Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGUST 1974 Fánaborgin fyrir framan ráðstefnubygginguna i Caracas. Frá hafréttarráðstefnunni í Caracas: Keyul ad flækja niálin sem mcst Caracas 25. ágúst frá Margréti R. Bjamason Reyndur stjórnmálamaður, sem staddur er hér i Caracas, sagði við mig á dögunum: „I þingstörfum gilda tvær meginreglur, önnur er sú, að vilji menn að mál nái fljótt fram að ganga, eru þau einfölduð eftir megni. Hin er sú, að vilji menn tefja fyrir framgangi mála, er reynt að gera þau eins flókin og frekast er unnt. Hér I Caracas eru málin að vísu ekki einföld, langt því frá, en það er líka sannarlega reynt að flækja þau sem mest vegna þess, að menn eru ekki reiðubúnir til samn- inga." Nokkrum dögum áður hafði annar maður hér sagt, er við röbbuðum saman, að hann væri sannfærður um, að árangur næðist fyrir árslok 1975. „Allir, sem hér eru saman komnir til starfa, gera sér Ijóst, að algert öngþveiti er fyrirsjáanlegt í samskiptum rikja, ef ekki næst sam- komulag. Það er öllum í hag, líka stórveldunum, að samkomulag ná- ist Auk þess væri það svo mikið siðferðilegt sem siðmenningarlegt og pólitískt áfall fyrir mannkynið I heild, ef ráðstefnan færi út um þúf- ur, að ég hef enga trú á, að það geti gerzt. Ef til vill verður ekki samið í smáatriðum um öll vandamál, en ég trúi því, að við fáum út úr þessu heildarsamþykkt, sem gefi svigrúm til svæðisbundinna lausna ! ýmsum erfiðum atriðum, sem illsamræman- leg eru fyrir heildina. Fulltrúar, sem hér starfa, munu leggja allt kapp á að standast þetta mesta próf, sem mannkynið hefur tekið til þessa." Þessi tvö sjónarmið eru einkenn- andi fyrir það, sem við heyrum rætt og reifað hér í Miðgarði. Bjartsýni hér, svartsýni þar — og það er sennilega engin tilviljun, að bjart- sýnin er meiri eftir þvi sem viðmæl- endurnir eru yngri — þeir eldri og rauhsærri kannski hafa ekki jafn mikla trú á, að manneskjan sé svo langt á veg komin að viti og þroska, að hún geti sett heiminum alls- herjarlög. Nú er að hefjast síðasta vika þessa áfanga ráðstefnunnar og menn eru byrjaðir að tínast heim. Islending- arnir fara nú hver af öðrum nema forystumenn sendinefndarinnar. Við islenzku fréttamennirnir erum einnig að kveðja staðinn. Við höfum hitt marga að máli, þó ekki eins marga og æskilegt hefði verið. Ég hefði viljað heyra sjónarmið fleiri aðila. sem eiga annarra hagsmuna að gæta en við íslendingar, og fjalla Itarlegar um helztu lausnir ýmissa mála, sem helzt teljast koma til greina. En þetta verður að duga Sú hugmynd, sem við höfum fengið af þessum samtölum er sú, að 200 milna auðlindalögsaga strandrikja verði ofan á i einhverri mynd þegar ráðstefnunni lýkur, hvenær sem það verður. Hvort tekið verður tillit til hagsmuna annarra rikja að því er fiskveiðum viðkemur, er spurning, sem við fáum ekki full svör við, en vlst er, að streitzt verður á móti í þeim efnum — og sú er trú margra, að a.m.k. þau strandriki, sem mjög eru háð fiskveiðum eins og ísland, verði ekki neydd til þess, nema þá e.t.v. í takmarkaðan tíma. Mörgum þykir illa hafa gengið hér i Caracas vegna þess, að ekki varð nær komið atkvæðagreiðslu en raun ber vitni. En við ættum ekki að harma það. Tillögum hefur þegar verið fækkað verulega I raun og veru, en menn eru ásáttir um eð reyna til hins Itrasta að ná sam- komulagi án atkvæðagreiðslna. Fyrir okkur er sennilega mjög gott að ekki skuli gengið til atkvæðagreiðslu nú — það er alls ekki vist, að 200 mílna auðlindalögsaga hlyti til- skilinn atkvæðafjölda, þ e. tvo þriðju hluta atkvæða til að ná fram að ganga Mörg atriði þar að lútandi eru enn óleyst, menn eru ekki allir að tala um það