Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974
23
Minninaarorð:
Jón Vídalín Guðmundsson
Fæddur 4. desember 1906
Dáinn 4. júlf 1974
JÓN Vídalín Guðmundsson,
Löngubrekku 39 í Kópavogi, and-
aðist 4. júlí s.l. og var jarðsunginn
frá Fossvogskirkju 11. sama
mánaðar. Jón Vídalín var fæddur
að Ytri-Hjarðardal í önundarfirði
4. des. 1906, sonur hjónanna
Guðnýjar Arngrímsdóttur og Guð-
mundar Bjarnasonar, er þar
bjuggu þá. Eins og fiestir Islend-
ingar varð Jón að fara að vinna
fyrir sér strax og þrekið leyfði,
ekki sízt þar sem systkinin voru
mörg, en efnin Iítil. Valkostir
voru fáir og lá leið Jóns til sjávar-
ins eins og annarra ungra manna,
og á fiskiskipunum varð hans at-
hafnasvið allt fram yfir strfð,
fyrst sem háseta en lengst sem
matsveins. Skömmu eftir stríð fór
hann alfarinn í land og gerðist
garðyrkjubóndi í Laugarási, allt
þar til heilsan bilaði, en þá flutti
hann hingað í Kópavoginn og
fékkst við ýms störf, eftir því sem
kraftarnir leyfðu.
Það var ekki margra ára ríkis-
boðuð skólaskylda og skólaseta,
sem mótaði Jón Vídalfn. Hans sjó-
mannsár var fiskifloti lands-
manna of lítill fyrir alla þá, er til
sjávarins sóttu og afar misjafn að
gæðum. Þar fékk Jón, sem margir
aðrir, sinn skóla, við þrældóm
undir saltri, ískaldri ágjöf, og ef
hann stóð sig ekki, þá gat hann
tekið pokann sinn og farið f at-
vinnuleysið í landi. „Kjörin settu
á manninn mark,“ segir örn
Arnarson af þekkingu, en þó að
áraskipin væru að mestu úr sög-
unni sem fiskiskip, þegar Jón fór
til sjós, mótuðust menn við slfkar
aðstæður og urðu ekki að ástæðu-
lausu hrjúfir í viðmóti, þótt ein-
hversstaðar langt inni slægi blítt
hjarta, sem þráði að hjálpa, þar
sem hjálpar var þörf. Þannig var
Jón eins og ættmenn hans og þeir,
sem þekktu hann bezt, vissu.
Hann vildi fyllra og fegurra
mannlíf öllum til handa.
Hann gerðist umboðsmaður
happdrættis aldraðra sjómanna
og seldi mikið f uppsveitum
Árnessýslu, eftir að hann gerðist
garðyrkjubóndi og vann með því
að því, að félagarnir af sjónum
gætu notið ellinnar.
Fólk er alla æfi að byggja sér
upp lífsaðstöðu og láta flestir sér
nægja að gera slíkt í eitt skipti.
Það þarf að minnsta kosti óvenju-
legt áræði og atorku til að byrja
algerlega að nýju hátt á fimm-
tugsaldri. Ýmsir töldu það óráð,
er Jón gerðist garðyrkjubóndi,
e.t.v. var þar að rætast gamall
draumur um sveitalíf, en hann
ákvað þetta og hann hafði ætíð
lokið þeim verkefnum, sem hann
hafði tekið að sér og svo skyldi
með þetta. Sjálfur sagði hann mér
síðar, að hann hefði ekki fundið
það, fyrr en hann var byrjaður
búskapinn, hvað hann hefði verið
átakanlega fávfs í öllu sem að
garðyrkju laut. En þá spurði hann
sér fróðari menn og las og nam öll
rit og fræði, sem hann náði í, og
hafa kunnugir sagt mér að aðrir
hafi ekki staðið honum framar
um hagnýta þekkingu á garðrækt,
um það hann hætti, enda afrakst-
ur bús hans eftir þvf. Hann var
óragur að nota sér nýjungar og
varð á sumum sviðum forgöngu-
maður stéttarinnar og naut álits
meðal stéttarbræðra sinna.
