Morgunblaðið - 28.08.1974, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974
Vfkingar frá Ólafsvfk — sigurvegarar f 3. deildar keppninni 1974: Fremri röd frá vinstri: Birgir
Þorsteinsson, Gylfi Þ. Gfslason, sem jafnframt er þjálfari liðsins, Rúnar Marvinsson, Gylfi
Scheving, fyrirliði, Birgir Gunnarsson, Guðmundur Gunnarsson, Hilmar Gunnarsson, Kristján
Guðmundsson. Aftari röð frá vinstri: Konráð Hinriksson, Torfi Magnússon, Atli Alexandersson,
Helgi Arnarson, Jakob Gunnarsson, Ólafur Rögnvaldsson og Sigurður Rúnar Elfasson. Ljós-
mynd: Hdan.
Víkingar vel
að sigri komnir
Höfðu
áhyggjur
af vel-
gengninni
VIÐ erum alveg hæstánægðir
með að komast f úrslit, en það
er langtum meira en við
þorðum að vona fyrirfram,
sagði fyrirliði Reynis frá
Árskógsströnd, Svavar Guð-
mundsson, en hann er
bryti á 50 tonna báti, Arnþóri.
Og það eru fleiri sjómenn f
liðinu en Svavar, þvf hann
sagði, að nú lægju 4 bátar
bundnir við bryggju meðan
hluti skipshafnanna stæði f
eldlfnunni f 3. deild. Það eru 3
skipstjórar, 4 kokkar og einn
bóndi með skipstjórnarrétt-
indi f liðinu, sagði Svavar, en
restin er hásetar.
Því er ekki að neita, að við
höfðum af þvi nokkrar áhyggj-
ur ef við sigruðum í deildinni,
því það hefði verið talsverðum
erfiðleikum bundið fyrir
okkur að taka þátt í 2. deild.
Við höfum engan þjálfara og
æfum því eftir því, sem land-
legur og aðrir duttlungar hafs-
ins gefa okkur tilefni til. Fyrir
einum 12—15 árum þjálfaði
Einar Helgason okkur og bú-
um við að því ennþá, auk þess,
sem samstaðan í hópnum er
mjög góð. Það er ekki úr miklu
að velja hjá okkur, sagði
Svavar, því alls telur Árskógs-
strandarhreppur 322 fbúa.
Jú, úrslitakeppnin var
nokkuð erfið, þar sem við
höfum leikið 5 leiki á 5 dögum,
Svavar Guðmundsson.
og það á möl, en því erum við
alls óvanir þar sem við leikum
alla okkar leiki heima á gras-
velli. Erfiðasti leikurinn okkar
var á móti Þrótti N, því völlur-
inn var erfiður og við þreyttir,
en í síðustu tveim leikjunum
vorum við komnir yfir það. Ég
endurtek það, sagði Svavar, að
við erum hæstánægðir með
frammistöðuna, en þetta er í
fyrsta skipti, sem okkar félag
er með í 3. deild og við
vonumst til að gera betur á
næsta ári. Við óskum Vfking-
um til hamingju með sigurinn,
þar sem þeir voru vel að
honum komnir.
Það rfkti mikil kátina
í búningsherbergi Eyfirð-
inganna og þegar ég kvaddi þá,
sögðu þeir, að ég mætti bæta
því við, að þeir væru beztir Iiða
við Eyjafjörð og töpuðu þar
ógjarnan leik og hefði svo
verið í mörg ár.
VlKINGUR frá Ólafsvík tryggði
sér sæti f 2. deild á næsta ári með
þvf að sigra Reyni frá Árskógs-
strönd f úrslitaleik f 3. deild með
3:0. Víkingar voru vel að sigrin-
um komnir og þeir, sem fylgdust
með úrslitakeppninni, eru trú-
lega á einu máli um það, að sterk-
asta liðið hafi þar sigrað. Þá fer
það ekki á milli mála, að Reynir
frá Árskógsströnd er það lið, sem
kom mest á óvart og hefur verið
sannkallað „spútniklið" f keppn-
inni.
