Morgunblaðið - 28.08.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.08.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1974 19 Minning: r Dr. Oli P. Hjaltested lœknir F. 28.3 1909 D. 22.8 1974 Oft er reyndin sú, að þau kynni reynast haldgóð, sem takast, áður en fólk nær þroskaaldri, og svo varð um kynni okkar Ola P. Hjaltesteds. Við hittumst í skóla, með okkur tókst kunningsskapur, semúrvarð vinátta.semhélzt órof- in meðan báðir lifðu. Þetta gerð- ist á kreppuárunum milli stríða. Á þeim árum átti ungt fólk ekki margra kosta völ, þegar þörf var á að gera sér dagamun, en þó var til athvarf og eitt var á Suðurgötu 7. Þar var alltaf hressilegt að staldra við, hvort sem leiðin lá úr skólanum heim í kúrið eða að því loknu út í heimsins giaum í leit að ævintýrum. Við mót Péturs og frú Soffíu var alltaf jafnalúðlegt, spurningar og andsvör í kátum tón og stemmningin á heimilinu eins og bezt gerist í velheppnaðri veizlu. Seinna, þegar leiðir okkar skólafélaga skildi og við dreifð- umst hver í sína áttina, varð ég þess oft var, að gömlu hjónin fylgdust með ferli okkar húsvin- anna og lýsir það tryggð þeirra. Því kemur mér þetta í hug nú, þegar ég minnist fornvinar míns, að mér hefir oft fundist, að and- inn frá Suðurgötu 7 hafi fylgt honum æ síðan. Maður varð fljótt var við hann, þar sem hann var nálægur, honum fylgdi aldrei deyfð eða drungi, heldur þróttur og fjör og setti hann þannig svip sinn á umhverfið. Hann var fróð- ur um margt, ræðinn, ákveðinn í skoðunum og ófeiminn við að láta þær f Ijós. Ekki var hann alltaf mildur i dómum um menn eða málefni, en þeir voru kryddaðir húmor og skilningi á mannlegum veikleika. Þar sem hann fór, sópaði alltaf að honum. í starfi var Óli P. Hjaltested heldur enginn meðalmaður, enda var hann vel undir, það búinn. Hann lauk prófi í læknadeild Háskóla Islands árið 1934 með mjög hærri einkun og hélt að þvf loknu til framhaldsnáms í Dan- mörku. Þar vann hann f 4 ár á ýmsum spítaladeildum, lengstum á berkladeild Eyrarsundsspitala og á berklavarnardeild Kaup- mannahafnar, en auk skyldu- starfa gaf hann sér tíma til rann- sóknarstarfsemi með þeim árangri, að árið 1941 sæmdi Háskóli Kaupmannahafnar hann doktorsnafnbót í læknisfræði. Rit- gerð hans fjallaði um' leit að berkasýklum í magaskolvatni. I kringum 1940 var berklasjúk- dómurinn ein tíðust dánarorsök hér á landi og hafði verið svo í a.m.k. þrjá áratugina þar á undan. Viðbrögð við sjúkdómnum höfðu til þessa takmarkast við skrán- ingu, einangrun og meðferð sjúkra og einstaka hópskoðanir höfðu verið gerðar, einkum á skólabörnum. Arið 1935 réði Al- þingi sérstakan berklayfirlækni fyrir allt Island og árið 1939 voru berklavarnarlögin samþykkt og hófust þar með skipulagðar berkavarnir fyrir allt landið und- ir stjórn dr. Sigurðar Sigurðsson- ar, berklayfirlæknis. Þegar Óli P. Hjaltested kom heim árið 1939, var hann strax ráðinn læknir við Berklavarnarstöð Reykjavíkur og síðar yfirlæknir við Berklavarn- ardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. A þessum stofnun- um vann hann mikið starf og merkilegt. Skipulagning og fram- kvæmd berklavarna á Islandi hef- ir lengi þótt vera til fyrirmyndar, enda er tíðni berkla hér orðin með því lægsta, sem skráð eru f heiminum. Hlutur dr. Óla P. Hjaltesteds í þessu starfi hefir ekki verið lítill, enda hefir hann notið trausts og virðingar fyrir það bæði heimaogerlendis. I nærri tvo áratugi var hann full- trúi heilbrigðisstjórnarinnar á þingum Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og flutti mörg erindi á þeim vett- vangi. Auk þess ritaði hann um berkla á tslandi i innlend rit og erlend. Fyrir þessi störf sá norska berklavarnarsambandið ástæðu til að sæma hann heiðursmerki sínu. Dr. Óli var tvfkvæntur. Eyrri