Morgunblaðið - 28.08.1974, Síða 24

Morgunblaðið - 28.08.1974, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGUST 1974 I útreiðartúr Höf. Armann Kr. Einarsson Ég hef aldrei fyrr komið upp að fossi. Ég horfi í þögulli hrifningu á silfurglitrandi vatnsflauminn, sem steypist fram af svörtu strandberginu. Undir fótum mér titrar jörðin. Og í úðanum yfir fossinum hvelfist regnboginn, gulur, rauður, grænn og blár. Aldrei hefði ég trúað því, að fossinn væri svona fallegur. I hvamminum við ána er mikið af berjalyngi. Ég finn þar bæði bláber og krækiber. En þau eru ekki fullþroskuð enn þá, þau eru súr á bragðið. Kannski verð ég það lengi á Fossi, að berin verði þroskuð. Þá ætla ég að tína ber til að gefa pabba, mömmu og systrum mínum, þegar ég kem heim. Eftir litla stund stígum við að nýju á bak hestun- um. Nú er ég svo dugleg, að ég kemst hjálparlaust í hnakkinn. Jón réttir mér tauminn. Á heimleiðinni á ég sjálf að stjórna Rauð. Rauður gamli er stilltur. Ég held um tauminn með annarri hendi, en til vonar og vara rígheld ég mér f hnakknefið með hinni. Skjóni og Rauður tölta eftir mjúkum moldargöt- unum. Mófuglarnir syngja, og sólin skín. Ég er líka eitt sólskinsbros í framan, að óreyndu hefði ég ekki getað ímyndað mér, að það væri svona gaman að rfða út. Nú er ég ekki lengur hrædd, þó ég hossist í hnakknum. Kannski er ég of örugg, ég hirði ekki lengur um að halda mér. Allt gengur samt vel, þangað til við komum heim undir túnhliðið. Þá skeði óhappið. Fugl flýgur fyrir fætur Rauðs, og hann tekur snöggt viðbragð. Ég er óviðbúin og skell af baki. Hamingjan hjálpi mér! hrópar Jón bóndi, liggur ekki telpan í götunni. Hann stekkur af baki og hraðar sér til mín. En ég er fyrri til að standa upp. Sem betur fer, hef ég ekkert meitt mig. Ég er hálf skömmustuleg og dusta moldina af fötum mínum. Uss, vertu ekki leið yfir þessu, segir Jón, þegar hann sér svipinn á mér, það kemur einhvern tíma fyrir alla hestamenn að detta af baki. Ég hefði átt að gæta mín betur, svara ég. Jón bóndi hjálpar mér á bak og vill nú teyma undir mér að nýju. Ég aftek það með öllu. Ég vil ekki láta ásannast, að það dragi úr mér allan kjark, þótt ég fái eina byltu í mjúka moldargötu. Jæja, hafðu það eins og þú vilt, telpa mín, segir Jón brosandi. Þér er sannarlega ekki fisjað saman. Mér þykir vænt um að valda Jóni ekki vonbrigðum og tek aftur gleði mína. Það sem eftir er leiðarinnar, gætir Jón þess að ríða ekki hart. Hann hefur vist ekki kært sig um, að ég dytti aftur af baki. Þegar heim kemur, hef ég frá mörgu að segja, og núna eftir á get ég hlegið að því, að ég skyldi velta af baki. Almáttugur! hrópar Sigga frænka, ertu ekki stór- slösuð? Það er alveg sama, þó ég harðneiti því, Sigga hleypur til mín og þuklar mig alla að utan. Hún vill víst ganga úr skugga um, að ég sé óbrotin. Æ, hættu þessu, þú kitlar mig. Þér er óhætt að trúa því, að ég er ekki orðin að kjötkássu, segi ég ískrandi af hlátri og sný mér frá Siggu frænku. Seinna kom ég oft á hestbak á Fossi og datt aldrei af baki. DRATTHAGI BLYANTURINN eftir ANNA FRA STORUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD Jón Trausta Ég ætla ekki að ofþyngja samvizku þína með því, að þú takir við Hjalta. Þann Iieiður ætla ég sjálfri mér, að verja hann fyrir eftirsókn bróður míns. Bón mín er einungis sú, að þú hafir gát á ferðum bróður míns héðan að heiinan og sendir mér orð, ef þér sýnist ástæða til.“ „Þetta skal ég gera,“ mælti Eyjólfur. „Héðan sést beint yfir að Hlíðarenda, og ég sé til allra mannaferða austur yfir aurana. Auk þess fæ ég daglega fréttir handan úr Fljótshlíð, en auðvelt er héðan að skjótast þvert yfir heiðar, framan við jökulinn, að Stóruborg. Lögmaður skal ekki koma þér á óvart með flokk manna. Því máttu treysta.“ „Það er gott. Þá er erindi mínu lokið. Heilsaðu Helgu konu þinni. Hún er dóttir Jóns biskups Arasonar og veit, hvað þungir harmar eru. Hún skilur skap mitt betur en þú. Vertu sæll!“ Arina sneri hestinúm og reið heim á leið og Sigvaldi með henni. Eyjólfur stóð eftir á götubakkanum og horfði undr- andi á eftir þeim. Sól var gengin lágt, þegar þau riðu heimleiðis, og foss- arnir vestan í Seljalandsmúla stóðu í regnbogaskrúða. FlMMTl ÞÁTTUR 1. STIGAMANNSLÍF Vestan frá Drífanda og austur fyrir Hvamm er samfelld hamragirðing. IIvöss á brúnina starir hún ótal skuggalegum augum suður á sandana og hafið. Köld og stirð og stcindauð er sú ásýnd. Þess vegna óttast hana enginn, þrátt fyrir hrikasvip hennar. Köld og stirð og steindauð hamrabelti, hvert upp af öðru, ófrýn og ægileg, með ótnl kolsvörtum skútum, sem enginn maður veit, hvað hafa nð geyma. Sólskinið líður í svip yfir þessa tröllslegu ásýnd og gerir hana vinalegri; en þá verða jafnframt skugg- arnir í skútunum svartari, — augun hvassari. Svo dregur flóka fyrir sólina, og myndin verður öll jafngrett og úfin. Loks sezt flókinn í sjálfa hamrana og byrgir þá eins og grár höttur. Þá er belgur dreginn á höfuð tröllinu. Bleytan sígur niður blakt andlitið eins og þessi grimma vavttur gráti. Ur einum af þessum biksvörtu bergaugum störðu numanns- augu suður á sandana og hafið. Hjalti var setztur að í hell- inum. Ekki var þar stigamannslegt umhorfs. Sauðgrátt vaðmál — Bíðið . . . við erum ekki alveg tilbúnir enn- þá... — Reyndu aftur, og mundu nú að hreyfa vængina... — Voruð það þér, sem pöntuðuð sérstaklega létt vín??? — Hvernig get ég full- vissað þig um, að mér þykir fyrir þessu???

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.