sama, þegar þeir ræða um auðlindasvæði — það þýðir ekki alltaf auðlindalögsaga eins og við (slendingar hugsum okkur hana En tlminn heldur áfram að vinna með okkur. Hver þjóðin af annarri hefur sætzt á hugmyndina um auð- lindasvæði, stórveldin hvert af öðru, Kína, Sovétrikin, Bandarikin — og nú fyrir helgina var mér sagt eftir heimildum, sem ég tel mjög svo trúverðugar, að Japanar væru jafn- vel að gefa sig og myndu fallast á auðlindalögsögu með vissum skil- yrðum á næsta áfanga ráðstefn- unnar, hvar og hvenær sem hann verður, en það verður ákveðið i vikunni væntanlega Þess sér nú mjög merki á mörgum fulltrúum hér og frétta- mönnum, að þeir eru þreyttir orðnir Haft var við orð á fundi allsherjar- nefndar um daginn, að þessi áfangi ráðstefnunnar hefði staðið of lengi, það hefði ekki átt að vinna lengur en tvo mánuði i mesta lagi. Má rétt imynda sér, hversu þreytandi það er að sitja á fundum um svo til sömu málin nær samfleytt i tiu vikur. Jafn- vel laugardaga og sunnudaga hafa menn verið á óformlegum fundum — og talað fram og aftur um fisk og auðlindir, siglingar og sjó, reynt að nálgast vandamálin frá nýjum og nýjum hliðum Fréttamaður einn, sem hér hefur verið frá byrjun ráð- stefnunnar i sumar sagði um daginn, að hann vildi helzt aldrei heyra minnzt á fisk framar. Við, sem nýkomin vorum, þóttumst svo sem skilja það, en bentum honum á að hugga sig við, að hann hefði þó a.m.k. haft allt sumarið til að setja sig inn i viðfangsefnin. Hann játti þvi og hætti að kvarta Þeir sem eru svo heppnir að búa hér i Miðgarði segja þó, að aðstæð- urnar hér hafi mjög létt þeim dvöl- ina. Fulltrúar hafa 3—4 herbergja ibúðir með eldhúsi og baði, eldhús- áhöldum, isskáp, þvottavélum og ágætum húsgögnum. Margir hafa fjölskyldur sinar með sér og geta þá lifað sæmilega eðlilegu heimilislifi stund og stund Aðrir, sem búa á gistihúsum sáröfunda Miðgarðs- menn af þessum þægindum. Megi eitthvað að Miðgarði finna, er það helzt, hversu fullkomnar aðstæðurnar eru. Hér er allt til alls og enginn þarf að sækja neitt út í borgina — enda ekki aðgengilegt nema í leigubilum, því að hraðbraut- irnar liggja hér allt um kring Þetta hefur orðið til þess, að margir fara ekki út fyrir Miðgarð nema stöku sinnum og þá helzt í kvöldmyrkri eða á sunnudögum Sem stendur eru fjögur háhýsi i Framhald á bls. 16 Christopher W. Pinto Caracas 24. ðgúst frá Margréti R. Bjamason. ÉG fæ ekki séð, að eitt til tvö ár til eða frá skipti svo miklu máli fyrir endanleg úrslit hafréttarráðstefn- unnar, þar sem fjallað er um svo mikilbægt viðfangsefni sem heildar- samþykkt um nýtingu og verndun hafsins. Og það verkefni, sem 1. nefnd fjallar sérstaklega um, nýt- ingu hafsbotnssvæðisins og fram- kvæmd hennar, er svo alger nýjung, að ekki er við því að búast, að hlaupið sé að þvi að leysa það." Sá sem svo mælti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins var Cristoper W Pinto, sendiherra, einn þeirra manna, sem hvað mest kveður að hér i Caracas Þegar ég kom niður I fundarsal 1. nefndar til að hitta Pinto að máli var rétt búið að kjósa hann formann samninganefndar, sem skyldi fjalla nánar um viðfangsefnið og reyna að finna viðunandi kerfi til rannsóknar og vinnslu auðæfa hafsbotnssvæðis- ins. I nefnd þessari eiga sæti full- trúar 50 rikja, en hún verður opin í báða enda sem kallað er, það er að segja, að allar þjóðir sem vilja fylgjast með starfi hennar geta gert það Ákvörðun um starfstilhögun nefndarinnar hefur ekki verið tekin endanlega né um það, hvort nefndin eigi einungis að starfa út fundina hér eða halda áfram I næsta áfanga ráðstefnunnar. Eru margir sagðir þvi fylgjandi, þar sem það mundi