Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðis-
flokksins, myndar í dag
nýja ríkisstjórn í samstarfi
vió Framsóknarflokkinn.
Hér eru þau tímamót, að
Sjálfstæðisflokkurinn tek-
ur viö stjórnarforystu á
nýjan leik, eftir að hafa
verið í andstöðu við vinstri
stjórnina í þrjú ár. Þá
hefur tekizt samstarf milli
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins, eftir
að þessir tveir stærstu
flokkar þingsins hafa verið
í andstöðu hvor við annan í
hart nær tvo áratugi. Þessi
nýja rikisstjórn kemur í
eðlilegu framhaldi af úr-
slitum alþingiskosning-
anna.
Flokkarnir báðir gengu
til þessara samninga með
það í huga að mynda stjórn
á jafnréttisgrundvelli. í
þeim efnum voru engin úr-
slitakostir settir. Þess í
stað voru margir kostir
ræddir og málefni yfirveg-
uð til hlítar. Með því móti
tókst að ná heilsteyptu
samkomulagi, og væntan-
lega hefur þannig verið
lagður grunnur að traustu
samstarfi þessara flokka. Á
því veltur, hvort takast
muni að ráða við þann
hrikalega vanda, sem nú er
við að etja og rétta við
hallarekstur þjóðarbúsins.
Það verður fyrsta mikil-
væga verkefni ríkisstjórn-
arinnar að greiða úr
ringulreiðinni í efnahags-
og fjármálum þjóðarinnar.
Kosningaúrslitin leiddu
til þess, að unnt var að ná
samstöðu um utanríkis-
stefnu, er tryggði öryggis-
hagsmuni íslands. Ríkis-
stjórnin mun standa
traustan vörð um sjálfs-
ákvörðunarrétt og efna-
hagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar. Öryggi landsins
verður tryggt með áfram-
haldandi aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, og
varnarsamstarfinu við
Bandaríkin verður haldið
áfram. Viðræðum um fyrir-
komulag varna landsins
verður haldiö áfram og
greint verður á milli starf-
semi varnarliðsins og ann-
arrar flugvallarstarfsemi.
Stefna ríkisstjórnarinnar í
varnar- og öryggismálum
markar því þáttaskil, eftir
þær miklu og hörðu deilur,
sem um þau hafa staðið
undanfarin þrjú ár.
Engum blandast hugur
um, að stefna ríkisstjórn-
arinnar er í fullu samræmi
við skýran vilja meirihluta
þjóðarinnar í alþingis-
kosningunum. Þá verður
það eitt af stærstu verk-
efnum stjórnarinnar að
halda áfram útfærslu land-
helginnar í 200 sjómílur í
samræmi við þróun í þeim
efnum á alþjóðavettvangi.
Auk þess sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur
lengi verið sterkasti
flokkurinn í þéttbýlinu,
njóta báðir stjórnarflokk-
arnir mikils fylgis úti á
landsbyggðinni. Þetta
stjórnarsamstarf leiðir því
til þess, að möguleikar
verða á, að mörkuð verði
markviss stefna í byggða-
málefnum. Væntanlega
verður a.m.k. 2% ríkisút-
gjalda varið til byggða-
mála. Með þvi móti verður
byggðaþróunin stórefld.
Ríkisstjórnarinnar bíða
fjölmörg verkefni og hún
verður að beita sér fyrir
umbótum á ýmsum sviö-
um. Mikilvægast er þó eins
og sakir standa, að koma
efnahags- og fjármálalífi
landsmanna í eðlilegt horf
á nýjan leik. Leggja verður
áhezlu á, að stjórnin hraði
sem mest má verða brýn-
ustu aðgerðum í þeim efn-
um. Fyrirsjáanlegt er, að
samdráttur verður í at-
vinnulífinu, ef ekki verður
þegar spyrnt við fæti og
mörkuð skýr og traust
efnahagsstefna.
Víst er, að þær aðgerðir,
sem óhjákvæmilegt er að
framkvæma, leiða til þess,
að þjóðin í heild þarf að
draga saman seglin. I þeim
efnum verður stjórnin hins
vegar að gera sérstakar
ráðstafanir til þess að
tryggja hag þeirra, sem
lægst hafa launin í þjóðfé-
laginu. Mikilvægt er, að
efnahagsaðgerðirnar komi
ekki með sama þunga
niður á þeim eins og
öðrum. Af þessum sökum
er nauðsynlegt að gott sam-
starf takist með ríkis-
stjórninni og aðilum vinnu-
markaðarins. Sérstaklega
er brýnt við þessar aðstæð-
ur, að launþegasamtökin
og ríkisstjórnin hafi sam-
ráð sín á milli til þess að
tryggja svo sem frekast er
kostur hag launþega um
leið og stoðum verður
rennt undir atvinnulífið í
því skyni að stuðla að fullri
atvinnu í landinu.
