldarverki skyldi ein- mitt Ijúka á þessum stað, þar sem við erum minnt á eilífðina. Það getur varla verið tilviljun. Þar renna líf og dauði í einum far- vegi, án þess að greint verði á milli“.“ „A þessum stað, þar sem útsýni er til Ingólfshöfða, höfum vér I dag upplifað merkan þátt í sögu lands og þjóðar. Skammt er þang- að, sem Landnáma segir, að Ing- ólfur hafi tekið land, en Ari segir: „Þar er Ingólfshöfði kallaður fyr- ir austan Minnþakseyri, sem hann kom fyrst á land ...“ Mikil er saga þessara héraða. Á eina hönd sjálfur Öræfajökull, á aðra Lómagnúpur og landstórir sandar minna á átök elds og ísa. Hér má sjá örlög íslendinga eins og f hnotskurn, baráttu þeirra við erfiðar aðstæður og ekki sízt sigra. Opnun hringvegar um land- ið hér á Skeiðarársandi er dæmi um sigur. Af þeim sökum fögnum vér þessum áfanga með sérstök- um hætti. Eins og Kári þurfti að heita á hurðir Flosa, . þannig höfum vér Islendingar einnig oft þurft að heita á hurðir örlaganna. Stundum hafa þau tekið okkur eins og Flosi Kára skipreika, stundum ekki: böndum en nokkru sinni fyrr. En þess er þá hollt að minnast, að taka verður skynsamlega landnýt- ingarstefnu ef vel á að fara og leysa farsællega þau vandamál, sem fylgja aukinni mannvirkja- gerð, aukinni umferð og opnun landsins í vaxandi mæli, og til þess að þjóðin öll fái notið lands- ins. Þessi vandamál er hægt að leysa með þvf að koma á eðlilegu landnýtingarskipulagi hérað- anna, sem vaxa þarf upp f byggða- lögunum sjálfum og þá með góðu samstarfi dreifbýlisfólks og þétt- býlisbúa, sem þurfa að sameinast um lausn landnýtingarmálanna. En þetta er jafn rík nauðsyn beggja. Hér er heillandi verkefni, sem ber að ræða og undirbúa vand- lega. Verða þar til að koma m.a. samtök í héruðunum: Sveitar- stjórnir, landshlutasamtök, bún- aðarsamtök, ungmennaféíög, fé- lög áhugamanna um landgræðslu og náttúruvernd. Víðtæk samstaða þarf að nást um skynsamlegar meginreglur um samskipti þjóðarinnar við landið og nýtingu þess. Við Islendingar höfum góð skil- yrði til að leysa þessi mál svo til fyrirmyndar gæti orðið f heimi, sem einmitt býr við erfið vanda- mál af þessu tagi. Ennþá erum við fámenn þjóð í stóru og Iftt menguðu landi, en tökum góð ráð í tíma, svo takast megi að koma fallega fyrir byggð- inni og þvf atvinnulífi og þeim mannvirkjum, sem nútímalífi þarf að fylgja. Og varðveitum með öllum tiltækum ráðum tign og fegurð landsins. Fögur mannaverk köllum við listaverk og sum eru mikilsháttar þjóðareign. Fagurt land er þjóðar- gersemi, sem meta verður að verðleikum. Þess er ánægjulegt að minnast, að tenging hringvegarins um landið mun hjálpa til að opna augu manna fyrir nauðsyn þess að taka þessi mál föstum og skyn- samlegum tökum í tæka tfð. Nú, þegar höggvið er á fjötur- inn á Skeiðarársandi, tengjast Skaftfellingar traustum böndum, fyrir Austurland verður þessi breyting nálega eins og lausn úr álögum. Einangrun Austurlands frá öðrum hlutum landsins vegna Mývatns- og Möðrudalsöræfa að norðan, Skeiðarár- og Breiða- merkursanda að sunnan er endan- lega rofin. Austurland mun njóta sín til fulls framvegis, og þjóðin mun njóta þeirra miklu land- kosta, sem hér er að finna á Austurlandi, búskaparlands, fiskimiða, orkulinda og fagurs og fjölbreytilegs umhverfis, svo nokkuð sé nefnt. Þess er skemmtilegt að minn- ast, að nú í dag, þegar við fögnum þessari framkvæmd og 1100 ára byggð þjóðarinnar f landinu, er- um við stödd á vetursetuslóðum Ingóifs Arnarsonar f sjálfri land- námsferðinni. En áður höfðu þeir fóstbræður í fyrri ferð sinni, könnunarferðinni, dvalið að Geit- hellum í Álftafirði hér litlu aust- ar, austan Lónsheiðar. Það var því einmitt á þessum slóðum, sem þeir fóstbræður fengu þau kynni af landinu, sem festu hjá þeim ásetninginn um að nema þetta land. Það dregur ekki úr gleði okkar á þessum dögum, að svo skuli hafa skipazt, að það eru einmitt þessar byggðir, sem svo skemmti- lega eru bundnar landnáminu og þeim fóstbræðrum, sem tengjast öðrum byggðarlögum landsins með stórbrotnum hætti á sjálfu 1100 ára afmæli landnámsins. Miklu verki hefur verið komið í framkvæmd og því fögnum við nú. Miklumst þó ekki af þvf né nokkru öðru mannanna verki, en Verum hógvær og umfram allt þakklát forsjóninni fyrir að hafa gert okkur kleift að vinna sameig- inlega þetta verk, og biðjum þess, að það megi verða til blessunar öldum og óbornum. Leggjum einnig ríkt á minni, að lítil þjóð kemur ekki í fram- kvæmd stórum verkum nema hún sé frjáls. Stjórnarfarslega óháð, fjárhagslega óháð og menningar- lega óháð. Öháð erlendum þjóð- um, óháð erlendum öflum. Far- sæld þjóðanna fer ekki eftir stærðinni. Séu skilyrði lffvænleg á annað borð er það andlega ork- an, sem með. þjóðunum býr, sem mestu skiptir og lausn hennar úr læðingi. öflugasti orkugjafi smáþjóðar er þvf frelsið og missi smáþjóða- menn þá tilfinningu, að þeir ráði málum sínum sjálfir og standi ó- háðir á eigin fótum, slaknar á driffjöðrinni, dregur úr framför- unum og það tekur að halla undan fæti. Þetta getum við lært af okkar eigin sögu og aldrei er meiri ástæða til að minnast þessa en einmitt nú, þegar þjóðin hefur búið ellefu hundruð ár í landinu, ýmist háð erlendu valdi eða óháð því, — ýmist í fjötrum eða frjáls I mínum augum er þessi fram- kvæmd hér á Skeiðarársandi fag- ur vottur þess, hverju frjáls smá- þjóð getur áorkað. Sama má segja um margvíslegar aðrar framfarir, sem brðið hafa í landinu síðan þjóðin endurheimti frelsi sitt eft- ir margra alda áþján erlends valds. Látum því reynsluna festa þann ásetning okkar að gæta sjálfs f jöreggs þjóðarinnar — frelsisins. Á þvf hvílir farsæld þjóðarinnar framvegis sem hingað til. erið fjötur af þjóðinni”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.