Jón giftist 16. des. 1954 Jónu
Sólveigu Magnúsdóttur og átti
með henni fjögur börn:
Guðmund, sem nú er 19 ára, Láru
17 ára, Guðnýju 14 ára og Arn-
grím 12 ára. Auk þess gekk hann í
föðurstað tveggja barna, er kona
hans átti, áður en þau kynntust,
Magnúsar, sem dó uppkominn af
slysförum fyrir nokkrum árum og
Hildar, sem nú er gift kona i
Ameriku.
Öhætt er að fullyrða, að Jón
gerði allt sem í hans valdi stóð, til
þess að fjölskylda hans hefði það
sem bezt og er missir þeirra því
mikill. — Megi sá, sem öllu
ræður, liðsinna þeim í sorg þeirra
og erfiðleikum.
Lofgerðarmælgi um Jón Vída-
lín hefði ekki verið honum að
skapi og skulu þessi minningar-
orð því ekki fleiri, aðeins þökkuð
samfylgd, um leið og greindur,
heiðarlegur erfiðis- og atorku-
maður hefur kvatt.
Þórður Jóhann Magnússon
Vallartröð 3.
Svanborg Eyjólfsdótt
ir — Minningarorð
I DAG verður jarðsungin amma
mfn Svanborg Eyjólfsdóttar. Eg
ætla hér að minnast æviferils
hennar og lífsstarfs í nokkrum
orðum um leið og ég kveð hana í
hinsta sinn.
Svanborg amma mín fæddist
19. aprfl 1891 í Hraunhjáleigu í
Ölfusi. Foreldrar hennar voru
Guðrún Guðmundsdóttir frá Ytri-
Grfmslæk í ölfusi og Eyjólfur
Eyjólfsson frá Efri-Grfmslæk í
sömu sveit. Hún ólst upp í ölfus-
inu hjá foreldrum sfnum með 12
systkinum.
Árið 1918 giftist hún Agli Jóns-
syni frá Borgarkoti í ölfusi en
foreldrar hans voru Jón Hannes-
son frá Bakkarholti og Guðrún
Harinesdóttir frá Hvoli í sömu
sveit. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í
Smjördalakoti í Sandvíkurhreppi
í Flóa en fluttust síðan að Reykja-
hjáleigu í ölfusi og hófu búskap
þar. Lífið brosti við þeim hjónum.
Þau eignuðust sex börn og áætl-
uðu að flytjast á nýja bújörð f
sveitinni er þau ætluðu að kaupa.
En 1930 dó Egill úr lungnabólgu
aðeins 42 ára gamall. Þar með
urðu allar framtíðarvonir að engu
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu fyrr en
áður var. Þannig verður grein,
sem birtast á f miðvikudags-
blaði, að berast f sfðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag, og
hliðstætt með greinar aðra
daga. — Greinarnar verða að
vera vélritaðar með góðu Ifnu-
bili.
og ekkjan stóð ein með stóran
barnahóp. Yngsta barnið var á
fyrsta ári er Egill lést. Það má
teljast hreint kraftaverk að henni
tókst með þrautseigju, dugnaði,
og útsjónarsemi sinni að halda
heimilinu saman og koma börnun-
um til þroska á þeim erfiðu tím-
um, sem þá voru. Minningarnar
um baráttuna undir hlfðum
Reykjafjalls og ástkæran eigin-
mann hennar, sem svo fljótt hvarf
af sjónarsviðinu, lifðu f huga
hennar alla ævi.
Árið 1938 fluttist hún til Hvera-
gerðis, bjó fyrstu tvö árin í húsi,
er hún keypti vestanmegin í þorp-
inu, en lét síðan byggja lftið og
friðsælt hús við Breiðumörk þar
sem hún bjó lengst af. Er fór að
líða á ævikvöld treysti hún sér
ekki til að vera ein í húsi sínu og
dvaldist því um skeið hjá dætrum
sínum í Reykjavík en síðan á elli-
og dvalarheimilinu Ási í Hvera-
gerði. Síðast dvaldi hún á Elli-
heimilinu Grund í Reykjavík.
Börn þeirra ömmu og afa sex
eru öll á lffi. Þau eru: Hallgrímur,
garðyrkjubóndi f Hveragerði,
Jónfna, húsmóðir á Rauðafelli í
Bárðardal, Guðrún, húsmóðir í
Reykjavík, Steinunn, húsmóðir f
Reykjavík, Eyjólfur, starfsmaður
N.L.F.I. í Hveragerði, og Egill,
vélstjóri f Reykjavík. Við barna-
börn Svanborgar erum 15 talsins
og barnabamabörn hennar eru
nú sjö. Afkomendur hennar eru
því tuttugu og átta við andlát
hennar.