Það er erfitt að leika til útslita í
3. deild, þvi leikirnir fara fram
daglega og t.d. að þessu sinni
máttu Eyfirðingarnir leika 5 leiki
á 5 dögum. En þeir kvörtuðu ekki,
enda harðir sjósóknarar og ýmsu
Frá Gylfa Kristjánssyni
fréttamanni Morgunblaðsins
með
körfuknattleiks-landsliðinu:
BANDARÍKJAMENNIRNIR f
enska landsliðinu f körfuknatt-
leik reyndust ofjarlar fslenzku
landsliðsmannanna f landsleikn-
um við Englendinga, sem fram
fór f fyrrakvöld. Einn þeirra,
lftill náungi en með afbrigðum
skotviss, skoraði hvorki fleiri né
færri en 47 stig, og hann átti
aðeins eitt skot utan af velli, sem
ekki hitti körfuna. Munar um
minna en svo frábæran leikmann,
og engin furða þótt Eng-
lendingarnir leggi mikla áherzlu
á að fá slfka menn til sín og veiti
þeim rfkisborgararétt án mikilla
málalenginga.
Leikurinn í fyrrakvöld var
annars nokkuð skemmtilegur og
tvísýnn. Englendingarnir höfðu
vanir. Víkingarnir frá Ólafsvík
fengu hins vegar frí á laugar-
daginn, þar sem þeir unnu sinn
riðil örugglega.
Urslitaleikurinn fór fram á
Melavellinum á mánudagskvöldið
og var veður fremur kalt og norð-
austan strekkingur, sem stóð eftir
endilöngum vellinum. Víkingar
léku undan vindi í fyrri hálfleik
og er skemmst frá að segja, að það
hvorki gekk né rak fyrir þá, að
finna leiðina að marki and-
stæðinganna, sem vörðust vel.
Fyrri hálfleik lauk því án þess að
mark væri skorað, enda átti
hvorugt liðið umtalsvert mark-
tækifæri. Víkingum gekk betur
að sækja gegn vindinum þvi strax
á 5. mín. skoraði Guðmundur
oftast betur, en f orysta þeirra varð
þó aldrei mjög mikil, og stundúm
náðu íslendingar að jafna og
meira að segja meira. Þannig stóð
t.d. 49—43 fyrir Islandi í hálfleik,
og í seinni hálfleik komst Island
einu sinni 10 stig yfir, er staðan
var 57—47.
Á lokamínútum leiksins kom
styrkleiki enska liðsins hins vegar
vel fram, og þeir sigu jafnt og þétt
framúr. Lokatölur leiksins urðu
97—71 fyrir þá — úrslit, sem Is-
lendingar mega vel við una, sé
það rétt, sem sagt er, að Englend-
ingar séu með eitt af tíu beztu
körfuknattleikslandsliðum í
Evrópu.
Þröstur Guðmundsson var stig-
hæstur í íslenzka liðinu, skoraði
18 stig, Jón Sigurðsson skoraði 14
stig, Kolbeinn Pálsson 11 stig,
Bjarni Sveinsson 11, Gunnar
Þorvarðarson 10 og aðrir færri.
Gunnarsson mark af stuttu færi.
Og á 18. mín. skoraði hann aftur,
eftir mikil varnarmistök Ey-
firðinganna. Var þetta 7. mark
Guðmundar í úrsiitakeppninni,
eða í fjórum leikjum. A 30. mín.
skoraði svo Hilmar Gunnarsson
mark fyrir Víking af stuttu færi
og var þetta mark fremur ódýrt,
eins og raunar hin tvö. Lauk
leiknum þvl með sigri Víkings.
Að leik loknum afhenti Helgi
Danielsson formaður Mótanefnd-
ar KSI fyrirliða Víkings, Gylfa
Scheving, bikar þann, sem keppt
var um og leikmönnum verð-
launapening.