kona hans var Helga Davíðsdóttir og varð þeim tveggja barna auðið. Ragnhildur er gift Leif Holm- Andersen og búa þau f New York. Pétur, seinna barn þeirra Óla og Helgu, dó í bernsku. Helga dó árið 1950 eftir langvarandi veikindi. Hún varð öllum harmdauði, sem hana þekktu. Arið 1953 gekk dr. Óli að eiga Katrfnu Olafsdóttur, sem lifir mann sinn. Sambúð þeirra var með miklum ágætum og minnast vinir þeirra margra gleðistunda á heimili þeirra. Mikil vinátta var með þeim kollegum dr. Óla P. Hjaltested og Ólafi Mixa, syni Katrínar af fyrra hjónabandi. Ekki minnist ég þess, að. dr. Óla hafi orðið misdægurt fyrr en banamein hans gerði vart við sig. Þegar ljóst var, hvert stefndi, tók hann örlögum sínum eins og honum sæmdi. Hann hafði kennt sjúdóms síns í nokkra mánuði, áður en hann lézt í Borgarspítal- anum. Við vinir hans minnumst hans með þakklæti og söknuði um leið og við vottum ástvinum hans okk- ar innilegustu samúð. Óskar Þórðarson. Hann lést í Borparspftalanum hinn 22. þ.m. eftir þunga sjúk- dómslegu. Hann var fæddur í Reykjavfk 28. mars 1909 og þvf aðeins rúmlega 65 ára að aldri. Foreldrar hans voru Pétur Björnsson Hjaltesteð stjórnar- ráðsritari og kona hans Soffía dóttir Óla Péturs Ólafssonar Finsen póstmeistara í Reykjavfk, sem eins og kunnugt er var sonar- sonur Hannesar Finnssonar hins síðasta Skálholtsbiskups. Óli varð stúdent f Reykjavík 1928 og lauk læknaprófi við læknadeild Háskóla Islands vorið 1934 með hárri 1. einkunn. Hann fór strax utan til frekara fram- haldsnáms og dvaldist aðallega f Kaupmannahöfn. Hann lagði fyrir sig berklaveiki og var aðal- lega á Eyrarsundssjúkrahúsi og hinni nýstofnuðu berklavarna- stöð Kaupmannahafnarborgar. Arið 1941 lauk hann doktorsrit- gerð í þeirri grein. Var hún um mikilsverðar rannsóknir f berkla- veiki, enda hlaut hann fyrir hana þá viðurkenningu háskólans í Kaupmannahöfn, að fá hana sam- þyktta án þess að nokkur vörn færi fram, eins og þó venja er til. Óli hlaut almennt lækningaleyfi hér á landi árið 1938. Sama ár hóf hann störf við Berklavarnastöð Reykjavfkur, þar sem hann vann allt sitt starfsskeið og sem yfir- læknir frá 1949 eða rétt 25 ár. Árin, sem dr. ÓIi dvaldist við sérnám erlendis, fór fram mikil breyting á berklavörnum hér á landi. Berklarannsóknir á ein- staklingum og hópum manna voru hafnar og ferðir skipulagðar til þeirra rannsókna um landið. Berklavarnastöðvar voru efldar og nýjum komið á fót. Þannig voru röntgentæki útveguð til berklavarnastöðvarinnar f Reykjavfk árið 1936 og röntgen- rannsóknir hafnar þar. Þörfin fyrir nýja sérfræðinga á þessu sviði var þvf mikil á þessum tíma, enda hóf dr. Óli starf sitt þegar af mikilli atorku. Hann endurbætti skipulagningu berklavarna- stöðvarinnar, svo að hún varð ennþá virkari þáttur í berkla- varnarstarfsemi þjóðarinnar. Óli var mjög áhugasamur starfsmað- ur, öruggur og afkastamikill, enda vel að sér í sérgrein sinni. Er heildarberklarannsóknir voru hafnar árið 1940 f mörgum héruðum landsins, fór dr. Óli oft í slíkar allsherjarberklarannsóknir með berklayfirlækni og starfs- fólki hans. Er allsherjarberkla- rannsóknin í Reykjavfk var fram- kvæmd árið 1945, var fullkomin samvinna höfð á milli berkla- varnarstöðvarinnar I Reykjavík, röntgendeildar Landspftalans og berklayfirlæknis um það starf. Náðist þar sá einstáki árangur, að rannsakaðir voru 99,32% af íbú- um Reykjavfkurborgar. Stóð rannsóknin i tæpa 4 mánuði og 71 sjúklingur með virka berklaveiki fannst við rannsóknina. Með sam- starfi berklavarnarstöðvarinnar f Reykjavík og berklayfirlæknis hefur náðst mikill árangur um alla rannsóknarstarfsemina í hin- um ýmsu læknishéruðum. Á síðari árum hefur berklaveikin þorrið svo mjög í landinu, að hún er nú með því minnsta, sem þekk- ist. Auk yfirlæknisstarfs við berklavarnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, en því starfi gegndi dr. Óli eftir að berkla- varnastöðin fluttist í hina nýja heilsuverndarstöðvarbyggingu við Barónsstíg f apríl 1958, hafði hann mörg önnur störf með hönd- um. Hann var skólalæknir Verslunarskóla tslands frá 1941 og Barnaskóla Breiðagerðis frá 1955—63. Hann sat mörg þing norrænna berklalækna og kynnti sér berklavarnastarfsemi í U.S.A. árið 1954. Hann var fulltrúi heilbrigðisstjórnarinnar á flest- um þingum Evrópudeildar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 1953—60. Um ritstörf hans vísast til bókar Vilmundar Jóns- sonar: Læknar á Islandi, bls. 629. Doktor Óla P. Hjaltesteð verður ávallt minnst sem eins af merkustu læknum þjóðarinnar. Fjölskyldu hans votta ég inni- lega samúð. Sigurður Sigurðsson. Ég kynnist Óla P. Hjaltested fyrst, er hann kvæntist móður- systur minni fyrir rúmum 20 ár- um. Þau kynni voru í fyrstu eins og gengur og gerist innan fjöl- skyldu með unglingi og fullorðn- um manni, vinsamleg, en ekki ná- in. En eftir því sem árin liðu uxu þessi kynni og urðu náin. Eg kynntist lækninum og fjölskyldu- vininum Óla, sem alltaf var reiðu- búinn til hjálpar, ef vandi steðjaði að, en umfram allt kynnt- ist ég manninum, sem Óla, sem leiftraði af fjöri og frásagnargáfu á gleðistundum, en tókst á við erfiðleika af rökhyggju og þori, ef þá bar að garði. Þessi kynni urðu mér dýrmæt og fyrir þau er ég og f jölskyldan öll þakklát. Á síðustu 5 árum unnum við saman í stjórn Isafoldarprent- smiðju h/f og í því starfi nutu eiginleikar hans sin vel. Glögg- skyggni og áræðni einkenndi allt viðhorf hans á þessum vettvangi, sem reyndar lá fjarri þeim, sem hann með lífstarfi sínu hafði hasl- að sér völl á. Hann var skyndilega og óvænt kallaður til starfa fyrir þetta gamla menningarfyrirtæki og hann brást ekki kallinu frekar en endranær. Við samstarfsmenn hans í tsafold þökkum honum nú af alhug. Nú þegar leiðir skilja vil ég flytja ' eftirlifandi konu hans, Katrínu, dóttur hans Ragnhildi og stjúpsyni Ólafi svo og fjölskyld- um þeirra innilegustu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Það er bjart yfir minningu Óla Hjaltested. Við gleymum honum ekki. Ólafur B. Thors. Þegar dr. Óli P. Hjaltested var lagður inn á sjúkrahús um miðjan maí s.l. til rannsóknar, vonaði maðijr að vera hans þar yrðiekki lengri en 3—4 vikur og að þvf loknu kæmi hann síðan aftur til starfa frískur. En það fór á annan veg, og þ. 22. þ.m. var hann ailur. Nú á dögum þykir 65 ára maður ekki gamall og síst sá, sem ætíð hefur verið vel hraustur en það hafði dr. Óli verið. Við, sem höf- um unnið með honum lengst, viss- um a.m.k. ekki annað en að svo væri fyrr en skömmu áður en hann fór á sjúkrahúsið. Má segja, að honum hafi aldrei orðið mis- dægurt, alltaf hress og kátur með glettni og spaugsyrði á vör. Störf hans á Berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur og að berklavörnum á Islandi ætla ég ekki að tíunda hér, það mun verða gert af öðrum, en þau eru mikil og merk. Má hiklaust telja, að Island hafi misst einn af sínum mikilhæfustu læknum, sem unnið hefur að berklavörn- um. Nú er leiðir skiljast eftir nær 30 ára samstarf, er mér efst í huga virðing og þakklæti. Þakklæti fyrir hið góða samstarf, sem aldrei bar skugga á, og virðing fyrir dugnaði hans og ósérhlífni, sem kom fram í öllu hans starfi. Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir munn fyrrverandi og núver- andi samstarfsfólks, að dr. Óla er sárt saknað. Eiginkonu, dóttur og stjúpsyni, svo og öðrum aðstandendum eru hér með færðar innilegar sam- úðarkveðjur. Jón Eirfksson. Mér er það minnisstælt, þegar Katrín móðursystir mín og Óli P. Hjaltested gengu í hjónaband. Þá var ég bara stelpukrakki, sem hafði gaman af svona hátíðlegum atburðum. Síðan hef ég þekkt Óla P. Hjaltested lækni með öllum hans kostum og göllum. Mér er það minnisstætt, hversu eldkulega hann reyndist, þegar ég lá veik í 4 mánuði á Heilsuverndarstöðinni, sem svo seinna varð Borgarspital- inn. Óli var persónuleiki, sem maður gleymir seint. Eg votta eftirlifandi ekkju hans, dóttur, tengdasyni barna- börnum, stjúpsyni hans og fjöl- skyldu, og allri fjölskyldu Óla mina dýpstu samúð. Hvíl þú I friði. — Friður Guðs þig blessi. Borghildur Thors. Kveðja: Eg er ekki enn búin að átta mig á því, að hann sé farinn, en í rauninni verð ég vist að trúa þvi. Að visu vissi ég, að Guðmundur var oft sjúkur, en þó stafaði frá honum gleði, birtu og velvild, sem meitlaði hug minn og hjarta og lýsir mér til æviloka. Minningar um glaðlyndan og góðan dreng, sem vildi vefja voryl sinnar hlýju sólar og hjarta vina sinna og átti alltaf hlýtt handtak handa þeim hvar sem var. Minningarnar hópast að okkur — í húmi sorgarinnar eru þær eins og sólarge.isli. Ég trúi því, að mitt í sorginni og andstreymi þessa heims, sé guð vörður þeirra, sem syrgja og sakna. Það er ósk mín og von, að guð þerri tár þeirra sem næstir — Minning Konráð Fram liald af bls. IS heilsuleysis og fátæktar. Árið 1933 var eitt hinna skelfilegu kreppuára, er gengu yfir þjóðina. Þeir, sem kreppuárin muna, undrast ekki, þótt vonlaust væri fyrir efnasnauðan og heilsulítinn ekkjumann að ætla sér að hafa hjá sér og vinna fyrir ungum barnahópi. Neyddist því Konráð til að vinna einn sins liðs fyrstu árin eftir andlát Ragnheiðar. Sjaldan mun hann hafa kvartað, þrátt fyrir fátækt, heilsuleysi og ógæfu þá, er örlögin skópu hon- um fyrri hluta ævi hans. Hann var enda hógvær og mjög góðum gæfum gæddur. Konráð missti hvorki kjarkinn né traust á lífið og þann, sem stjórnar því. Ævi Konráðs sýnir ef til vill mun bet- ur en við, hinar skammsýnu manneskjur, gerum okkur grein fyrir, að þolgæði i erfiðustu raun- um verður okkur endurgoldið af hinum ósýnilega verndara allra manna. Mesta gæfa Konráðs á lifs- leiðinni var, að árið 1939 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurbjörgu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum í Svinadal A-Hún. Þegar þau Konráð giftust var Sigurbjörg mjög ung að árum. Hún reyndist honum afburðavel allt til síðasta dags. Hún er mjög greind og vel að sér bæði til munns og handa en það, sem mest er um vert, er göfuglyndi hennar. Settust þau að í Reykjavík. Oft var þröngt i búi, þar sem Konráð var aldrei heilsusterkur og hafði aðeins lág laun verkamannsins. En þau hjónin unnu að öllu með samlyndi, enda var hjónaband þeirra farsælt. Gestrisnin var mikil og einkum tekið vel á móti þeim, sem þurftu á umhyggju að halda. Höfðu þau hjónin slíka ein lægni til að bera, að hverjum gesti, sem þar bar að dyr- um, fannst hann vera kominn heim til sín, slikt var viðmót þeirra beggja. Þar heima er ekkert hégóma skraut hins efnislega, en af minni því heimili er sviprnót hins sanna í íslenzku þjóðlífi. Börn þeirra Konráðs og Sigur- bjargar eru vel upp alin og vandað fólk eins og foreldrar þeirra. Þau eignuðust fjóra syni: Gunnar Sigurð, giftur Agnesi Magnúsdóttur, þau eru búsett á Hvammstanga; Óskar, rafvirkja- meistari í Reykjavík; Haukur út- varpsvirki í Reykjavík og Kjartan 18 ára menntaskólanemi. Nú er langri lifsgöngu Konráðs lokið, en við, sem enn lifum, trú- um því, að honum mætum við aftur er við einnig hverfum yfir á næsta tilverustig. Fjölskyldu hans vil ég votta mína einlægustu samúð i sorginni og óska þeim lifsstyrk og blessunar. Húnvetningur. standa, svo sem konan, börnin og aldraður faðir og aðrir ættingjar. Guðrún föðursystir. Guörmmdur Kristjáns- son kaupmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.