Svanborg amma min var ein-
staklega áhugasöm og lífleg kona
á meðan heilsan leyfði. Það má
segja, að henni hafi aldrei fallið
verk úr hendi meðan kraftar voru
nógir. Hún prjónaði mjög mikið
meðan hún hafði þrek til og nutu
þess margar litlar hendur og fæt-
ur. Einnig saumaði hún mikið
enda hafði hún lært saumaskap f
Reykjavík þegar hún var ung.
Hún hafði yndi af góðum bókum
og las mikið. Hún fylgdist af
áhuga með öllu, sem f kring um
hana gerðist, og hafði ákveðnar
skoðanir á hverju máli. Hún hafði
gaman af að heimsækja fólk og
yndi af að taka á móti gestum. En
eitt hennar megin einkenni og
það, sem ég mun lengst í minnum
hafa, var þó hversu þakklát hún
var skaparanum fyrir lífið, börn-
in sín, sem hún hafði séð vaxa og
verða að fullorðnu fólki, og barna-
börnin, sem hún unni mikið og
vildi allt fyrir gera. Þau voru
hennar stolt. Hennar ánægjuleg-
ustu stundir voru þær, er hún gat
notið þess að vera meðal þeirra,
rætt við þau og fylgst með, er þau
uxu og þroskuðust.
Allt, sem fæðist f þennan heim,
á þau örlög fyrir höndum að
deyja. öll blóm eiga sitt vaxtar-
skeið, blómgunarskeið og fölnun-
arskeið uns þau eru kvödd. Svo er
einnig með okkur mennina. I dag
kveðjum við konu, sem undi glöð
við sitt og lét ekki bugast f hret-
viðrum lffsins. I dag kveðjum við
konu, sem var þakklát skaparan-
um fyrir það líf, er hún hafði
lifað, er ævikvöldið nálgaðist.
Þeirri hlýju og þeim kærleik,
sem amma okkar sýndi okkur,
munum við barnabörn Svanborg-
ar aldrei gleyma.
Guð blessi minningu hennar
um alla eilífð.
Egill Hallgrfmsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Söfnuðurinn okkar er óðum að verða söfnuður gamal-
menna. Unga fólkið virðist ekki aðhvllast hinar hefðbundnu
kennisetningar kirkjunnar. Er ekki hugsanlegt. að hinar
fornfálegu kenningar um upprunasynd, mevjarfæðinguna og
úrskurðarvald Biblfunnar valdi þvf, að unga fókið hverfur frá
kirkjunni? Þó að ég reyni, þá get ég ekki samþykkt kenning-
una um djöfuiinn og það, að við séum öll „fædd f synd“.
Ég held, að þér hafið einmitt komið við sjálft
kaunið: Efásýki fullorðna fólksins hefur verið miölaö
til æskunnar, og efaspurningum yðar hefur aftur
verió komið á framfæri við þá fullorðnu. Svo mjög
hafa guðfræðilegar efaspurningar breiðzt út meðal
mótmælenda, að það nálgast farsótt. Margir kirkju-
leiðtogar hafa látið í ljós vantrú sína og efasemdir.
Þetta hefur haft áhrif á leikmennina, og kirkjan er
smituð af vantrú. Kristindómurinn er réttilega kall-
aður „kristin trú“. Það táknar, að sannindum Guðs
verður veitt viðtaka í trú og ekki með rökvisi eða
skynsemi. Þar með er ekki sagt, að sannindum Guðs
verður veitt viðtaka í trú og ekki með rökvísi eða
skynsemi. Þar með er ekki sagt, að sannindin séu
óskynsamleg, heldur eru þau handan vic sjónhring
og seilingu mannlegs skilnings. Ef við skildum Guð,
væri hann jafningi okkar. Við bærum þá enga lotn-
ingu fyrir honum. Biblían segir, að hans vegir séu
ofar okkar vegum og hans hugsanir ofar okkar
hugsunum.
Sumarskólum í Bret-
landi víða ábótavant
— segir brezkur
blaðamaður
Stavangri, 18. júlf, NTB.