ÞAKKAÐI
FYRIRSIG
ÞAÐ VAKTI athygli við verð-
launaafhendinguna I 3. deild á
mánudagskvöldið, að þegar Gylfi
Scheving fyrirliði Vfkings frá
Ólafsvfk hafði tekið á móti bik-
arnum úr hendi Helga Danfels-
sonar, tók hann til máls og þakk-
aði þeim liðum, sem þeir hefðu
mætt f úrslitakeppninni fyrir
drengilega keppni svo og móta-
nefnd KSl fyrir vel unnin störf.
Einnig þakkaði hann öllum þeim
mörgu, sem hefðu stutt liðið og
þannig hjálpað til, að það næði
þessum merka áfanga, að komast
f 2. deild. Hlaut Gylfi gott klapp
hjá áhorfendum fyrir þetta
skemmtilega og óvenjulega fram-
tak.
— Þess má geta, að gffurlegur
áhugi var á leiknum hjá fólki f
Ólafsvfk og var nánast bein lfna
frá Ólafsvfk við gamla MclavöII-
inn meðan á leiknum stóð. Og
vart voru leikmenn komnir út af
vellinum, þegar sfmskeytin fóru
að berast til þeirra frá aðdáend-
um liðsins, sem heima sátu.
Fyrirliði
í 15 ár
NU læt ég af fyrirliðastöðunni,
sem ég hef haldið f 15 ár, þvf
nú er langþráðu marki náð,
sagði hinn gamalreyndi leik-
maður Vfkinga frá Ólafsvfk,
þegar ég hitti hann eftir leik-
inn. Eg er orðinn 34 ára, en
ætla að vera með f nokkur ár
ennþá, bætti hann við. Eg
byrjaði með yngri flokkunum
f Fram þegar ég var 9 ára,
sagði Gylfi, en hann er bróðir
hfns kunna knattspyrnumanns
f Fram, Baldurs Scheving, en
sfðan 1958 hef ég leikið með
Ólafsvfk. Það er mikill áhugi
fyrir knattspyrnu f Ólafsvfk og
við þurfum ekki að kvfða
framtfðinni, því nóg er af ung-
um strákum til að taka við af
okkur. Vallarskilyrði eru góð,
en okkur dreymir um grasvöll.
Við gerðum eitt jafntefli í
undankeþpninni, en hápunkt-
urinn á sumrinu, fyrir utan að
vinna 3. deildina í' kvöld, var
að komast í 16 liða úrslit Bikar-
keppninnar og dragast þá á
móti Akurnesingum og fá þá
heim til Ólafsvíkur. Það var
mikil stemning fyrir þeim leik,
enda komu 400 manns til að
horfa á hann en það er gott í
1000 manna þorpi. Ég held líka
að við höfum staðið okkur vel á
móti þeim.
Gylfi Scheving.
Það er mikill áhugi í Ólafs-
vík fyrir knattspyrnunni, eins
og ég sagði áðan og við erum
vel studdir af fólkinu. Meðan á
leiknum stóð í kvöld, voru
stanzlausar sfmhringingar á
völlinn frá Ólafsvfk og við
höfum þegar fengið mörg sím-
skeyti.
Jú, úrslitakeppnin var erfið,
en okkar bezti leikur var á
móti Stjörnunni, sem við
unnum 6—2. Þetta er f fyrsta
skipti, sem Víkingur kemst í 2.
deild, en 1962 að mig minnir
komst lið frá HSH í 2. deild. Að
lokum sagði Gylfi, að hann
vildi þakka þjálfaranum Gylfa
Þ. Gíslasyni, fyrrum leikmanni
með Selfyssingum, fyrir hans
hlut, sem hann sagði að væri
stór og hann yrði einnig með
liðið næsta sumar.
Fram
AÐALFUNDUR Fram verður
haldinn fimmtudaginn 29. ágúst
n.k. að Hótel Esju og hefst kl.
20.30.
Héldu í við
Englendinga