í alþingiskosningunum
óskaði þjóðin eftir nýrri og
traustri ríkisstjórn til þess
að leysa þann mikla efna-
hagsvanda, sem við blasir,
og tryggja öryggishags-
muni landsins. Ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins
undir forystu Geirs Hall-
grímssonar er rökrétt
framhald af úrslitum al-
þingiskosninganna. Þess er
að vænta, að í traustu og
heilsteyptu samstarfi
takist þessari ríkisstjórn að
rétta við hallarekstur þjóð-
arbúsins og stuðla að veru-
legum þjóðfélagslegum
umbótum.
RÍKISST JÓRN GEIRS
HALLGRÍMSSONAR
Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson
NAFNBÆTUR OG
NJÁL UHÖFUNDAR
VÍGREIFIR karlar skora hvor
öðrum hólm og heyja kapp-
ræðu; efnið: hver var höfundur
Njálu? Með hliðsjón af áhuga
og mælsku skjóta þeir, Helgi á
Hrafnkelsstöðum og Benedikt
frá Hofteigi, mörgum lærðum
manni ref fyrir rass. Þegar
slíkir menn halda ekki lengur
uppi vörn fyrir Snorra og
Njáluhöfund er hætt við að fáir
láti sig skipta hvað hér var
skrifað til forna. Háskólinn
hefur aldrei komið til móts við
alþýðlega fræðimenn, hreint
ekki, heldur þvert á móti
hunsað þá og sniðgengið, í
mesta lagi að lærðir menn hafi
hlýtt á skraf þeirra með góðlát-
legri meðaumkun. Nei, lærðir
menn eru yfir slíkar kerlinga-
bækur hafnir; þeirra er að sitja
yfir „textarannsóknum“ og því
um líku, klæðast einn góð-
an veðurdag I kjól og hvítt,
fram fer doktorsvörn með and-
mælum sem eru að vísu allt
eins fólgin í að hæla doktors-
efni upp í hástert, og fjöl-
miðlar greina frá hinum nýju
og óvæntu „uppgötvunum"
doktorsins.
Því miður veit ég ekki hver
samdi Njálu og það sem meira
er — ég er viss um að hvorki
Benedikt né Helgi hafa hug-
mynd um það heldur. Ekki
heldur þeir lærðu menn sem
hafa getið sér til um það svo
sem Barði Guðmundsson sem
skrifaði um efnið langa og ýtar-
lega ritgerð. Guð skapaði mann-
inn í sinni mynd, og sama máli
gegnir — að minnsta kosti oft
— þegar menn taka að skapa
sögum höfunda. Framan af
þessari öld töldu íslenzkir
bændur — þá var tslend-
ingasagnaáhugi enn almennur
í sveitum — að höfundar sagn-
anna hefðu verið bændur eins
og þeir og samið sögurnar milli
þess sem þeir sinntu gegn-
ingum eða eltust við búsmalann
sinn út um holt og móa. Svo
kom Laxness og hallaðist auð-
vitað að því að höfundarnir hafi
verið rithöfundar (eins og
hann sjálfur) með beztu mennt-
un sem Evrópa gat veitt rithöf-
undum á sínum tlma, mennt-
aðir og ríkir og þar af leiðandi
hafandi nógan tíma til að
skrifa. Lærðir menn renna
gjarnan augum til klaustranna
og sjá þar sína líka: latínulærða
menn og sinnandi ekki öðru en
bóklegri iðju, sitjandi á fræða-
stólum með margar skrifaðar
bækur í kringum sig. Viðfangs-
efni þeirra eða vísindaspursmál
hljóða þá gjarnan eitthvað á
þessa leið: Er handrit A eldra
eða yngra en handrit B? Þekkti
höfundur sögu A sögu B þegar
hann skrásetti sögu A? Benda
sögur A og B til að höfundarnir
hafi verið kunnugri einum
stað öðrum fremur á landinu?
Og þar fram eftir götunum.
Lærðir menn eru að því leyti
hyggnariogvarkárari alþýðleg-
um fræðimönnum að þeir láta
ógjarnan hanka sig vegna hæp-
inna fullyrðinga, heldur ganga
svo frá að þeir eigi gjarnan
smugu til undankomu ef að er
sótt. Og alveg eins og þeir
klæðast I kjól og hvltt meðan
hinir arka Hfsleið slna á peysu
varast þeir eins og heitan
eldinn að láta gróm frá alþýð-
legri fræðimennsku falla á
sínar fínu andlegu flíkur, kjósa
þvl að látast ekki vita af neinu
þvilíku.