BREZKUR blaðamaður, sem
hefur tekið sér fyrir hendur að
kanna sumarskóla fyrir unglinga
f Bretlandi, hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að þeim sé vfða
harla ábótavant — og yfirleitt sé
það sóun á tfma og peníngum að
senda unglinga þangað, ef til-
gangurinn á að vera að læra
ensku svo einhverju nemi.
Blaðamaðurinn, Tom Forester
að nafni, skrifar, að margir for-
stöðumenn sumarskóla í Bret-
landi hafi alls ekki menntun til að
veita þeim forstöðu og sjá nem-
endum fyrir tilskilinni fræðslu í
enskri tungu. Mál þetta hefur
verið tekið upp hjá borgarstjórn-
inni f Brighton og nokkrir með-
limir hennar krafizt rannsóknar á
skólum þar. Einnig hefur þess
verið krafizt, að brezka mennta-
málaráðuneytið komi á einhverju
kerfi, sem tryggi, að þessir skólar
standist kröfur og þeim verði gert
skylt að hafa viðurkenningu frá
ráðuneytinu til að mega starfa.
Það er ákaflega vinsælt meðal
unglinga á Norðurlöndum að fara
í slíka sumarskóla. Flestir fara til
Brighton og Hastings, mun hafa
verið reiknað með 72.000 sumar-
skólanemendum til Brighton í ár.
Markmið slíkra skóla er yfirleitt
að kenna unglingunum ensku og
kynna þeim ýmsa þætti brezks
samfélags, jafnframt því sem
dvölin er hugsuð sem orlofsdvöl.
Forester segir, að tíðum sé
enskukennslan í algeru lágmarki
og kynni unglinganna af brezku
samfélagi takmarkist oft við krár
og dansstaði. Segir hann, að þeir,
sem mestan hagnað hafi af
þessari starfsemi, séu yfirleitt
skipuleggjendur hópanna í
heimalöndum unglinganna, þar á
meðal margir á Norðurlöndum og
í V-Þýzkalandi.
Stærsti aðili í Noregi, sem
skipuleggur ferðir norskra ungl-
inga á slíka málaskóla, hefur
vísað þessari gagnrýni á bug, en
segir þó, að í þessum „bransa" séu
margir svartir sauðir. Hann segir
samtök sin stefna að því að skipu-
leggja slikar skólaferðir fyrir sem
flesta á sem vægustu verði — og
bendir á, að tæpast þýði að vænta
mikilla framfara í ensku á
þremur vikum, þegar ferðirnar
séu jafnframt hugsaðar sem
sumarleyfi og útidvöl fyrir
nemendur í fríi eftir heilan vetur
í skóla.
Minnisvarði
Lögmannafélags-
ins að Breiða-
bólsstað
Svo sem áður hefur verið skýrt
frá er áformað að fram fari f dag,
laugardaginn 20. júlf, stutt athöfn
að Breiðabólsstað f Vesturhópi,
þar sem afhjúpaður verði minnis-
varði reistur af Lögmannafélagi
Islands. Er hann gjöf til þjóðar-
innar f tilefni af þvf, að liðin eru
1100 ár frá upphafi tslands-
byggðar og til minningar um, að
veturinn 1117-’18 fór fram fyrsta
skráning almennra laga á tslandi
að Hafliða Mássonar á Breiðabóls-
stað.
Formaður Lögmannafélags
tslands, Páll S. Pálsson, flytur
ávarpsorð.
Viðstaddir verða sem heiðurs-
gestir forseti hæstaréttar,
Benedikt Sigurjónsson, og ráðu-
neytisstjóri dóms- og kirkjumála-
ráðuneytísins, Baldur Möller, svo
og fulltrúi þjóðhátfðarnefndar,
Egill Sigurgeirsson hrl.
Athöfnin hefst kl. 15.30.
Sjónarvottar
Rannsóknarlögreglan þarf að
ná tali af sjónarvottum að
árekstri, sem varð um kl. 17. 5.
júlí á Hringbraut framan við
Landspftalann. Fjórir bílar lentu
þarna saman á leiðinni austur
Hringbrautina. Lögreglan biður
þá, sem urðu vitni að þessum
árekstri, að hafa samband við sig.