gefa ýmsum aðilum gott tækifæri til að hittast óformlega og bræða saman sjónarmið sin með það fyrir augum að flýta fyrir árangri. Ákvörðun um skipan þessarar nefndar var tekin eftir að Ijóst var orðið, að sjónarmið ýmissa aðila um þessi viðfangsefni höfðu krystallazt svo I framkomnum tillögum, að kominn þótti timi til að setjast að samningum. Þá höfðu komið fram þrjár tillögur, frá 77-eikja hópnum, frá EBE-ríkjunum (að írlandi undan- skildu) og Bandarlkjunum, en næsta dag lögðu einnig Japanir fram til- lögu, þar sem gengið var út frá svipuðum meginreglum og ÍEBEtil- lögunni. Pinto, sem var formaður á óform- legu (lokuðu) fundunum I 1. nefnd sagði, að meginágreiningurinn væri um tvö atriði: hversu viðtæka stjórn fyrirhuguð hafsbotnsstofnun skyldi hafa yfir rannsóknum og vinnslu auðlinda og hverjum skyldi veita aðgang að vinnslu þeirra Iðnrikin vildu að vinnsluaðilar og þau riki, sem að baki þeim stæði, hefðu sem mest alla framkvæmda- stjórn I slnum höndum, enda þótt hafsbotnsstofnunin hefði talsvert umboð til eftirlits og gæti sett ákveðnar reglur. Jafnframt vildu þessir aðilar að í heildarsamþykkt- inni yrðu sett ákveðin takmörk og reglur varðandi úthlutunarvald stofnu —'ir- Sjónarmið 77 rikja hópsins væru hins vegar, að hafsbotnsstofn- unin hefði með honum beina og sterka stjórn í öllum samningum um rannsókn og vinnslu auðlindanna og að hún hefði það meginmarkmið að leiðarljósi að láta þessar auðlindir ekki verða eigingjörnum hagsmun- um fyrirtækja að bráð. Pinto sagði, að 77-rikja hópurinn vildi, að völd stofnunarinnar næði til allrar starfsemi, er lyti að vinnslu auðlinda hafsbotnssvæðisins allt frá rannsóknum til verðlagningar og sölu. Hún skyldi ákveða, hvaða svæði ætti að vinna og samkvæmt hvaða reglum og skilamálum, hafa fjárhagslegt vald, það er til dæmis meirihluta hlutafjár fyrirtækja, sem sett væru á laggirnar I þessu skyni og þar með hafa ákvörðunarvald um framkvæmdir. Framkvæmdaaðila skyldi velja eftir samkeppnishæfni þeirra og I því sambandi ákyldi haft I huga, að vanþróuðu rikin fengju sem mest tækifæri til beinnar þátt- töku. Iðnrikin sagði hann aftur á móti þeirrar skoðunar, að allir þeir fram- kvæmdaaðilar, sem uppfylltu tiltekin skilyrði, sem kveðið skyldi á um i heildarsamþykkt. ættu að fá tæki- færi til vinnslu hafsbotnsauðlinda Stofnunin ætti ekki að hafa vald til að gera upp á milli aðila Sömuleiðis teldu þau nauðsynlegt að halda þannig á málum, að fyrirtæki fengjust til að vinna þessar lindir, þau þyrftu að sjá fram á að hafa hag af vinnslunni og að eiga ekki á hættu, að samningum yrði breytt á miðju samningstímabili o.s.frv. Ég spurði Pinto, hvort þessi sjónar- mið yrðu nokkurn tíma samræmd, og hann kvaðst hafa þá trú, að það væri hægt, enda þótt mikið bæri sums staðar í milli. í þessu máli væru viss atriði, sem ekki yrði framhjá gengið — til dæmis yrðu vanþróuðu rikin að gera sér grein fyrir þvl, að til þess að afla fjár til framkvæmda stofnunarinnar yrði vinnsla auðlinda hafsins að vera það fýsileg, að menn vildu fjárfesta í henni Þetta skipti þau sjálf máli, þvi að nú væri svo komið, að fjárfest- ingarfé kæmi ekki eingöngu frá háþróuðum iðnríkjum, heldur til dæmis frá olluframleiðslurikjunum, þau þyrftu að fjárfesta tekjur sinar af ollunni á arðbæran hátt. Pinto sagði augljóst. að enn væru það hin tæknilega þróuðu iðnriki, sem hefðu ein möguleika á því að vinna auðlindir hafsins og þannig yrði enn i a.m.k. nokkra áratugi. Þess væri enn langt að bíða, að hafsbotnsstofnunin gæti sjálf haft veruleg umsvif í þessum efnum. Á hinn bóginn sagði hann augljóst, að Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.