Hópur þeirra er þröngur,
innan hans er barist um völd og
viðurkenning, en vegna aka-
demiskrar stéttvlsi vegur hver
annan I góðsemi svo alþýða
manna sér hópinn fyrir sér sem
eina órofa heiðursfylking, allt
gengur slétt og fellt. Hugsum
okkur sem dæmi að einn hafi
sannað að sagan A væri færð I
letur um tólf hundruð. Slðan
gerist það að annar kemur og
sannar að hún sé skrásett um
þrettán hundruð. Hverju
breytir það? Er þá kannski
hætt að taka mark á hinum
eldri? Er hann kannski þar með
settur á bekk með Benedikt frá
Hofteigi og Helga á Hrafnkels-
stöðum? Hvílíkar spurningar,
svonalagað er auðvitað ekki
svaravert, doktor er þó alltaf
doktor!
Það er bæði skemmtilegt og
rómantískt að geta sér til um
hvernig hér var umhorfs til
forna, skemmtilegt vegna þess
að svo fátt er vitað um hvernig
lffinu var þá I raun og veru
lifað, hugurinn verður að bera
mann, ekki hálfa heldur alla
leið, og rómantískt að sama
skapi vegna þess að mið-
aldirnar (fornöld hér) eru og
verða rökkri huldar. Ég get vel
hugsað mér að þeir sem færðu
sögurnar I letur hafi verið
hvort tveggja I senn: bændur
og lærðir menn; sé heldur
ekkert á móti þvl að einhverjir
þeirra hafi haft aðsetur I
klaustrum. Hvort þeir voru
ungir eða gamlir, sælir eða
veslir að öðru leyti, það er svo
mál sem erfitt er að skera úr.
Einu held ég megi þó slá
nokkurn veginn föstu: þeir
voru ekki málfarslega ein-
angraðir eins og við tslend-
ingar erum nú. Þeir gátu
ferðast og talað sitt móðurmál
við nágrannaþjóðirnar, blandað
geði og borið sig saman við
jafningja I nágrannalöndunum
og þvl hugsanlega fundið
minna til vandmetakenndar
vegna þjóðernis sem nú grfpur
margan Islending, sem hann
stendur frammi fyrir annarra
þjóða fólki og verður alls staðar
að tala tungu annarra.
Blómaskeið menningar fylgir
oft á eftir hnignunarskeiði
valds. Skanínavar voru vold-
ugir á víkingaörd, sannkallað
stórveldi. Svo hættu þeir að
vera stórveldi og tóku aðrækja
sögu sína hér úti á Islandi. Er
að furða þó norskir kennarar
láti nemendur síná skrifa rit-
gerðir um efnið: hvers vegna
blómgaðist norsk ritlist á meira
á Islandi en I Noregi? Við
vitum svo sem hverjir féllu I
örlygsstaðabardaga, hvernig
Sturla var veginn og hvernig
Gissur hjó svo sá undir iljar
honum. Hins vegar vitum við
ekki svo gerla hvað menn átu
og drukku I mál, hvað þeir
töluðu sín á milli þegar þeir
voru ekki að berjast, hvað þeir
vissu, hverju þeir trúðu, hvers
vegna menn tóku sér fyrir
hendur þann kynlega starfa að
skrifa sögur, hvort þeir gerðu
það að eigin frumkvæði eða
fyrir annarra áeggjan og þá
hvaða laun þeir fengu fyrir það
eða hvort þeir fengu yfirhöfuð
nokkuð fyrir það. Okkur vantar
Guðberg þrettándu aldar til að
tíunda smáatriðin. Við eigum
ekki mannvirki frá umræddum
tíma, við höfum ekki annað en
bækur og þær segja okkur
ekkert fram yfir það sem I þeim
stendur. Við vitum ekki einu
sinni hvers vegna söguhöfund-
arnir voru svo yfirtaka lítillátir
að setja ekki nöfn sín á
meistar.averkin. Ef til vill var
það vegna þess — samkvæmt
kenning sem er víst orðin
gömul nú — að þeir höfðu
numið sögurnar af öðrum og
töldu sig því enga rithöfunda,
heldur miklu fremur skrifara.
Ef til vill hefði þrettándu aldar
manni þótt jafnankannalegt að
sjá höfundarnafn á Njálu og
okkur þætti nú til dæmis að
heyra að höfundur símaskrár-
innar hefði verið settur á lista-
mannalaun.
En nú er ég kominn langt yfir
skammt þvl upphaflega ætlaði
ég aðeins að segja þetta: Ég
held að Snorri hafi ekki samið
Njálu, að minnsta kosti ekki sá
Snorri sem skrifaði Eddu og
Heimskringlu. Ég hef engar
„textarannsóknir" við að
styðjast, þaðan af slður drauma
né vitranir, ekki heldur neina
Framhald á bls. 16