Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 10
Urðarkettir úr Breiðholti og Heklubúar frá Hvolsvelli hafa sameiginlegar tjaldbúSir og er þetta hlið þeirra. Bandarísku skátamir, m.a. skátar af Keflavfkurflugvelli, hafa útbúið sérstaka Indfánasýningu f þessu Indfánatjaldi. Þannig leit Þurfður sundafyllir út — að þvf er Valkyrjur frá fsafirSi telja. Sköpttnarverk skátanna Hamrabúar úr Reykjavfk hafa reist myndarlegan minnisvarða um Hall- veigu Fróðadóttur — og klæddu hana í rauSa sokkal Sköpunargleði skátanna og hugmyndaauðgi er mikil, svo mikil, að ekki nægir ein síða sem þessi til að gera viðhlítandi skil þeim fjölbreyttu listaverkum, sem skátarnir hafa komið upp á völlunum við Úlfljótsvatn. En hægt er að birta fáeinar myndir sem sýnishorn. Flestöllum verkum skátanna er það sameiginlegt, að þau minna á einhvern hátt á landnámið, enda var hverju félagi gert að velja sér einn landnámsmann til kynningar á sínu svæði á mótinu. Hafa félögin þó ekki takmarkað sig við landnámsmenn- ina eina, heldur einnig sum hver útbúið sérstakar kynningar á landnámssvæðunum og merkum sögustöðum í nágrenni starfs- svæða sinna. Þá er annað sameiginlegt einkenni í byggingarlist skátanna, sem benda má á: Trönuspírur eru algengasta bygg- ingarefnið og krossviður og strigi notaðir til skrauts. Nóg um það. Myndirnar tala sínu máli: Ægisbúar frá Reykjavfk hafa valið sár Hall hinn goSlausa til kynningar og á hinu spjaldinu er greint frá öllum landsmótum skáta. sem haldin hafa verið. I hofi á svæBi Dalbúa logar stöSugt eldur, þar trjóna þeir Freyr og Þór (og Freyja úti f horni), þar er hlaut- bolli og hringur, — og þar átti a8 halda eins konar blót f gærkvöldi. Strókur úr HveragerSi hefur reist stærsta turninn á svæSinu og hár fer ein skátamamman úr HveragerSi upp f hann. Vi8 þetta tækifæri smellti dóttir hennar af henni mynd og sagSi: „Reyndu a8 skjálfa svolft- i8. mammal" Hli8 Skátafálags Akureyrar minnir á Helga magra. Einherjar frá fsafirði hafa verið sárlega duglegir a8 njörfa saman trönuspfrumar. Hár er hliS þeirra, brú, og þeir hafa einnig gert bekki kringum varSeldastæBi. uppþvottagrind og borS til a8 matast vi8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.